Fjáraukalög 1994

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 17:15:10 (2520)


[17:15]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Enn hendir það hv. þm. að vera dularfullur eins og andatrúin og reyna að segja bæði þingi og þjóð að eitthvað hafi þessi maður saknæmt unnið. Þetta er ómerkilegur málflutningur, hv. þm. Árni Mathiesen, (Gripið fram í.) og það kann að vera að slíkur málflutningur Gróu á Leiti komi síðar í bakið á mönnum. ( ÁMM: Gættu að þínum málflutningi.) Kjósendur kunna ekki við svona málflutning. Ég hef unnið í samgn. og hygg ég að ef menn fara yfir þá stöðu, sem eðlilegt er, að Suðurland hafi ekki mikið verið inni í vetrarsamgöngum nema þegar Herjólfur var þar til umræðu. Hins vegar var það svo þegar ég kom þar að ég minnist þess t.d. að Vestur-Skaftafellssýsla var þar inni í liðum og svo hefur haldist en þó verið verulega skorið niður í gegnum tíðina vegna bættra samgangna, hæstv. forseti.