Fjáraukalög 1994

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 17:33:51 (2523)


[17:33]
     Frsm. minni hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég bið hæstv. fjmrh. forláts á því að hafa borið á hann að sitja hér á kvöldfundum. Það má vel vera að þeir hafi verið seinni part dags en niðurstaðan á þessum fundum skiptir mestu máli en ekki hvenær þeir eru haldnir. Ef ég hef skilið hann rétt var yfirlýsing hans á mæltu máli þannig að það sé ætlunin að taka upp einhverja nýja skattheimtu og lækka aðra skatta í staðinn. Þá spyr ég hvort það sé á mannamáli að það eigi að taka upp hátekjuskatt og fjármagnstekjuskatt og lækka einhverja aðra skattprósentu í staðinn og hvort um það sé verið að takast á.