Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Mánudaginn 12. desember 1994, kl. 19:05:16 (2581)


[19:05]
     Félagsmálaráðherra (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er mjög gott að heyra það að ég hef í óþarfa tekið það sem gagnrýni að það væri heimilað að taka þátt í greiðslu rekstrarkostnaðar vegna sambýla til þess að greiða fyrir útskrift af Kópavogshæli. En ég lagði einmitt áherslu á það að í umsögn um 3. gr. væri þessi skýring, að heimildin næði til þess að auðvelda eða greiða fyrir útskriftum af Kópavogshæli því það er mjög brýnt mál. En það er ekki verið að tala þarna um að setja á stofn sambýli og að allur rekstur fari á sjóðinn og ég held að engum hafi dottið það í hug.
    Varðandi aðra þætti og lagasetningu varðandi það að húsaleigubætur skerði ekki bætur almannatrygginga þá var ég búin að kanna það hvort það væri ástæða til þess að það færi inn í þennan bandorm. Það var talið að það þyrfti ekki. Ef annað kemur í ljós þá verður það skoðað.