Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Mánudaginn 12. desember 1994, kl. 19:07:34 (2583)


[19:07]
     Félagsmálaráðherra (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Eins og kunnugt er þá var það þannig að það voru greiddar 600 millj. af sveitarfélögunum inn í Atvinnuleysistryggingasjóð og aðrar 600 voru hugsaðar að kæmu á móti þannig að það væri hægt að veita allt að þessari upphæð í átaksverkefni sem unnin væru á vegum sveitarfélaga og þá að kostnaðarhlutdeild Atvinnuleysistryggingasjóðs væri sem næmi bótagreiðslum. Sveitarfélögin gagnrýndu það einmitt að sá stuðningur sem þau fengu var langt innan þess sem þau greiddu inn í sjóðinn. Það er rétt að það á að halda áfram þessum átaksverkefnum og það er fullkomin samstaða um það milli sveitarfélaganna og félmrn. sem og fjmrn. að áfram verði unnið að þessum verkefnum. En það er ákveðinn liður í lögunum um Atvinnuleysistryggingasjóð, að óháð þessu og slíku samstarfi, eins og það er hugsað, að afstýra því að fólk sé á bótagreiðslum, að þeir sem eru atvinnulausir, sérstaklega langtímaatvinnulausir, séu annaðhvort (Forseti hringir.) í vinnu, í fræðslu eða átaksverkefnum, þá er þarna verið að fella út heimildina til að vera með beina styrki til atvinnuleysis.
    ( Forseti (GunnS) : Forseti verður að benda hæstv. ráðherra á að ræðutíma hans er lokið.)
    Forseti. Ég hef lokið máli mínu.