Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Þriðjudaginn 13. desember 1994, kl. 00:44:45 (2620)


[00:44]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég held að það hefði þurft að semja þessa yfirlýsingu svolítið skýrar og betur. Ég held að það geti enginn skilið þetta öðruvísi en svo að þarna sé verið að taka undan allt sem viðkomandi lífeyrisþegi hafi lagt í lífeyrissjóðina og það er ekki skattlagt en það er framsetning sem er óhafandi vegna þess að auðvitað hafa lífeyrisþegarnir lagt fram 40% í sína lífeyrissjóði en samkvæmt orðanna hljóðan þarna er talað um að jafngildi lífeyrisframlags þeirra sé 15% af útborguðum lífeyri.