Fjárlög 1995

57. fundur
Þriðjudaginn 13. desember 1994, kl. 18:27:37 (2654)


[18:27]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er mjög athyglisvert að hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir hefur gefist upp og leggur ekki lengur í það að gera tillögur á Alþingi. Það er mjög fróðlegt og mjög athyglisvert í þeirri umræðu sem fram undan er.
    En varðandi Innheimtustofnunina er auðvitað alveg ljóst að Innheimtustofnunin gegnir skyldum um það að sjá um innheimtu á barnsmeðlögum og út af fyrir sig er ekki ástæða til þess að gera ráð fyrir því að vandinn leysist ekki. Við skulum vona að innheimtan batni og þá greiðist lánið upp að sjálfsögðu af Innheimtustofnuninni sjálfri. Hins vegar er mikið atriði eins og ég sagði fyrr í andsvari mínu að þetta mál leysist þannig að það lendi ekki á þeim sveitarfélögum sem þjónustuframlög eiga að fá. Það er grundvallaratriði og út á það gengur samkomulag ríkisstjórnarinnar og Sambands ísl. sveitarfélaga.
[Fundarhlé. --- 18:30]