Fjárlög 1995

57. fundur
Þriðjudaginn 13. desember 1994, kl. 21:55:32 (2661)


[21:55]
     Einar K. Guðfinnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Sjúkrahúsið á Ísafirði eins og öll önnur sjúkrahús í landinu verður auðvitað að búa við aðhaldsaðgerðir eins og menn þekkja. Það er eins með þetta sjúkrahús eins og öll önnur að það fær enga sérstaka meðferð í þessum efnum. Það sem ég var hins vegar að vekja athygli á er að núna er verið að taka í notkun viðbótarstarfsemi við sjúkrahúsið. Það er sérstaklega verið að leggja til aukna fjárveitingu vegna þess. Að öðru leyti býr Sjúkrahúsið á Ísafirði við sama kost og aðrar sjúkrastofnanir í landinu í öllum grundvallaratriðum. Það mun hins vegar ekki leiða til þess að það verði neinar grundvallarbreytingar á starfsemi Sjúkrahússins á Ísafirði.