Fjárlög 1995

57. fundur
Miðvikudaginn 14. desember 1994, kl. 00:17:23 (2687)


[00:17]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir svörin í sambandi við línuhraðalinn. Ég skil það þannig að það verði tekið á því máli og varðandi það sem hv. þm. ætlaði að fara að segja um það að stjórnarandstaðan hefði flutt ýmsar tillögur þá vil ég nefna það í þessu samhengi að það er nauðsynlegt fyrir okkur að vekja athygli á ýmsum málum sem við teljum brýnt að leggja áherslu á og að því er varðar tekjuhliðina á þessum málum og fjárlögunum yfir höfuð þá hlýtur það mál að koma til skoðunar af okkar hálfu eftir því hvernig hlutirnir þróast við 2. umr. fjárlaganna. Þannig hefur það ævinlega verið.