Tekjuskattur og eignarskattur

59. fundur
Fimmtudaginn 15. desember 1994, kl. 17:18:12 (2773)


[17:18]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Aðeins örfá orð. Ég ætla ekki hér í þessu stutta andsvari og hér í lok þessa andsvarstíma að fara að reyna að bera saman skattastefnu núv. ríkisstjórnar og skattastefnu fyrrv. ríkisstjórnar. Til þess er allt of skammur tími. Endalaust má deila um það hvort ráðstöfunartekjurnar hafi aukist eða hvort þær hafi dregist saman. Það fer allt eftir því hvaða viðmiðun menn nota.

    Hæstv. fjmrh. Ráðstöfunartekjurnar hafa ekki aukist hjá þeim sem engar tekjur hafa vegna atvinnuleysis og vegna þeirrar stefnu sem núv. ríkisstjórn hefur framfylgt og það held ég að við hæstv. fjmrh. hljótum að vera sammála um. Ráðstöfunartekjur geta ekki aukist hjá þeim sem engar tekjur hafa.