Fyrirkomulag utandagskrárumræðu

60. fundur
Föstudaginn 16. desember 1994, kl. 11:05:54 (2796)

[11:05]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Það er mjög sérkennilegt þegar hálftíma umræða er um ákveðið efni eins og í þessu tilviki, flug til Siglufjarðar, að þingmenn skuli standa upp eftir að ráðherra hefur ekki möguleika til andsvara til þess að koma með allt önnur árásarefni og aðfinnsluefni en umræðan snýst um eins og hv. þm. Jón Kristjánsson gerði hér áðan.