Listmenntun á háskólastigi

60. fundur
Föstudaginn 16. desember 1994, kl. 12:19:57 (2808)


[12:19]
     Pétur Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. þessi svör enda var ég svo sem ekki að gagnrýna þetta. Ég

tel að það sé ekki alveg óskylt mál í sjálfu sér hvernig rekstrarformið er. Ég var að spyrjast fyrir um forsendur þess að háskólinn hafnaði því að hafa þetta innan sinna vébanda og benda aðeins á mismun þess án þess að ég væri að tala um að nefndin hefði svo sem mikið með það að gera. En hins vegar vil ég ítreka það að ég trúi því og treysti að þessi nefnd, eins og hv. þm. gat um, hafi haft samráð og samvinnu við allar þessar stofnanir. Ég trúi því og treysti að það verði gert áfram og tel reyndar einsýnt að þingmenn muni sameinast um þetta mál að veita því framgang hvar í flokki sem þeir standa og það held ég að sé mjög ánægjuleg þróun.