Hlutafélög

62. fundur
Laugardaginn 17. desember 1994, kl. 13:40:21 (2866)

[13:39]
     Eyjólfur Konráð Jónsson (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Ég held að þessi liður mætti gjarnan bíða. Þetta eru einhver viðkvæmustu mál í sögu viðskipta í heiminum allt frá því að hlutafélög urðu að veruleika í Hollandi, Bretlandi og víðar fyrir þremur, fjórum öldum. Þetta er mál sem fjallað hefur verið um mjög rækilega í þessu virðulega húsi og ég held að það sé alveg sjálfsagt að gefa mönnum betra tóm til þess að ræða þetta mál. Ég vona að enginn hneykslist þó hann viti af því að ég lærði þetta töluvert í Bandaríkjunum og Evrópulöndum. 1972 kom algjörlega ný íslensk löggjöf og henni hefur verið breytt margsinnis síðan, ekki til bóta að ég held en alla vega er þetta mjög merkileg löggjöf og það má gjarnan bíða að hræra í henni, skulum við segja. Ég held að löggjöfin sé mjög góð eins og hún er en alla vega er engin þörf á því að flýta neinu í því efni.