Hlutafélög

62. fundur
Laugardaginn 17. desember 1994, kl. 13:45:07 (2868)

[13:45]
     Steingrímur J. Sigfússon :

    Hæstv. forseti. Eins og kom fram í ræðu minni fyrr í dag þá erum við þingmenn Alþb. andvíg því að breyta þessu ákvæði frv. Við teljum að frv. sé ágætt eins og það er og var flutt af hæstv. ráðherra og stjórnarliðum sem stjfrv., þ.e. að mörkin gagnvart því hvenær fyrirtæki megi leggja hömlur á viðskipti með hlutabréf færist niður í töluna 100, þ.e. ef hluthafar eru 100 eða fleiri sé ekki heimilt að leggja hömlur á með viðskiptin. Satt best að segja er það nokkuð sérkennileg staða ef hv. stjórnarliðar ætla að standa að því að fella ákvæði stjfrv. en við stjórnarandstæðingar að styðja það. Ég hvet menn til þess að skoða það hvort ekki sé rétt að hafa frv. óbreytt og fella þar með 5. tölul. brtt. á þskj. 401.