Hlutafélög

62. fundur
Laugardaginn 17. desember 1994, kl. 13:53:20 (2874)

[13:53]
     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegur forseti. Hæstv. viðskrh. og fleiri stuðningsmenn, það eru fleiri sem reyna að standa vörð um þau frv. sem hann leggur fram. Ég er þeirrar skoðunar að eins og 54. gr. lítur út í frv. sé hún betri en sú brtt. sem hér er lögð fram. Með þeirri breytingu, sem hér er gerð, næst ekki utan um þá aðila sem lenda í gjaldþroti hvað eftir annað án þess að lögbrot sé tengt því. Ég held að því miður hafi ekki tekist að ná nógu vel utan um þau atriði sem snúa að gjaldþrotum. Ég vil reyndar taka fram eins og kom fram í umræðunni í morgun að við eigum eftir að fara yfir viðurlögin við brotum á bókhaldslögum, ársreikningum og fleiri lögum, hlutafélagslögunum og fleiri lagabálkum þannig að tækifæri gefst til að skoða þetta í heild. En ég greiði atkvæði gegn þessari brtt. vegna þess að ég tel frv. betra eins og það er.