Hlutafélög

62. fundur
Laugardaginn 17. desember 1994, kl. 13:55:51 (2876)



[13:55]
     Vilhjálmur Egilsson :
    Virðulegi forseti. Ég styð þá brtt. sem efh.- og viðskn. hefur lagt fram. Ég tel að það sé grundvallaratriði í íslenskum rétti að mönnum sé ekki refsað eða réttindi þeirra takmörkuð að ástæðulausu. Eins og ákvæðið var voru gjaldþrot sem slík gerð refsiverð eða höfðu afleiðingar í för með sér fyrir þá einstaklinga sem í hlut áttu. Ég tel því að með því ákvæði sem hér er komið inn sé það gert að skilyrði að mönnum sé ekki refsað nema þeir hafi gert eitthvað af sér sem er refsivert og því tel ég eðlilegt að greinin verði eins og hér er lagt til.