Afgreiðsla þingmála fyrir jólahlé

63. fundur
Mánudaginn 19. desember 1994, kl. 15:09:12 (2880)



     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og hv. þm. nefndi hafði verið gerð áætlun um hvernig þingstörfin mættu ganga fyrir sig og á fundi með formönnum þingflokka og forseta fyrir helgi var gert ráð fyrir því að hægt yrði að ljúka störfum á miðvikudag, annaðhvort fyrri part miðvikudags eða síðari hluta miðvikudags eftir atvikum. Ljóst er að erfitt verður að koma þessu í kring eins og málin standa nú. Forseti hefur haldið fund með formönnum og varaformönnum efh.- og viðskn. og fjárln. í morgun ásamt hæstv. fjmrh. og einnig með formönnum þingflokka en þar sem núna eru komnar upp athugasemdir, sem hv. 1. þm. Norðurl. skýrði frá, mun forseti boða til annars fundar með formönnum þingflokka síðar í dag eða eftir að þessum fundi lýkur sem er áætlað að verði um eða upp úr kl. 5.