Útflutningur hrossa

65. fundur
Þriðjudaginn 20. desember 1994, kl. 17:29:10 (2956)


[17:29]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Erindið er lítið. Ég vil bara þakka ráðherra fyrir það að skipa nefnd til þessa starfs. Ég minni á þá ræðu sem ég flutti áðan, að ég held að það sé mjög mikilvægt framtíðarinnar vegna og þeirra gríðarlegu möguleika sem í hrossaræktinni liggja að huga vel að stóðhestastöðinni og jafnvel að gera hana að stofnræktarstöð. Við eigum mjög sérstakan hest, Íslendingar, hann er hvergi til annars staðar í heiminum með þessum hætti, hesturinn, það eru mörg séreinkenni. Þannig að það er verðugt verkefni að rannsaka hann til hlítar og ég vænti þess að þessi nefnd geri einmitt tillögur um það.