Afgreiðsla stjórnarfrumvarpa

65. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 00:50:37 (2987)


[00:50]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég mun vera næstur á mælendaskrá en mér er afar óljúft, svo ekki sé meira sagt,

að flytja ræðu mína þegar þannig stendur á að ráðherrar sem ég hefði haldið að þyrftu að hlýða á þessa umræðu eru staddir á fundum í þinghúsinu. Það er náttúrlega lágmark að gera hlé á fundi meðan forusta þingsins og ráðherrar eru að bræða það með sér hvort það á að halda áfram eða ekki. Ég kæri mig ekkert um það að vera að flytja ræðu mína undir þessum kringumstæðum. Ég vil fá að vita það hjá virðulegum forseta hvort það er meiningin að halda þessu áfram í nótt eða ekki. Ef það eru fundarhöld í einhverjum herbergjum í þinghúsinu um framhaldið þá á að gera fundarhlé þangað til þeim fundarhöldum er lokið og sýna okkur óbreyttum þingmönnum þá virðingu að við fáum eitthvað að vita um það hvað er að ske hér.