Fjáraukalög 1994

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 11:14:40 (2997)


[11:14]
     Frsm. minni hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vissi að þessi grein væri samin af þungavigtarmönnum en hins vegar gerði

ég mér ekki grein fyrir því að þarna væri um stjórnarmyndunarsamning að ræða fyrir næstu ríkisstjórn. Það eru alveg nýjar upplýsingar fyrir mig frá hv. 6. þm. Suðurl. og þar til viðbótar að hæstv. utanrrh. Jón Baldvin Hannibalsson væri forsætisráðherraefni í slíkri ríkisstjórn. Ég held að þessi landbúnaðarkafli sé mikilvægari en nokkurn grunaði. Ég er búinn að fá orðsendingu frá hv. 3. þm. Austurl. að hann sé á mælendaskrá og ég bíð þá spenntur eftir því að heyra ræðu hans, bæði um þetta mál og hvernig hann lítur á þennan afspyrnumikilvæga kafla í brtt. sem öðlast nú meira innihald en ég hafði gert mér grein fyrir áður.