Fjáraukalög 1994

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 11:45:55 (3000)


[11:45]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir svörin en þau leysa ekki þetta mál sem ég var að spyrja um. Það er alveg ljóst að það hefur ekki verið tekið á þessu í afgreiðslu fjáraukalaga og þó gert hafi verið samkomulag um ákveðin atriði í fjárlögum næsta árs þá er það heldur ekki þar að finna. Ég tel mjög nauðsynlegt að taka þessi mál til alveg sérstakrar athugunar. Við vitum hvernig aðstaða fæðandi kvenna hefur verið hér á Reykjavíkursvæðinu. Þær hafa barist fyrir því í mörg ár að fá betri aðstöðu og bæði mæðravernd og glasafrjóvgun á undir högg að sækja hvað varðar aðstöðu og fjárveitingar. Og ég tel mjög nauðsynlegt að taka á þessum málum hið allra fyrsta.