Fjáraukalög 1994

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 12:40:12 (3013)


[12:40]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég varð fyrir vonbrigðum með svör hæstv. ráðherra. Í fyrsta lagi sem hann sagði síðast, þ.e. að ég ætlaði að bregða fæti fyrir að gera hlutina eins og hæstv. landbrh. vildi. Ég hef ekki minnst einu orði á það en ég vísaði til laga sem eru í gildi og ég tel mig vera skuldbundinn til að fara eftir lögum og ég spurði hæstv. landbrh. að því hvaðan hann hefði vald til með svona yfirlýsingu að breyta lögum og ég fékk ekkert svar við því.
    Hæstv. ráðherra sagði að enginn réttur safnaðist upp. Engu að síður er í fjáraukalögunum kveðið á um að það skuli greidd framlög til ákveðinna framkvæmda sem gerðar voru árin 1992 og 1993. Einhvers staðar liggur þá sá réttur fyrir, sem er verið að greiða út á, þannig að þarna stangast á að allur réttur hafi fallið niður með þessum ákvæðum lagabreytingarinnar frá 1992. Ég gat helst skilið hjá hæstv. ráðherra að það eigi ekki að taka allt of mikið mark á yfirlýsingunni um frekari fjárveitingar verði ekki að

ræða samkvæmt jarðræktarlögum. Þarna er alveg skýrt kveðið að orði um að það skuli ekki greidd króna meir.