Fjáraukalög 1994

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 14:38:59 (3029)


[14:38]
     Eggert Haukdal (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég kvaddi mér hljóðs áðan eftir ræðu Guðna Ágústssonar en því miður virðist það hafa farið fram hjá hæstv. forseta. Því vil ég koma þessum orðum hér að. Ég tek undir söguskoðanir, hv. 5. þm. Guðna Ágústssonar, varðandi litlar hitaveitur. Það er búið að marglofa þessu af mörgum þingmönnum og ráðherrum og það hefur allt brugðist. Það var greitt vegna tveggja hitaveitna, Varmahlíðar og Hvalfjarðar og þess vegna var siðferðilegur réttur hinna allra að fá þessa fyrirgreiðslu. Þetta vil ég undirstrika að mál hans varðandi þessar litlu hitaveitur var rétt.