Fjárlög 1995

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 18:37:20 (3062)


[18:37]
     Margrét Frímannsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það dæmi sem ég nefndi um að við hefðum ekki séð erindi þegar tillögur hefðu verið lagðar fram var þessi tillaga um milljón til að laða að ferðamenn með örverum og amöbum eða rannsóknir á þeim. Þar lá ekki fyrir erindi þegar tillagan kom fyrir nefndina. Hins vegar benti ég á það að hv. formaður hætti þó ekki að koma manni á óvart því að hér hefði síðan legið fyrir ný tillaga eða yfirlýsing við ræðu formanns um samninga við Sjúkrahús Suðurlands og ég tók það sérstaklega fram að við mundum styðja þetta. Hins vegar hefði sú tillaga ekki verið endanlega afgreidd. Þó erindið hefði verið kynnt, þá hefði tillagan aldrei verið endanlega afgreidd í allri nefndinni.