Fjárlög 1995

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 20:52:59 (3070)


[20:52]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það stendur eftir þegar við erum að ræða um húshitun, sem við getum endalaust haldið áfram að deila um, að niðurgreiðslur hafa verið hækkað í krónum talið, það er alveg rétt. En niðurgreiðslur eru hlutfallslega minni í dag en oft áður. Þær eru minni í dag þrátt fyrir aukningu í krónum talið og það er niðurstaða frá Rafmagnsveitu ríkisins. Það er líka niðurstaða að afsláttur Landsvirkjunar er hlutfallslega minni en hann var t.d. á vordögum 1988. Hann er minni í dag. Það er þess vegna ágætt markmið að vinna að því að lækka hann með samningum við Landsvirkjun. Það hefur bara alls ekki tekist á þessu tímabili því að það hefur ekki tekist að halda í við þá niðurgreiðslu sem Landsvirkjun var

með árið 1988, hún er minni í dag. Þannig að það er full þörf á því að leggja fram aukið framlag í þetta. Raunar telja rafmagnsveiturnar að það þurfi að auka niðurgreiðslur og það þurfi einnig að vinna að því að Landsvirkjun lækki sitt orkuverð. Það er því ýmislegt sem þarf að gera í þessu og ég bara hvet ríkisstjórnina til að reyna að taka á við að vinna að þeim markmiðum sem hún setti sér í hvítbókinni svo það sjáist einhver árangur sem hún geti kynnt fyrir kjósendum sínum fyrir næstu kosningar.