Fjárlög 1995

66. fundur
Fimmtudaginn 22. desember 1994, kl. 01:17:20 (3134)

[01:17]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Hv. 5. þm. Norðurl. v. sagði að þessi tillaga hefði verið kynnt í efh.- og viðskn. Það finnst mér vera nokkuð ofmælt. Ég mundi frekar orða það að hún hefði verið sýnd í efh.- og viðskn., nánast í sömu andrá og málið var afgreitt út þannig að engin efnisleg umfjöllun var um málið. Í raun er hér um að ræða breytingu á lögum sem hefði átt að fá sínar þrjár umræður í Alþingi þar sem í upphaflega bandorminum var ekki lögð til nein breyting á þeim lögum sem hér er um að ræða. Það er vissulega álitaefni hvort breytingar af því tagi sem þarna eru lagðar til standast stjórnarskrá.