Fjárlög 1995

66. fundur
Fimmtudaginn 22. desember 1994, kl. 01:39:46 (3140)

[01:39]
     Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegur forseti. Ástæðan til þess að ég kveð mér hljóðs er sú að hér fyrr í kvöld fóru fram þó nokkuð miklar umræður um stöðu íslensks skipasmíðaiðnaðar með hliðsjón af nýjum yfirlýsingum Evrópusambandsins um þau mál. Hæstv. iðnrh. gaf yfirlýsingu um það að á málinu yrði tekið sérstaklega núna bak jólum en fyrir áramót. Ég tel að það sé mjög mikilvæg yfirlýsing og af þeim ástæðum hef ég ákveðið að draga brtt. á þskj. 479 til baka.