Lánsfjárlög 1995

68. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 01:28:55 (3264)


[01:28]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil ítreka það að ég ætla ekki að fara að verja stjórnartill. en varðandi afgreiðslu á ráðstöfunum í ríkisfjármálum þá verð ég því miður að hressa upp á minni þingmannsins því það gekk eilítið á við þá afgreiðslu og það var gerð sú krafa að það mættu allir stjórnarsinnar á fundinn. Brtt. stjórnarmeirihlutans voru bornar undir atkvæði og samþykkt að afgreiða málið með þeim brtt. með fimm atkvæðum gegn fjórum, stjórnarandstæðinganna, og það kom ekki þar fram neinn fyrirvari. Þetta vil ég minna hv. þm. á.