Lánsfjárlög 1995

68. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 04:29:24 (3311)


[04:29]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Ég veit ósköp vel að það er ekki ætlast til þess að undir þessum lið fari menn í efnislega umræðu, en ég get þó ekki stillt mig um að benda á það að trú hæstv. viðskrh. á því að ríkissjóður tapi ekki á þessari ábyrgð byggist á því að skilyrði ríkisstjórnarinnar fyrir málinu eru þau að það sé tekið veð af fiski í sjónum, þ.e. þeim laxi sem er í beit, og er svolítið fróðlegt að skoða þetta í samhengi við deilur einstakra ráðherra og umræðu um veðrétt sem hefur verið í þjóðfélaginu á síðustu dögum.