Ábyrgð á láni til Silfurlax hf.

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 13:16:52 (3320)


[13:16]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á því að hér er einungis um heimild að ræða og menn fara ekki að beita heimild með ólögmætum hætti. Hins vegar veit ég það af kynnum mínum við hæstv. fyrrv. fjmrh. að honum gengur það eitt til að tryggja það að fjármagni ríkisins verði varið sem best og tryggast. Það er rætt um það að taka veð líka í seiðunum. Hér er um að ræða fyrirtæki sem ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að framleiði um það bil 3 millj. seiða. Það er því alveg ljóst að 50 millj. tryggðar með 1. veðrétti í seiðunum gerir margfalt það að dekka þetta fjármagn. Ég held að það ætti að friða hv. þm. og færa hann í öruggan sann um að það er ekki verið að sólunda fé ríkisins með þeim hætti sem mér fannst liggja í orðum hv. þm.