Lánsfjárlög 1995

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 13:49:07 (3325)


[13:49]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Það kom fram í ræðu minni um málið í gær að ég tel að það séu út af fyrir sig efnisleg rök fyrir því að styðja við bakið á þeim tilraunum sem enn eru í gangi í hafbeit hér á landi. Ég hafði hins vegar í umfjöllun nefndarinnar fyrirvara á þeim leiðum sem væru valdar og hefði talið að það væri á margan hátt eðlilegra að styrkur ríkisins færi í gegnum aðrar leiðir en lánsfjárlög. Hitt er svo annað mál að málsmeðferð stjórnarflokkanna á þessu máli er þannig að mér er ómögulegt að styðja tillöguna og ég minni m.a. á það að í gær kom yfirlýsing frá hæstv. fjmrh. þess efnis að hér væri um að ræða stjórnartillögu og því hlýtur stjórnarmeirhlutinn að bera á þessu ábyrgð. Hins vegar væri fullkomlega óheiðarlegt af minni hálfu gagnvart meðnefndarmönnum í efh.- og viðskn. ef ég færi á þessu stigi að greiða atkvæði gegn málinu og ég greiði því ekki atkvæði.