Brunatryggingar

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 14:16:54 (3341)


[14:16]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu fyrst og fremst með þeim rökum að í greininni eins og hún lítur út felst herfileg mismunun gagnvart íbúum í landinu. Ég vil einnig láta það koma fram að ég tel að það sé óhjákvæmilegt að þetta frv., m.a. þetta ákvæði þess, verði rætt mjög rækilega við 3. umr. málsins. Málið er algerlega ótækt eins og það lítur út og þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessari tillögu eins og hún lítur núna út.