Samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar

72. fundur
Fimmtudaginn 29. desember 1994, kl. 14:25:27 (3420)


[14:25]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Í sjálfu sér er þarna um að ræða að því er ég tel grundvallarmisskilning af hálfu hv. 9. þm. Reykn. Það gildir nákvæmlega það sama um smáfyrirtæki og um smáþjóðirnar. Það eru fyrst og fremst smáfyrirtækin og smáþjóðirnar sem fá sinn hlut réttan í samningum af þessu tagi. Smáfyrirtækin og -ríkin sem hafa ekki burði til að tryggja hagsmuni sína öðruvísi en með alþjóðlegum samningum af þessu tagi. Það eru því eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst smáfyrirtækin og meðalstóru fyrirtækin sem njóta góðs af þeim áföngum sem við höfum náð í gegnum GATT-samkomulagið.