Samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar

72. fundur
Fimmtudaginn 29. desember 1994, kl. 17:10:04 (3440)


[17:10]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég óska eftir því að hv. þm. kynni sér betur þær vörur sem sá sem hér stendur selur og flytur inn til landsins. Það vill svo til að ég er ekki innflutningsaðili að rauðvíni. Ef hann hefur verið að versla það í þeim mikla misskilningi að hann væri að styðja við bakið á mér þá er það nú ekki rétt. ( PP: Ég gerði það nú fyrir sjálfan mig.) Já, ætli það hafi ekki verið með þeim hætti.
    En það er ekki enn komið svar við því sem ég spurði um, hvert væri valdsvið ráðherrans með þessu. Nær það yfir heilbrigðismál? Nær það yfir umhverfismál? Nær það yfir hollustuvernd? Hvert er valdsvið ráðherrans með þessu? Ég held því fram að með þessum tillöguflutningi sé verið að færa alræðisvald í hendur ráðherra og það get ég ekki sætt mig við.