Tekjuskattur og eignarskattur

72. fundur
Fimmtudaginn 29. desember 1994, kl. 21:13:04 (3461)


[21:13]
     Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar) :
    Það bregður nokkuð öðru við, virðulegi forseti, þegar hæstv. landbrh. er farinn að hafa áhyggjur af láglaunafólkinu og fólki með 150 þús. kr. tekjur. Ég hef ekki orðið vör við það að hæstv. landbrh. styðji okkur sem höfum verið að tala fyrir því að koma hér á fjármagnstekjuskatti til að fá eins og 1--2 milljarða til þess að bæta hlut þessa fólks sem er með 150--200 þús. kr. í tekjur eða þá að halda a.m.k. hátekjuskattinum óbreyttum á næsta ári eins og hann var á þessu ári. Meðan hæstv. landbrh. ber það ekki einu sinni við að styðja slíka brtt. þá tek ég lítið mark á því að hann sé að sjá aumur á fólki með 150--200 þús. kr. tekjur.