Brunatryggingar

73. fundur
Föstudaginn 30. desember 1994, kl. 01:30:39 (3495)


[01:30]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Þessi lagasetning er nú óttalegt klúður. Hæstv. ráðherra setur reglugerð sem ekki á stoð í lögum, síðan er reynt að semja lög til þess að gera reglugerðina löglega og forða hæstv. ráðherra frá málaferlum. Þetta eru náttúrlega vandræðadrög eða vandræðafrv. og auðsjáanlega samið af tryggingafélögunum. Í þessu frv. er mikið óréttlæti. Mönnum er mismunað eftir búsetu hvað varðar bótafjárhæðina. Hins vegar eru þeir ekkert of góðir að borga, þeir sem settir eru hjá við bæturnar og það er alveg óháð búsetu, sömu iðgjöld hvar sem er og málsmeðferðin öll er hæstv. ráðherra til skammar.