Tekjuskattur og eignarskattur

74. fundur
Föstudaginn 30. desember 1994, kl. 01:40:01 (3499)

[01:40]
     Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir brtt. frá meiri hluta efh.- og viðskn. sem er á þskj. 550. Efni tillögunnar er að breyta gildistökuákvæði frv., 17. gr. Það er tvennt sem þar er um að ræða. Annars vegar er það atriði sem varðar 3. gr. b í frv. en hún fjallar um nýtingu rekstrartapa. Sá skilningur í umfjöllun

nefndarinnar kom fram að þessi grein væri íþyngjandi en samkvæmt gildistökuákvæði frv. eins og það stendur gildir þetta vegna tekna og gjalda 1994 og álagningarskatts 1995. Það þykir ekki góð latína að láta íþyngjandi ákvæði virka aftur fyrir sig og því er lagt til í tillögunum að gildistökuákvæðið verði þannig að ákvæði þetta í 3. gr. b taki fyrst gildi við álagningu skatta árið 1996 vegna tekna og gjalda á árinu 1995.
    Í annan stað er tillaga um það að koma inn með tvær nýjar málsgreinar sem voru í upphaflega frv. en féllu niður í þeirri brtt. sem var samþykkt hér áðan. Það var fyrir misskilning og því er nauðsynlegt að taka það inn aftur. Varðandi það atriði sem hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson fjallaði um í ræðu sinni í kvöld um gildistökuákvæði vegna frádráttar frá tekjum vegna kaupa á hlutabréfum er í rauninni um óbreytt fyrirkomulag að ræða. Túlkun fjmrn. á því ákvæði sem var samþykkt á þinginu fyrir jólin 1992 er nákvæmlega eins og þetta er sett fram í frv. Orðalagið er einungis gert skýrara. Það þýðir með öðrum orðum að hjón sem kaupa hlutabréf fyrir 250 þús. kr. geta dregið 200 þús. kr. frá skatti vegna viðskipta á árinu 1994 og það er það ákvæði sem verið er að lögfesta líka í frv. fyrir 1995 o.s.frv.