Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

74. fundur
Föstudaginn 30. desember 1994, kl. 01:49:54 (3502)


[01:49]
     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Þessi tillaga snýst um að gera það alveg ljóst að það séu aðeins húsaleigubætur greiddar frá sveitarfélögum sem ekki eigi að virka skerðandi á tekjutryggingu og sérstaka heimilisuppbót. Það gæti verið að húsaleigubætur væru greiddar frá öðrum sem mundu virka takmarkandi ef þessi tillaga yrði samþykkt. Ég held að það sé þó ekki því að í sömu grein er ákvæði um greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar en ef þessi brtt. hefur einhver áhrif, sem ég held að hún hafi ekki, þá hefur hún áhrif til að takmarka rétt bótaþega. Ég þori ekki annað, virðulegi forseti, en að segja nei við tillögunni.