Ferill 107. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 107 . mál.


248. Nefndarálit



um frv. til l. um takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Ágúst H. Elíasson, fram kvæmdastjóra Samtaka fiskvinnslustöðva, Gunnar Flóvenz, formann síldarútvegsnefndar, Dagmar Óskarsdóttur, formann Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi, Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, Benedikt Valsson, framkvæmdastjóra Farmanna- og fiski mannasambands Íslands, Helga Laxdal, formann Vélstjórafélags Íslands, og frá Sjómanna sambandi Íslands Sævar Gunnarsson formann og Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóra. Einnig kom á fund nefndarinnar Halldór Árnason, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra.
    Í 2. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um að sjávarútvegsráðherra skuli leita umsagnar samráðsnefndar Samtaka fiskvinnslustöðva og Landssambands íslenskra útvegsmanna áður en reglugerð um takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu er sett.
    Lagt er til að samtök sjómanna eigi þess einnig kost að koma að sjónarmiðum sínum áður en reglugerðin er sett og er mælt með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Á eftir orðinu „útvegsmanna“ í fyrri málsgrein 2. gr. komi: svo og umsagnar samtaka sjómanna.

    Fjarstaddir afgreiðslu málsins voru Steingrímur J. Sigfússon og Jóhann Ársælsson.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson og Jóhanna Sigurðardóttir sátu fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúar og eru þær samþykkar áliti þessu.

Alþingi, 16. nóv. 1994.



    Matthías Bjarnason,     Gunnlaugur Stefánsson.     Stefán Guðmundsson.
    form., frsm.          

    Guðmundur Hallvarðsson.     Ragnar Þorgeirsson.     María E. Ingvadóttir.

Vilhjálmur Egilsson.