Ferill 165. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 165 . mál.


324. Breytingartillögur



við frv. til l. um atvinnuréttindi útlendinga.

Frá félagsmálanefnd.



    Við 13. gr. Í stað orðsins „manntalsskrifstofu“ í a-lið komi: skráningaryfirvaldi.
    Við 14. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Svohljóðandi stafliður bætist við fyrri málsgrein: Sérhæfðir starfsmenn, ráðgjafar og leiðbeinendur sem vinna að samsetningu, uppsetningu, eftirliti eða viðgerð tækja.
         
    
    Síðari málsgrein falli brott.