Ferill 182. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 182 . mál.


330. Nefndarálit



um till. til þál. um samning um bráðabirgðasamkomulag fyrir tímabilið eftir að tiltekin EFTA-ríki hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna sem felur í sér að heimild til handa ríkisstjórninni til að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um bráðabirgðasamkomulag fyrir tímabilið eftir að tiltekin EFTA-ríki hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu sem undirritaður var 28. september 1994 í Brussel. Samningnum er ætlað að leysa það millibilsástand sem skapast við inngöngu tiltekinna EFTA-ríkja í ESB varðandi óafgreidd mál sem þá liggja fyrir hjá EFTA-dómstólnum og eftirlitsstofnun EFTA og með hvaða hætti eigi að ljúka þeim.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 6. des. 1994.



Björn Bjarnason,

Páll Pétursson.

Ólafur Ragnar Grímsson.


form., frsm.



Guðmundur Árni Stefánsson.

Geir H. Haarde.

Anna Ólafsdóttir Björnsson.



Árni R. Árnason.

Halldór Ásgrímsson.