Ferill 97. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 97 . mál.


402. Breytingartillögur



við frv. til l. um einkahlutafélög.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1 .     Við 1. gr. Í stað orðanna „Á bréfsefni og öðrum viðskiptaskjölum“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: Á bréfsefni, pöntunareyðublöðum og svipuðum skjölum.
     2 .     Við 4. gr. 2. málsl. 4. tölul. verði 2. mgr. og í stað orðsins „ársskýrslu“ í upphafi þeirrar málsgreinar komi: skýrslu stjórnar.
     3 .     Við 6. gr. Í stað orðanna „Reikninginn skal setja upp í samræmi við lagaákvæði um ársreikninga“ í upphafi 2. málsl. 2. mgr. komi: Reikninginn skal semja í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga.
     4 .     Við 7. gr. Í stað orðsins „endurskoðenda“ í 6. tölul. 2. mgr. komi: endurskoðenda eða skoðunarmanna.
     5 .     Við 8. gr. í stað orðsins „endurskoðendur“ í 2. mgr. komi: endurskoðendur eða skoðunarmenn.
     6 .     Við 23. gr. Í stað orðsins „endurskoðenda“ í c-lið 2. mgr. komi: endurskoðenda eða skoðunarmanna.
     7 .     Við 25. gr. Í stað orðsins „ársskýrslu“ í 4. mgr. komi: skýrslu stjórnar með ársreikningi.
     8 .     Við 29. gr. Í stað orðanna „endurmatsreikning skv. 4. mgr. 89. gr.“ í 1. mgr. komi: endurmatsreikning samkvæmt ákvæðum laga um ársreikninga.
     9 .     Við 39. gr. Í stað 3. og 4. mgr. komi fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Við kjör stjórnar má beita meirihlutakosningu eða hlutfallskosningu og skal kosið á milli einstaklinga eða lista með nöfnum eins eða fleiri einstaklinga.
                  Ákveða má í samþykktum hvernig stjórnarmenn skulu kjörnir og framkvæmd kosn inganna.
                  Ef samþykktir kveða ekki á um kosningafyrirkomulag skal kosningin framkvæmd sem meirihlutakosning milli einstaklinga.
                  Hafi samþykktir ekki að geyma fyrirmæli um framkvæmd kosninga skulu þær fram kvæmdar þannig:
                   a .      Meirihlutakosning. Sé kosið á milli einstaklinga má nota hvert atkvæði jafnoft og þeir menn eru margir sem kjósa skal. Séu boðnir fram listar hlýtur sá listi sem fær flest atkvæði sína menn kjörna.
                   b .      Hlutfallskosning. Kjósa má milli lista eða einstaklinga. Sé kosið á milli lista skal til þess að finna hve margir frambjóðendur hafa náð kosningu af hverjum lista skrifa atkvæðatölur listanna hverja fyrir neðan auðkenni hvers lista, þá helming talnanna, þá þriðjung þeirra, þá fjórðung o.s.frv. eftir því hve marga á að kjósa og hverjum lista getur mest hlotnast þannig að útkomutölur þessar standi í röð fyrir hvern lista. Síðan skal marka hæstu útkomutölurnar, jafnmargar og kjósa á stjórnarmenn, og fær hver listi jafnmarga menn kosna sem hann á af tölum þessum. Séu of fá nöfn á lista til þess að unnt sé að ljúka úthlutun stjórnarsæta til hans skal gengið fram hjá þeim lista og úthluta til annarra lista eftir sömu reglum og hér hefur verið lýst. Sé kosið á milli einstaklinga má hluthafi skipta atkvæðum sínum í hverjum þeim hlutföllum sem hann sjálfur kýs á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal þeim skipt að jöfnu.
     10 .     Við 40. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Hluthafafundur getur ávallt vikið frá öllum þeim stjórnarmönnum sem hann kaus og látið stjórnarkjör fara fram að nýju.
     11 .     Við 42. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar skulu vera lögráða, fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu þremur árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafé lög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld.
     12 .     Við 43. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar mega ekki misnota aðstöðu sína í viðskipt um með hluti í félaginu eða félögum innan sömu samstæðu.
     13 .     Við 47. gr. Í stað orðsins „Ákvörðun“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: Mikilvæga ákvörðun.
     14 .     Við 59. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr. greinarinnar:
                   a .     Í stað orðsins „níu“ í 1. málsl. komi: átta.
                   b .     Í stað orðsins „endurskoðenda“ í 2. málsl. komi: endurskoðenda eða skoðunarmanna.
     15 .     Við 62. gr. Í stað orðanna „endurskoðandi eða hluthafi“ í 2. mgr. komi: endurskoðandi, skoðunarmaður eða hluthafi.
     16 .     Við 63. gr. Í stað orðanna „skýrsla endurskoðanda“ í 4. mgr. komi: skýrsla endurskoðenda eða skoðunarmanna.
     17 .     Við 72.–83. gr. Greinarnar falli brott.
     18 .     Fyrirsögn XI. kafla verði: Sérstakar rannsóknir.
     19 .     Við 84. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Ákvæði laga um ársreikninga um hæfisskilyrði, aðstöðu, fundarsetu og upplýs ingagjöf til endurskoðenda eða skoðunarmanna gilda einnig um rannsóknarmenn eftir því sem við á.
     20 .     XII. kafli falli brott.
     21 .     Við 107. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 3. tölul. 1. mgr. greinarinnar:
                   a .     Orðin „þeirra einkahlutafélaga, sem skila skulu ársreikningum“ falla brott.
                   b .     Í stað orðanna „3. málsl. 1. mgr. 97. gr.“ komi: ákvæði laga um ársreikninga varðandi skil á ársreikningum.
     22 .     Við 108. gr. Í stað orðanna „eða endurskoðanda“ í 1. mgr. komi: endurskoðanda eða skoðunarmanns.
     23 .     Við 120. gr. Í stað orðanna „framkvæmdastjórar og endurskoðendur“ í 8. tölul. komi: framkvæmdastjórar, endurskoðendur og skoðunarmenn.
     24 .     Við 121. gr. Í stað orðanna „Lagaákvæði um ársreikninga“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: Ákvæði laga um ársreikninga.
     25 .     Við 122. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað orðsins „endurskoðandi“ í 1. málsl. 1. mgr. og sama orðs í 4. mgr. komi: endurskoðandi eða skoðunarmaður.
                   b .     Í staðinn orðsins „endurskoðendur“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: endurskoðendur eða skoðunarmenn.
     26 .     Við 123. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað orðsins „endurskoðenda“ í 1. mgr. komi: endurskoðanda eða skoðunarmanns.
                   b .     Í stað orðsins „endurskoðandi“ í 2. mgr. komi: endurskoðandi eða skoðunarmaður.
     27 .     Við 124. gr. Í stað orðsins „endurskoðanda“ í 4. mgr. og sama orðs í 5. tölul. 5. mgr. komi: endurskoðanda eða skoðunarmanns.
     28 .     Við 126. gr. Í stað orðsins „endurskoðandi“ í 1. mgr. komi: endurskoðandi eða skoðunarmaður.
     29 .     Við 127. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 5. mgr. greinarinnar:
                   a .     Í stað orðsins „endurskoðanda“ í komi: endurskoðenda eða skoðunarmanna.
                   b .     Í stað orðsins „endurskoðanda“ í niðurlagi málsgreinarinnar komi: endurskoðendur eða skoðunarmenn.
     30 .     Við 129. gr. Í stað orðsins „endurskoðendur“ í 3. mgr. komi: endurskoðendur eða skoðunarmenn.
     31 .     Við 133. gr. Í stað orðanna „framkvæmdastjórar og endurskoðendur“ í 1. mgr. komi: framkvæmdastjórar, endurskoðendur og skoðunarmenn.
     32 .     Við 135. gr. Í stað orðsins „endurskoðendum“ í c-lið 1. mgr. komi: endurskoðendum eða skoðunarmönnum.
     33 .     Við 141. gr. 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
     34 .     Við 146. gr. Í stað orðanna „ákvæði 97. gr.“ í 2. mgr. komi: ákvæði laga um ársreikninga.
     35 .     Við 147. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað orðsins „endurskoðenda“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: endurskoðenda eða skoðunarmanna.
                   b .     Í stað orðanna „endurskoðendur þau skilyrði er getur í 73. gr.“ í 3. tölul. 3. mgr. komi: endurskoðendur eða skoðunarmenn þau hæfisskilyrði er getur í lögum um ársreikninga.
     36 .     Við 148. gr. Í stað orðsins „endurskoðenda“ í 2. mgr. komi: endurskoðenda eða skoðunarmanna.
     37 .     Við 151. gr. Í stað orðsins „endurskoðendur“ í 1. málsl. komi: endurskoðendur, skoðunarmenn.
     38 .     Við 157. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1995.
     39 .     Við 158. gr. Í stað orðanna „aðeins rekið starfsemi sem hlutafélög“ í lok 2. mgr. komi: ekki rekið starfsemi sem einkahlutafélög.