Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 72 . mál.


405. Breytingartillögur



við frv. til l. um bókhald.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1 .     Við 3. gr. Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Þeir bókhaldsskyldir aðilar, sem undanþegnir eru skyldu til að halda tvíhliða bók hald samkvæmt þessari grein, skulu færa þær bækur sem greinir í 5. mgr. 10. gr.
     2 .     Við 7. gr.
                   b .     Í stað 3. og 4. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                            Bókhaldið skal þannig skipulagt að auðvelt sé að rekja sig frá frumgögnum til færslna í bókhaldi, svo og frá færslum í bókhaldi til frumgagna, og milli niður stöðu úr bókhaldi og ársreiknings. Jafnframt skal skipulag og stjórnun bókhalds ins við það miðuð að tryggja vörslu bókhaldsgagna og eðlilegt innra eftirlit. Með innra eftirliti er m.a. átt við verklagsreglur þar sem kveðið er á um meðferð skjala og ábyrgðar- og verkaskiptingu og haft er að markmiði að tryggja áreiðanlegt bókhald, örugga meðferð og vörslu fjármuna og að ekki hljótist tjón af villum, mistökum eða misnotkun.
     3 .     Við 10. gr. Í stað tilvísunar til 5. mgr. í 2. tölul. 2. mgr. komi tilvísun í 6. mgr.
     4 .     Við 14. gr.
                   b .     Í stað orðanna „færslur í sjóðbók“ 3. málsl. 1. mgr. komi: hreyfingar á handbæru fé.
                   d .     Í stað orðanna „útistandandi reikninga og ógreiddra krafna“ komi: útistandandi krafna og ógreiddra reikninga.
     5 .     Við 16. gr. Á undan orðinu „magn“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: heiti.
     6 .     Við 20. gr. Í stað orðsins „sjóðvélastrimla“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: innri strimla.
     7 .     Við 24. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Óheimilt er að fella saman eignir og skuldir eða tekjur og gjöld innan einstakra liða.
     8 .     Við 25. gr. Greinin orðist svo:
                  Tekjur skulu að jafnaði færðar í rekstrarreikning þess árs þegar til þeirra er unnið og gjöld þegar til þeirra er stofnað.
     9 .     Við 28. gr. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Kostnaðarverð vörubirgða er heimilt að ákvarða sem vegið meðalverð allra birgða af sama tagi á grundvelli síð asta innkaupsverðs eða með annarri viðurkenndri aðferð.
     10 .     Við 32. gr. Orðið „löggiltan“ í 3. mgr. falli brott.
     11 .     Fyrirsögn III. kafla verði: Ársreikningur.