Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 73 . mál.


432. Breytingartillögur



við frv. til l. um ársreikninga.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1 .     Við 24. gr.
                   a .     Lokamálsl. 2. mgr. verði 3. mgr.
                   b .     Í stað tilvísunar í 3. mgr. (er verði 4. mgr.) til 1.–2. mgr. komi: 1.–3. mgr.
     2 .     Við 57. gr.
                   a .     1. mgr. orðist svo:
                            Aðalfundur eða almennur félagsfundur kýs einn eða fleiri endurskoðendur eða skoðunarmenn og varamenn þeirra, eða endurskoðunarfélag, í samræmi við lög þessi og samþykktir félagsins. Í samþykktum má enn fremur fela opinberum eða öðrum aðil um að tilnefna einn eða fleiri endurskoðendur, skoðunarmenn eða endurskoðunarfélag.
                   b .     Í stað orðanna „félag endurskoðenda“ í 2. mgr. komi: endurskoðunarfélag.
     3 .     Við 85. gr. Í stað c-liðar komi þrír nýir stafliðir er orðist svo:
                   a .     (c.)
                            IX. kafli fellur brott og breytast kaflanúmer samkvæmt því.
                   b .     (d.)
                            68.–76. gr. falla brott og breytast greinatölur samkvæmt því.
                   c .     (e.)
                            Fyrirsögn X. kafla verður: Sérstakar rannsóknir.

Greinargerð.


    Engin þeirra breytinga sem hér eru lagðar til fela í sér efnislegar breytingar á frumvarpinu.