Ferill 66. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 66 . mál.


448. Breytingartillaga



við frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1994.

Frá Guðna Ágústssyni, Eggert Haukdal, Guðmundi Bjarnasyni,


Margréti Frímannsdóttur og Jónu Valgerði Kristjánsdóttur.



Þús. kr.

    Við 3. gr. 11-399 Ýmis orkumál. Nýr liður:
    118 Ýmis framlög     
19.000


Greinargerð.


    Á undanförnum árum hafa margar hitaveitur, einkum smærri veitur í dreifbýli, sótt um það til fjármálaráðuneytisins að nýta heimild í lögum um tollskrá til að fella niður aðflutningsgjöld af aðveituæðum og dreifikerfi eða fá gjaldfrest á greiðslum þessum.
    Í fjáraukalögum, sem samþykkt voru 2. desember 1991, var fjárveiting að upphæð 5,5 millj. kr. til að fella niður skuldir Hitaveitu Varmahlíðar og Hitaveitu Hvalfjarðar. Í ljós hefur komið samkvæmt athugun, sem Ríkisendurskoðun gerði að beiðni fjárlaganefndar Alþingis, að svipað er ástatt með nokkrar aðrar hitaveitur eins og þær tvær sem fengu niðurfellingu skulda á árinu 1991. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu var skuld þessara veitna 13. maí 1994 um 18 millj. kr. samkvæmt meðfylgjandi lista:

Þús. kr.

    Hitaveita Hlíðamanna     
4.900

    Hitaveita Aðaldæla     
4.600

    Hitaveita Hraungerðishrepps     
2.700

    Hitaveita Gnúpverja     
2.100

    Hitaveita Suður-Skeiða     
1.100

    Hitaveita Langholts og Unnarholts     
1.400

    Hitaveita Frambæja     
1.500

    Hitaveita Reykholtsdalshrepps     
400

    Hitaveita E.Á. Hvammi     
100

                                       
........

                                       
18.800


    Í viðbót við þennan lista er getið um Hitaveitu Hjaltadals í athugun Ríkisendurskoðunar en þar sem sú hitaveita er að mestu í eigu ríkissjóðs er ekki flutt tillaga um niðurfellingu þeirrar skuldar.
    Breytingartillaga þessi er flutt til að létta á fjárhagsvanda framangreindra hitaveitna auk þess sem eðlilegt hlýtur að teljast að þær sitji við sama borð gagnvart ríkinu og þær tvær veitur sem fengu niðurfelldar skuldir með samþykki Alþingis á fjáraukalögum 1991.
    Nefnd á vegum fjármálaráðherra hefur hins vegar gert tillögu um að mæta fjárhagsvanda þeirra veitna með skuldbreytingu. Flutningsmenn þessarar tillögu telja að sú aðgerð ein og sér leysi engan veginn rekstrarvanda veitnanna.