Ferill 304. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 304 . mál.


462. Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samnings um breytingu á tilteknum samningum EFTA-ríkjanna.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og leggur til að hún verði samþykkt með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingin felur í sér að tilgreindir eru þeir þrír samn ingar EFTA-ríkjanna sem breytast.
    Við umfjöllun nefndarinnar um málið var einnig rætt um staðsetningu dómstóls EFTA, en upplýst var á fundinum að utanríkisráðherra Íslands og utanríkisviðskiptaráðherra Noregs áformuðu að flytja dómstólinn frá Genf til Lúxemborgar. Nefndin hefur ekki rætt til hlítar um staðsetningu dómstólsins og telur eðlilegt að Alþingi ræði hana frekar áður en kemur til flutn ings hans um mitt ár 1995.
    Guðmundur Árni Stefánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 20. des. 1994.



    Björn Bjarnason,     Páll Pétursson.     Ólafur Ragnar Grímsson.
    form., frsm.          

    Geir H. Haarde.     Guðrún J. Halldórsdóttir.     Árni R. Árnason.

    Lára Margrét Ragnarsdóttir.     Jón Helgason.