Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 1 . mál.


468. Framhaldsnefndarálit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1995.

Frá minni hluta fjárlaganefndar.



Inngangur.
    Fjárlaganefnd hefur haft frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1995 til meðferðar eftir að 2. umr. lauk. Nefndin hefur farið yfir tekjuhlið frumvarpsins, fjallað um B-hlutastofnanir og 6. gr. frumvarpsins og afgreitt ýmis mál sem meiri hluti fjárlaganefndar og ríkisstjórn ákvað að fresta afgreiðslu á til 3. umr.
    Ekki verður hjá því komist að nefna þau sérkennilegu vinnubrögð sem beitt hefur verið við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Upplýsingar voru að berast allt fram á síðustu stundu um mik ilvæg atriði er snertu lokaafgreiðslu frumvarpsins sem varð til þess að útilokað var að fjalla á fullnægjandi hátt um ýmis grundvallaratriði í frumvarpinu. Sem dæmi má nefna breyttar þjóð hagsforsendur sem breyttu verulega tekjugreininni. Einnig má nefna að nauðsynleg fylgifrum vörp fjárlaga komu óvenju seint fram. Minni hluti nefndarinnar er sammála þeirri gagnrýni á vinnubrögð ríkisstjórnar og stjórnarmeirihluta sem fram kemur í nefndarálitum minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar. Þessi gagnrýni kemur m.a. fram í áliti minni hlutans á áhrifum skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs og í áliti minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir árið 1994. Fjárlög hvers árs eru eitt mikilvægasta mál sem lagt er fyrir Alþingi. Þess vegna ber að gagnrýna harðlega þegar ekki er nægilega vel að verki staðið við undirbúning og afgreiðslu þeirra tillagna og frumvarpa sem tengjast afgreiðslu fjárlaganna. Það má til sanns vegar færa að lélegur árangur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í stjórn efnahags mála eigi rætur að rekja til þeirra vinnubragða sem beitt hefur verið við afgreiðslu fjárlaga. Ekki verður séð að fylgt hafi verið mótaðri stefnu við stjórn ríkisfjármála.

Breyttar þjóðhagsforsendur.
    Drög að endurskoðaðri þjóðhagsspá fyrir árið 1995 voru kynnt fyrir fjárlaganefnd sl. mánu dag, 19. desember. Þar kom m.a. fram að framvinda efnahagsmála hafi reynst hagstæðari síðari hluta ársins en útlit var fyrir. Horfurnar fyrir fjárlagaárið 1995 eru mun betri en gert var ráð fyrir í fyrri spá Þjóðhagsstofnunar. Helstu atriði endurskoðaðrar þjóðhagsspár eru eftirfarandi:
—    Spáð er að landsframleiðslan aukist um 2,1% á árinu 1995 og að þjóðartekjur aukist um 3%. Þetta stafar m.a. af betri viðskiptakjörum og meiri þjóðarútgjöldum.
—    Aukning þjóðarútgjalda er áætluð 3,3% á næsta ári. Hér skiptir mestu máli að gert er ráð fyrir 5,2% aukningu í fjárfestingum. Þetta skýrist einkum af auknum opinberum framkvæmd um.
—    Reiknað er með að atvinnuleysi verði 4,6% í stað 4,8%.
—    Talið er að viðskiptajöfnuður verði hagstæður um 4,3 milljarða kr. á árinu 1995.
—    Spá um verðlag er hins vegar óbreytt.
    Það vekur hins vegar athygli að Þjóðhagsstofnun telur rétt að taka fram að óvenjumikil óvissa ríkir um horfurnar í mörgum mikilvægum þáttum á næsta ári. Nefnir stofnunin fjögur atriði sem miklu máli skipta í því sambandi:
—    Fiskafli gæti orðið minni en reiknað er með í þjóðhagsspá. Efast er um að loðnustofninn sé jafnsterkur og áður. Einnig er óvíst að Smuguveiðar gefi jafnmikinn afla og á þessu ári.
—    Horfur hvað snertir verðlag á sjávarafurðum virðast um margt hagstæðari nú en áður var talið. Í spánni er reiknað með að það hækki í samræmi við almennar verðbreyt ingar í helstu viðskiptalöndum.
—    Kjarasamningar standa fyrir dyrum og því ríkir óvissa um launaþróun á næsta ári. Niðurstöður þeirra geta haft mikil áhrif á efnahagsþróunina, ekki síst á þróun verð lags.
—    Þá byggir endurskoðuð þjóðhagsspá á því að menn taki sig á við stjórnun efnahags- og ríkisfjármála og að afkoma hins opinbera á árinu 1995 verði betri en á þessu ári.
    Atriðin, sem hér eru nefnd, benda ásamt ýmsu öðru til þess að í spá Þjóðhagsstofn unar sé of mikil bjartsýni, sérstaklega með tilliti til þess að nauðsynlegt er að fara var lega við þær aðstæður sem ríkja í þjóðfélaginu. Sú hætta er fyrir hendi að gert verði út á framtíðina með tilheyrandi skuldasöfnun.
    Hafa verður í huga að erfiðleikar ríkissjóðs við að afla lánsfjár á innanlandsmarkaði benda til þess að vöxtum sé haldið niðri með óeðlilegum hætti og þar sé hætt við spreng ingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, bæði fyrir atvinnulíf og heimili.
    Hvað varðar það fjárlagaár sem nú er að líða varð útflutningur vöru og þjónustu nokk uð meiri en búist var við og hefur aukist milli áranna 1993 og 1994. Munar þar mestu um mikil framleiðsluverðmæti sjávarútvegsins sem stafa af óvenjugóðri loðnuvertíð og háu verði á loðnuafurðum, stórauknum afla utan landhelgi, einkum úr Smugunni og af Reykja neshrygg. Þá hækkaði verð á sjávarafurðum síðari hluta ársins. Þessi breyting er vissu lega ánægjuefni og styður það sem minni hlutinn hélt fram í umræðu um fjárlög fyrir ári síðan, þ.e. að í þjóðhagsspá fyrir árið 1994 væri of mikil svartsýni, en það hefur geng ið eftir.
    Einnig var bent á að samdráttur í þorskafla á þessu veiðiári þyrfti ekki endilega að koma fram í samdrætti útflutningstekna og landsframleiðslu. Reynslan sýnir að mögu legt er að auka aðrar veiðar og í ríkari mæli en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Ef um lækkun raunvaxta yrði að ræða mundi það leiða til aukinna umsvifa í atvinnulífinu og þar með auka þjóðartekjur.
    Þetta gekk eftir sem og ýmsar aðrar ábendingar minni hlutans við umræðu og af greiðslu fjárlaga fyrir árið 1994. Hagstæðari efnahagsþróun hefur orðið til þess að halli ríkissjóðs á þessu ári mun verða minni en spár gerðu ráð fyrir, bæði í milljörðum króna talið og sem hlutfall af landsframleiðslu. Í raun hefði hallinn átt að verða enn minni í ljósi þess hagvaxtar sem verið hefur á árinu. Ef halli ríkissjóðs stendur í stað þrátt fyrir hag vöxt er dulinn halli að aukast en sá hluti hallans sem tengist slaka í þjóðarbúskapnum að minnka. Það er þessi duldi eða kerfislægi halli sem er vandamálið og á honum verður að taka.
    Fyrir næsta ár er spáð 2% vexti landsframleiðslu og 3% vexti þjóðartekna. Ýmis óvissuatriði geta bent til að hér sé um fullbjartsýna spá að ræða, en í ljósi þess efna hagsbata sem nú þegar hefur átt sér stað og spárinnar fyrir næsta ár er mjög alvarlegt að afgreiða fjárlög með rúmlega 7 milljarða kr. halla.
    Ríkisstjórnin hefur nú þegar tekið ákvörðun um að nýta batann til þess að lækka skatta á tekjuháum og þeim sem eiga miklar eignir. Þá hefur útgjaldaliður frumvarpsins verið hækkaður um tæpa 3,6 milljarða kr. á móti 2,7 milljarða kr. hækkun tekjuhliðar. Halli rík issjóðs eykst því um 900 millj. kr. frá frumvarpi til fjárlaga og verður 7,4 milljarðar kr.

Skuldaþróun.
    Fjárlagafrumvarpið fól það í sér að skuldir ríkissjóðs og hins opinbera í heild héldu áfram að aukast á næsta ári með sama hraða og átt hefur sér stað að undanförnu. Ekki verður séð að þær breytingar sem nú liggja fyrir snúi þessari þróun við. Í fylgitöflum með frumvarpinu kemur fram að heildarskuldir ríkissjóðs munu fara í nær 49% af landsfram leiðslu á næsta ári, en þær voru nærri 32% í árslok 1991 og 31% í árslok 1992. Hrein ar skuldir ríkissjóðs eru taldar munu verða rúmlega 31% af landsframleiðslu, samanbor ið við rétt rúmlega 16% á árunum 1990 og 1991, þ.e. hreinar skuldir ríkissjóðs hafa nær tvöfaldast sem hlutfall af landsframleiðslu á einu kjörtímabili.
    Um næstu áramót er gert ráð fyrir að hreinar skuldir sveitarfélaga nemi um 3,7% af landsframleiðslu eða um 48% af tekjum þeirra. Þetta er þróunin sem blasir við þegar lit ið er á skuldir hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, sem gjarnan eru notaðar í al þjóðlegum samanburði. Heildarskuldir verða á næsta ári um 56% af landsframleiðslu sam anborið við 33–36% þegar þessi ríkisstjórn tók við, en hreinar skuldir rúmlega 35% sam anborið við rúmlega 17%.

Vextir.
    Hreinar vaxtagreiðslur eru nú um 7% af tekjum ríkisins. Þessi mikla vaxtabyrði þreng ir óneitanlega svigrúm til athafna. Vaxtagjöldin breytast mjög mikið við hvert prósentu stig sem vextir hækka. Í tillögu meiri hlutans er gert ráð fyrir 300 millj. kr. aukningu vaxtagjalda frá því sem er í frumvarpi til fjárlaga. Það þýðir í raun að búist er við áfram haldandi hækkun vaxta á næsta ári.
    Það er ljóst að hvorki viðvarandi halli ríkissjóðs eða skuldaþróunin skapa grundvöll fyrir varanlega lækkun vaxta eins og glögglega hefur komið fram að undanförnu. Áætl anir gera ráð fyrir að það dragi úr lánsfjárþörf hins opinbera. Á móti kemur að sú lækk un skulda atvinnufyrirtækja sem átt hefur sér stað að undanförnu mun líklega leiða til aukinna fjárfestinga sem aftur þrengir svigrúm ríkissjóðs á lánsfjármarkaðnum.
    Þrátt fyrir betri horfur varðandi tekjur ríkissjóðs vegna batnandi ytri skilyrða er ljóst að ekki dregur úr hallarekstri svo nokkru nemi. Áfram skal haldið á þeirri braut sem við hefur blasað sem felst í því að eyða mun meira en aflað er. Samanlagðar hallatölur á starfstíma þessarar ríkisstjórnar stefna í a.m.k. 40 milljarða kr. með tilheyrandi skulda söfnun ríkissjóðs.

Mennta- og menningarmál.
    Þrátt fyrir fögur orð um gildi þekkingar og rannsókna hefur þessi ríkisstjórn gert harða atlögu að öllum þáttum skólakerfisins og kjörum námsmanna. Lánasjóður íslenskra náms manna hefur ekki farið varhluta af niðurskurðarstefnu hennar. Með lögum nr. 21 frá 1992 var sú óheillaákvörðun tekin að námsmenn fengu lán ekki greidd fyrr en áfanga var lok ið og því neyðast námsmenn til að taka bankalán til framfærslu sinnar og sinna þar til námslán er afgreitt. Eins og að líkum lætur reynist það ýmsum erfitt að fá ábyrgðarmenn á slík lán, auk þess sem um verulegan vaxtakostnað er að ræða. Það þarf því engum að koma á óvart að dregið hefur úr lántökum úr sjóðnum. Ekki hefur verið vilji til að rýmka reglur sjóðsins, heldur var framlagið til hans minnkað um 65 millj. kr. með fjáraukalög um ársins 1994. Og í fjárlögum fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir 50 millj. kr. niðurskurði á ríkisframlagi og nú birtist frekari niðurskurður, 20 millj. kr. Þessar aðgerðir hafa bitn að illilega á námsmönnum sem er mjög óverðskuldað þar sem fram kemur í töflu á bls. 356 í frumvarpi til fjárlaga að námsmenn standa mjög vel í skilum þegar til endur greiðslu kemur svo að þar skeikar nær engu. Minni hlutinn harmar þessa aðför að Lána sjóðnum og telur hana hafa skaðað menntunarmöguleika námsmanna. Verði svo haldið áfram á sá skaði eftir að verða sýnilegri.
    Um námsaðstoð við þá námsmenn sem dveljast verða fjarri heimilum sínum við fram haldsskólanám er lítið að segja. Framlag er hið sama og á fjárlögum yfirstandandi árs og nægir hvergi til að koma til móts við þann kostnað sem fjölskyldur þessara námsmanna bera.
    Milli 2. og 3. umr. hefur tekist að fá nokkra leiðréttingu á erindum stýrimannaskól anna. Einnig er tryggt að málefni Fiskvinnsluskólans verði könnuð nánar. Þá hefur tek ist að fá fjárveitingu til Námsgagnastofnunar þó að mikið vanti á að nægilega vel sé að stofnuninni búið. Til Háskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns hef ur tekist að fá 100 millj. kr. viðbótarframlag sem skiptist þannig að safnið fær 30 millj. kr. en Háskóli Íslands 70 millj. kr. Alþjóðaskrifstofu Háskólans eru ætlaðar 4 millj. kr., Rannsóknasjóði 5 millj. kr. og vegna rannsóknarprófessora 15 millj. kr. en 46 millj. kr. eru ætlaðar til kennslu- og vísindadeilda. Varðandi Landsbókasafn Íslands – Háskóla bókasafn er það að segja að framangreint framlag dugir ekki eigi stofnunin að fara af stað eins og þessari langþráðu menningarstofnun sæmir. Landsbókasafn er ekki bókageymsla, heldur síkvik uppspretta mennta og menningar í flóknu þjóðfélagi samtímans.
    Vandræðaástandið varðandi grunn- og framhaldsskólana þarf ekki að fjölyrða um. Enn verður að fresta yfirtöku sveitarfélaganna á grunnskólunum þar sem fjárhagsgrundvöll ur er fjarri því að vera tryggður. Einsetinn skóli og skólamáltíðir virðast enn vera fjar lægur draumur barna og foreldra þessa lands sem lítil von er til að rætist ráði sömu stjórnvöld för.
    Tekist hefur að ná fram nokkrum leiðréttingum á framlögum til menningarmála milli 2. og 3. umr. Listskreytingasjóður fær 4 millj. kr. í stað þess að hverfa með öllu. Ís lenska óperan hækkar um 12 millj. kr. og liðurinn Listir, framlög hækkar um 3 millj. kr. Sú nýlunda hefur verið samþykkt að skipting á þessum fjármunum er nú sýnileg á þing skjali og er þetta gert til þess að ekki fari milli mála hver ákvörðun fjárlaganefndar var. Þá hækka framlög til Kvikmyndasjóðs nú um 21,5 millj. kr.
    Þjóðleikhúsinu var synjað um aukafjárveitingu við gerð fjáraukalaga ársins 1994. Vegna lagaskyldu stofnunarinnar varðandi óperuflutning var ráðist í að sýna óperuna Vald örlaganna á yfirstandandi ári og ekki síst til þess að gefa einum besta söngvara okkar sem gert hefur garðinn frægan erlendis tækifæri til að taka þátt í óperuflutningi á Íslandi. Raunar sýndi sig síðan að ótrúlegur fjöldi afbragðssöngvara hefur komið fram hér á landi á síðustu árum og tóku þeir einnig þátt í sýningunni með slíkum glæsibrag að hróður þeirra hefur einnig borist víða. Slík óperusýning er óhemjudýr þó að laun væru að veru legu leyti fengin utan að. Fjárvöntun á árinu 1994 er því um 30 millj. kr. Þar sem ekk ert fékkst með fjáraukalögum til að jafna þennan halla er ljóst að lækkun um 1 millj. kr. á næsta ári veldur Þjóðleikhúsinu miklum erfiðleikum og hlýtur að þýða umtalsverðan samdrátt í sýningum hússins.
    Leiklistaráhugi er meiri hér á landi en í nokkru nálægu landi eins og blómleg starf semi áhugaleikhúsa um land allt er dæmi um. Þjóðleikhúsið hefur reynt að styðja þessa starfsemi með því að velja eina áhugamannasýningu ár hvert og bjóða þeim hópi húsið til sýningar á henni. Hefur þetta mælst frábærlega vel fyrir. Öll starfsemi hússins hefur auk þess verið mjög blómleg, enda áhorfendur fleiri en nokkru sinni síðustu ár undir for ustu Stefáns Baldurssonar þjóðleikhússtjóra og Þuríðar Pálsdóttur, formanns þjóðleik húsráðs. Eins og menn muna fór fram myndarleg endurnýjun salarkynna hússins fyrir skömmu, en hún kemur að litlu gagni ef starfseminni skorinn er svo þröngur stakkur sem nú horfir. Þessu mótmælir minni hlutinn.
    Þá er óleystur vandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Menningarsjóður útvarps stöðva hefur ekki staðið í skilum við hljómsveitina og nemur nú skuld hans við hana 125 millj. kr. Seltjarnarneskaupstaður hefur heldur ekki staðið í skilum svo að ríkissjóður hef ur orðið að hlaupa undir bagga með hljómsveitinni og nemur sú skuld nú 132 millj. kr. Ríkisendurskoðun hefur gagnrýnt þetta ástand og er nauðsynlegt að þessi þræta verði leyst.
    Minni hlutinn gæti bent á fjölmargt annað tengt listum og menningu sem skorið hef ur verið niður. Á það virðist enn skorta að stjórnvöld geri sér ljóst að mennt og menn ing er undirstaða hagvaxtar og framfara hverrar þjóðar. Þennan skilningsskort á eðli heil brigðrar sjálfsvitundar þjóðarinnar ber að harma.

Almannatryggingar og heilbrigðisstofnanir.
    Í nefndaráliti minni hlutans á þskj. 361 er bent á að ólíklegt sé að sparnaður sá, sem ráðgerður er í frumvarpinu á sviði heilbrigðis- og tryggingamála, muni nást á næsta ári. Reynslan segir okkur að ekki tókst að ná áætluðum sparnaði í ár. Nú hefur stjórnarmeiri hlutinn áttað sig á því að sparnaðartillögurnar, eins og þær eru fram settar í fjárlaga frumvarpinu, eru óraunhæfar og eru lagðar til ýmsar breytingartillögur um auknar fjár veitingar. Lagt er til að lífeyristryggingar hækki um 30 millj. kr. þar sem nú er gert ráð fyrir lækkun fjárframlaga til húsaleigubóta. Húsaleigubæturnar áttu að hafa áhrif á greiðslur Tryggingastofnunar til lífeyrisþega sem fengið hafa uppbót á lífeyri vegna húsa leigukostnaðar. Spara átti 250 millj. kr., m.a. með lækkun á heimildarbótum sem ein göngu hafa farið til þeirra sem eru verst settir í þjóðfélaginu og með almennri endur skoðun á bótakerfi lífeyristrygginga. Þótt þessi fjárlagaliður hækki um 30 millj. kr. eins og áður er getið er enn gert ráð fyrir að lækka bætur til verst settu skjólstæðinga Trygg ingastofnunarinnar í rúmar 200 millj. kr.
    Í sjúkratryggingum átti að spara 420 millj. kr. Nú er lagt til að hækka fjárveitinguna um 260 millj. kr. Þar af eiga 30 millj. kr. að koma úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Þessi hækkun stafar m.a. af því að horfið er frá sparnaðaráætlunum upp á 100 millj. kr. vegna lyfjaútgjalda, en þó er enn ráðgert að spara 50 millj. kr. í útgjöldum til sjúkraþjálfunar sem telja verður vafasama ákvörðun, svo sem ítarlega var greint frá í nefndaráliti minni hlutans við 2. umr.
    Þá er einnig ráðgert að taka upp svokallað tilvísanakerfi vegna sérfræðilæknisþjón ustu og spara með því 100 millj. kr. Vitað er að ágreiningur er um málið innan stjórn arliðsins og því óvíst um árangur af þeim sparnaðarhugmyndum.
    Nokkur lagfæring hefur orðið á fjárveitingum til sjúkrahúsa í breytingartillögum við fjáraukalög fyrir árið 1994 og fjárlög fyrir árið 1995. Enn vantar þó talsverðar upphæð ir svo að reka megi sjúkrahúsin með óbreyttu umfangi á næsta ári auk þess sem ekki hef ur verið greiddur allur uppsafnaður vandi á þessum stofnunum.
    Fjárveitingar hafa hækkað til Borgarspítala og St. Jósefsspítala á Landakoti sem m.a. tengjast sameiningu þessara sjúkrahúsa. Ekki eru allir á einu máli um að með samein ingu þeirra séu stigin framfaraspor í þróun heilbrigðisþjónustu hér á landi. Ýmsir full yrða að þetta muni leiða til aukins heildarkostnaðar til lengri tíma litið þegar samkeppni harðnar milli sjúkrahúsanna um takmarkaða fjármuni, um mannafla, um tækjakaup og um húsnæði. Þessari nýju stofnun, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, er ætlað að spara 180 millj. kr. á næsta ári miðað við óbreytta starfsemi. Auk þess skal hagræða eða afla sér tekna fyr ir 30 millj. kr. samkvæmt óskilgreindri sparnaðarkröfu sem tengist því að fallið er frá inn heimtu gjalds fyrir svokölluð ferliverk að upphæð 100 millj. kr. en sjúkrahúsunum er gert að spara 80 millj. kr. á öðrum sviðum í staðinn. Ljóst er því að á Sjúkrahúsi Reykjavík ur verður áfram um verulega rekstrarerfiðleika að ræða.
    Gert var samkomulag milli fjármálaráðuneytis og heilbrigðis- og tryggingamálaráðu neytis um að hækka fjárveitingu til Ríkisspítala fyrir árið 1995 um 195 millj. kr. Áætl aður halli fyrir næsta ár var 350–360 millj. kr. miðað við óbreyttan rekstur. Fjárvöntun er því um 160–170 millj. kr. Auk þess er óbættur halli frá yfirstandandi ári um 80 millj. kr. og hluti Ríkisspítala í sparnaði á móti áætluðum sértekjum af ferliverkum er 50 millj. kr. Þá hafa sérstök framlög, sem Ríkisspítalar fengu á þessu ári til að fjölga hjartaaðgerð um, að upphæð 50 millj. kr., verið felld niður. Ljóst er því að Ríkisspítala vantar um það bil 350 millj. kr. á næsta ári til að standa undir óbreyttum rekstri.
    Ekkert tillit hefur verið tekið til óska spítalans um fjölgun stöðuheimilda, nauðsyn legar endurbætur á húsnæði, t.d. í fæðingarheimili og á kvennadeild, eða brýnustu tækja kaup, svo sem nauðsynlega endurnýjun á línuhraðli fyrir krabbameinslækningar. Þá er lof orð heilbrigðisráðherra frá sl. vori um fjárveitingu til byggingar nýs barnaspítala, kr. 125 millj. kr. á ári í næstu þrjú ár, svikið. Ekki má skerða fjárveitingu til framkvæmda við K-byggingu sem nauðsynlegt er að þoka áfram svo að sjúkrahúsið geti sem best full nægt þeim kröfum sem gerðar eru til háskólasjúkrahúss.
    Í nýlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að stuðla að aukinni atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnun segir m.a.: „Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á stöðugt bætta heilbrigðisþjónustu með því að gera stærstu sjúkrahúsunum kleift að nýta sem best þær miklu framfarir sem átt hafa sér stað á sviði læknavísinda að undanförnu.“ Varla er hægt að segja að það sé hátt risið á framkvæmd yfirlýsingarinnar að teknu tilliti til framan greindra upplýsinga. Nær væri að kalla hana auðvirðilega brandara.
    Varðandi áframhaldandi framkvæmdir við K-bygginguna svokölluðu hefur yfirstjórn mannvirkjagerðar á landspítalalóð óskað eftir því að fá að bjóða út næsta áfanga sem áætlað er að kosti 250–275 millj. kr. og mundu þær framkvæmdir standa fram á árið 1996, fskj. I. Til að sú framkvæmdaáætlun geti gengið þarf að nýta að fullu þær 144 millj. kr. sem áætlaðar eru til framkvæmda á næsta ári samkvæmt frumvarpinu og skuld binda 50–70 millj. kr. fram á árið 1996. Við þessum hugmyndum hefur ekkert svar feng ist frá ráðuneytinu. Þvert á móti eru nú uppi hugmyndir um að taka hluta af fjárveiting um sem eiga að renna til K-byggingarinnar til þess að standa straum af byrjunarfram kvæmdum við barnaspítalann. Framkvæmdir við barnaspítala eru nauðsynlegar en þær áttu að fjármagnast með öðrum hætti en að ganga inn á önnur framkvæmdasvið á veg um sjúkrahússins, sjá rammasamning um byggingu nýs barnaspítala frá 26. maí 1994 sem fylgir með sem fskj. II.
    Að lokum nokkur orð um þá ákvörðun að leggja niður embætti héraðslæknis í Reykja vík og á Norðurlandi eystra. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir nein um fjárveitingum til þessara embætta. Einum heilsugæslulækni í hvoru læknishéraði er ætlað að þjóna hlutverki héraðslæknis í 20% starfshlutfalli. Þetta verður að telja alger lega óviðunandi lausn. Hugmyndir voru uppi um að efla þessa starfsemi og færa með því verkefni smám saman frá ráðuneyti og landlæknisembætti út í héruðin en því miður virð ist nú vera uppi sú stefna að miðstýra þessum verkum enn frekar en verið hefur og það sem verra er ekki er séð fyrir því á nokkurn hátt með fjárveitingum eða starfskrafti, hvorki í heilbrigðisráðuneyti né hjá landlæknisembætti, að hægt sé að sinna þeim marg víslegu verkefnum sem héraðslæknisembættunum er ætlað að sjá um. Héraðslæknir sinn ir fjölmörgum verkefnum í heilbrigðisþjónustunni, svo sem vegna geðsjúkra, drykkju sjúkra og fíkniefnaneytenda og vegna sóttvarna. Hann annast rannsóknir á dauðsföllum utan sjúkrahúsa og skyldum málum auk þess sem hann veitir upplýsingar, umsagnir og sker úr um ýmis málefni sem ekki er fyrirséð hverjir muni sinna framvegis. Ljóst er að ekki er neinn mannafli hjá landlæknisembættinu og telja verður ólíklegt eða útilokað að einstakar heilsugæslustöðvar geti tekið að sér þetta verkefni, hvorki á Akureyri né í Reykjavík, öðruvísi en að til þess komi sérstakar fjárveitingar og stöðugildum verði fjölg að. Ekkert slíkt er að finna í þeim tillögum sem nú liggja fyrir Alþingi af hálfu stjórn arliða eða ríkisstjórnar. Þessum vinnubrögðum mótmælir minni hlutinn harðlega.

Húsnæðismálin.
    Fulltrúar Húsnæðismálastofnunar ríkisins komu til viðræðna við fjárlaganefnd um mál efni stofnunarinnar. Fram kom í þeim viðræðum að lífeyrissjóðir hafa aðeins keypt skuldabréf fyrir 2 milljarða kr. af 9 milljörðum kr. sem áætluð kaup voru. Fjármálaráðu neytið hefur hlaupið undir bagga og keypt húsnæðisbréf með aðstoð Seðlabankans. Hús næðisbréfin hafa ekki selst á almennum markaði með 5% vaxtahámarki. Það er því ljóst að fjármögnun húsnæðiskerfisins gengur ekki eftir lögmálum markaðarins, miðað við nú verandi stöðu. Það segir sitt um trú fjárfesta á efnahagsstjórninni í landinu.
    Vanskil eru veruleg í húsbréfadeild byggingarsjóðanna, svo sem fram kemur í grein argerð fjárlagafrumvarpsins. Vanskil greiðsluerfiðleikalána og lána í Byggingarsjóði verkamanna hafa einnig aukist og er þetta enn eitt merkið um versnandi fjárhagsstöðu al mennings í landinu.
    Umsóknum um greiðsluerfiðleikalán fer fjölgandi og eru þær nú um 1.400. Húsnæð isstofnun hefur unnið að skuldbreytingum í samvinnu við bankana en 1.100 umsóknum hefur verið vísað til hennar.
    Umsóknir um 805 íbúðir liggja fyrir í félagslega kerfinu, en framkvæmdir þar eru komnar niður um 100 íbúðir til þess að fá fjármagn til að standa straum af húsaleigu bótum. Stofnunin telur sig geta mætt kröfum um gerð samninga í ár sem stafar m.a. af því að almennur markaður á landsbyggðinni hefur hrunið og dæmi eru til þess að fé lagslegar íbúðir standi auðar af þeim sökum. Fram kom að íbúar í almennum kaupleigu íbúðum ráða fæstir við skuldbindingar sínar.

Atvinnuleysistryggingasjóður.
    Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs verði 3.976 millj. kr. á næsta ári og voru þau miðuð við 4,9% atvinnuleysi.
    Í breytingartillögum meiri hlutans er gert ráð fyrir að framlag til Atvinnuleysistrygg ingasjóðs aukist um 394 millj. kr. Horfið er frá því að innheimta 600 millj. kr. gjald af sveitarfélögunum í sjóðinn til átaksverkefna. Upphæðin er til að bæta þennan tekjumissi en einnig er reiknað með 4,6% atvinnuleysi í endurskoðuðum forsendum fjárlaga í stað 4,9%. Allt er óljóst um hvernig þessar forsendur standast því spár um aukningu þjóðar framleiðslu á næsta ári eru háðar óvissu.
    Atvinnuleysistryggingasjóði er ætlað að veita 52 millj. kr. til átaksverkefna á vegum sveitarfélaga. Þetta er afleiðing af þeirri ákvörðun að hætta við innheimtu 600 millj. kr. frá sveitarfélögunum.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
    Átökin um þjónustuframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 1994 voru leyst til bráðabirgða með samkomulagi við forustumenn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Jöfn unarsjóðnum var gert að taka á sig 70 millj. kr. af vanskilum Innheimtustofnunar um fram 300 millj. kr., en 150 millj. kr. leystar með lántöku Innheimtustofnunar. Ekkert ligg ur fyrir um hvernig eða á hve löngum tíma lánið verður endurgreitt eða um skipan þess ara mála á næsta ári, utan fyrirheit um setningu laga til að koma í veg fyrir að vanskil in lendi á Jöfnunarsjóðnum. Brýnt er að ekki verði gengið um of á fjárhag Jöfnunar sjóðsins, ekki síst með það í huga að hlutverk hans er mjög þýðingarmikið og fer vax andi með auknu hlutverki sveitarfélaga með breyttri verkaskiptingu.

Samgöngumál.
    Nú er svo komið að þeirri stefnu sem mörkuð var með lögum um flugmálaáætlun frá árinu 1987 hefur verið breytt í veigamiklum atriðum. Markaðir tekjustofnar til fram kvæmda eru nú teknir til að standa undir rekstri flugvalla. Í allri kynningu og við sam þykkt laganna á sínum tíma var margítrekað að þeim skyldi eingöngu varið til fram kvæmdaverkefna. Álagning tekjustofnanna mætti talsverðri andstöðu, bæði vegna stöðu innanlandsflugsins og vegna þess að margir óttuðust að tekjustofnarnir yrðu notaðir til annarra hluta sem nú er komið á daginn. Það er því ljóst að framkvæmdir í flugmálum skerðast mjög, dragast á langinn og ekki verður hægt að fara eftir þeirri áætlun sem sam þykkt var á Alþingi sl. vor. Útlit er fyrir skerðingu á framkvæmdum á flugvöllum á Húsa vík, Sauðárkróki og Egilsstöðum.
    Það hefur verið varið 170 millj. kr. til framkvæmda við flugstjórnarmiðstöð í Reykja vík en flugmálaáætlun gerði ekki ráð fyrir þeim kostnaði.
    Verulegar breytingar verða á vegáætlun samkvæmt breytingartillögum meiri hlutans. Nú verður hætt við að ljúka hinu fyrra framkvæmdaátaki ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt því átti að framkvæma fyrir 450 millj. kr. á næsta ári. Af því verður ekki. Þess í stað er nú áformað að hefja nýtt framkvæmdaátak sem standi í fjögur ár og til framkvæmda á næsta ári eru áætlaðar 1.250 millj. kr. Allt er þetta skollaleikur með tölur og sem dæmi má nefna að ríkisstjórnin ætlar að leggja fram 350 millj. kr. til framkvæmdaátaksins en á móti er vegafé skert um 275 millj. kr. Mismunurinn er 75 millj. kr. sem er þá hið eig inlega fjármagn sem lagt er fram úr ríkissjóði. Bætt innheimta þungaskatts á næsta ári er áformað að skili 100 millj. kr. og er þá framlag ríkisstjórnarinnar komið í mínus. Því er svo við að bæta að engar formlegar tillögur eru fram komnar um skiptingu þessa nýja framkvæmdaátaks, en fyrirhugað mun vera að þær verði að mestum hluta á höfuðborg arsvæðinu. Ekki skal úr því dregið að þörf er fyrir framkvæmdir þar en verði fjármagn inu skipt samkvæmt höfðatölu sem heyrst hefur aukast ekki framkvæmdir á Austfjörð um og Vestfjörðum á næsta ári, heldur standa í stað. Verður það að teljast ámælisvert þar sem hér er um þau kjördæmi að ræða þar sem varanleg vegagerð er hvað styst á veg kom in.
    Liðurinn fyrirhleðslur sem þar 18,8 millj. kr. í fjárlagafrumvarpinu er engan veginn nægjanlegur til þess að mæta brýnustu þörf. Mesta þörfin mun vera við Markarfljót, Jök ulsá á Dal og Skaftá og þarf um 20 millj. kr. á hverjum stað í fyrsta áfanga eða þrefalt hærri upphæð en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Talið er að þurfi um 100 millj. kr. ár lega í nokkur ár til varnaraðgerða sem þegar eru fyrirséðar.

Orkumál.
    Rarik er gert að skila arði í ríkissjóð sem nemur 100 millj. kr. Á sama tíma hefur fyr irtækið í vaxandi mæli verið að taka á sig alla endurnýjun á dreifikerfi í sveitum og fjár magnað það úr rekstri. Til dreifikerfis í sveitum eru nú áætlaðar 14,6 millj. kr. sam kvæmt frumvarpi og nú skal hækka þá fjárveitingu um 85,6 millj. kr. og eru þar komn ar arðgreiðslur Rarik. Hins vegar á ekki að taka arðgreiðslurnar úr rekstri Rarik heldur á að nota þær til að auka framkvæmdir við dreifikerfi í sveitum. Þegar upp er staðið eru það því Rafmagnsveiturnar sem bæði vinna og fjármagna verkið en ríkisstjórnin ætlar að þakka sér það með þessum millifærlsum.
    Ekki hefur náðst neinn marktækur árangur í því að jafna húshitunarkostnað í land inu. Hlutföllin eru þau nú að kostnaður neytandans á hinum svokölluðu köldu svæðum er ívið hærri nú en í upphafi árs 1991 sé miðað við byggingarvísitölu.
    Nú er lagt til að semja við orkusölufyrirtækin um aðgerðir til að lækka húshitunar kostnað þar sem hann er mestur, en það er háð því að veiturnar taki á sig samsvarandi kostnað. Um er að ræða heimild í 6. gr.

Landhelgisgæslan.
    Þau góðu tíðindi urðu á yfirstandandi ári að ráðist var í kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. En svo nauðsynleg sem sú fjárfesting var þá er nú einnig þörf á fjár magni til varahluta og reksturs. Það hefur hins vegar ekki verið gert í frumvarpi til fjár laga en í breytingartillögum meiri hlutans er að finna 35 millj. kr. vegna varahluta. Til reksturs er ekkert áætlað en Gæslan hefur áætlað þá fjárþörf 92 millj. kr. miðað við sex mánaða rekstur þyrlunnar. Það virðist því ekki eiga að nota þyrluna neitt þótt búið sé að kaupa hana. Þá vantar enn fjárveitingu fyrir GPS-staðsetningartækjum sem nauðsynleg eru vegna reglna sem taka gildi 1. janúar 1995. Samanlagt er fjárþörf Landhelgisgæsl unnar 164 millj. kr. þrátt fyrir breytingartillögur meiri hlutans.

6. grein.
         Minni hlutinn telur að fara verði með gát í að opna heimildarákvæði í 6. gr. til út hlutunar fjármuna og telur að ef of langt sé gengið í þeim efnum sé brotin sú regla að Al þingi hafi fjárveitingavaldið. Einnig þarf að huga vel að því að í 6. gr. fjárlaga séu ekki heimildarákvæði handa ríkisstjórn um ýmis framkvæmdaratriði er þingið þarf að fjalla nánar og ítarlegar um en alla jafnan er gert um ákvæði 6. gr.
    Í þessu sambandi vill minni hlutinn benda á nokkur atriði.
    Í 6. gr., eins og hún lítur nú út með breytingartillögum meiri hlutans, er í lið 3.5.1 að finna ákvæði um að selja hlutabréf ríkissjóðs í Lyfjaverslun Íslands hf. Fyrir þinginu er nú umdeilt frumvarp sama efnis sem rætt hefur verið ítarlega í þinginu og er nú til um fjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. Því verður að teljast afar óeðlilegt að lauma inn í 6. gr. fjárlagafrumvarpsins heimildargrein sama efnis. Einnig er í lið 5.6 heimild til að breyta eignarhlut ríkisins í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar í hlutafé. Minni hlutinn telur að þessi heimild hafi ekki fengið nægilega umfjöllun í fjárlaganefnd til að hægt sé að samþykkja þetta ákvæði.
    Að lokum vill minni hlutinn benda á lið 5.17 sem hljóðar svo:
 „5.17    Að lækka heildargjöld stofnana samgönguráðuneytisins í A- og B-hluta fjárlaga 1995 um allt að 0,4% hjá hverri stofnun, þó að hámarki 30 m.kr. samtals, að fengnum tillögum samgönguráðherra. Andvirði þessa verði lagt til markaðsátaks erlendis til þess að lengja ferðamannatíma á Íslandi.“
    Minni hlutinn telur málefnið þarft og leggst ekki gegn fjárveitingu til markaðsátaks á sviði ferðamála. Hins vegar er með öllu óeðlilegt að veita ráðherrum heimildir í 6. gr. fjárlaga til þess að skerða rekstrar- og stofnkostnaðarfjárveitingar eins ráðuneytis sem fjárlaganefnd hefur nýlega ákveðið. Rétt er að nefndin ákveði hvernig þessara 30 millj. kr. verði aflað og hvar niðurskurður á að lenda ef þeirra er aflað með þeim hætti.

Lokaorð.
    Að lokum vísar minni hlutinn til álits minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar um 3. gr. frumvarpsins og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs. Þar eru m.a. gagn rýnd þau vinnubrögð sem viðgengist hafa á Alþingi undanfarna daga. Nauðsynleg fylgifrumvörp með fjárlögum koma of seint fram svo að ekki fæst nægur tími til ítar legrar og vandaðrar málsmeðferðar. Umrætt álit er t.d. ritað áður en umfjöllun í efna hags- og viðskiptanefnd um tekjufrumvörp er lokið.
    Minni hlutinn getur með engu móti tekið ábyrgð á þessum vinnubrögðum og þaðan af síður á þeirri efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar sem fram kemur í fjárlaga frumvarpinu. Minni hlutinn mun því sitja hjá við afgreiðslu frumvarpsins.
    Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum sem fram kunna að koma.

Alþingi, 21. des. 1994.



    Guðmundur Bjarnason,     Margrét Frímannsdóttir.     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
    frsm.          

    Jón Kristjánsson.     Guðrún Helgadóttir.




Fylgiskjal I.


Bréf yfirstjórnar mannvirkjagerðar á landspítalalóð til


ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis.


(25. nóvember 1994.)


    Í samræmi við framkvæmdaáætlanir YMÁL hefur útboð á undirbyggingu 2. áfanga K-byggingar verið undirbúið. Útboðsgögn liggja fyrir og hafa þau verið yfirfarin af Fram kvæmdasýslu ríkisins. Til þessa útboðsverks heyra eftirfarandi verkþættir:
—    Smíði lagnagangs.
—    Endurnýjun stofnlagna.
—    Jarðvinna fyrir 2. áfanga K-byggingar.
—    Smíði á undirstöðum og gerð botnplötu.
    Við ákvörðun á umfangi útboðsáfangans var hliðsjón höfð af eftirfarandi:
—    Stjórn og samræming verks. Nálægð sjúkrahússins og rekstur þess gerir það að verk um að gera verður strangar kröfur til verktaka um stjórnun verks og samræmingu verkþátta. Umfang útboðsáfanga verður því að vera nægjanlega mikið til að verk tökum, sem uppfylla þau skilyrði, finnist verkið áhugavert.
—    Hagkvæmni framkvæmda. Verði framkvæmdir brotnar upp í mörg smáútboðsverk má búast við mörgum lágum tilboðum. Undirbúnings- og umsjónarkostnaður verður hins vegar hærri en ella. Þá aukast jafnframt líkur á árekstrum milli einstakra verktaka, ábyrgð þeirra verður óljósari og samskipti við verktaka verða flóknari, ekki síst fyr ir fulltrúa notenda.
—    Fagleg sjónarmið. Fagleg gæði eru háð þekkingu verktakans og reynsu hans af sam bærilegum verkum. Vera má að lægri tilboð fáist þegar verk eru brotin niður eftir faggreinum, en á móti kemur að innra eftirlit stærri verktaka er skilvirkara en hjá litl um verktökum.
    Í framkvæmdaáætlun YMÁL fyrir K-byggingu er gert ráð fyrir að byggingin verði reist í tveimur verkáföngum. Fyrra útboðsverkið — og það sem hér um ræðir — nær til undirbyggingar, þ.e. lagnagangs, stofnlagna, jarðvinnu húss og smíði sökkla og gólf plötu. Þetta verk er talið kosta 199 millj. kr. (bvt. 192,6 stig). Síðara útboðsverkið nær til yfirbyggingar, þ.e. uppsteypu hússins, þaksmíði, smíði skála og breytinga á aðalbygg ingu sem af því leiða. Áætlaður kostnaður við þetta verk er 535 millj. kr. Auk þessara verka þarf að smíða nýja aðalrafmagnstöflu fyrir Landspítalann. Er áætlað að smíði töfl unnar og tengd verk við spennistöð, tengingar og frágang rýmis fyrir raforkuvirki í U-byggingu muni kosta 41 millj. kr. Vinna þarf að smíði aðaltöflunnar samhliða smíði lagnagangs og lagningu stofnlagna í hann. Verður töflusmíðinni og tengingu nýrra stofn lagna við hana að vera lokið áður en hafist verður handa við jarðvinnu hússins.
    Kostnaður við undirbyggingu og aðaltöflu er samkvæmt framansögðu áætlaður 240 millj. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir 144 millj. kr. fjár veitingu til K-byggingar á því ári. Þá er nú gert ráð fyrir að í árslok 1994 hafi YMÁL yfir að ráða 60 millj. kr. af fjárveitingu ársins 1994 sem nýta mætti til framkvæmda á árinu 1995. Ráðstöfunarfé yrði því alls 204 millj. kr. Þar af er áætlað að verja þurfi 32 millj. kr. til undirbúnings yfirbyggingar, tækjakaupa til krabbameinslækningadeildar samkvæmt samningi frá sl. ári og til almenns rekstrar- og stjórnunarkostnaðar. Að þessum liðum frá töldum yrði framkvæmdafé 1995 172 millj. kr. Skortir þá 68 millj. kr. á áætlaðan kostn að við smíði undirbyggingar og aðaltöflu.
    YMÁL áformar að bjóða út smíði undirbyggingar og aðaltöflu á næstunni. Er ætlun in að haga útboði og verksamningum þannig að unnið verði fyrir 172 millj. kr. árið 1995, þ.e. smíði aðaltöflu verði lokið fyrir um 41 millj. kr. og 131 millj. kr. verði varið til und irbyggingar. Henni verði síðan lokið á árinu 1996 fyrir 68 millj. kr. sem koma yrðu af fjárveitingu þess árs. Hefur YMÁL ritað heilbrigðisráðuneytinu og farið þess á leit að það fallist á þá tilhögun sem hér hefur verið lýst og þar með þá skuldbindingu um 68 millj. kr. fjárveitingu á árinu 1996 sem í þessu felst.
    Þess er hér með farið á leit að samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir fallist á að framkvæmdir við undirbyggingu verði boðnar út eins og að ofan greinir þegar leyfi ráð herra hefur verið veitt.

F.h. YMÁL,


virðingarfyllst,



Hallgrímur Snorrason,


formaður.






Fylgiskjal II.


Rammasamningur um byggingu nýs barnaspítala.


    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Ríkisspítalar og Kvenfélagið Hringurinn gera með sér samning um byggingu nýs barnaspítala, Barnaspítala Hringsins.
    Í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um byggingu nýs barnaspítala og sam komulag heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra um fjármögnun gera samningsaðilar með sér eftirfarandi samning.
    Að byggður verði nýr barnaspítali á lóð Landspítala. Um er að ræða nýtt hús við fæðingardeild Landspítalans, samtals um 4.000 m². Verktími verði þrjú ár. Heild arkostnaður er áætlaður 600 m.kr.
     2.     Fjármögnun framkvæmda verður sem hér segir:
        Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið beiti sér fyrir að á fjárlögum næstu þriggja ára verði 125 m.kr. á ári til byggingarinnar.
        Heilbrigðisráðuneytið leggi fram 20 m.kr. á árinu 1994.
        Kvenfélagið Hringurinn leggi fram úr Barnaspítalasjóði Hringsins 100 m.kr.
        Byggingarsjóður Nýja barnaspítalans leggi fram 20 m.kr.
        Ríkisspítalar leggi fram auk lóðar, vinnu við hönnun og tækniaðstoð.
        Miðað er við að Reykjavíkurborg leggi fram 100 m.kr., sbr. yfirlýsingu borgarstjóra þar um.
     3.     Kvenfélagið Hringurinn skipuleggi fjársafnanir og renni frjáls framlög einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja til Barnaspítalasjóðs Hringsins til kaupa á búnaði og tækjum.
     4.     Könnuð verði hagkvæmni þess að fram fari alútboð í verkið.
     5.     Undirbúningur að byggingunni hefjist 1. júní 1994 en verklok verði á árinu 1997.
        Samningur þessi er gerður í þríriti og heldur hver samningsaðili einu eintaki.

Reykjavík, 26. maí 1994.



                                       Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið     Kvenfélagið Hringurinn
                                       Guðmundur Árni Stefánsson     Elísabet Hermannsdóttir

Ríkisspítalar


Davíð Á. Gunnarsson