Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 290 . mál.


476. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín frá fjármálaráðuneyti Bolla Þór Bollason skrifstofustjóra, Indriða H. Þorláksson skrifstofustjóra, Snorra Olsen deildarstjóra, Maríönnu Jónasdóttur deildarstjóra og Braga Gunnarsson lögfræðing. Einnig fékk nefndin til sín Hrafn Magnússon frá Sambandi almennra lífeyrissjóða, Gylfa Arnbjörnsson og Ara Skúla son frá ASÍ, Pál Halldórsson og Birgi Björn Sigurjónsson frá BHMR, Rannveigu Sigurðardóttur frá BSRB, Þórarin V. Þórarinsson og Hannes Sigurðsson frá VSÍ, Þórð Skúlason og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jónas Fr. Jónsson frá Verslunarráði Ís lands, Ólaf Jónsson frá Landssambandi aldraðra, Sævar Gunnarsson frá Sjómannasambandi Ís lands og loks Stefán Pálsson, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Reyni Ingibjartsson frá Búseta.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem lagðar eru til á sérstöku þingskjali. Í stuttu máli eru þær þessar:
    Í fyrsta lagi er lagt til að tillögur um breytingar á ákvæðum um frádrátt vegna staðaruppbóta starfsmanna í utanríkisþjónustunni verði felldar brott þar sem fara þurfi betur ofan í málið.
    Í öðru lagi er til að taka af allan vafa lagt til að í c-lið 2. gr. frumvarpsins verði vísað beint í 2. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, þannig að skýrt sé að ákvæðið nái bæði til sjóða sem starfa samkvæmt sérstökum lögum, sbr. Lífeyris sjóð opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóð sjómanna, og til þeirra sjóða er hlotið hafa staðfest ingu fjármálaráðuneytisins.
    Í þriðja lagi er lagt til að kaup á stofnfjárbréfum í sparisjóðum teljist frádráttarbær frá skatti. Tvenn skilyrði eru þó sett fyrir heimild til frádráttar, annars vegar að útboð bréfanna sé opið öll um einstaklingum með lögheimili á starfssvæði viðkomandi sparisjóðs og hins vegar að keyptur stofnfjárhlutur sé bundinn í 10 ár frá útgáfu. Eðlilegt er að opna möguleika fyrir sparisjóði til að auka eigið fé með sambærilegum hætti og gildir um hlutafélög og samvinnufélög. Sparisjóð irnir hafa um margt sérstöðu í íslensku atvinnulífi og því þarf að sníða þau skilyrði sem sett eru fyrir skattaafslætti við kaup á stofnfjárhlutum við aðstæður.
    Í fjórða lagi er lagt til að a-lið 3. gr. frumvarpsins verði breytt þannig að auk launagreiðslna verði ákvæðinu ætlað að ná til verktakasamninga en ekki allra þeirra þjónustugreiðslna í smærri viðskiptum sem inntar eru af hendi á degi hverjum. Hugtakið verktakagreiðslur, sem rætt er um í frumvarpinu, er fremur óskýrt og gæti reynst mikið vandamál fyrir skattyfirvöld að túlka það í framkvæmd. Þá er einnig gert ráð fyrir að ákvæðið verði ekki lengur skyldubundið heldur verði skattstjóri látinn meta það hvenær ástæða er til að synja um frádrátt af þessum sökum.
    Í fimmta lagi er lagt til að inn í þær málsgreinar ákvæða um barnabætur, barnabótaauka og vaxtabætur, sem fjalla um að ráðherra setji nánari reglur, m.a. um útborgun, séu tekin opinber gjöld til sveitarfélaga og vangreidd meðlög til Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Þá er einnig rýmkuð heimild til skuldajöfnunar vegna barnabótaaukans.
    Í sjötta lagi er lögð til sú breyting að ekki þurfi lengur allir stjórnarmenn í skráðum félögum að undirrita skattframtal heldur verði nóg að þeir sem hafi heimild til að binda félagið undirriti framtalið.
    Loks er lagt til að e-liður 2. gr., er varðar nýja frádráttarreglu vegna leigutekna af íbúðarhúsnæði, komi til framkvæmda strax á næsta ári vegna leigutekna ársins 1994, en frumvarpið gerir ekki ráð fyrir að ákvæðið komi til framkvæmda fyrr en árið 1996. Með þessu er stefnt að því að leggja traustan grunn að hinu nýja húsaleigubótakerfi.

Alþingi, 21. des. 1994.



    Vilhjálmur Egilsson,     Guðmundur Árni Stefánsson.     Guðjón Guðmundsson.
    frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Sólveig Pétursdóttir.