Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 328 . mál.


497. Frumvarp til laga



um Lúganósamninginn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    Heimilt er að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum sem gerður var í Lúganó 16. september 1988 (Lúganósamninginn), ásamt þeim þremur bókunum sem honum fylgja og teljast óaðskiljanlegur hluti hans.
    Samningurinn ásamt bókunum og yfirlýsingum sem honum fylgja er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum.

2. gr.


    Lúganósamningurinn og þær þrjár bókanir sem honum fylgja skulu hafa lagagildi hér á landi.

3. gr.


    Dómar, sem kveðnir eru upp í öðru samningsríki á grundvelli varnarþings skv. 1. tölul. 5. gr. og b-lið 1. tölul. 16. gr. Lúganósamningsins, skulu viðurkenndir og þeim fullnægt hér á landi þó að viðkomandi ríki hafi gert fyrirvara um að það muni ekki viðurkenna eða full nægja íslenskum dómum í sambærilegum tilvikum.
    Dómar, sem hvorki þarf að viðurkenna né fullnægja skv. 2. mgr. II. gr. í bókun nr. 1 við samninginn, fá ekki réttarverkanir hér á landi.

4. gr.


    Ákvæði 1. gr. laga þessara öðlast þegar gildi.
    Önnur ákvæði laganna öðlast gildi um leið og Lúganósamningurinn öðlast gildi að því er Ísland varðar.

5. gr.


    Við gildistöku 2. og 3. gr. laganna bætist ný málsgrein við 1. gr. laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Íslands, Danmerkur, Finn lands, Noregs og Svíþjóðar, um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra, nr. 30 23. júní 1932, svohljóðandi:
    Ákvæði samningsins gilda ekki um dóma og aðrar ákvarðanir sem hljóta viðurkenningu og fullnustu hér á landi samkvæmt ákvæðum Lúganósamningsins.



Fylgiskjal.

SAMNINGUR


um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum,


gerður í Lúganó 16. september 1988.



INNGANGUR



AÐILAR AÐ SAMNINGI ÞESSUM

SEM ER UMHUGAÐ um að styrkja á yfirráðasvæðum sínum réttarvernd þeirra manna sem þar eru búsettir,

SEM TELJA að í því skyni sé nauðsynlegt að ákvarða hið alþjóðlega dómsvald dóm stóla sinna og að auðvelda viðurkenningu og koma á skjótvirkri málsmeðferð til að tryggja fullnustu á dómum, opinberlega staðfestum skjölum og réttarsáttum,

SEM GERA SÉR GREIN fyrir tengslum sín í milli, sem hafa komið fram á sviði efna hagsmála í fríverslunarsamningum milli Efnahagsbandalags Evrópu og aðildarríkja Frí verslunarsamtaka Evrópu,

SEM HAFA HLIÐSJÓN af Brusselsamningnum frá 27. september 1968 um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum eins og honum hefur verið breytt með aðildarsamn ingum eftir því sem Evrópubandalögin hafa stækkað,

SEM ERU SANNFÆRÐIR um að með því að láta meginreglur þess samnings einnig ná til ríkja, sem eru aðilar að þessum samningi, muni lagaleg og efnahagsleg samvinna í Evr ópu styrkjast,

SEM ÓSKA að tryggja eins samræmda túlkun og unnt er á samningi þessum,

HAFA í þessum anda ÁKVEÐIÐ að gera með sér samning þennan og

HAFA ORÐIÐ ÁSÁTTIR UM EFTIRFARANDI:

I. HLUTI


GILDISSVIÐ


1. gr.

    Samningur þessi gildir um einkamál, þar á meðal verslunarmál, án tillits til þess hvaða dómstóll fer með mál. Hann tekur sér í lagi ekki til skattamála, tollamála og stjórnsýslu mála.
    Samningurinn gildir ekki um:
    persónulega réttarstöðu manna, rétthæfi eða gerhæfi, fjármál hjóna, bréfarf eða lög arf,
     2.     gjaldþrot, nauðasamninga eða sambærilega málsmeðferð,
     3.     almannatryggingar,
     4.     gerðardóma.

II. HLUTI


VARNARÞING


1. kafli.


Almenn ákvæði.


2. gr.

    Með þeim takmörkunum, sem greinir í samningi þessum, skal lögsækja menn, sem eiga heimili í samningsríki, fyrir dómstólum í því ríki, hvert sem ríkisfang þeirra er.
    Þeir menn, sem ekki eru ríkisborgarar í því ríki þar sem þeir eiga heimili, skulu lúta sömu varnarþingsreglum og gilda um ríkisborgara þess ríkis.

3. gr.

    Menn, sem eiga heimili í samningsríki, má aðeins lögsækja fyrir dómstólum í öðru samningsríki samkvæmt þeim reglum sem settar eru í 2.–6. kafla þessa hluta.
    Sérstaklega má ekki beita eftirfarandi ákvæðum gegn þeim:
—    í Belgíu: 15. gr. borgaralögbókar (Code civil — Burgerlijk Wetboek) og 638. gr. rétt arfarslaga (Code judiciaire — Gerechtelijk Wetboek),
—    í Danmörku: 2. og 3. mgr. 246. gr. réttarfarslaga (lov om rettens pleje),
—    í Sambandslýðveldinu Þýskalandi: 23. gr. laga um réttarfar í einkamálum (Zi vilprozessordnung),
—    í Grikklandi: 40. gr. laga um réttarfar í einkamálum (....... ......... ......µ...),
—    í Frakklandi: 14. og 15. gr. borgaralögbókar (Code civil),
—    á Írlandi: reglum þeim sem heimila að varnarþing byggist á því að stefna hafi ver ið birt varnaraðila meðan á tímabundinni dvöl hans á Írlandi stóð,
—    á Íslandi: 77. gr. laga um meðferð einkamála í héraði,
—    á Ítalíu: 2. gr. og 1. og 2. tölul. 4. gr. laga um réttarfar í einkamálum (Codice di procedura civile),
—    í Lúxemborg: 14. og 15. gr. borgaralögbókar (Code civil),
—    í Hollandi: 3. mgr. 126. gr. og 127. gr. laga um réttarfar í einkamálum (Wetboek van Burgerlijke Rechtsvordering),
—    í Noregi: 32. gr. laga um meðferð einkamála (tvistemålsloven),
—    í Austurríki: 99. gr. laga um dómsvald dómstóla (Jurisdiktionsnorm),
—    í Portúgal: c-lið 1. mgr. og 2. mgr. 65. gr. og c-lið 65. gr. A laga um réttarfar í einkamálum (Código de Processo Civil) og 11. gr. laga um réttarfar í vinnumálum (Código de Processo de Trabalho),
—    í Sviss: reglum um kyrrsetningarvarnarþing (for du lieu du séquestre/Gerichtsstand des Arrestortes/foro del luogo del sequestro) samkvæmt 4. gr. sambandsríkislag anna um alþjóðlegan einkamálarétt (loi fédérale sur le droit international pri vé/Bundesgesetz über das internationale Privatrecht/legge federale sul diritto intern azionale privato),
—    í Finnlandi: 2., 3. og 4. málsl. 1. mgr. 1. gr. 10. kafla réttarfarslaga (oikeudenkäym iskaari/rttegångsbalken),
—    í Svíþjóð: 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. 10. kafla réttarfarslaga (rättegångsbalken),
—    í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi: reglum þeim sem heimila að varnarþing bygg ist á því:
        a)    að stefna hafi verið birt varnaraðila meðan á tímabundinni dvöl hans í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi stóð, eða
        b)    að varnaraðili eigi eignir í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi, eða
        c)    að sóknaraðili hafi komið fram aðför í eignum sem eru í Stóra-Bretlandi og Norð ur-Írlandi.

4. gr.

    Eigi varnaraðili ekki heimili í samningsríki ákvarða lög hvers samningsríkis um sig dómsvald dómstóla þess, sbr. þó ákvæði 16. gr.
    Gegn varnaraðila, sem þannig er ástatt um, getur hver sá sem á heimili í samnings ríki, hvert sem ríkisfang hans er, fært sér í nyt í því ríki þær varnarþingsreglur, sem þar gilda, á sama hátt og ríkisborgarar þess ríkis, og sérstaklega þær reglur sem tilgreindar eru í 2. mgr. 3. gr.

2. kafli.


Sérstakar varnarþingsreglur.


5. gr.

    Mann, sem á heimili í samningsríki, má lögsækja í öðru samningsríki:
     1.     í málum, sem varða samninga, fyrir dómstóli þess staðar þar sem skuldbindinguna skyldi efna; í málum, sem varða vinnusamninga einstakra manna, er þessi staður þar sem launþeginn starfar að jafnaði eða, ef launþeginn starfar að jafnaði ekki í einu til teknu landi, þá er þessi staður þar sem starfsstöð sú er sem réð hann til starfa,
     2.     í málum, sem varða framfærsluskyldu, fyrir dómstóli þess staðar þar sem sá sem rétt á til framfærslu á heimili eða dvelst að jafnaði eða, ef um slíka kröfu er að ræða í tengslum við mál um persónulega réttarstöðu manns, fyrir þeim dómstóli sem sam kvæmt þeim lögum, sem við hann gilda, er bær til að fara með málið nema varnar þingið byggist einungis á ríkisfangi eins aðilans,
     3.     í málum um skaðabætur utan samninga fyrir dómstóli þess staðar þar sem tjónsat burðurinn varð,
     4.     þegar krafist er skaðabóta eða þess að fyrra ástandi verði komið á og krafan á rót að rekja til refsiverðs verknaðar, fyrir þeim dómstóli þar sem opinbera málið er til með ferðar, að því tilskildu að dómstóllinn, samkvæmt þeim lögum sem við hann gilda, sé bær til að fara með kröfur borgararéttar eðlis,
     5.     vegna ágreinings, sem stafar af rekstri útibús, umboðsskrifstofu eða svipaðrar starf semi, fyrir dómstóli þess staðar þar sem starfsemin er,
     6.     sem stofnanda, vörslumann eða rétthafa fjárvörslusjóðs, sem stofnaður hefur verið á grundvelli laga eða með skjali eða með munnlegum gerningi sem staðfestur er skriflega, fyrir dómstóli í því samningsríki þar sem sjóðurinn á heimili,
     7.     vegna ágreinings um greiðslu launa, sem krafist er vegna björgunar í þágu farms eða farmgjalds, fyrir þeim dómstóli þar sem kyrrsetning farmsins eða farmgjaldskröf unnar:
        a)    hefur verið gerð til tryggingar á þeirri greiðslu, eða
        b)    hefði mátt fara fram en ábyrgð eða önnur trygging hefur verið sett;
        ákvæði þetta á þó einungis við ef því er haldið fram að varnaraðili eigi til réttar að telja í farminum eða farmgjaldskröfunni eða að hann hafi átt til slíks réttar að telja þegar björgun varð.

6. gr.

    Mann, sem á heimili í samningsríki, má einnig lögsækja:
     1.     ef hann er einn af mörgum varnaraðilum, fyrir dómstóli þess staðar þar sem ein hver þeirra á heimili,
     2.     sem þriðja mann í sakaukamáli eða sem þriðja mann í öðrum málum fyrir þeim dóm stóli þar sem mál er upphaflega höfðað nema það hafi einungis verið höfðað í því skyni að koma í veg fyrir að hann yrði lögsóttur á réttu varnarþingi sínu,
     3.     í málum um gagnkröfu, ef hún á rót sína að rekja til sama samnings eða málsatvika og aðalkrafan byggist á, fyrir dómstóli þar sem aðalkrafan er til meðferðar,
     4.     í málum, sem varða samninga ef málið má sameina máli gegn sama varnaraðila og það varðar réttindi yfir fasteign, fyrir dómstóli í samningsríki þar sem fasteignin er.

6. gr. A.


    Ef dómstóll í samningsríki hefur samkvæmt samningi þessum dómsvald í málum um ábyrgð sem stafar af notkun eða rekstri skips hefur sá dómstóll, eða hver sá dómstóll ann ar sem að lögum þess samningsríkis kemur í hans stað, einnig dómsvald í málum um tak mörkun þessarar ábyrgðar.

3. kafli.


Varnarþing í vátryggingarmálum.


7. gr.

    Í málum um vátryggingar skal ákvarða varnarþing eftir ákvæðum þessa kafla, sbr. þó 4. gr. og 5. tölul. 5. gr.

8. gr.

    Vátryggjanda, sem á heimili í samningsríki, má lögsækja:
     1.     fyrir dómstólum í því ríki þar sem hann á heimili, eða
     2.     í öðru samningsríki fyrir dómstóli þess staðar, þar sem vátryggingartaki á heimili, eða
     3.     sé hann samvátryggjandi, fyrir dómstóli í samningsríki þar sem mál er höfðað gegn aðalvátryggjanda.
    Nú á vátryggjandi ekki heimili í samningsríki en hefur útibú, umboðsskrifstofu eða svipaða starfsemi í samningsríki og skal þá í málum sem stafa af rekstri starfseminnar lit ið svo á sem hann eigi heimili í því ríki.

9. gr.

    Í málum vegna ábyrgðartrygginga eða vátrygginga á fasteignum má enn fremur lög sækja vátryggjanda fyrir dómstóli þess staðar þar sem tjónsatburðurinn varð. Þetta gild ir einnig ef vátryggingarsamningur tekur bæði til fasteignar og lausafjár og hvort tveggja verður fyrir tjóni vegna sama atburðar.

10. gr.

    Í málum vegna ábyrgðartrygginga má einnig lögsækja vátryggjandann fyrir dómstóli þar sem tjónþoli hefur höfðað mál gegn vátryggðum ef þau lög, sem við dómstólinn gilda, veita heimild til þess.
    Ákvæði 7., 8. og 9. gr. gilda um mál sem tjónþoli höfðar beint gegn vátryggjanda þar sem slík bein málssókn er heimil.
    Nú veita lög um slíka beina málssókn heimild til að draga vátryggingartaka eða vá tryggðan inn í málið og hefur sami dómstóll þá einnig dómsvald gagnvart þeim.

11. gr.

    Vátryggjandi má einungis höfða mál fyrir dómstólum í samningsríki þar sem varn araðili á heimili, hvort sem hann er vátryggingartaki, vátryggður eða annar rétthafi, sbr. þó ákvæði 3. mgr. 10. gr.
    Ákvæði þessa kafla hafa ekki áhrif á rétt til að bera fram gagnkröfu fyrir þeim dóm stóli þar sem aðalkrafan er til meðferðar í samræmi við ákvæði þessa kafla.

12. gr.

    Frá ákvæðum þessa kafla má aðeins víkja með samningi um varnarþing:
     1.     ef hann er gerður eftir að ágreiningur er risinn, eða
     2.     ef hann veitir vátryggingartaka, vátryggðum eða öðrum rétthafa heimild til máls höfðunar fyrir öðrum dómstólum en þeim sem nefndir eru í þessum kafla, eða
     3.     ef hann er gerður milli vátryggingartaka og vátryggjanda sem áttu báðir heimili eða dvöldust að jafnaði í sama samningsríki þegar samningurinn var gerður og hann veit ir dómstólum þess ríkis dómsvald, jafnvel þótt tjónsatburðurinn kunni að verða er lendis enda sé slíkur samningur ekki andstæður lögum þess ríkis, eða
     4.     ef hann er gerður við vátryggingartaka sem ekki á heimili í samningsríki, nema um sé að ræða vátryggingu sem er lögboðin eða hún varðar fasteign í samningsríki, eða
     5.     ef hann varðar vátryggingarsamning sem tekur til eins eða fleiri áhættuflokka sem nefndir eru í 12. gr. A.

12. gr. A.


    5. tölul. 12. gr. vísar til eftirfarandi áhættuflokka:
     1.     sérhvers tjóns á
        a)    hafskipum, mannvirkjum undan ströndum eða á rúmsjó eða loftförum þegar tjón ið á rætur að rekja til atburða sem tengjast notkun þeirra í atvinnuskyni,
        b)    vörum í flutningi, nema farangri farþega, þegar flutt er að hluta eða að öllu leyti með slíkum skipum eða loftförum,
     2.     sérhverrar ábyrgðar, nema vegna líkamstjóns á farþegum eða tjóns á farangri þeirra,
        a)    sem á rætur að rekja til notkunar eða reksturs skipa, mannvirkja eða loftfara sem vísað er til í a-lið 1. tölul., að því leyti sem lög þess samningsríkis, þar sem loft farið er skráð, banna ekki samninga um varnarþing í sambandi við vátryggingu gegn slíkri áhættu,
        b)    á tjóni sem vörur valda í flutningi sem greinir í b-lið 1. tölul.,
     3.     sérhvers fjártjóns í tengslum við notkun eða rekstur skipa, mannvirkja eða loftfara sem vísað er til í a-lið 1. tölul., einkum taps á farmgjalds- eða leigutekjum,
     4.     sérhverrar áhættu sem tengist þeim áhættuflokkum sem nefndir eru í 1.–3. tölul.

4. kafli.


Varnarþing í neytendamálum.


13. gr.

    Í málum vegna samninga, sem maður, hér eftir nefndur „neytandi“, gerir í tilgangi sem telja verður að varði ekki atvinnu hans, skal ákvarða varnarþing eftir ákvæðum þessa kafla, sbr. þó 4. gr. og 5. tölul. 5. gr., enda sé um að ræða:
     1.     samning um lausafjárkaup með afborgunarskilmálum, eða
     2.     samning um lán sem endurgreiða skal með afborgunum, eða annars konar lánafyrir greiðslu, til að fjármagna kaup á lausafé, eða
     3.     annan samning um að láta af hendi lausafé eða þjónustu enda hafi
        a)    undanfari samningsins verið sérstakt tilboð til neytandans í ríki því þar sem hann á heimili eða almenn auglýsing þar, og
        b)    neytandinn gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar voru til samningsgerðarinnar í því ríki.
    Nú á viðsemjandi neytandans ekki heimili í samningsríki en hefur útibú, umboðs skrifstofu eða svipaða starfsemi í samningsríki og skal þá í ágreiningi, sem stafar af rekstri starfseminnar, litið svo á að aðilinn eigi heimili í því ríki.
    Kafli þessi gildir ekki um flutningssamninga.

14. gr.

    Neytandi getur höfðað mál gegn hinum samningsaðilanum annaðhvort fyrir dómstól um í því samningsríki, þar sem sá aðili á heimili, eða fyrir dómstólum í því samnings ríki þar sem hann sjálfur á heimili.
    Hinn samningsaðilinn getur einungis höfðað mál gegn neytandanum fyrir dómstól um í því samningsríki þar sem neytandinn á heimili.
    Ákvæði þessi hafa ekki áhrif á rétt til að koma að gagnkröfu fyrir dómstóli þar sem aðalkrafan er til meðferðar í samræmi við ákvæði þessa kafla.

15. gr.

    Frá ákvæðum þessa kafla má aðeins víkja með samningi:
     1.     sem gerður er eftir að ágreiningur er risinn, eða
     2.     sem heimilar neytandanum að höfða mál fyrir öðrum dómstólum en þeim sem get ið er um í þessum kafla, eða
     3.     sem gerður er af neytanda og samningsaðila hans sem áttu báðir heimili eða dvöld ust að jafnaði í sama samningsríki þegar samningurinn var gerður og samningurinn veitir dómstólum þess ríkis dómsvald enda sé slíkur samningur ekki andstæður lög um þess ríkis.

5. kafli.


Skylduvarnarþing.


16. gr.

    Eftirgreindir dómstólar hafa einir dómsvald, án tillits til heimilis:
     1.     a)    í málum um réttindi yfir fasteign eða leigu fasteignar: dómstólar í því samnings ríki þar sem fasteignin er;
        b)    í málum um fasteignaleigusamninga, sem gerðir eru um tímabundin persónuleg afnot til allt að sex mánaða óslitið, skulu dómstólar í því samningsríki þar sem varnaraðili á heimili þó einnig hafa dómsvald, enda sé leigutaki persóna og hvor ugur aðila eigi heimili í því samningsríki þar sem fasteignin er;
     2.     í málum um gildi, ógildi eða slit félaga eða annarra lögpersóna eða um ákvarðanir fyrirsvarsaðila þeirra: dómstólar í því samningsríki þar sem lögpersónan hefur að setur,
     3.     í málum um gildi skráninga í opinberar skrár: dómstólar í því samningsríki þar sem skráin er haldin,
     4.     í málum sem varða skráningu eða gildi einkaleyfa, vörumerkja, mynstra eða ann arra svipaðra réttinda sem tilkynna þarf eða skrá: dómstólar í því samningsríki þar sem tilkynning eða beiðni um skráningu hefur verið lögð fram, hefur farið fram eða er talin hafa farið fram samkvæmt ákvæðum alþjóðasamnings,
     5.     í málum um fullnustu dóma: dómstólar í því samningsríki þar sem fullnusta hefur farið fram eða skal fara fram.

6. kafli.


Samningar um varnarþing.


17. gr.

     1.     Nú hafa aðilar samið um að dómstóll eða dómstólar í samningsríki skuli hafa dóms vald um ágreining sem þegar er risinn eða um ágreining sem kann að rísa í tengsl um við tiltekin lögskipti þeirra og að minnsta kosti annar þeirra eða einn þeirra á heimili í samningsríki og skal þá einungis sá dómstóll eða þeir dómstólar hafa dóms vald. Slíkur samningur um varnarþing skal vera:
         a)    skriflegur eða munnlegur og staðfestur skriflega, eða
         b)    í formi sem er í samræmi við venjur sem aðilar hafa komið á sín í milli, eða
         c)    í milliríkjaviðskiptum í formi sem er í samræmi við viðskiptavenjur sem aðilun um voru eða áttu að hafa verið kunnar og eru almennt þekktar og farið er al mennt eftir af aðilum samninga af þeirri gerð á því viðskiptasviði sem um er að ræða.
        Hafi slíkt samkomulag verið gert milli aðila og hvorugur eða enginn þeirra á heim ili í samningsríki geta dómstólar í öðrum samningsríkjum ekki skorið úr málinu nema sá dómstóll eða þeir dómstólar, sem samið hefur verið um, hafi vísað máli frá dómi vegna rangs varnarþings.
     2.     Dómstóll sá eða dómstólar í samningsríki, sem veitt hefur verið dómsvald með skjali sem stofnar fjárvörslusjóð, hafa einir dómsvald í málum gegn stofnanda, vörslu manni eða rétthafa ef mál snýst um lögskipti þessara aðila eða um réttindi þeirra eða skyldur samkvæmt reglum sjóðsins.
     3.     Samningar um varnarþing eða slík ákvæði í skjali, sem stofnar fjárvörslusjóð, hafa ekki gildi ef þau fara gegn ákvæðum 12. eða 15. gr. eða ef þau útiloka dómsvald þeirra dómstóla sem einir skulu hafa það samkvæmt 16. gr.
     4.     Hafi samningur um varnarþing einungis verið gerður í þágu annars aðilans eða eins þeirra heldur sá aðili rétti sínum til málshöfðunar fyrir hverjum þeim dómstóli öðr um sem hefur dómsvald samkvæmt samningi þessum.
     5.     Í málum um vinnusamninga einstakra manna hefur samkomulag um varnarþing ein ungis gildi ef það var gert eftir að ágreiningur er risinn.

18. gr.

    Enda þótt önnur ákvæði samnings þessa veiti dómstóli í samningsríki ekki dómsvald hefur hann dómsvald ef varnaraðili sækir dómþing fyrir honum. Þetta gildir þó ekki ef þing er einungis sótt til að mótmæla varnarþingi eða ef annar dómstóll hefur einn dóms vald samkvæmt 16. gr.

7. kafli.


Könnun á varnarþingi og því hvort mál sé tækt til meðferðar.


19. gr.

    Nú er dómstóli í samningsríki falið að skera úr ágreiningi sem í aðalatriðum varðar málefni sem dómstólar í öðru samningsríki hafa einir dómsvald um samkvæmt 16. gr. og skal hann þá sjálfkrafa vísa máli frá dómi.

20. gr.

    Nú er maður, sem á heimili í samningsríki, lögsóttur fyrir dómstóli í öðru samnings ríki og sækir þar ekki dómþing og skal dómstóllinn þá sjálfkrafa vísa máli frá dómi nema hann hafi dómsvald samkvæmt ákvæðum samnings þessa.
    Dómstóllinn skal fresta meðferð málsins þar til sýnt er fram á að varnaraðilinn hafi átt kost á að taka á móti stefnu eða samsvarandi skjali svo tímanlega að hann hefði get að undirbúið vörn sína eða að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar í því skyni.
    Ákvæði 15. gr. Haagsamningsins frá 15. nóvember 1965 um birtingu erlendis á rétt arskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum eða verslunarmálum koma í stað ákvæða 2. mgr. ef senda skal úr landi stefnu eða tilkynningu um málshöfðun samkvæmt þeim samningi.

8. kafli.


„Litis pendens“ og skyldar kröfur.


21. gr.

    Ef krafa, byggð á sömu málsástæðum og milli sömu aðila, er gerð fyrir dómstólum í tveimur eða fleiri samningsríkjum skal hver dómstóll, annar en sá sem mál er fyrst höfð að fyrir, sjálfkrafa fresta meðferð þess þar til fyrir liggur að sá dómstóll hafi dómsvald í málinu.
    Þegar fyrir liggur að sá dómstóll, sem mál er fyrst höfðað fyrir, hafi dómsvald skulu aðrir dómstólar vísa málinu frá dómi í þágu hans.

22. gr.

    Ef skyldar kröfur eru gerðar fyrir dómstólum í tveimur eða fleiri samningsríkjum get ur hver dómstóll, annar er sá sem mál er fyrst höfðað fyrir, frestað málsmeðferð sinni meðan málin eru til meðferðar á fyrsta dómstigi.
    Dómstóll, sem mál er síðar höfðað fyrir, getur einnig vísað máli frá samkvæmt kröfu aðila ef lög, sem gilda við þann dómstól, heimila að skyldar kröfur séu sóttar sameig inlega og dómstóll sá, sem mál er fyrst höfðað fyrir, hefur dómsvald um báðar kröfurn ar.
    Með skyldum kröfum er í grein þessari átt við kröfur sem eru svo tengdar innbyrð is að æskilegt er að fara með þær og dæma sameiginlega til að koma í veg fyrir að ósam rýmanlegir dómar verði kveðnir upp ef dæmt er um hverja þeirra sérstaklega.

23. gr.

    Ef fleiri dómstólar en einn eiga hver um sig einir dómsvald um kröfu skulu allir dóm stólar, aðrir en sá sem mál er fyrst höfðað fyrir, vísa máli frá dómi í þágu þess dóm stóls.

9. kafli.


Bráðabirgðaúrræði, þar með talin tryggingarúrræði.


24. gr.

    Leita má til dómstóla í samningsríki um að beita réttarúrræðum til bráðabirgða, þar með talin tryggingarúrræði, sem lög þess ríkis kunna að heimila, enda þótt dómstólar í öðru samningsríki hafi dómsvald um efni málsins samkvæmt samningi þessum.

III. HLUTI


VIÐURKENNING OG FULLNUSTA


25. gr.

    Í samningi þessum merkir „dómur“ sérhverja ákvörðun um málsúrslit sem tekin er af dómstóli í samningsríki, hverju nafni sem hún nefnist, svo sem dóm, úrskurð eða ákvörð un um fullnustu, svo og ákvörðun réttarritara um málskostnað.

1. kafli.


Viðurkenning.


26. gr.

    Dómur, sem kveðinn hefur verið upp í samningsríki, skal viðurkenndur í öðrum samn ingsríkjum án þess að nokkurrar sérstakrar málsmeðferðar sé þörf.
    Ef ágreiningur rís um það hvort dómur skuli viðurkenndur getur hver sá aðili, sem hagsmuna hefur að gæta, óskað, samkvæmt þeirri málsmeðferð sem kveðið er á um í 2. og 3. kafla þessa hluta, ákvörðunar um að dómurinn skuli viðurkenndur.
    Ef viðurkenningin hefur þýðingu fyrir úrslit máls sem rekið er fyrir dómstóli í samn ingsríki og aðili ber hana fyrir sig hefur sá dómstóll dómsvald um viðurkenningarkröf una.

27. gr.

    Dómur skal ekki viðurkenndur:
     1.     ef viðurkenning hans væri andstæð allsherjarreglu í því ríki þar sem hennar er kraf ist,
     2.     ef hann er útivistardómur og varnaraðila var ekki réttilega birt stefna eða samsvar andi skjal svo tímanlega að hann gæti undirbúið vörn sína,
     3.     ef hann er ósamrýmanlegur dómi sem kveðinn hefur verið upp í máli milli sömu að ila í ríki því þar sem viðurkenningar er krafist,
     4.     ef dómstóllinn í dómsríkinu hefur við ákvörðun sína tekið fyrst afstöðu til álitaefn is um persónulega réttarstöðu manna, rétthæfi eða gerhæfi, fjármál hjóna, lögarf eða bréfarf og komist að niðurstöðu sem andstæð er lagaskilareglum í ríki því þar sem viðurkenningar er krafist, nema sama niðurstaða hefði fengist ef beitt hefði verið lagaskilareglum þess ríkis,
     5.     ef hann er ósamrýmanlegur dómi, sem áður hefur verið kveðinn upp í ríki sem ekki er samningsríki, um sama sakarefni og milli sömu aðila, enda fullnægi sá dómur skil yrðum til viðurkenningar í því ríki þar sem viðurkenningar er krafist.

28. gr.

    Dómur skal enn fremur ekki viðurkenndur ef hann brýtur gegn ákvæðum 3., 4. eða 5. kafla II. hluta, eða ef um er að ræða tilvik sem fjallað er um í 59. gr.
    Auk þess má synja um viðurkenningu dóms ef um er að ræða tilvik sem fjallað er um í 3. mgr. 54. gr. B eða 4. mgr. 57. gr.
    Við könnun á varnarþingsreglum þeim, sem vísað er til í 1. og 2. mgr., er dómstóll sá eða yfirvald það, sem viðurkenningarkrafan er sett fram við, bundið þeim niðurstöðum um málsatvik sem dómstóll upphafsríkisins byggði dómsvald sitt á.
    Dómsvald dómstólsins í dómsríkinu verður ekki endurskoðað að öðru leyti en grein ir í 1. og 2. mgr.; áskilnaður sá, sem vísað er til í 1. tölul. 27. gr. um samræmi við alls herjarreglu, tekur ekki til varnarþingsreglna.

29. gr.

    Erlendan dóm má aldrei endurskoða að efni til.

30. gr.

    Ef krafist hefur verið viðurkenningar fyrir dómstóli í samningsríki á dómi kveðnum upp í öðru samningsríki má dómstóllinn fresta málinu ef dómurinn hefur sætt málskoti með venjulegum hætti.
    Ef krafist hefur verið viðurkenningar fyrir dómstóli í samningsríki á dómi kveðnum upp á Írlandi eða í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi má dómstóllinn fresta málinu ef fullnustu hefur verið frestað í dómsríkinu vegna málskots.

    

2. kafli.


Fullnusta.


31. gr.

    Dómi, sem kveðinn hefur verið upp í samningsríki og fullnægja má í því ríki, skal fullnægja í öðru samningsríki þegar hann, að beiðni rétts aðila, hefur verið lýstur fulln ustuhæfur þar.
    Í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi skal þó fullnægja slíkum dómi í Englandi og Wal es, í Skotlandi eða á Norður-Írlandi þegar hann, að beiðni rétts aðila, hefur verið skráð ur fullnustuhæfur í þeim hluta Stóra-Bretlands og Norður-Írlands.

32. gr.

     1.     Beiðnina skal leggja fram:
         — í Belgíu við „tribunal de première instance“ eða „rechtbank van eerste aanleg“,
        — í Danmörku við „byret“,
         — í Sambandslýðveldinu Þýskalandi hjá dómstjóra við deild í „Landgericht“,
         — í Grikklandi við „µ...µ.... ...........“,
         — á Spáni við „Juzgado de Primera Instancia“,
         — í Frakklandi hjá dómstjóra „tribunal de grande instance“,
         — á Írlandi við „High Court“,
         — á Íslandi hjá héraðsdómara,
         — á Ítalíu við „corte d'appello“,
         — í Lúxemborg hjá dómstjóra „tribunal d'arrondissement“,
         — í Hollandi hjá dómstjóra „arrondissementsrechtbank“,
         — í Noregi við „herredsrett“ eða „byrett“ sem „namsrett“,
         — í Austurríki við „Landesgericht“ eða „Kreisgericht“,
         — í Portúgal við „Tribunal Judicial de Círculo“,
         — í Sviss:
              a)    ef dómur er til greiðslu peninga, hjá „juge de la mainlevée/Rechtsöffnungs richter/giudice competente a pronunciare sul rigetto dell'opposizione“ eftir rétt arfarsreglum 80. og 81. gr. sambandsríkislaganna um málssókn vegna skulda og gjaldþrot (loi fédérale sur la poursuite pour dettes et la faillite/Bundesge setz über Schuldbetreibung und Konkurs/legge federale sulla esecuzione e sul fallimento),
              b)    ef dómur er til annars en greiðslu peninga, hjá „juge cantonal d'exequatur com pétent/zuständiger kantonaler Vollstreckungsrichter/giudice cantonale compet ente a pronunciare l'exequatur“,
         — í Finnlandi við „ulosotonhaltija/överexekutor“,
         — í Svíþjóð við „Svea Hovrätt“,
         — í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi:
              a)    í Englandi og Wales við „High Court of Justice“ eða, ef um er að ræða dóm um framfærsluskyldu, við „Magistrates' Court“ fyrir milligöngu „Secretary of State“,
              b)    í Skotlandi við „Court of Session“ eða, ef um er að ræða dóm um framfærslu skyldu, við „Sheriff Court“ fyrir milligöngu „Secretary of State“,
              c)    á Norður-Írlandi við „High Court of Justice“ eða, ef um er að ræða dóm um framfærsluskyldu, við „Magistrates' Court“ fyrir milligöngu „Secretary of State“.
     2.     Heimili þess, sem fullnustu er krafist hjá, ræður því hver dómstóll fer með mál. Eigi hann ekki heimili í því ríki þar sem fullnustu er krafist ræðst það af því hvar fulln usta á að fara fram.

33. gr.

    Með beiðnina skal fara samkvæmt lögum þess ríkis þar sem fullnustu er krafist.
    Beiðandi skal tilgreina réttarfarslegt aðsetur í umdæmi þess dómstóls sem beiðni er beint til. Ef lög þess ríkis, þar sem fullnustu er krafist, mæla ekki fyrir um slíkt aðset ur skal beiðandi tilnefna málflutningsumboðsmann.
    Skjöl þau, sem í 46. og 47. gr. getur, skulu fylgja beiðni.

34. gr.

    Dómstóll sá, sem beiðnina hefur til meðferðar, skal taka ákvörðun sína án tafar; á þessu stigi málsins skal þeim aðila, sem fullnustu er krafist hjá, ekki veitt færi á að gera athugasemdir við beiðnina.
    Beiðninni má einungis synja af einhverri þeirri ástæðu sem tilgreind er í 27. og 28. gr.
    Hinn erlenda dóm má aldrei endurskoða að efni til.

35. gr.

    Þar til bær starfsmaður dómstólsins skal án tafar, á þann hátt sem mælt er fyrir um í lögum þess ríkis þar sem fullnustu er krafist, tilkynna beiðanda þá ákvörðun sem tekin hefur verið um beiðnina.

36. gr.

    Nú er fullnusta heimiluð og getur þá sá aðili, sem fullnustu er krafist hjá, skotið ákvörðuninni til æðri réttar eða fengið hana endurupptekna innan eins mánaðar frá birt ingu hennar.
    Ef sá aðili á heimili í öðru samningsríki en því þar sem fullnustuheimild var veitt er frestur til málskots eða endurupptöku tveir mánuðir talið frá þeim degi er birting fór fram, annaðhvort fyrir honum sjálfum eða á heimili hans. Frest þennan má ekki lengja vegna mikillar fjarlægðar.

37. gr.

     1.     Málskoti eða ósk um endurupptöku á ákvörðun um að fullnusta sé heimil skal, sam kvæmt reglum um réttarfar í umþrættum einkamálum, beina:
         —    í Belgíu til „tribunal de première instance“ eða „rechtbank van eerste aanleg“,
         —    í Danmörku til „landsret“,
         —    í Sambandslýðveldinu Þýskalandi til „Oberlandesgericht“,
         —    í Grikklandi til „.......“,
         —    á Spáni til „Audiencia Provincial“,
         —    í Frakklandi til „cour d'appel“,
         —    á Írlandi til „High Court“,
         —    á Íslandi til héraðsdómara,
         —    á Ítalíu til „corte d'appello“,
         —    í Lúxemborg til „Cour supérieure de justice“ sem áfrýjunardómstóls í einkamál um,
         —    í Hollandi til „arrondissementsrechtbank“,
         —    í Noregi til „lagmannsrett“,
         —    í Austurríki til „Landesgericht“ eða „Kreisgericht“,
         —    í Portúgal til „Tribunal da Relação“,
         —    í Sviss til „tribunal cantonal/Kantonsgericht/tribunale cantonale“,
         —    í Finnlandi til „hovioikeus/hovrätt“,
         —    í Svíþjóð til „Svea Hovrätt“,
         —    í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi:
                   a)    í Englandi og Wales til „High Court of Justice“ eða, ef um er að ræða dóm um framfærsluskyldu, til „Magistrates' Court“,
                   b)    í Skotlandi til „Court of Session“ eða, ef um er að ræða dóm um framfærslu skyldu, til „Sheriff Court“,
                   c)    á Norður-Írlandi til „High Court of Justice“ eða, ef um er að ræða dóm um framfærsluskyldu, til „Magistrates' Court“.
     2.     Niðurstöðu málskots eða endurupptöku verður aðeins hnekkt:
         —    í Belgíu, í Grikklandi, á Spáni, í Frakklandi, á Ítalíu, í Lúxemborg og í Hollandi með áfrýjun til ógildingar,
         —    í Danmörku með áfrýjun til „höjesteret“ að fengnu leyfi dómsmálaráðherra,
         —    í Sambandslýðveldinu Þýskalandi með „Rechtsbeschwerde“,
         —    á Írlandi með áfrýjun um lagaatriði til „Supreme Court“,
         —    á Íslandi með áfrýjun til Hæstaréttar,
         —    í Noregi með áfrýjun („kjæremål“ eða „anke“) til „Höyesteretts kjæremålsutvalg“ eða „Höyesterett“,
         —    í Austurríki, ef um er að ræða áfrýjun, með „Revisionsrekurs“ og, ef um er að ræða endurupptöku, með „Berufung“ með möguleika á „Revision“,
         —    í Portúgal með áfrýjun um lagaatriði,
         —    í Sviss með „recours de droit public devant le tribunal fédéral/staatsrechtliche Beschwerde beim Bundesgericht/ricorso di diritto pubblico davanti al tribunale federale“,
         —    í Finnlandi með áfrýjun til „korkein oikeus/högsta domstolen“,
         —    í Svíþjóð með áfrýjun til „högsta domstolen“,
         —    í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi með einum möguleika á áfrýjun um lagaat riði.

38. gr.

    Dómstóll sá, sem máli er skotið til samkvæmt 1. mgr. 37. gr., getur að kröfu þess, sem málskots hefur krafist, frestað máli ef dóminum hefur verið skotið til æðra dóms á venju legan hátt í dómsríkinu eða endurupptöku er krafist þar eða ef frestur til þessa er enn ekki liðinn. Í síðargreinda tilvikinu getur dómstóllinn ákveðið frest til að koma fram málskoti eða leggja fram kröfu um endurupptöku.
    Hafi dómur verið kveðinn upp á Írlandi eða í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi skal litið á hvert það málskot, sem heimilað er í dómsríkinu, sem venjulegt málskot í merk ingu 1. mgr.
    Dómstóllinn getur einnig áskilið um fullnustu að sett verði trygging sem dómstóll inn ákvarðar.

39. gr.

    Meðan frestur til málskots samkvæmt 36. gr. er ekki liðinn og þar til niðurstaða af slíku málskoti liggur fyrir má ekki gera aðrar ráðstafanir til fullnustu en þær sem miða að því að tryggja fullnustu í eignum þess aðila sem fullnustu er krafist hjá.
    Ákvörðun um að heimila fullnustu felur í sér rétt til að beita slíkum tryggingarráð stöfunum.

40. gr.

     1.     Nú er beiðni um fullnustu synjað og getur beiðandi þá skotið þeirri ákvörðun, eða óskað endurupptöku hennar:
         —    í Belgíu til „cour d'appel“ eða „hof van beroep“,
         —    í Danmörku til „landsret“,
         —    í Sambandslýðveldinu Þýskalandi til „Oberlandesgericht“,
         —    í Grikklandi til „.......“,
         —    á Spáni til „Audiencia Provincial“,
         —    í Frakklandi til „cour d'appel“,
         —    á Írlandi til „High Court“,
         —    á Íslandi til héraðsdómara,
         —    á Ítalíu til „corte d'appello“,
         —    í Lúxemborg til „Cour supérieure de justice“ sem áfrýjunardómstóls í einkamál um,
         —    í Hollandi til „gerechtshof“,
         —    í Noregi til „lagmannsrett“,
         —    í Austurríki til „Landesgericht“ eða „Kreisgericht“,
         —    í Portúgal til „Tribunal da Relação“,
         —    í Sviss til „tribunal cantonal/Kantonsgericht/tribunale cantonale“,
         —    í Finnlandi til „hovioikeus/hovrätt“,
         —    í Svíþjóð til „Svea Hovrätt“,
         —    í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi:
                   a)    í Englandi og Wales til „High Court of Justice“ eða, ef um er að ræða dóm um framfærsluskyldu, til „Magistrates' Court“,
                   b)    í Skotlandi til „Court of Session“ eða, ef um er að ræða dóm um framfærslu skyldu, til „Sheriff Court“,
                   c)    á Norður-Írlandi til „High Court of Justice“ eða, ef um er að ræða dóm um framfærsluskyldu, til „Magistrates' Court“.
     2.     Aðila þeim, sem fullnustu er krafist hjá, skal stefnt til að mæta fyrir dómstóli þeim sem máli er skotið til. Mæti hann ekki gilda ákvæði 2. og 3. mgr. 20. gr., jafnvel þótt hann eigi ekki heimili í samningsríki.

41. gr.

    Niðurstöðu máls, sem sætt hefur málskoti samkvæmt 40. gr., verður einungis hnekkt:
—    í Belgíu, í Grikklandi, á Spáni, í Frakklandi, á Ítalíu, í Lúxemborg og í Hollandi með áfrýjun til ógildingar,
—    í Danmörku með áfrýjun til „höjesteret“ að fengnu leyfi dómsmálaráðherra,
—    í Sambandslýðveldinu Þýskalandi með „Rechtsbeschwerde“,
—    á Írlandi með áfrýjun um lagaatriði til „Supreme Court“,
—    á Íslandi með áfrýjun til Hæstaréttar,
—    í Noregi með áfrýjun („kjæremål“ eða „anke“) til „Höyesteretts kjæremålsutvalg“ eða „Höyesterett“,
—    í Austurríki með „Revisionsrekurs“,
—    í Portúgal með áfrýjun um lagaatriði,
—    í Sviss með „recours de droit public devant le tribunal fédéral/staatsrechtliche Beschwerde beim Bundesgericht/ricorso di diritto pubblico davanti al tribunale federale“,
—    í Finnlandi með áfrýjun til „korkein oikeus/högsta domstolen“,
—    í Svíþjóð með áfrýjun til „högsta domstolen“,
—    í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi með einum möguleika á áfrýjun um lagaatriði.

42. gr.

    Nú hefur í erlendum dómi verið tekin afstaða til margra krafna og ekki er unnt að heimila fullnustu þeirra allra og skal þá dómstóllinn heimila fullnustu einnar þeirra eða fleiri.
    Beiðandinn getur krafist fullnustu dóms að hluta til.

43. gr.

    Hafi erlendur dómur mælt fyrir um févíti verður honum aðeins fullnægt í því ríki þar sem fullnustu er krafist ef fjárhæð févítisins hefur verið endanlega ákveðin af dómstól um í dómsríkinu.

44. gr.

    Ef sá sem fullnustu krefst hefur í dómsríkinu að öllu leyti eða að hluta notið að lög um fjárhagslegrar aðstoðar við málarekstur eða verið undanþeginn kostnaði eða gjöld um skal hann við þá málsmeðferð, sem í 32.–35. gr. getur, njóta allrar þeirrar aðstoðar eða undanþágna frá kostnaði eða gjöldum sem framast eru veittar með lögum í því ríki þar sem fullnustu er krafist.
    Þó getur sá sem krefst fullnustu á úrskurði um framfærsluskyldu sem stjórnvald í Dan mörku eða á Íslandi hefur kveðið upp nýtt sér í því ríki, þar sem fullnustu er krafist, það hagræði sem í 1. mgr. segir ef hann leggur fram yfirlýsingu frá danska dómsmálaráðu neytinu eða því íslenska, eftir því sem við á, um að hann fullnægi efnahagslegum skil yrðum til fjárhagslegrar aðstoðar að öllu leyti eða að hluta eða til undanþágu frá kostn aði eða gjöldum.

45. gr.

    Aðili, sem krefst fullnustu í samningsríki á dómi sem upp hefur verið kveðinn í öðru samningsríki, verður ekki krafinn um neins konar tryggingu eða framlag á þeim forsend um að hann sé erlendur ríkisborgari eða að hann eigi ekki heimili eða dvöl í því ríki þar sem fullnustu er krafist.

3. kafli.


Sameiginleg ákvæði.


46. gr.

    Aðili, sem krefst viðurkenningar eða fullnustu á dómi, skal leggja fram:
     1.     endurrit dóms sem fullnægir nauðsynlegum skilyrðum til að sanna gildi hans;
     2.     ef um útivistardóm er að ræða, frumrit eða staðfest afrit af skjali sem sýnir að stefna eða samsvarandi skjal hafi verið birt þeim sem útivist varð hjá.

47. gr.

    Aðili, sem krefst fullnustu, skal einnig leggja fram:
     1.     skjöl sem sýna að dómurinn sé fullnustuhæfur samkvæmt lögum dómsríkisins og hafi verið birtur;
     2.     ef það á við skjal sem sýnir að beiðandi hafi að lögum notið fjárhagslegrar aðstoð ar við málarekstur í dómsríkinu.

48. gr.

    Hafi þau skjöl, sem tilgreind eru í 2. tölul. 46. gr. og 2. tölul. 47. gr., ekki verið lögð fram getur dómstóllinn sett frest til framlagningar þeirra, tekið samsvarandi skjöl gild eða, ef dómstóllinn telur mál nægilega upplýst, fallið frá kröfu um framlagningu þeirra.
    Ef dómstóllinn krefst þess skal leggja fram þýðingu á skjölunum; skal þýðingin stað fest af manni sem til þess er bær í einhverju samningsríkjanna.

49. gr.

    Ekki verður krafist löggildingar eða svipaðra formsatriða að því er varðar skjöl þau sem fjallað er um í 46. og 47. gr. og 2. mgr. 48. gr., né að því er varðar málflutnings umboð.

IV. HLUTI


OPINBERLEGA STAÐFEST SKJÖL OG RÉTTARSÁTTIR


50. gr.

    Opinberlega staðfest skjal, sem gefið hefur verið út og fullnustuhæft er í samnings ríki, skal samkvæmt beiðni lýsa fullnustuhæft í öðru samningsríki samkvæmt þeim regl um sem greinir í 31. gr. og eftirfarandi greinum. Beiðni má aðeins synja ef fullnusta skjalsins væri andstæð allsherjarreglu í ríki því sem beiðni er beint til.
    Skjalið skal fullnægja þeim skilyrðum sem nauðsynleg eru til að sanna að það sé op inberlega staðfest skjal í ríki því sem það var gefið út í.
    Ákvæðin í 3. kafla III. hluta gilda eftir því sem við á.

51. gr.

    Sátt, sem gerð hefur verið fyrir dómstóli við meðferð máls og er fullnustuhæf í því ríki þar sem hún var gerð, má fullnægja í því ríki, þar sem fullnustu er krafist, með sömu skil yrðum og gilda um opinberlega staðfest skjöl.

V. HLUTI


ALMENN ÁKVÆÐI


52. gr.

    Þegar ákvarða skal hvort aðili eigi heimili í samningsríki þar sem mál hefur verið höfðað skal dómstóllinn beita þeim lögum sem við hann gilda.
    Ef aðili á ekki heimili í því ríki þar sem mál hefur verið höfðað skal dómstóllinn, þeg ar hann tekur afstöðu til þess hvort aðilinn eigi heimili í öðru samningsríki, beita lög um þess ríkis.

53. gr.

    Þegar beitt er ákvæðum samnings þessa skal telja aðsetur félags eða annarrar lögper sónu heimili þess. Þegar ákvarða skal um aðsetrið skal dómstóllinn þó beita þeim laga skilareglum sem við hann gilda.
    Þegar ákvarða skal hvort fjárvörslusjóður eigi heimili í samningsríki þar sem mál hef ur verið höfðað skal dómstóllinn beita þeim lagaskilareglum sem við hann gilda.

VI. HLUTI


BRÁÐABIRGÐAÁKVÆÐI


54. gr.

    Ákvæðum samnings þessa skal einungis beita um dómsmál sem höfðuð eru og um op inberlega staðfest skjöl sem gefin eru út eftir að samningurinn öðlast gildi í dómsrík inu, og þegar krafist er viðurkenningar eða fullnustu á dómi eða opinberlega staðfestu skjali, í því ríki sem beiðni er beint til.
    Þó skulu dómar, sem kveðnir eru upp eftir að samningur þessi öðlast gildi milli dóms ríkisins og þess ríkis sem beiðni er beint til, í málum, sem höfðuð eru fyrir þann tíma, viðurkenndir og þeim fullnægt samkvæmt ákvæðum III. hluta ef dómsvald dómstólsins byggðist á hliðstæðum reglum og eru í II. hluta samnings þessa eða í samningi sem í gildi var milli dómsríkisins og þess ríkis sem beiðni er beint til þegar málið var höfðað.
    Ef ágreiningur aðila varðar samning og þeir höfðu skriflega samið um það áður en samningur þessi öðlast gildi að írskar réttarreglur eða réttarreglur í hluta Stóra-Bretlands og Norður-Írlands skuli gilda um samninginn skulu írskir dómstólar eða dómstólar í þeim hluta Stóra-Bretlands og Norður-Írlands halda dómsvaldi í málinu.

54. gr. A.


    Í þrjú ár frá því að samningur þessi öðlast gildi gagnvart Danmörku, Grikklandi, Ír landi, Íslandi, Noregi, Finnlandi eða Svíþjóð, eftir því sem við á, skal dómsvald dóm stóla þeirra í sjóréttarmálum ekki einungis fara eftir ákvæðum II. hluta heldur einnig eft ir ákvæðum í 1.–7. tölul. hér á eftir. Þó skulu ákvæði þessi falla úr gildi gagnvart hverju þessara ríkja þegar alþjóðasamningur um kyrrsetningu hafskipa, sem undirritaður var í Brussel 10. maí 1952, öðlast gildi gagnvart því.
     1.     Mann, sem á heimili í samningsríki, má lögsækja fyrir dómstólum í einhverju hinna áðurnefndu ríkja vegna sjóréttarkröfu ef skip það, sem krafan varðar, eða eitthvert annað skip í eigu hans hefur verið kyrrsett með ákvörðun dómstóls í því ríki til tryggingar kröfunni eða kyrrsetja hefði mátt skipið ef ábyrgð eða önnur trygging hefði ekki verið sett og:
         a)    kröfuhafi á heimili í því ríki, eða
         b)    til kröfunnar stofnaðist í því ríki, eða
         c)    krafan hefur stofnast í þeirri ferð sem skip var í þegar kyrrsetning fór fram eða hefði mátt fara fram, eða
         d)    krafan stafar af árekstri eða tjóni sem skip hefur valdið öðru skipi eða mönnum eða munum um borð í öðru hvoru þeirra vegna athafnar eða vanrækslu við stjórn tök eða vegna þess að reglum var ekki fylgt, eða
         e)    krafan er vegna björgunar, eða
         f)    krafan er tryggð með veði eða öðrum tryggingarrétti í hinu kyrrsetta skipi.
     2.     Kröfuhafi getur komið fram kyrrsetningu á því skipi sem sjóréttarkrafa hans varð ar eða á einhverju öðru skipi í eigu sama aðila og átti það skip þegar til kröfunnar stofnaðist. Þó má einungis kyrrsetja sama skip og sjóréttarkrafan varðar vegna þeirra krafna sem nefndar eru í o-, p- og q-lið 5. tölul. í grein þessari.
     3.     Skip skal talið í eigu sama eiganda þegar allir eignarhlutar í því eru í eigu sama manns eða manna.
     4.     Þegar um skipsleigu (þurrleigu) er að ræða og leigutaki er einn ábyrgur fyrir sjó réttarkröfu vegna þess skips getur kröfuhafi kyrrsett skipið eða eitthvert annað skip sem leigutaki á en ekki má kyrrsetja annað skip eigandans vegna slíkrar kröfu. Sama gildir ávallt þegar annar maður en eigandi skips er ábyrgur fyrir sjóréttarkröfu vegna skipsins.
     5.     Með „sjóréttarkröfu“ er átt við kröfu sem rekja má til eins eða fleiri eftirfarandi at riða:
         a)    tjóns sem skip veldur með árekstri eða á annan hátt,
         b)    mannsláts eða líkamstjóns sem skip hefur valdið eða verður í tengslum við rekst ur skips,
         c)    björgunar,
         d)    samnings um notkun skips eða leigu samkvæmt skriflegum farmsamningi eða á annan hátt,
         e)    samnings um flutning á vörum með skipi samkvæmt skriflegum farmsamningi eða á annan hátt,
         f)    tjóns á vörum, þar á meðal farangri, sem fluttar eru með skipi,
         g)    sameiginlegs sjótjóns,
         h)    neyðarláns sem skipstjóri tekur (sjólán),
         i)    dráttar,
         j)    hafnsögu,
         k)    afhendingar á vörum eða efni til rekstrar eða viðhalds skips án tillits til þess hvar afhending fór fram,
         l)    smíði eða viðgerðar á skipi, búnaðar til skips eða gjalda og kostnaðar vegna hafn arlegu,
         m)launa skipstjóra, yfirmanna og áhafnar,
         n)    útlagðs kostnaðar skipstjóra og útlagðs kostnaðar farmsendanda, farmsamnings hafa eða umboðsmanna fyrir hönd skips eða eiganda þess,
         o)    ágreinings um eignarrétt á skipi,
         p)    ágreinings milli sameigenda skips um eignarhlut í því, umráð þess eða rekstur eða tekjur af því,
         q)    veðréttar eða annars tryggingarréttar í skipi.
     6.     Í Danmörku skal litið svo á að hugtakið „kyrrsetning“ taki einnig, að því er varðar sjóréttarkröfur samkvæmt o- og p-lið 5. tölul. í grein þessari, til „forbud“ þar sem það er eina réttarfarsúrræðið vegna slíkra krafna samkvæmt 646.–653. gr. réttarfarslaga (lov om rettens pleje).
     7.     Á Íslandi skal litið svo á að hugtakið „kyrrsetning“ taki einnig, að því er varðar sjó réttarkröfur samkvæmt o- og p-lið 5. tölul. í grein þessari, til „lögbanns“ þar sem það er eina réttarfarsúrræðið vegna slíkra krafna samkvæmt III. kafla laga um kyrrsetn ingu og lögbann.

VII. HLUTI


AFSTAÐA TIL BRUSSELSAMNINGSINS OG ANNARRA SAMNINGA


54. gr. B.


     1.     Samningur þessi hindrar ekki að aðildarríki Evrópubandalaganna beiti samningi um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum, sem undirritaður var í Brussel 27. september 1968, eða bókun um túlkun dómstóls Evrópubandalaganna á þeim samn ingi, sem undirrituð var í Lúxemborg 3. júní 1971, eins og þeim hefur verið breytt með aðildarsamningum ríkja Evrópubandalaganna að þeim samningi og bókun, en samningar þessir allir og bókunin eru hér á eftir nefnd „Brusselsamningurinn“.
     2.     Samningi þessum skal þó ávallt beita:
         a)    við úrlausn um dómsvald ef varnaraðili á heimili í samningsríki sem ekki er að ili að Evrópubandalögunum eða ef dómstólum í slíku samningsríki er veitt dóms vald með 16. eða 17. gr. samnings þessa,
         b)    um „litis pendens“ eða skyldar kröfur, sbr. 21. og 22. gr., þegar mál er höfðað í samningsríki sem ekki er aðili að Evrópubandalögunum og í samningsríki sem er aðili að Evrópubandalögunum,
         c)    við úrlausn um viðurkenningu og fullnustu þegar annaðhvort dómsríkið eða ríki það, sem beiðni er beint til, er ekki aðili að Evrópubandalögunum.
     3.     Auk þeirra ástæðna, sem tilgreindar eru í III. hluta, má synja um viðurkenningu eða fullnustu ef þær reglur, sem dómstóllinn hefur byggt dómsvald sitt á, eru aðrar en þær sem af samningi þessum leiðir og krafist er viðurkenningar eða fullnustu hjá að ila sem á heimili í samningsríki sem ekki er aðili að Evrópubandalögunum, nema dóminn megi ella viðurkenna eða honum megi fullnægja samkvæmt lögum í því ríki sem beiðni er beint til.

55. gr.

    Að öðru leyti en því, sem leiðir af 2. mgr. 54. gr. og 56. gr., kemur samningur þessi, hvað aðildarríki hans varðar, í stað eftirfarandi samninga milli tveggja þeirra eða fleiri:
—    samnings milli Sviss og Frakklands um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum sem undirritaður var í París 15. júní 1869,
—    samnings milli Sviss og Spánar um gagnkvæma fullnustu dóma í einkamálum sem undirritaður var í Madríd 19. nóvember 1896,
—    samnings milli Sviss og Þýska ríkisins um viðurkenningu og fullnustu dóma og gerð ardóma sem undirritaður var í Bern 2. nóvember 1929,
—    samnings milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um viðurkenn ingu dóma og fullnægju þeirra sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 16. mars 1932,
—    samnings milli Sviss og Ítalíu um viðurkenningu og fullnustu dóma sem undirrit aður var í Róm 3. janúar 1933,
—    samnings milli Svíþjóðar og Sviss um viðurkenningu og fullnustu dóma og gerðar dóma sem undirritaður var í Stokkhólmi 15. janúar 1936,
—    samnings milli konungsríkisins Belgíu og Austurríkis um gagnkvæma viðurkenn ingu og fullnustu dóma og opinberlega staðfestra skjala er varða framfærsluskyldu og undirritaður var í Vín 25. október 1957,
—    samnings milli Sviss og Belgíu um viðurkenningu og fullnustu dóma og gerðar dóma sem undirritaður var í Bern 29. apríl 1959,
—    samnings milli Sambandslýðveldisins Þýskalands og Austurríkis um gagnkvæma við urkenningu og fullnustu dóma, sátta og opinberlega staðfestra skjala á sviði einka mála sem undirritaður var í Vín 6. júní 1959,
—    samnings milli konungsríkisins Belgíu og Austurríkis um gagnkvæma viðurkenn ingu og fullnustu dóma, gerðardóma og opinberlega staðfestra skjala á sviði einka mála sem undirritaður var í Vín 16. júní 1959,
—    samnings milli Austurríkis og Sviss um viðurkenningu og fullnustu dóma sem und irritaður var í Bern 16. desember 1960,
—    samnings milli Noregs annars vegar og Stóra-Bretlands og Norður-Írlands hins veg ar um gagnkvæma viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum sem undirritað ur var í Lundúnum 12. júní 1961,
—    samnings milli Stóra-Bretlands og Norður-Írlands annars vegar og Austurríkis hins vegar með ákvæðum um gagnkvæma viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamál um sem undirritaður var í Vín 14. júlí 1961, ásamt breytingarbókun undirritaðri í Lundúnum 6. mars 1970,
—    samnings milli konungsríkisins Hollands og Austurríkis um gagnkvæma viðurkenn ingu og fullnustu dóma og opinberlega staðfestra skjala á sviði einkamála sem und irritaður var í Haag 6. febrúar 1963,
—    samnings milli Frakklands og Austurríkis um viðurkenningu og fullnustu dóma og opinberlega staðfestra skjala á sviði einkamála sem undirritaður var í Vín 15. júlí 1966,
—    samnings milli Lúxemborgar og Austurríkis um viðurkenningu og fullnustu dóma og opinberlega staðfestra skjala á sviði einkamála sem undirritaður var í Lúxemborg 29. júlí 1971,
—    samnings milli Ítalíu og Austurríkis um viðurkenningu og fullnustu dóma, sátta og opinberlega staðfestra skjala á sviði einkamála sem undirritaður var í Róm 16. nóv ember 1971,
—    samnings milli Noregs og Sambandslýðveldisins Þýskalands um viðurkenningu og fullnustu dóma og fullnustuskjala á sviði einkamála sem undirritaður var í Ósló 17. júní 1977,
—    samnings milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um viðurkenn ingu og fullnægju á kröfum borgararéttarlegs eðlis sem undirritaður var í Kaup mannahöfn 11. október 1977,
—    samnings milli Austurríkis og Svíþjóðar um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum sem undirritaður var í Stokkhólmi 16. september 1982,
—    samnings milli Austurríkis og Spánar um viðurkenningu og fullnustu dóma, sátta og fullnustuhæfra opinberlega staðfestra skjala á sviði einkamála sem undirritaður var í Vín 17. febrúar 1984,
—    samnings milli Noregs og Austurríkis um viðurkenningu og fullnustu dóma í einka málum sem undirritaður var í Vín 21. maí 1984 og
—    samnings milli Finnlands og Austurríkis um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum sem undirritaður var í Vín 17. nóvember 1986.

56. gr.

    Samningar þeir, sem taldir eru í 55. gr., skulu halda gildi sínu á þeim sviðum sem samningur þessi tekur ekki til.
    Þeir skulu enn fremur halda gildi sínu um dóma sem kveðnir eru upp og um opin berlega staðfest skjöl sem gefin eru út áður en samningur þessi öðlast gildi.

57. gr.

     1.     Samningur þessi hefur ekki áhrif á samninga sem samningsríkin eru eða verða að ilar að og ákvarða dómsvald eða viðurkenningu eða fullnustu dóma á tilteknum svið um.
     2.     Samningur þessi kemur ekki í veg fyrir að dómstóll í samningsríki, sem er aðili að samningi sem 1. mgr. tekur til, taki sér dómsvald samkvæmt þeim samningi enda þótt varnaraðili eigi heimili í samningsríki sem ekki er aðili að þeim samningi. Dóm stóll sá, sem mál hefur til meðferðar, skal þó ávallt beita ákvæðum 20. gr. samn ings þessa.
     3.     Dómar, sem kveðnir eru upp í samningsríki af dómstóli sem dómsvald hefur sam kvæmt samningi sem 1. mgr. tekur til, skulu viðurkenndir og þeim fullnægt í öðr um samningsríkjum í samræmi við ákvæðin í III. hluta samnings þessa.
     4.     Auk þeirra ástæðna, sem tilgreindar eru í III. hluta, má synja um viðurkenningu eða fullnustu ef ríki það, sem beiðni er beint til, er ekki aðili að samningi sem 1. mgr. tekur til og sá maður, sem viðurkenningar eða fullnustu er krafist hjá, á heimili í því ríki, nema dóminn megi ella viðurkenna eða honum megi fullnægja samkvæmt lög um í því ríki sem beiðni er beint til.
     5.     Nú eru bæði dómsríkið og ríki það, sem beiðni er beint til, aðilar að samningi sem 1. mgr. tekur til og samningurinn tilgreinir skilyrði fyrir viðurkenningu eða fulln ustu dóma og skulu þá þau skilyrði gilda. Ávallt má beita ákvæðum samnings þessa um málsmeðferð til viðurkenningar og fullnustu dóma.

58. gr.

— Engin. —



59. gr.

    Samningur þessi er því ekki til fyrirstöðu að samningsríki skuldbindi sig gagnvart þriðja ríki með samningi um viðurkenningu og fullnustu dóma til þess að viðurkenna ekki dóma, sem kveðnir eru upp í öðrum samningsríkjum, gegn varnaraðilum sem eiga heim ili eða dveljast að jafnaði í þriðja ríkinu ef svo stendur á sem í 4. gr. segir og dóminn mátti einungis byggja á varnarþingsreglu sem tilgreind er í 2. mgr. 3. gr.
    Þó má samningsríki ekki skuldbinda sig gagnvart þriðja ríki til að viðurkenna ekki dóm sem kveðinn er upp í öðru samningsríki af dómstóli sem byggir dómsvald sitt á því að varnaraðili á eignir í því ríki eða á því að sóknaraðili hefur komið fram aðför í eign sem er í því ríki:
     1.     ef málið varðar eignarrétt eða umráðarétt yfir eigninni, miðar að því að öðlast ráð stöfunarrétt yfir henni eða varðar annan ágreining um eignina, eða
     2.     ef eignin hefur verið sett til tryggingar kröfu sem málið varðar.

VIII. HLUTI


LOKAÁKVÆÐI


60. gr.

    Aðilar að samningi þessum geta orðið:
 a)     ríki sem eru aðilar að Evrópubandalögunum eða Fríverslunarsamtökum Evrópu þeg ar samningur þessi er lagður fram til undirritunar,
 b)     ríki sem gerast aðilar að Evrópubandalögunum eða Fríverslunarsamtökum Evrópu eft ir að samningur þessi er lagður fram til undirritunar og
 c)     ríki sem boðin verður aðild í samræmi við b-lið 1. mgr. 62. gr.

61. gr.

     1.     Samning þennan skal leggja fram til undirritunar af hálfu ríkja sem eru aðilar að Evr ópubandalögunum eða Fríverslunarsamtökum Evrópu.
     2.     Samningurinn er háður fullgildingu af hálfu þeirra ríkja sem undirrita hann. Full gildingarskjölin skal afhenda svissneska sambandsráðinu til vörslu.
     3.     Samningurinn öðlast gildi fyrsta dag þriðja mánaðar eftir þann dag þegar tvö ríki, og skal annað þeirra vera aðili að Evrópubandalögunum og hitt aðili að Fríverslunar samtökum Evrópu, hafa afhent fullgildingarskjöl sín.
     4.     Samningurinn öðlast gildi gagnvart hverju öðru ríki sem undirritar hann fyrsta dag þriðja mánaðar eftir að það ríki hefur afhent fullgildingarskjal sitt.

62. gr.

     1.     Þegar samningur þessi hefur öðlast gildi er aðild að honum heimil:
         a)    ríkjum sem vísað er til í b-lið 60. gr.,
         b)    öðrum ríkjum sem samkvæmt beiðni samningsríkis til vörsluaðilans hefur verið boðin aðild. Vörsluaðilinn skal því aðeins bjóða viðkomandi ríki aðild að hann, eftir að hafa kynnt efni þeirra yfirlýsinga sem ríkið hyggst gefa í samræmi við 63. gr., hefur fengið einróma samþykki þeirra ríkja, sem undirritað hafa samninginn, og samningsríkja sem vísað er til í a- og b-lið 60. gr.
     2.     Ef ríki, sem gerist aðili að samningnum, óskar að leggja fram nánari upplýsingar vegna bókunar nr. 1 skulu hafnar um það samningaviðræður. Svissneska sambands ráðið skal boða til samningaráðstefnu í því skyni.
     3.     Gagnvart ríki, sem gerist aðili, öðlast samningurinn gildi fyrsta dag þriðja mánað ar eftir þann dag er aðildarskjal þess er afhent.
     4.     En gagnvart ríki, sem gerist aðili og vísað er til í a- eða b-lið 1. mgr., öðlast samn ingurinn einungis gildi að því er varðar samskipti þess og þeirra samningsríkja sem ekki hafa andmælt aðild þess fyrir fyrsta dag þriðja mánaðar eftir að aðildarskjalið er afhent.

63. gr.

    Hvert það ríki, sem gerist aðili að samningi þessum, skal, þegar það afhendir aðild arskjal sitt, láta í té þær upplýsingar sem þörf er á vegna 3., 32., 37., 40., 41. og 55. gr. samnings þessa og veita, ef það á við, þær nánari upplýsingar sem mælt var fyrir um við samningaviðræðurnar vegna bókunar nr. 1.

64. gr.

     1.     Samningur þessi er í fyrstu gerður til fimm ára talið frá gildistökudegi samkvæmt 3. mgr. 61. gr. og á það einnig við um ríki sem síðar fullgilda hann eða gerast aðilar að honum.
     2.     Að loknu fimm ára tímabilinu framlengist samningurinn sjálfkrafa um eitt ár í senn.
     3.     Að loknu fimm ára tímabilinu getur sérhvert samningsríki, hvenær sem er, sagt samn ingnum upp með tilkynningu til svissneska sambandsráðsins.
     4.     Uppsögnin öðlast gildi við lok þess almanaksárs þegar sex mánuðir eru liðnir frá þeim degi er svissneska sambandsráðið veitti tilkynningu um uppsögn viðtöku.

65. gr.

    Eftirtaldar bókanir fylgja samningi þessum:
—    bókun nr. 1 um tiltekin atriði varðandi varnarþing, málsmeðferð og fullnustu,
—    bókun nr. 2 um samræmda túlkun samningsins,
—    bókun nr. 3 um beitingu 57. gr.
    Bókanir þessar skulu teljast óaðskiljanlegur hluti samningsins.

66. gr.

    Sérhvert samningsríki getur farið fram á endurskoðun samnings þessa. Í því skyni skal svissneska sambandsráðið boða til endurskoðunarráðstefnu áður en sex mánuðir eru liðn ir frá því farið var fram á endurskoðun.

67. gr.

    Svissneska sambandsráðið skal tilkynna þeim ríkjum, sem áttu fulltrúa á ráðstefnu stjórnarerindreka í Lúganó og þeim ríkjum sem síðar hafa gerst aðilar að samningnum, um:
 a)     afhendingu sérhvers fullgildingar- eða aðildarskjals,
 b)     gildistökudaga samnings þessa gagnvart samningsríkjunum,
 c)     sérhverja uppsögn sem móttekin er samkvæmt 64. gr.,
 d)     sérhverja yfirlýsingu sem móttekin er samkvæmt I. gr. a í bókun nr. 1,
e)     sérhverja yfirlýsingu sem móttekin er samkvæmt I. gr. b í bókun nr. 1,
 f)     sérhverja yfirlýsingu sem móttekin er samkvæmt IV. gr. í bókun nr. 1,
 g)     sérhverja tilkynningu sem gerð er samkæmt VI. gr. í bókun nr. 1.

68. gr.

    Samningur þessi, sem gerður er í einu frumriti á dönsku, ensku, finnsku, frönsku, grísku, hollensku, írsku, íslensku, ítölsku, norsku, portúgölsku, spænsku, sænsku og þýsku, þar sem allir fjórtán textarnir eru jafngildir, skal varðveittur í skjalasafni sviss neska sambandsráðsins. Svissneska sambandsráðið skal senda staðfest afrit samningsins til ríkisstjórnar sérhvers ríkis sem átti fulltrúa á ráðstefnu stjórnarerindreka í Lúganó og til ríkisstjórnar sérhvers ríkis sem aðili gerist að samningnum.


BÓKUN NR. 1


um tiltekin atriði varðandi varnarþing, málsmeðferð og fullnustu.




SAMNINGSAÐILAR HAFA KOMIÐ SÉR SAMAN UM EFTIRFARANDI ÁKVÆÐI SEM SKULU FYLGJA SAMNINGNUM:

I. gr.


    Nú er maður, sem á heimili í Lúxemborg, lögsóttur fyrir dómstóli í öðru samnings ríki samkvæmt 1. tölul. 5. gr. og getur hann þá mótmælt dómsvaldi þess dómstóls. Sæki varnaraðili ekki þing skal dómstóllinn sjálfkrafa vísa máli frá dómi.
    Samningur um varnarþing, sem um ræðir í 17. gr., gildir því aðeins gagnvart manni sem á heimili í Lúxemborg að hann hafi samþykkt það berum orðum og sérstaklega hverju sinni.

I. gr. a.


     1.     Sviss áskilur sér rétt til að lýsa því yfir þegar það afhendir fullgildingarskjal sitt að dómur, sem kveðinn er upp í öðru samningsríki, muni hvorki verða viðurkenndur né honum fullnægt í Sviss ef eftirtöldum skilyrðum er fullnægt:
         a)    dómsvald þess dómstóls, sem kvað dóminn upp, byggist einungis á 1. tölul. 5. gr. samnings þessa, og
         b)    varnaraðili átti heimili í Sviss þegar málið var höfðað; hvað grein þessa varðar telst félag eða önnur lögpersóna eiga heimili í Sviss ef hún á þar skráð aðsetur og aðalstöðvar starfseminnar eru þar í reynd, og
         c)    varnaraðili andmælir viðurkenningu eða fullnustu dómsins í Sviss enda hafi hann ekki afsalað sér rétti til að bera fyrir sig þá yfirlýsingu sem gert er ráð fyrir í þess ari málsgrein.
     2.     Fyrirvara þessum skal ekki beita að því leyti sem undanþága hefur verið veitt frá 59. gr. svissnesku sambandsstjórnarskrárinnar þegar viðurkenningar eða fullnustu er leit að. Ríkisstjórn Sviss skal tilkynna þeim ríkjum, sem undirrita samning þennan, og þeim ríkjum, sem gerast aðilar að honum, um slíkar undanþágur.
     3.     Fyrirvari þessi fellur úr gildi 31. desember 1999. Hann má afturkalla hvenær sem er.

I. gr. b.


    Sérhvert samningsríki getur lýst því yfir við undirritun eða þegar fullgildingar- eða að ildarskjal er afhent að það áskilji sér rétt, þrátt fyrir ákvæði 28. gr., til að synja um við urkenningu og fullnustu dóma sem kveðnir eru upp í öðrum samningsríkjum ef dóms vald dómstólsins í dómsríkinu samkvæmt b-lið 1. tölul. 16. gr. byggist einungis á heim ili varnaraðila í dómsríkinu og eignin er á landsvæði þess ríkis sem fyrirvarann gerði.

II. gr.


    Án þess að raskað sé gildi ákvæða í landslögum, sem betri rétt veita, geta þeir, sem eiga heimili í samningsríki og sæta málshöfðun, vegna brots sem framið var af gáleysi, fyrir sakadómi í öðru samningsríki þar sem þeir eru ekki ríkisborgarar, valið sér lög hæfan mann til að annast vörn sína, einnig þótt þeir mæti ekki sjálfir fyrir dómi.
    Dómstóll sá, sem með málið fer, getur þó ákveðið að viðkomandi skuli sjálfur koma fyrir dóm; komi hann ekki fyrir dóm þarf hvorki að viðurkenna né fullnægja í öðrum samningsríkjum dómi að því er tekur til kröfu borgararéttar eðlis ef hann átti þess ekki kost að taka til varna í málinu.

III. gr.


    Engan skatt, gjald eða þóknun, sem reiknast með hliðsjón af verðmæti þeirra hags muna sem í húfi eru, má leggja á í tengslum við meðferð fullnustubeiðni í því ríki þar sem fullnustu er krafist.

IV. gr.


    Réttarskjöl og utanréttarskjöl, sem gerð hafa verið í samningsríki og birta þarf manni í öðru samningsríki, skal framsenda með þeim hætti sem samningar eða samkomulag milli samningsríkjanna kveða á um.
    Ef ríki það, þar sem birting skal fram fara, mótmælir því ekki með yfirlýsingu við svissneska sambandsráðið má einnig senda slík skjöl frá viðkomandi opinberum starfs mönnum í því ríki, þar sem skjal er samið, beint til viðkomandi opinberra starfsmanna í því ríki þar sem viðtakanda er að finna. Skal starfsmaðurinn í dómsríkinu þá senda sam rit skjalsins til þess starfsmanns í því ríki, sem beiðni er send til, sem bær er til að af henda það viðtakanda. Skjalið skal afhent með þeim hætti sem lög þess ríkis, sem beiðni er send til, mæla fyrir um. Afhendingin skal staðfest með vottorði sem senda skal beint til starfsmannsins í dómsríkinu.

V. gr.


    Reglu 2. tölul. 6. gr. og 10. gr. um varnarþing í sakaukamálum eða í öðrum málum gegn þriðja manni má ekki beita í Sambandslýðveldinu Þýskalandi, á Spáni, í Austur ríki eða í Sviss. Mann, sem á heimili í öðru samningsríki, má lögsækja fyrir dómstól um:
—    í Sambandslýðveldinu Þýskalandi samkvæmt 68., 72., 73. og 74. gr. laga um rétt arfar í einkamálum (Zivilprozessordnung) varðandi tilkynningar um málshöfðun til þriðja manns,
—    á Spáni samkvæmt 1482. gr. borgaralögbókar (Code civile),
—    í Austurríki samkvæmt 21. gr. laga um réttarfar í einkamálum (Zivilprozessordn ung) varðandi tilkynningar um málshöfðun til þriðja manns,
—    í Sviss samkvæmt þeim ákvæðum sem eiga við um tilkynningar um málshöfðun til þriðja manns í kantónulögum um réttarfar í einkamálum.
    Dómar, sem kveðnir eru upp í öðrum samningsríkjum í samræmi við 2. tölul. 6. gr. eða 10. gr., skulu viðurkenndir og þeim fullnægt í Sambandslýðveldinu Þýskalandi, á Spáni, í Austurríki og í Sviss samkvæmt III. hluta. Þau réttaráhrif, sem dómar, sem kveðnir eru upp í ríkjum þessum, geta haft gagnvart þriðja manni með því að beita ákvæðum l. mgr., skal einnig viðurkenna í öðrum samningsríkjum.

V. gr. a.


    Í málum, sem varða framfærsluskyldu, tekur hugtakið „dómstóll“ einnig til danskra, íslenskra og norskra stjórnvalda.
    Í einkamálum tekur hugtakið „dómstóll“ einnig til hins finnska „ulosotonhaltija/över exekutor“.

V. gr. b.


    Í málum milli skipstjóra og einhvers í áhöfn hafskips, sem skráð er í Danmörku, í Grikklandi, á Írlandi, á Íslandi, í Noregi, í Portúgal eða í Svíþjóð, um kaup eða önnur starfskjör skal dómstóll í samningsríki athuga hvort sendierindreka þeim eða ræðiser indreka, sem ber ábyrgð á skipinu, hafi verið tilkynnt um ágreininginn. Skal dómstóll inn fresta málinu á meðan honum hefur ekki verið tilkynnt um það. Hann skal sjálfkrafa vísa málinu frá dómi ef erindrekinn, þegar honum hefur verið tilkynnt um málið, hefur nýtt þær heimildir sem honum eru veittar í samningi um ræðissamband eða, sé slíkum samningi ekki til að dreifa, mótmælt dómsvaldinu innan þess frests sem til þess hefur ver ið veittur.

V. gr. c.


— Engin. —



V. gr. d.


    Að öðru leyti en því, sem greinir um lögsögu Evrópsku einkaleyfisskrifstofunnar sam kvæmt samningi um veitingu evrópskra einkaleyfa sem undirritaður var í München 5. október 1973, skulu dómstólar hvers samningsríkis einir hafa dómsvald, án tillits til heim ilis, í málum um skráningu eða gildi evrópsks einkaleyfis sem veitt er fyrir það ríki og einkaleyfið er ekki bandalagseinkaleyfi samkvæmt 86. gr. í samningi um evrópsk einka leyfi fyrir hinn sameiginlega markað sem undirritaður var í Lúxemborg 15. desember 1975.

VI. gr.


    Samningsríkin skulu tilkynna svissneska sambandsráðinu um texta sérhvers ákvæð is í löggjöf þeirra sem annaðhvort breytir þeim ákvæðum í lögum þeirra, sem nefnd eru í samningnum, eða skrá þeirri um dómstóla sem kemur fram í 2. kafla III. hluta.


BÓKUN NR. 2


um samræmda túlkun samningsins.



INNGANGUR



SAMNINGSAÐILAR

SEM VÍSA til 65. gr. samnings þessa,

SEM HAFA Í HUGA hin nánu tengsl milli samnings þessa og Brusselsamningsins,

SEM HAFA Í HUGA að dómstóll Evrópubandalaganna hefur samkvæmt bókun frá 3. júní 1971 vald til þess að skera úr um túlkun á ákvæðum Brusselsamningsins,

SEM ER KUNNUGT um úrlausnir dómstóls Evrópubandalaganna um túlkun á Brussel samningnum fram að undirritun samnings þessa,

SEM HAFA Í HUGA að samningaviðræður þær, sem voru undanfari þess að samning urinn var gerður, voru byggðar á Brusselsamningnum í ljósi þeirra úrlausna,

SEM VILJA, með fullri virðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna, koma í veg fyrir mismun andi túlkun og ná eins samræmdri túlkun og unnt er á ákvæðum samningsins, og á ákvæðum þessa samnings og þeim ákvæðum Brusselsamningsins sem í öllum meginat riðum eru tekin upp í þennan samning,

HAFA ORÐIÐ ÁSÁTTIR UM EFTIRFARANDI:

1. gr.

    Dómstólar hvers samningsríkis skulu, þegar þeir beita og túlka ákvæði samningsins, taka réttmætt tillit til þeirra meginsjónarmiða sem fram koma í úrlausnum dómstóla ann arra samningsríkja sem máli skipta og varða ákvæði þessa samnings.

2. gr.

     1.     Samningsaðilar eru ásáttir um að koma á kerfi til að skiptast á upplýsingum um dóma sem kveðnir eru upp samkvæmt samningi þessum, svo og um dóma sem máli skipta og kveðnir eru upp samkvæmt Brusselsamningnum. Í kerfi þessu skal felast:
         —     að þar til bær stjórnvöld sendi til sérstakrar miðstöðvar dóma sem kveðnir hafa verið upp á æðsta dómstigi og af dómstóli Evrópubandalaganna, svo og endan lega dóma sem sérstaka þýðingu hafa og kveðnir hafa verið upp samkvæmt samn ingi þessum eða Brusselsamningnum,
         —     að miðstöðin flokki dóma þessa og semji og birti, eins og þörf krefur, þýðing ar og úrdrætti,
         —     að miðstöðin framsendi þau skjöl, sem máli skipta, til lögbærra stjórnvalda í öll um ríkjum sem undirritað hafa samninginn eða gerst aðilar að honum, svo og framkvæmdanefnd Evrópubandalaganna.
     2.     Miðstöðin er hjá ritara dómstóls Evrópubandalaganna.

3. gr.

     1.     Stofna skal fastanefnd vegna bókunar þessarar.
     2.     Í nefndinni skulu eiga sæti fulltrúar tilnefndir af hverju ríki sem undirritað hefur samning þennan eða gerst aðili að honum.
     3.     Evrópubandalögin (framkvæmdanefnd, dómstóll og aðalskrifstofa ráðsins) og Frí verslunarsamtök Evrópu mega sækja fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúar.

4. gr.

     1.     Að ósk samningsaðila skal vörsluaðili samningsins boða til funda í nefndinni til að skiptast á skoðunum um hvernig samningurinn reynist, og einkum um
        —     þróun fordæmisreglna samkvæmt þeim dómum sem sendir eru samkvæmt 1. und irlið 1. mgr. 2. gr.,
        —     beitingu 57. gr. samningsins.
     2.     Í ljósi þessara skoðanaskipta getur nefndin einnig kannað hvort ástæða sé til að end urskoða einstök atriði samningsins og gert tillögur.


BÓKUN NR. 3


um beitingu 57. gr.



SAMNINGSAÐILAR HAFA ORÐIÐ ÁSÁTTIR UM EFTIRFARANDI:

     1.     Ákvæði sem mæla fyrir um dómsvald eða viðurkenningu eða fullnustu dóma, að því er varðar tiltekin málefni, og felast eða munu felast í ákvörðunum stofnana Evrópu bandalaganna, skal, hvað samninginn varðar, fara með á sama hátt og samninga þá sem vísað er til í 1. mgr. 57. gr.
     2.     Nú telur samningsríki að ákvæði, sem felst í ákvörðun stofnana Evrópubandalag anna, samrýmist ekki samningnum og skulu samningsríkin þá þegar íhuga að breyta samningnum samkvæmt 66. gr., án þess þó að raskað sé gildi þeirrar málsmeðferð ar sem kveðið er á um í bókun nr. 2.


YFIRLÝSING


frá fulltrúum ríkisstjórna þeirra ríkja, sem hafa undirritað


Lúganósamninginn og eru aðilar að Evrópubandalögunum,


um bókun nr. 3 um beitingu 57. gr. samningsins.



Við undirritun samnings um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum í Lúganó 16. september 1988

LÝSA FULLTRÚAR RÍKISSTJÓRNA AÐILDARRÍKJA EVRÓPUBANDALAGANNA

SEM HAFA Í HUGA þær skuldbindingar sem teknar hafa verið gagnvart aðildarríkjum Fríverslunarsamtaka Evrópu,

SEM ER UMHUGAÐ um að skaða ekki þá réttareiningu sem stofnað er til með samn ingnum,

ÞVÍ YFIR að þau muni gera allar ráðstafanir, sem í þeirra valdi standa, til að tryggja að virtar verði þær reglur um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma sem sett ar eru með samningnum þegar undirbúnar verða þær ákvarðanir sem fjallað er um í 1. mgr. bókunar nr. 3 um beitingu 57. gr.


YFIRLÝSING


frá fulltrúum ríkisstjórna þeirra ríkja sem hafa undirritað


Lúganósamninginn og eru aðilar að Evrópubandalögunum.



Við undirritun samnings um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum í Lúganó 16. september 1988

LÝSA FULLTRÚAR RÍKISSTJÓRNA AÐILDARRÍKJA EVRÓPUBANDALAGANNA

ÞVÍ YFIR að þau telja rétt að dómstóll Evrópubandalaganna taki við túlkun Bruss elsamningsins réttmætt tillit til fordæma sem úrlausnir samkvæmt Lúganósamningnum veita.


YFIRLÝSING


frá fulltrúum ríkisstjórna þeirra ríkja sem hafa


undirritað Lúganósamninginn og eru aðilar


að Fríverslunarsamtökum Evrópu.



Við undirritun samnings um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum í Lúganó 16. september 1988

LÝSA FULLTRÚAR RÍKISSTJÓRNA AÐILDARRÍKJA FRÍVERSLUNARSAMTAKA EVRÓPU

ÞVÍ YFIR að þau telja rétt að dómstólar þeirra taki við túlkun samningsins réttmætt til lit til fordæma sem úrlausnir dómstóls Evrópubandalaganna og dómstóla í aðildarríkj um Evrópubandalaganna veita hvað varðar ákvæði Brusselsamningsins sem í öllum meg inatriðum eru tekin upp í Lúganósamninginn.


Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


1.    Aðalefni frumvarpsins.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að heimild verði veitt til að fullgilda af Íslands hálfu samning milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og aðildarríkja Evrópu sambandsins (ESB) um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum sem gerður var í Lúganó í Sviss 16. september 1988 og gengur undir nafninu Lúganósamningurinn.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að ákvæðum samningsins verði hrundið í fram kvæmd hér á landi með því að veita efni hans lagagildi með sérstökum lögum sem kveði svo á að samningurinn skuli hafa gildi sem lög.
    Auk þess er að finna í frumvarpinu nokkur önnur ákvæði sem lúta að framkvæmd Lúganósamningsins í sérstökum tilvikum. Þau ákvæði verða skýrð í athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins.

2.    Aðdragandi Brusselsamnings og Lúganósamnings.
    Árið 1968 gerðu stofnríki Evrópubandalagsins (EB), þ.e. Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland, með sér samning um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum.
    Við samning þennan var bætt bókun árið 1971 sem fól í sér að dómstóll EB fékk vald til að túlka samninginn með bindandi hætti. Samningnum var breytt nokkuð árið 1978 er Danmörk, Írland og Stóra-Bretland og Norður-Írland gengu í EB, aftur árið 1982 er Grikkland varð aðili að EB og enn 1989 við aðild Spánar og Portúgals. Samningurinn frá 1968 ásamt síðari breytingum og bókun gengur almennt undir heitinu Brusselsamning urinn.
    Brusselsamningurinn, sem aðildarríki Evrópubandalagsins ein geta orðið aðilar að, grundvallast á 220. gr. Rómarsáttmálans. Með því ákvæði er aðildarríkjum EB gert að samræma löggjöf sína með þjóðréttarsamningum um ýmis tiltekin efni. Tekur það m.a. til þess að einfalda reglur sem gilda um gagnkvæma viðurkenningu og fullnustu dóma og gerðardóma. Það er því ljóst að Brusselsamningurinn er gerður til að fullnægja skyld um samkvæmt þessu tiltekna ákvæði Rómarsáttmálans. Er það því aðeins rökrétt afleið ing þessa að ríki, sem standa utan EB, eiga þess ekki kost að gerast aðilar að honum.
    Af hálfu aðildarríkja EB og EFTA, svo og af hálfu EB sem stofnunar, kom snemma fram áhugi á því að gera sérstakan fjölþjóðasamning sem hefði að geyma samsvarandi reglur og Brusselsamningurinn með því meginmarkmiði að samræmdar reglur giltu um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum í öllum ríkjum EB og EFTA.
    Vaxandi áhuga almennt á auknu samstarfi EB og EFTA má annars rekja til sameig inlegs ráðherrafundar ríkjanna í Lúxemborg í apríl 1984 en þar var gefin út sameigin leg yfirlýsing sem fól í sér ákveðna hvatningu til aukins samstarfs ríkjanna. Þetta sam starf leiddi m.a. til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tók gildi 1. jan úar 1994.
    Samstarf aðildarríkja EB og EFTA um fjölþjóðasamning, sem hefði að geyma sam svarandi reglur og Brusselsamningurinn, hófst 1985 með stofnun sameiginlegs verkefn ishóps. Niðurstaða þess starfs leiddi til Lúganósamningsins sem samþykktur var í Lúganó 16. september 1988 af fulltrúum 12 EB-ríkja og sex EFTA-ríkja. Samningurinn er gerð ur á fjórtán jafngildum tungumálum, þar á meðal öllum norrænu tungumálunum. Hefur hann í meginatriðum að geyma sama efni og Brusselsamningurinn. Lúganósamningur inn öðlaðist gildi 1. janúar 1992 þegar hann hafði verið staðfestur í samræmi við 61. gr. 1. júní 1994 höfðu tíu ríki fullgilt samninginn, þar af sex EB-ríki (Frakkland, Holland, Írland, Lúxemborg, Portúgal og Stóra-Bretland) og fjögur EFTA-ríki (Finnland, Noreg ur, Sviss og Svíþjóð).
    Skýringar við Brusselsamninginn er m.a. að finna í ítarlegum skýrslum sem birtar hafa verið í EB-tíðindum (Official Journal (OJ)). Fyrsta skýrslan er frá 1968 eftir Jenard (OJ nr. C 59 frá 5. mars 1979, bls. 1 og 66), þá er skýrsla frá 1979 eftir Schlosser (OJ nr. C 59 frá 5. mars 1979, bls. 71), frá 1986 eftir Evrigenis og Kerameus (OJ nr. C 298 frá 24. nóvember 1986, bls. 1) og loks skýrsla frá 1990 eftir þá Almeida Cruz, Desantes Real og Jenard (OJ nr. C 189 frá 28. júlí 1990, bls. 35).
    Skýringar við Lúganósamninginn má finna í skýrslu þeirra Jenard og Möller sem birt er í OJ nr. C 189 frá 28. júlí 1990, bls. 57, svo og í ritum Lennart Pålsson: Luganokon ventionen, Norstedts juridik, Stokkhólmi 1992, og Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, kommentarutgave, Juridisk Forlag, Oslo 1993, og enn fremur í bæklingi um „samhliða samninginn“ sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið gaf út 1988 og í grein eftir Stefán M. Stefánsson prófessor í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 1993, bls. 33–43, um samræmda túlkun Lúganósamningsins.
    Í Lúganósamningnum er jafnan vísað til Evrópubandalaganna (í fleirtölu), þ.e. Efna hagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og Kjarnorkubandalags Evrópu, enda þótt þá þegar hafi verið farið að nota heitið Evrópubandalagið. Í kjölfar Maastricht-samninga EB-ríkjanna hefur samheitið Evrópusambandið (ESB) verið tekið upp og notað og er það heiti að jafnaði notað í greinargerð þessari. Þess ber að geta að heiti dómstóls Evrópubandalagsins hefur ekki breyst.

3.    Aðalatriði Brusselsamningsins og Lúganósamningsins.
    Eins og áður greinir eru ákvæði Brusselsamningsins og Lúganósamningsins mjög lík enda var gagngert unnið að samræmingu á efni þeirra. Þetta á þó ekki við um öll atriði, svo sem síðar verður vikið að.
    Samræmi hefur þó náðst um aðalatriði en þau eru einkum þessi:
     a.     Samningarnir ná aðeins til einkamála (1. gr.). Þeir gilda því ekki um opinber mál og ekki um mál út af persónu-, sifja- og erfðarétti, mál út af almannatryggingum og fleiri önnur. Skatta-, tolla- og stjórnsýslumál eru og undanskilin sérstaklega, sbr. 1. gr.
     b.     Samningarnir teljast tvöfaldir samningar að því leyti að í þeim eru ekki aðeins ákvæði um viðurkenningu og aðfararhæfi dómsúrlausna heldur eru einnig settar fram alþjóðlegar varnarþingsreglur. Skuldbinda samningsríkin sig til að hafa ekki aðrar al þjóðlegar varnarþingsreglur í lögum sínum en þær sem samningarnir ákveða eða heimila sérstaklega. Þjóðréttarsamningar, sem aðeins fjalla um viðurkenningu og að fararhæfi dómsúrlausna, án þess að fjalla um varnarþingsreglur, eru þar á móti stund um nefndir einfaldir samningar.
                  Þegar um tvöfalda samninga er að ræða gilda að jafnaði sömu varnarþingsregl ur í öllum samningsríkjunum að því er tekur til þeirra deilumála sem geta á ein hvern hátt snert hagsmuni annars samningsríkis eða ríkisborgara þess. Þessu fylgir sá kostur að í samningum er strax tekin afstaða til þess hvaða mál það eru sem rétt læta að varnaraðili verði að þola dóm í útlöndum. Það verður því að jafnaði að sýna fram á sérstök tengsl varnaraðila við tiltekið ríki eða sakarefni sem réttlæti þetta. Þessi ákvörðun hefur verið tekin í báðum samningunum að því er varðar þá mála flokka sem þeir taka til. Dæmi: Ef maður er t.d. búsettur á Íslandi og tekur sér sum arhús á leigu í Þýskalandi en greiðir ekki leiguna eru tengsl hans við þýska hags muni orðin slík (samkvæmt ákvæðum Lúganósamningsins) að réttlætanlegt er að Ís lendingurinn þurfi að þola málsókn í Þýskalandi og eftir atvikum dóm.
                  Þegar samningi um samræmdar varnarþingsreglur hefur verið náð er eftirleikur inn auðveldari, þ.e. að setja reglur um það hvenær verði eða beri að viðurkenna og fullnægja dómum. Ljóst er að þjóðréttarsamningar um viðurkenningu og fullnustu dóma hljóta að byggjast á hugmyndum um gagnkvæma viðurkenningu á réttarkerf um í samningsríkjunum og þeim dómum sem þar eru kveðnir upp. Verður nánar að þessu vikið í h-lið hér á eftir. Af því leiðir að erlendir dómar verða viðurkenndir og sæta almennt ekki endurskoðun í því ríki þar sem fullnusta á að fara fram eða þar sem reynir á viðurkenningu. Það liggur í augum uppi að þeim varnarástæðum ætti almennt að fækka sem varnaraðili getur haft uppi gegn dómi á viðurkenningar- eða fullnægjustigi þar sem hann á að geta komið þeim varnarástæðum sem varða al þjóðlegt varnarþing að fyrir dómstólum í því ríki þar sem dómur er kveðinn upp. Að vísu er þá eftir að tryggja að samningsríkin (og þó einkum dómstólar þeirra) beiti í raun umræddum varnarþingsreglum á sama hátt. Að því leyti er kerfið öðru vísi í að ildarríkjum ESB en í aðildarríkjum EFTA því að innan ESB starfar sérstakur dóm stóll, dómstóll Evrópubandalagsins, sem hefur m.a. það hlutverk að samræma rétt arframkvæmdina að þessu leyti. Þegar um svonefnda einfalda samninga er að ræða getur hins vegar orðið nauðsynlegt að vernda hagsmuni varnaraðila sérstaklega þeg ar óskað er eftir aðför í heimalandi hans, a.m.k. ef reglurnar um alþjóðlegt varnar þing eru mjög ólíkar í viðkomandi samningsríkjum. Í heild má því e.t.v. segja að tvö faldir samningar stuðli frekar að samræmdri löggjöf í viðkomandi ríkjum og skapi meira réttaröryggi og skilvirkni en einföldu samningarnir.
     c.     Samningarnir eru byggðir á meginreglu um „frjálsa hreyfingu“ dóma. Hin samræmdu ákvæði um alþjóðlegt varnarþing leiða til þess að unnt er að hafa þau ákvæði í lág marki sem á einhvern hátt takmarka viðurkenningu eða fullnustuhæfi dóma sem kveðnir eru upp í einu samningsríki og viðurkenna þarf eða fullnægja í öðru samn ingsríki. Þessi hefur orðið reyndin með Brusselsamningnum og vafalaust verður það sama uppi á teningnum að því er varðar Lúganósamninginn. Í sem stystu máli má segja að litlir möguleikar séu á því að koma í veg fyrir viðurkenningu á eða fulln ustu eftir dómi sem kveðinn er upp í einu samningsríki, þótt varnir komi fram gegn gildi hans í öðru samningsríki, t.d. við aðför.
     d.     Aðalreglan er sú að menn skal lögsækja fyrir dómstólum þess samningsríkis þar sem þeir eiga heimili, þ.e. á heimilisvarnarþingi (2. gr.). Má nefna þessa reglu hina al mennu varnarþingsreglu. Af þessari aðalreglu leiðir m.a. að búseta sóknaraðila ræð ur ekki úrslitum um varnarþing og heldur ekki ríkisfang varnaraðila eða dvalarstað ur hans. Eigi varnaraðili heimili í þriðja ríki, þ.e. ríki sem ekki er aðili að samning unum, gilda þeir ekki heldur. Þá gilda aðeins venjulegar réttarfarsreglur viðkom andi ríkis, þar á meðal reglur um alþjóðlegt varnarþing.
     e.     Svonefndar sérstakar varnarþingsreglur gilda í vissum tilvikum og geta leitt til þess að lögsækja megi varnaraðila í öðru ríki en því sem hann á heimili í (2. kafli). Þess ar varnarþingsreglur eru grundvallaðar á því að sýna megi fram á sérstakt samband milli sakarefnis og þess ríkis þar sem dómur er kveðinn upp sem réttlætir frávik frá aðalreglunni. Þann sem veldur skaðaverki má t.d. lögsækja fyrir dómstóli þess stað ar þar sem tjónsatburður varð, jafnvel þó að hann eigi heimili í öðru ríki. Sóknar aðili getur að jafnaði valið hvort hann lögsækir varnaraðila á sérstöku varnarþingi eða heimilisvarnarþingi.
                  Sérreglur eru um varnarþing í vátryggingarmálum (3. kafli) og neytendamálum (4. kafli) sem hafa einkum það hlutverk að tryggja hagsmuni vátryggingartaka og neyt enda. Þá eru ákvæði um svonefnd skylduvarnarþing (5. kafli). Sérkenni þeirra er það að mál verður einungis höfðað á þeim stað sem mælt er fyrir um í samningunum og hvergi annars staðar. Mál, sem varðar réttindi yfir fasteign, má t.d. aðeins dæma þar sem fasteignin er.
                  Loks leyfa samningarnir yfirleitt að gerðir séu samningar um varnarþing (17. gr.) og svipað gildir um það tilvik þegar mætt er á dómþingi og ekki eru gerðar athuga semdir um varnarþing (eins konar þegjandi samkomulag um varnarþing) (18. gr.).
     f.     Ef krafa á milli sömu aðila er til meðferðar fyrir dómstólum tveggja eða fleiri samn ingsríkja sem byggð er á sömu málsástæðum (21. gr.) eða ef skyldar kröfur eru til meðferðar í dómstólum tveggja eða fleiri samningsríkja samtímis (22. gr.) gilda sér stakar reglur sem eiga að koma í veg fyrir að tveir eða fleiri dómar gangi um efn ið sem ekki fá samrýmst.
     g.     Samningarnir hafa að geyma sérstakar reglur sem miða að því að vernda hagsmuni varnaraðila sem ekki hefur mætt í máli (útivist) (20. gr.). Dómstóll í því ríki, sem hefur mál til meðferðar, verður þá í fyrsta lagi að rannsaka af sjálfsdáðum hvort hann hefur dómsvald í málinu og í öðru lagi verður dómstóllinn að fullvissa sig um að varnaraðili hafi fengið stefnu svo tímanlega að hann hefði getað undirbúið vörn sína. Útivistardómum má heldur ekki fullnægja í því ríki þar sem aðför á að fara fram nema varnaraðila hafi verið gefinn fullnægjandi kostur á að undirbúa vörn sína. Því má segja að þarna sé um tvöfaldan öryggisventil að ræða fyrir útivistaraðila.
     h.     Samningarnir byggja á meginreglu um að dóma eins samningsríkis skuli viðurkenna í öðrum samningsríkjum (26. gr.). Í samningunum eru taldar upp tæmandi þær ástæð ur sem geta leitt til þess að dóm skuli ekki viðurkenna og er þeim varnarástæðum þröngur stakkur skorinn (27. og 28. gr.). Dómar hljóta að jafnaði sjálfkrafa viður kenningu (26. gr.). Þetta þýðir að ekki þarf að óska eftir viðurkenningu þeirra sér staklega, hvorki með formlegum hætti né óformlegum. Erlendur dómur, sem þannig hlýtur viðurkenningu, hefur því sömu réttarverkun og innlendur dómur. Af því leið ir m.a. að sambærilegri reglu og fram kemur í 2. mgr. 116. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, verður beitt um slíkan dóm þannig að hann verður ekki end urskoðaður af öðrum dómstólum (29. gr.). Í Lúganósamningnum er þó m.a. gerð sú undantekning að synja á um viðurkenningu ef dómur fer gegn varnarþingsákvæð um sem gilda í vátryggingarmálum og neytendamálum eða ákvæðum um skyldu varnarþing.
     i.     Sé þess óskað að dómsúrlausn verði gerð fullnustuhæf í öðru ríki þarf sérstaka um sókn um það sem verður að fullnægja tilteknum skilyrðum (46. og 47. gr.). Hins veg ar eru þær varnir mjög takmarkaðar sem unnt er að hafa uppi gegn slíkri beiðni. Um það gilda sömu meginreglur og gerð var grein fyrir í h-lið.
     j.     Samningarnir koma í staðinn fyrir almenna þjóðréttarsamninga um sama efni sem að ildarríkin hafa undirgengist (55. gr.). Þeir samningar halda þó gildi sínu á þeim svið um sem Brusselsamningurinn og Lúganósamningurinn ná ekki til (56. gr.). Hins veg ar víkja samningarnir fyrir samningum um tiltekin svið sem samningsríkin hafa gert eða kunna að gera í framtíðinni (57. gr.). Ástæðan fyrir þessu er m.a. sú að talið er að slíkir samningar séu oft byggðir á sérsjónarmiðum sem réttlæti frávik frá um ræddum samningum. Að auki eru önnur ríki oft aðilar að slíkum samningum. Lúganósamningurinn kemur því ekki í veg fyrir að dómstóll í samningsríki taki sér dómsvald samkvæmt sérsamningi, jafnvel þótt varnaraðili eigi heimili í samnings ríki sem ekki er aðili að þeim sérsamningi. Hins vegar ber þess að gæta að synja má um viðurkenningu eða fullnustu dóms ef varnaraðili á heimili í samningsríki sem við urkenningu eða fullnustu er beint að ef ríkið var ekki aðili að sérsamningi.
     k.     Í samningunum er leitast við að samræma túlkun beggja samninganna í samnings ríkjunum. Aðildarríkjum ESB standa betri möguleikar til boða að þessu leyti því að dómstóll Evrópubandalagsins getur við viss skilyrði túlkað Brusselsamninginn þannig að bindandi sé fyrir dómstóla aðildarríkjanna og stjórnvöld þar. Með sérstakri bók un sem fylgir Lúganósamningnum (bókun nr. 2) kemur fram að dómstólar samn ingsríkjanna skuli taka „réttmætt tillit til“ dómsúrlausna hvers annars að því er varð ar túlkun Lúganósamningsins. Þá er í bókuninni gert ráð fyrir að sett verði á lagg irnar sérstakt kerfi sem á að tryggja að samningsríkin geti skipst á upplýsingum um dóma sem kveðnir eru upp samkvæmt samningunum. Enn fremur skal komið á fót fastanefnd þar sem eiga sæti fulltrúar allra samningsríkjanna og skulu þeir skiptast á skoðunum um það hvernig Lúganósamningurinn reynist í framkvæmd. Loks er þess að geta að í sérstökum yfirlýsingum sem fylgja samningnum lýsa ríkisstjórnir samn ingsríkjanna því yfir að þau telja rétt að tekið verði réttmætt tillit til allra dómafor dæma sem skapast við dómsúrlausnir á grundvelli Brusselsamningsins eða Lúganósamningsins.

4.    Tengsl Brusselsamnings og Lúganósamnings.
    Aðeins aðildarríki ESB eru eða geta orðið aðilar að Brusselsamningnum. Aðilar að Lúganósamningnum geta til að byrja með orðið aðildarríki ESB og EFTA (60. gr.). Fyr ir þau aðildarríki ESB sem verða aðilar að báðum samningunum þýðir þetta að ýmist verður að beita Brusselsamningi eða Lúganósamningi eftir því hver atvik eru. Nánar mæl ir 54. gr. B í Lúganósamningnum fyrir um hvernig þessum tengslum skuli háttað. Þar seg ir að Lúganósamningurinn standi því ekki í vegi að aðildarríki ESB beiti Brusselsamn ingnum. Þetta þýðir m.a. að beita á Brusselsamningi ef varnaraðili á heimili í ESB-ríki og hann er lögsóttur fyrir dómstólum annars ESB-ríkis. Sama gildir um öll álitamál varð andi viðurkenningu og fullnustuhæfi dóma sem kveðnir eru upp í einu ESB-ríki en við urkenna skal eða fullnægja í öðru ESB-ríki. Enn fremur á að beita Brusselsamningi þeg ar varnaraðili á heimili í þriðja ríki (þ.e. ríki sem stendur utan beggja bandalaganna) ef eins stendur á að öðru leyti. Að auki hefur dómstóll Evrópubandalagsins vald til að túlka Brusselsamninginn í öllum þessum tilvikum þegar mál eru löglega til hans lögð.
    Lúganósamningnum verður hins vegar beitt um öll álitaefni varðandi dómsvald þeg ar varnaraðili á heimili í samningsríki sem ekki er aðili að ESB eða ef dómstólar í slíku samningsríki eiga dómsvald á grundvelli skylduvarnarþings (16. gr.) eða samningsvarn arþings (17. og 18. gr.). Dæmi: Vilji sækjandi t.d. lögsækja í Þýskalandi mann sem bú settur er á Íslandi ber að beita Lúganósamningi en ekki Brusselsamningi þegar úr því er skorið hvort þýskir dómstólar hafi dómsvald í málinu. Ástæðan er sú að Ísland er ekki aðili að ESB og hlítir því ekki Brusselsamningi. Með svipuðum hætti skal beita Lúganósamningi við úrlausn um viðurkenningu og fullnustu dóma þegar annaðhvort dómsríkið eða ríki það, sem fullnustubeiðni er beint til, er ekki aðili að ESB. Sé enn mið að við það dæmi sem fyrr er lýst bæri að beita Lúganósamningi en ekki Brusselsamn ingi um öll álitaefni um viðurkenningu eða fullnustu dóms ef beiðni um viðurkenningu eða fullnustu dómsins væri beint að dómstólum á Íslandi. Ástæðan er sú sama, þ.e. Ís land er ekki aðili að ESB. Loks gildir Lúganósamningurinn en ekki Brusselsamningur inn þó að dæminu sé snúið við og gert ráð fyrir að dómur sé kveðinn upp á Íslandi og að honum eigi að fullnægja í Þýskalandi. Ástæðan er sú að dómsríkið, þ.e. Ísland, er ekki aðili að ESB.

5.    Tengsl við EES-samning.
    Lúganósamningurinn varð til áður en samningaumleitanir um sérstakt Evrópskt efna hagssvæði (EES) hófust og er hann í sjálfu sér óháður þeirri samningsgerð. Telja verð ur þó víst að íslenskir viðskiptahagsmunir erlendis gætu farið forgörðum ef erlendir dóm ar frá EFTA-ríkjum og ESB-ríkjum fá ekki sömu meðferð hér á landi eins og í viðskipt um einstaklinga og lögpersóna í þessum ríkjum. Þar fyrir utan verndar Lúganósamning urinn íslenska viðskiptaaðila gegn notkun varnarþingsákvæða sem styðjast við ákvæði innlendra laga um alþjóðleg varnarþing, sbr. 2. mgr. 3. gr. Það er ekki forsenda fyrir að ild að EES að ríki fullgildi jafnframt Lúganósamninginn. Hins vegar eru viss tengsl á milli þessara tveggja samninga. Þannig má svo dæmi sé tekið nefna viðauka III við EES-samninginn um skaðsemisábyrgð. Þar er gert ráð fyrir að einstaklingur sé ábyrgur sem framleiðandi þegar hann flytur vörur inn á Evrópska efnahagssvæðið til sölu, leigu eða annarrar dreifingar. Þetta gildir án tillits til þess hvort hann var framleiðandi í raun og veru. Eftir fullgildingu Lúganósamningsins fellur þessi ábyrgð niður að mestu vegna þess að samkvæmt ákvæðum hans verður dómur í innflutningsríkinu á hendur framleið anda vörunnar fullnustuhæfur á hendur honum þótt hann kunni að eiga heimili í öðru að ildarríki.

6.    Íslenskur réttur varðandi gildi erlendra dómsúrlausna og alþjóðlegt varnarþing.
    Hér verður gerð grein fyrir gildandi íslenskum rétti að því er varðar þrjú meginatriði sem Lúganósamningurinn tekur til, þ.e. aðfararhæfi dómsúrlausna annarra ríkja, viður kenningu dómsúrlausna annarra ríkja og lagaákvæði um alþjóðlegt varnarþing. Laga ákvæði um þessi efni eru fábrotin hér á landi og veita ekki glögga vísbendingu um gildi erlendra dóma. Í fræðiritum hefur verið talið að erlendir dómar hafi ekki réttaráhrif hér lendis eða mjög takmörkuð réttaráhrif og ætla má að svipað gildi um íslenskar dómsúr lausnir erlendis. Ósamræmi ríkir í löggjöf þjóða um alþjóðlegt varnarþing. Finnist ekki þjóðréttarsamningur um það efni er viðbúið að hvert ríki fari sína leið í lagasetningu um það atriði.

6.1.    Aðfararhæfi.
    Í 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför, nr. 90/1989, segir að aðför megi gera eftir dómum og úrskurðum uppkveðnum af íslenskum dómstólum og í 11. tölul. 1. mgr. sömu greinar segir að aðför megi gera samkvæmt úrlausnum eða ákvörðunum erlendra dóm stóla eða yfirvalda eða sáttum gerðum fyrir þeim ef íslenska ríkið hefur skuldbundið sig að þjóðarétti og með lögum til að viðurkenna slíkar aðfararheimildir enda verði fulln usta kröfunnar talin samræmast íslensku réttarskipulagi. Aðfararhæfi erlendra dómsúr lausna er því háð þrenns konar skilyrðum. Í fyrsta lagi að íslenska ríkið hafi skuldbund ið sig að þjóðarétti til að viðurkenna slíkar aðfararheimildir. Íslenska ríkið þarf því að vera aðili að þjóðréttarsamningi þar sem slíka aðfararheimild er að finna. Í öðru lagi verð ur viðkomandi þjóðréttarsamningur að hafa öðlast lagagildi hér á landi, a.m.k. að því leyti sem aðfararheimildina varðar. Í þriðja lagi má ekki neitt það vera í aðfararheimildinni sem leiðir til þess að fullnustan brjóti í bága við íslenska réttarskipan. Fá dæmi eru af þjóðréttarsamningum sem Ísland er aðili að og fela í sér heimild til að gera aðför hér á landi samkvæmt erlendum dómsúrlausnum. Á sviði einkamála má helst nefna lög nr. 30/1932 sem kveða á um lagagildi samnings milli Norðurlanda um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra. Samkvæmt samningi þessum eru aðfararhæfir dómar frá einhverju Norðurlandanna bindandi og aðfarargrundvöllur í hinum að fullnægðum tilteknum skil yrðum. Sama gildir um réttarsáttir. Hér má einnig nefna lögtekna þjóðréttarsamninga milli Norðurlanda um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð (lög nr. 29/1931, með síðari breytingum), um gjaldþrotaskipti (lög nr. 21/1934) og um erfð ir og skipti á dánarbúum (lög nr. 108/1935) en ákvæði þessara samninga geta leitt til þess að dómsúrlausnir um viðkomandi málefni í einu aðildarríki séu bindandi og eftir atvik um aðfararhæfar í öðrum aðildarríkjum. Fleiri dæmi má nefna, t.d. samning milli Norð urlanda um innheimtu meðlaga, sbr. lög nr. 93/1962, og samning milli sömu ríkja um al þjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, sbr. lög nr. 95/1973.

6.2.    Viðurkenning.
    Um viðurkenningu erlendra dómsúrlausna gildir að mestu það sama og um aðfarar hæfi, þ.e. erlendir dómar hafa almennt ekki réttaráhrif hér á landi. Í 2. mgr. 116. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, kemur fram sú regla að ágreiningsefni verður ekki borið undir sama eða hliðsettan dómstól á nýjan leik eftir að dómur hefur um það geng ið. Sé það gert verður síðara málinu vísað frá dómi. Hefur þetta verið nefnt neikvæð verk un (frávísunaráhrif) dóma. Talið hefur verið að erlendir dómar hafi ekki frávísunaráhrif hér á landi án sérstakrar lagaheimildar (slíkar lagaheimildir eru sumar nefndar hér að framan). Þetta þýðir í raun að íslenskir dómstólar mundu að jafnaði ekki vísa máli frá dómi þótt erlendur dómur um sama ágreiningsefni liggi fyrir heldur mundi dómstóllinn telja sér heimilt að prófa hinn erlenda dóm, bæði að því er varðar beitingu lagaatriða og sönnunaratriða, ef á það reyndi, og hnekkja honum ef efni stæðu til. Erlendur dómur verður samkvæmt þessu ekki heldur lagður til grundvallar í öðrum dómsmálum hér á landi án rannsóknar á staðreyndum og lagareglum. Erlendir dómar hafa því ekki svo nefnda jákvæða verkun (bindandi fordæmisáhrif) hér á landi. Þó er talið að suma erlenda dóma, t.d. dóm sem kveður á um skilnað hjóna, verði að leggja til grundvallar hér á landi án þess að bein lagaheimild sé fyrir hendi, a.m.k. ef þeir eru í samræmi við góða siði og allsherjarreglu.

6.3.    Alþjóðlegt varnarþing.
    Í réttarfarslögum er landinu skipt í dómþinghár. Varnarþingsreglur mæla fyrir um í hvaða dómþinghá unnt sé að sækja mann til að svara til sakar. Er þá ljóst að íslenskir dómstólar hafa dómsvald í málinu. Þegar rætt er um alþjóðlegt varnarþing er það ekki skipting landsins í dómþinghár sem máli skiptir heldur hvort íslenskir dómstólar hafi yf irleitt dómsvald í máli og á sama hátt hvort maður þurfi að þola dóm hér á landi eða í einhverju öðru ríki. Reglurnar um alþjóðlegt varnarþing snerta því hagsmuni annars rík is eða ríkisborgara þess. Hvert ríki getur að vísu sett sínar reglur um alþjóðlegt varnar þing. Þegar hins vegar kemur að því að gera þjóðréttarsamninga um viðurkenningu og fullnustu dóma koma þessar reglur í viðkomandi ríkjum venjulega til sérstakrar skoðun ar því að visst samræmi þarf að vera í löggjöf ríkjanna um þetta efni.
    Fá ákvæði um alþjóðlegt varnarþing hafa verið lögfest hér á landi. Þar er þó helst við að styðjast þau ákvæði íslenskra réttarfarslaga sem taka til eða geta tekið til manna, bú settra erlendis. Ber þar einkum að nefna 2. mgr. 32. gr. laga um meðferð einkamála, svo og 43. gr. sömu laga.

7.    Nánar um Lúganósamninginn.
    Lúganósamningurinn skiptist í átta hluta sem aftur greinast í kafla og einstakar grein ar. Greinarnar eru 69 talsins.
    Í I. hluta samningsins (1. gr.) er fjallað um gildissvið hans. Í II. hluta er fjallað um varnarþing (2.–24. gr.), í III. hluta um viðurkenningu og fullnustu (25.–49. gr.) og í IV. hluta um opinberlega staðfest skjöl og réttarsáttir (50. og 51. gr.). Þá fylgir V. hluti (52. og 53. gr.) sem fjallar um almenn ákvæði og VI. hluti sem hefur að geyma bráðabirgða ákvæði (54. gr. og 54. gr. A). Síðan kemur VII. hluti sem fjallar um afstöðu til Brussel samningsins og annarra samninga (54. gr. B–59. gr.) og loks VIII. hluti sem hefur að geyma lokaákvæði (60.–68. gr.).
    Þrjár bókanir fylgja samningnum og skoðast þær óaðskiljanlegur hluti hans, sbr. 65. gr. Í bókun nr. 1 er fjallað um nánar tiltekin atriði varðandi varnarþing, málsmeðferð og fullnustu (I.–VI. gr.). Í bókun nr. 2 er fjallað um samræmda túlkun samningsins (1.–4. gr.) og í bókun nr. 3 er fjallað um beitingu 57. gr., sbr. og yfirlýsingu EB-ríkja um beit ingu 57. gr.
    Loks fylgja samningnum tvær yfirlýsingar sem fjalla um túlkun Brusselsamningsins annars vegar og Lúganósamningsins hins vegar.
    Þess er fyrr getið að ákvæði Lúganósamningsins eru að mestu leyti efnislega sam hljóða samsvarandi ákvæðum Brusselsamningsins. Jafnvel tölusetning greina er sú sama. Hins vegar eiga aðfararorð Lúganósamningsins, 54. gr. B, VIII. hluti, greinar Ia, Ib og VI í bókun nr. 1, bókanir nr. 2 og 3, svo og yfirlýsingarnar þrjár, sér ekki samsvörun í Brusselsamningi.

7.1.    Gildissvið (1. gr.).
    Lúganósamningurinn gildir aðeins á sviði einkamála, þar á meðal verslunarmála, og að sjálfsögðu einungis um þau einkamál sem hafa á sér vissan alþjóðlegan blæ. Opin ber mál falla ekki undir samninginn. Samningurinn gildir ekki um skattamál, tollamál og stjórnsýslumál.
    Sérstaklega eru undanskilin mál sem varða persónulega réttarstöðu manna, rétthæfi og gerhæfi, svo og fjárhagsleg réttindi sem eiga rætur að rekja til hjúskapar eða erfða. Mál er varða framfærsluskyldu, hvort heldur er með maka eða barni, eru hins vegar ekki und anskilin og eiga því undir samninginn. Gjaldþrotamál eru undanþegin, svo og mál í sam bandi við nauðasamninga og mál varðandi almannatryggingar og gerðardóma. Ástæður fyrir þessum undantekningum eru fleiri en ein. Stundum er ástæðan sú að opinberir hags munir eru í húfi sem samningsríkin vilja sjálf ráða yfir. Í öðrum tilvikum er löggjöf svo ólík í samningsríkjunum að erfitt hefði reynst að ná samkomulagi nema með því móti að draga úr þeirri skilvirkni sem samningurinn býður upp á. Í enn öðrum tilvikum er und antekning gerð þar sem unnið er að samræmingu á öðrum vígstöðvum. Þær ástæður eiga t.d. við um gerðardóma.
    Mikilvægt atriði í þessu sambandi er að það er dómstóll þess ríkis sem dóm kveður upp sem sker úr því í tilteknu falli hvort mál falli undir Lúganósamninginn eða ekki. Slík um dómi er að jafnaði ekki unnt að hnekkja síðar, t.d. við aðför í öðru ríki en dómsríki. Í samningnum felst því gagnkvæm viðurkenning á réttarkerfi samningsríkjanna að þessu leyti.

7.2.    Varnarþing.
    Reglur Lúganósamningsins um varnarþing eru settar fram í II. hluta hans og verður nánar að þeim vikið.

7.2.1.     Almennt varnarþing (2.–4. gr.).
    Það er aðalregla að menn megi lögsækja þar sem þeir eiga heimili, sbr. 2. gr., og skiptir þá ríkisfang ekki máli í því sambandi. Dæmi: Grískan ríkisborgara, sem búsett ur væri á Íslandi, mætti því t.d. lögsækja á Íslandi. Dómur á hendur Grikkjanum mundi vera viðurkenndur og aðfararhæfur í öllum samningsríkjunum, jafnvel þótt Grikkinn síð ar flyttist til einhvers samningsríkjanna, t.d. Grikklands.
    Aðalregla þessi er reist á þeirri forsendu að heimili manna í samningsríki skapi þau tengsl sem eru nægjanleg til að réttlæta að honum sé gert skylt að hlíta dómi í því ríki. Samtímis er bannað að beita þann mann misrétti, að því er varnarþing snertir, sem bú settur er í tilteknu samningsríki en er ekki ríkisborgari þess. Sé vikið að dæminu hér að ofan felur þetta í sér að sömu varnarþingsákvæði verða að gilda samkvæmt íslenskum lögum varðandi Grikkjann og um aðra landsmenn. Eru íslenskar réttarfarsreglur í sam ræmi við þetta.
    Sé enn miðað við dæmið hér að framan fer það líka eftir íslenskum reglum hver verð ur talinn eiga heimili á Íslandi ef deilur rísa um það atriði fyrir íslenskum dómstólum. Er þessi regla í samræmi við ákvæði Lúganósamningsins, sbr. 52. gr.
    Varnarþingsreglurnar eru tæmandi taldar og leiða því m.a. til þess að engum íslensk um reglum um alþjóðlegt varnarþing má lengur beita gegn íbúum samningsríkjanna í mál um sem falla undir samninginn og er þetta raunar sérstaklega tekið fram í 3. gr. Þannig verður t.d. 4. mgr. 32. gr. einkamálalaganna ekki beitt gegn mönnum sem heimili eiga í aðildarríki samningsins eftir lögtöku hans.
    Allar venjulegar alþjóðlegar varnarþingsreglur gilda hins vegar samkvæmt Lúganósamningnum gagnvart borgurum þriðja ríkis, þar á meðal þær alþjóðlegu varn arþingsreglur sem í gildi eru skv. 4. gr. hans. Þetta hefur þá þýðingu að dómur, sem kveð inn er upp í samningsríki á slíkum forsendum, hefur full réttaráhrif í hinum samnings ríkjunum. Ef Bandaríkjamanni er t.d. stefnt hér á landi með stoð í 4. mgr. 32. gr. einka málalaganna og hann dæmdur til að greiða tiltekna fjárhæð og hann flyst síðar til ein hvers samningsríkjanna eða flytur fjármuni sína frá Íslandi til einhvers þeirra mundi dóm urinn vera viðurkenndur og aðfararhæfur í samningsríkjunum.

7.2.2.    Sérstök varnarþing (5.–6. gr. A).
    Með sérstöku varnarþingi er átt við að lögsækja megi mann í einu samningsríki þótt hann sé búsettur í öðru samningsríki þegar sérstaklega stendur á. Til þess að þetta telj ist fær leið verða að vera fyrir hendi sérstök rök því til réttlætingar. Verður gerð nokk ur grein fyrir þessum varnarþingum en þó ekki tæmandi. Þess skal getið að sérstöku varn arþingin eru valkvæð þannig að sóknaraðili getur að jafnaði valið hvort hann lögsækir varnaraðila á heimilisvarnarþingi skv. 2. gr. eða á sérstöku varnarþingi.
     a.     Efndavarnarþing (1. tölul. 5. gr.). Hafi aðilar gert með sér samning má ávallt sækja mann til efnda á þeim samningi fyrir dómstóli þess staðar þar sem efna skyldi samn inginn. Íslendingur tekur t.d. á leigu skútu í Grikklandi en skilar henni ekki aftur á réttum tíma. Grískur eigandi skútunnar gæti sótt hinn íslenska leigutaka fyrir grísk um dómstólum, ekki aðeins til efnda á samningnum, m.a. að skila sjálfri skútunni, heldur einnig til skaðabóta vegna tjóns sem kann að hafa orðið á henni. Getur síð arnefnd krafa ýmist staðið ein sér eða fylgt fyrri kröfunni. Ákvæði þetta tekur m.a. til krafna sem reistar eru á skaðsemisábyrgð.
                  Ef um er að ræða vinnusamninga einstakra manna má sækja mál fyrir dómstóli þess staðar þar sem launþeginn starfar að jafnaði, en starfi launþeginn að jafnaði ekki í einu tilteknu landi þá fyrir dómstóli þess staðar þar sem starfsstöð sú er sem réð hann til starfans.
     b.     Framfærsluvarnarþing (2. tölul. 5. gr.). Mál út af framfærsluskyldu, hvort sem er með barni eða maka, má sækja fyrir dómstóli þess staðar þar sem sá sem rétt á til fram færslu á heimili eða dvelst að jafnaði. Hér á landi er venjulega ekki farið í dóms mál út af kröfum af þessu tagi heldur eru þær úrskurðaðar af stjórnvöldum og eru að fararhæfar. Samkvæmt V. gr. a í bókun nr. 1 telst slíkur úrskurður jafngildur dómi og verður við það jafnræði milli samningsríkja í þessu tilliti.
     c.     Brotavarnarþing (3. tölul. 5. gr.). Brotavarnarþing gildir um allar kröfur sem eiga rót að rekja til skaðaverks utan samninga. Ef Íslendingur veldur skaðabótaskyldu tjóni í Grikklandi með því að skemma bifreið er unnt að stefna honum fyrir dómstólum í Grikklandi og er hinn gríski dómur fullnustuhæfur á Íslandi ef því er að skipta.
     d.     Varnarþing í refsimáli (4. tölul. 5. gr.). Kröfur borgararéttar eðlis sem tengdar eru refsimáli má sækja þar sem refsimál er höfðað.
     e.     Varnarþing fjárvörslusjóðs. Í 6. tölul. 5. gr. eru sérstakar varnarþingsreglur um stofn endur, vörslumenn („trustees“) eða rétthafa fjárvörslusjóðs („trust“ samkvæmt ensk um rétti).
     f.     Aðilasamlagsvarnarþing (1. tölul. 6. gr.). Ef lögsækja má marga menn búsetta í samningsríkjunum má höfða mál þar fyrir dómi þar sem einhver þeirra á heimili. Ef íslenskur aðili telur mann búsettan á Íslandi og annan búsettan í Frakklandi sam eiginlega ábyrga vegna vanefnda á samningi getur hann sótt mál sitt á Íslandi gegn fyrrgreindum aðilum.
     g.     Varnarþing þriðja manns (2. tölul. 6. gr.). Þriðja mann má sækja í sakaukamáli eða sem þriðja mann í öðrum málum fyrir þeim dómstóli þar sem mál var upphaflega höfðað. Ákvæðið á ekki við um meðalgöngu þar sem þriðja manni er heimilað að stefna upphaflegum málsaðilum til að þola meðalgöngu sína og til að gæta að öðru leyti lögvarðra hagsmuna sinna af málsúrslitum. Hins vegar getur ákvæðið átt við ef annar hvor upphaflegu málsaðilanna stefnir þriðja manni til réttargæslu (réttargæslu maður verður þó að jafnaði ekki aðili málsins). Ákvæðið getur einnig átt við ef sókn araðili stefnir þriðja manni inn í mál sem sakaukastefndum. Að sjálfsögðu verða þó að vera fyrir hendi skilyrði laga fyrir slíkri málsókn. Ákvæðið gildir þó ekki ef mál er einungis höfðað í því skyni að koma í veg fyrir að þriðji maður verði lögsóttur á réttu varnarþingi sínu.
     h.     Gagnkröfuvarnarþing (3. tölul. 6. gr.). Sækja má gagnkröfu á því varnarþingi þar sem aðalkrafa er þingfest en þó því aðeins að hana megi rekja til sama samnings eða málsatvika og aðalkrafan byggist á.
     i.     Varnarþing varðandi réttindi yfir fasteign. Ef varnaraðili er lögsóttur vegna réttinda yfir fasteign skv. 16. gr. skal höfða málið fyrir dómstóli þar sem fasteignin er. Skv. 4. tölul. 6. gr. má við slíka kröfu bæta öðrum kröfum um réttindi yfir fasteign sem sameina má því máli sem fyrir er, þ.e. ef kröfur eru samrættar. Ef ítalskur maður hef ur dvalist um nokkurt skeið í íbúð hér á landi sem hann telur sig einan eiga og Ís lendingur telur sig einnig eiganda íbúðarinnar getur sá síðarnefndi höfðað mál hér á landi og krafist viðurkenningar á eignarrétti sínum. Í þessu máli gæti Íslending urinn einnig gert kröfu um endurgjald fyrir leigu í þann tíma sem Ítalinn dvaldist í íbúðinni.

7.2.3.    Varnarþing í vátryggingarmálum (7.–12. gr. A).
    Markmið með þeim varnarþingsreglum, sem hér um ræðir, er að vernda annan samn ingsaðilann, þ.e. vátryggingartaka, þar sem taldar eru almennar líkur fyrir því að hann hafi verri stöðu við samningsgerð.
    Aðalreglan er að vátryggjanda má lögsækja fyrir dómstóli í því ríki þar sem hann á heimili eða í öðru samningsríki fyrir dómstóli þess staðar þar sem vátryggingartaki á heimili. Sama gildir um útibú sem vátryggjandi rekur ef vátryggingin hefur verið tekin þar. Í málum vegna ábyrgðartrygginga eða vátrygginga á fasteignum má einnig lögsækja vátryggjanda fyrir dómstóli þess staðar þar sem tjónsatburður varð. Vátryggjandi sjálf ur má hins vegar að jafnaði aðeins höfða mál fyrir dómstóli í því samningsríki þar sem varnaraðili á heimili.
    Frá framangreindum reglum má ekki víkja með samningi nema hann sé gerður eftir að ágreiningur er risinn eða ef hann veitir vátryggingartaka, vátryggðum eða öðrum rétt hafa heimild til málshöfðunar fyrir öðrum dómstólum en nefndir hafa verið þannig að samningurinn feli í sér aukinn rétt fyrir þessa aðila. Fleiri undantekningar eru frá þessu svo sem nánar greinir í 7.–12. gr.

7.2.4.    Varnarþing í neytendamálum (13.–15. gr.).
    Markmið með varnarþingsreglum þessum er svipað og um varnarþing í vátrygging armálum, þ.e. að vernda þann aðila sem ætla má að hafi almennt verri stöðu við samn ingsgerð. Um neytendamál er að ræða þegar menn gera vissar tegundir samninga án þess að þeir séu liður í atvinnu þeirra. Þessar samningstegundir eru nánar tiltekið:
     1.     samningar um lausafjárkaup með afborgunarskilmálum,
     2.     samningar um lán til að fjármagna kaup á lausafé sem endurgreiða skal með afborg unum eða annars konar lánafyrirgreiðslu, og
     3.     samningar um að láta af hendi lausafé eða þjónustu ef seljandi hefur gert neytanda sérstakt tilboð í heimalandi hans eða birt þar almenna auglýsingu og neytandinn gert þar sínar ráðstafanir af því tilefni.
    Reglan er sú að neytandi getur höfðað mál gegn samningsaðila sínum, annaðhvort fyr ir dómstóli í því samningsríki þar sem seljandi er til heimilis eða þar sem neytandinn sjálfur á heima. Seljandi getur á hinn bóginn aðeins höfðað mál gegn neytanda þar sem neytandinn á heima. Ef ágreiningurinn varðar rekstur útibús seljanda skal litið svo á að seljandi eigi heimili í því ríki þar sem útibú er.
    Víkja má frá þessum varnarþingsreglum en einungis ef einhverju þessara skilyrða er fullnægt:
     1.     samningur er gerður eftir að ágreiningur er risinn,
     2.     samningur heimilar neytanda að höfða mál fyrir öðrum dómstólum en þeim sem get ið var að framan, eða
     3.     samningur er gerður af neytanda og samningsaðila hans sem, þegar samningurinn var gerður, áttu báðir heimili eða dvöldust að jafnaði í sama samningsríki, og samning urinn veitir dómstólum þess ríkis dómsvald, enda sé slíkur samningur ekki andstæð ur lögum þess ríkis.

7.2.5.    Skylduvarnarþing (16. gr.).
    Í sumum tilvikum býður Lúganósamningurinn aðeins upp á eitt tiltekið varnarþing í samningsríki sem skylt er að nota við málshöfðun. Ekki má víkja frá þessu með samn ingi eða á annan hátt. Ef mál er höfðað fyrir dómstóli í samningsríki í bága við slíkt ákvæði ber dómara í því ríki af sjálfsdáðum að vísa máli frá dómi. Gangi dómur and stætt þessu engu að síður nýtur hann hvorki viðurkenningar né aðfararhæfis í öðrum samningsríkjum.
    Rökin fyrir því að mæla fyrir um sérstök skylduvarnarþing eru þau að sakarefnið telst svo tengt því samningsríki sem varnarþing er í, að því er tekur til löggjafar í því ríki og annarra atriða, að það væri óæskilegt eða óeðlilegt að dómsvald um það væri í öðru samningsríki. Ákvæðin um skylduvarnarþing gilda án tillits til þess hvort varnaraðili er búsettur í samningsríki eða ekki. Er þetta frábrugðið því sem gildir um sérstök varnar þing. Tilvikin eru annars þessi:
     a.     Mál um réttindi yfir fasteign eða leigu fasteignar má aðeins sækja í því samnings ríki sem fasteignin er í. Þó er gerð undantekning um mál um fasteignaleigusamn inga sem gerðir eru um tímabundin persónuleg afnot til allt að sex mánaða óslitið. Slík mál verða annaðhvort höfðuð í því ríki þar sem fasteignin er eða þar sem varn araðili á heimili, enda sé leigutaki persóna og hvorugur aðila á heimili í því samn ingsríki þar sem fasteignin er. Ef Íslendingur tekur á leigu bústað í Grikklandi af grískum manni í tvær vikur og greiðir ekki leigugjaldið verður að sækja hann um greiðslu leigunnar fyrir viðkomandi dómstóli í Grikklandi. Hafi maður búsettur í Þýskalandi verið leigusali má þó höfða málið á Íslandi.
     b.     Mál um gildi og ógildi eða slit félaga eða annarra lögpersóna eða um ákvarðanir fyr irsvarsmanna þeirra skal höfða þar sem lögpersónan hefur aðsetur.
     c.     Mál um gildi skráninga í opinbera skrá skal höfða fyrir dómstólum þess samnings ríkis þar sem skráin er haldin.
     d.     Mál, sem varða skráningu eða gildi einkaleyfa, vörumerkja, mynstra eða annarra svipaðra réttinda sem tilkynna þarf eða skrá, skal höfða fyrir dómstólum þess samn ingsríkis þar sem tilkynning eða beiðni um skráningu hefur verið lögð fram, hefur farið fram eða er talin hafa farið fram samkvæmt ákvæðum þjóðréttarsamnings.
     e.     Í málum um fullnustu dóma hafa dómstólar þess samningsríkis einir dómsvald þar sem fullnusta hefur farið fram eða skal fara fram.

7.2.6.    Samningsvarnarþing (17. og 18. gr.).
    Aðilum er heimilt að gera samninga um varnarþing ef þeir fullnægja skilyrðum sem nánar greinir í 17. og 18. gr. Þau eru einkum þessi:
     1.     að minnsta kosti annar samningsaðili eða einn þeirra skal eiga heimili í samnings ríki,
     2.     aðilar skulu í samningnum vísa til tiltekins dómstóls eða dómstóla í samningsríki,
     3.     samningsaðilar verða að vera búsettir hver í sínu samningsríki.
    Heimilt er að gera slíkan samning bæði í tengslum við ágreining sem þegar er risinn eða um ágreining sem kann að rísa í tengslum við tiltekin lögskipti aðila. Samningur þarf þó annaðhvort að vera skriflegur eða munnlegur og staðfestur skriflega eða í formi sem er í samræmi við venjur sem aðilar hafa komið á sín í milli eða vera í samræmi við við skiptavenjur þegar um milliríkjaviðskipti er að ræða. Þegar slíkur samningur liggur fyr ir hefur enginn annar dómstóll dómsvald í málinu. Það skal þó tekið fram að samning ur um varnarþing getur ekki haggað ákvæðum samningsins um skylduvarnarþing. Þá skal líka tekið fram að hafi samningur um varnarþing einungis verið gerður í þágu annars að ilans eða eins þeirra heldur sá aðili rétti sínum til málshöfðunar fyrir hverjum þeim dóm stóli öðrum sem hefur dómsvald samkvæmt samningnum. Þetta er mikilvægt ákvæði sem leiðir m.a. til þess að varnarþingsákvæði í fyrir fram gerðum samningseyðublöðum mundu almennt ekki fá staðist nema að takmörkuðu leyti. Þess skal loks getið að hugsanlegt er að enginn eða hvorugur aðila eigi heimili í samningsríki en geri samt samning um al þjóðlegt varnarþing í samningsríki. Í slíku tilviki hafa dómstólar annarra samningsríkja en þess sem samningur tók til ekki dómsvald nema sá dómstóll sem samið var um hafi vísað máli frá sér vegna rangs varnarþings. Liggi hins vegar slík frávísun fyrir geta dóm stólar annarra samningsríkja dæmt í málinu ef lög viðkomandi ríkis um alþjóðlegt varn arþing standa til þess.
    Loks er tekið fram að í málum um vinnusamninga einstakra manna hefur samkomu lag einungis gildi ef það er gert eftir að ágreiningur er risinn.
    Í 18. gr. er einnig gert ráð fyrir þegjandi samþykki um varnarþing. Í stuttu máli seg ir að dómstóll í samningsríki hafi dómsvald ef varnaraðili sækir þar dómþing. Þetta gild ir þó ekki ef hann mætir til þess eins að mótmæla varnarþingi. Reglan gildir heldur ekki um skylduvarnarþing skv. 16. gr.

7.3.    Könnun á varnarþingi og því hvort mál sé tækt til meðferðar (19. og 20. gr.).
    Þegar þannig stendur á að dómstóli í samningsríki er falið að skera úr ágreiningi sem í aðalatriðum varðar málefni sem dómstólar annars samningsríkis hafa einir dómsvald um skal hann sjálfkrafa vísa máli frá dómi (19. gr.). Hér er því um skyldu dómstóls að tefla. Reglan telst nauðsynleg til þess að unnt sé að framfylgja ákvæðunum í 16. gr. um skyldu varnarþing.
    Um útivistarmál, þ.e. þegar stefndi hefur aldrei mætt, gildir sú regla að dómstóll skal af sjálfsdáðum vísa máli frá nema hann hafi dómsvald samkvæmt ákvæðum samnings ins. Þetta þýðir með öðrum orðum að dómstóll á sjálfkrafa að rannsaka hvort varnar þing sé rétt ef varnaraðili mætir ekki í máli. Enn fremur skal dómstóll fresta meðferð málsins þangað til sannað er að varnaraðili hafi átt kost á að taka á móti stefnu eða sam svarandi skjali svo tímanlega að hann hefði getað undirbúið vörn eða að allar nauðsyn legar ráðstafanir hafi verið gerðar í því skyni, 20. gr. Hér má bæta við að í sumum samn ingsríkjunum eru reglur um stefnubirtingu þær að það telst nægjanleg stefnubirting að senda stefnu til tiltekins embættismanns í því ríki þar sem dóm skal upp kveða eða jafn vel með afhendingu stefnu til póstþjónustu. Það er ekki öruggt að slík stefna komist nokkurn tíma til skila. Úr þessu er bætt með fyrrgreindri reglu um að allar nauðsynleg ar ráðstafanir verði að gera til birtingar. Enn fremur koma ákvæði Haagsamningsins um birtingu erlendis á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum eða verslunarmál um frá 15. nóvember 1965 til skjalanna. Mörg samningsríkjanna eru aðilar að þessum samningi og gildir hann alfarið um birtingu fyrir þau ríki sem eru aðilar að honum, sbr. 3. mgr. 20. gr. Loks skal hvorki viðurkenna né fullnægja útivistardómi ef varnaraðila var ekki réttilega birt stefna svo tímanlega að hann gæti undirbúið vörn sína, sbr. 27. gr.

7.4.    „Litis pendens“ og skyldar kröfur (21.–23. gr.).
    Ef krafa, byggð á sömu málsástæðum og milli sömu aðila, er gerð fyrir dómstólum í tveimur eða fleiri samningsríkjum skal hver dómstóll, annar en sá sem mál er fyrst höfð að fyrir, sjálfkrafa fresta meðferð þess þar til fyrir liggur að sá dómstóll hafi dómsvald í málinu. Ef hins vegar það liggur fyrir að sá dómstóll, sem mál er fyrst höfðað fyrir, hafi dómsvald skulu aðrir dómstólar vísa málinu frá dómi í þágu hans, 21. gr.
    Markmiðið með reglunni er að koma í veg fyrir að ósamrýmanlegir dómar gangi um sama sakarefni. Það getur t.d. verið hætta á slíku ef ágreiningur rís um framkvæmd samn ings. Gæti þá verið að báðir aðilar reyndu að höfða mál, t.d. í heimaríki sínu, ef varn arþingsákvæðin leyfðu það.
    Þegar um skyldar kröfur er að ræða geta síðari dómstólar frestað málsmeðferð. Skyld ar kröfur eru þær kröfur kallaðar sem eru svo tengdar innbyrðis að æskilegt er að dæma um þær sameiginlega til að koma í veg fyrir ósamrýmanlega dóma, 22. gr.
    Loks segir í 23. gr. að ef fleiri dómstólar en einn eigi hver um sig einir dómsvald um kröfu skuli allir dómstólar, aðrir en sá sem mál er fyrst höfðað fyrir, vísa máli frá dómi í þágu þess dómstóls.

7.5.    Bráðabirgðaúrræði (24. gr.).
    Þó að dómstóll í einu samningsríki hafi dómsvald um efni máls má leita til dómstóla annars samningsríkis um að beita réttarúrræðum til bráðabirgða, þar með talin trygging arúrræði sem lög þess ríkis kunna að heimila. Ef staðfestingarmál skal fylgja í kjölfar ið verður að höfða það en þá yrði að fresta staðfestingarmálinu uns dómur er fallinn í fyrsta málinu. Ef grískur maður hefur t.d. réttilega höfðað mál gegn Íslendingi í Grikk landi getur hann, ef íslensk lög heimila, gert kyrrsetningu hér á landi ef Íslendingurinn á hér eignir. Ber þá að höfða staðfestingarmál hér en staðfestingarmálinu verður að fresta þar til dómurinn í Grikklandi er fallinn.

7.6.    Viðurkenning dóma (25.–30. gr.).
    Í 25. gr. segir að í samningnum merki „dómur“ sérhverja ákvörðun um málsúrslit sem tekin er af dómstóli í samningsríki, hverju nafni sem hún nefnist, svo sem dóm, úrskurð eða ákvörðun um fullnustu, svo og ákvörðun réttarritara um málskostnað.
    Aðalreglan er sú að dómar, sem kveðnir eru upp í samningsríki, skulu viðurkenndir í öðrum samningsríkjum án nokkurrar sérstakrar málsmeðferðar, 26. gr. Stundum getur aðili þó haft lögvarða hagsmuni af því að fá dóm viðurkenndan sérstaklega. Þetta getur verið þegar hinn erlendi dómur er einungis viðurkenningardómur þó að hann hafi fjall að um aðfararhæft efni (t.d. þegar maður hefur með dómi verið viðurkenndur sem eig andi tiltekins hlutar sem er í vörslu annars manns) eða þegar veita á honum aukin rétt aráhrif, t.d. gegn stjórnvaldi eða þriðja manni. Í slíkum tilvikum er unnt að krefjast sér stakrar viðurkenningar.
    Í þessu sambandi má geta 30. gr. Þar segir að hafi verið krafist viðurkenningar fyr ir dómstóli í samningsríki á dómi, kveðnum upp í öðru samningsríki, megi dómstóllinn fresta málinu ef dómurinn hefur sætt málskoti með venjulegum hætti.
    Stundum verða dómar þó ekki viðurkenndir. Í samningnum eru taldar upp tæmandi þær ástæður sem unnt er að setja fram eða nota má gegn viðurkenningu dóms sem kveð inn hefur verið upp í öðru samningsríki, sbr. nánar 27. og 28. gr. Öðrum varnarástæð um verður því alls ekki komið að og tekið er sérstaklega fram að erlendan dóm megi aldrei endurskoða að efni til, 29. gr. Umræddar ástæður eru í sjálfu sér að mestu þær sömu og hafa má uppi gegn fullnustu dóms.
    Helstu varnarástæður sem unnt er að koma fram með gegn viðurkenningu dóms eru:
     1.     ef viðurkenning hans væri andstæð allsherjarreglu í viðkomandi ríki,
     2.     ef um útivistardóm er að ræða og stefna ekki réttilega birt eða svo tímanlega að varn araðili gæti undirbúið vörn sína,
     3.     ef hann er ósamrýmanlegur öðrum dómi sem kveðinn hefur verið upp í máli milli sömu aðila í ríki því þar sem viðurkenningar er krafist, og
     4.     ef ekki hefur verið farið eftir varnarþingsreglum sem gilda í vátryggingarmálum eða neytendamálum eða um skylduvarnarþing. Dómstólar í síðara ríkinu eru þó bundn ir af niðurstöðu dómstóls í dómsríki um málsatvik þegar þeir meta síðastgreint atriði. Einnig felst í umræddum ákvæðum með gagnályktun að dómstólar í síðara ríkinu eru bundnir af úrlausnum dómstóla dómsríkisins um varnarþing í öðrum tilvikum en hér greinir.

7.7.    Fullnusta dóma (31.–45. gr.).
     a.     Aðalreglan er sú að dómi, sem kveðinn hefur verið upp í samningsríki og fullnægja má í því ríki, skuli fullnægja í öðru samningsríki þegar hann, að beiðni rétts aðila, hefur verið lýstur fullnustuhæfur þar, 31. gr. Beiðni um þetta skal venjulega leggja fram hjá viðkomandi undirrétti, hér á landi hjá héraðsdómara, sbr. 32. gr. Með beiðni skal fara með þeim hætti sem lög mæla fyrir um í því ríki þar sem fullnustu er kraf ist, 33. gr. Mikilvægt er að beiðandinn verður að tilgreina réttarfarslegt aðsetur sitt í umdæmi þess dómstóls sem beiðni er beint til (þar sem m.a. á að vera unnt að birta honum stefnur eða tilkynningar) eða málflutningsumboðsmann sem hefur heimild til að taka á móti tilkynningum ef lög þess ríkis, þar sem fullnustu er krafist, mæla ekki fyrir um slíkt réttarfarslegt aðsetur.
                  Dómstóll sá, sem beiðni hefur til meðferðar, skal taka ákvörðun um fullnustu án tafar og án þess að varnaraðila sé gert viðvart um beiðnina, sbr. 34. gr. Þessi regla er réttlætt með því að samningurinn sé þannig úr garði gerður að fyrir fram séu lít il líkindi á því að unnt sé að hnekkja dómi sem kveðinn er upp í einu samningsríki við fullnustu í öðru samningsríki. Að auki eigi varnaraðili þess kost að fá ákvörð unina endurskoðaða.
                  Aðeins má synja beiðni af einhverri þeirri ástæðu sem tilgreind er í 27. og 28. gr. (sbr. 7.6). Séu engar slíkar ástæður fyrir hendi eða sjáanlegar tekur viðkomandi dóm ari (hér á landi héraðsdómari) beiðni til greina.
     b.     Varnaraðili getur fengið ákvörðun dómara endurskoðaða ef fullnusta hefur verið heimiluð hjá honum. Hér á landi færi þetta fram með endurupptöku málsins hjá við komandi héraðsdómara og ber þá að gefa varnaraðila kost á að koma að sínum sjón armiðum. Úrskurði héraðsdómara er síðan unnt að skjóta til Hæstaréttar. Við mál skot eða endurupptöku getur varnaraðili þó aðeins borið fyrir sig þau tilvik til ógild ingar sem vikið er að í 27. og 28. gr. Tekið skal fram að dómstig eru venjulega þrjú í samningsríkjunum og kemur því ekki til endurupptöku nema í þeim sumum. Loks skal þess getið að frestur til málskots eða endurupptöku er tveir mánuðir frá birt ingu ákvörðunar viðkomandi dómara ef varnaraðili á heima í öðru samningsríki en því þar sem fullnustuheimild var veitt, sbr. 36. gr., en annars er þessi frestur einn mánuður.
     c.     Ef beiðni um fullnustu er synjað getur beiðandi skotið þeirri ákvörðun til æðri dóms eða óskað endurupptöku hennar, 40.–41. gr. Hér á landi mundi hann snúa sér til hér aðsdómara með beiðni um endurupptöku. Endurupptakan á að fara fram þannig að báðum (öllum) aðilum sé gefinn kostur á að mæta og koma að sínum sjónarmiðum í málinu. Unnt er að skjóta til Hæstaréttar þeirri ákvörðun sem héraðsdómari tekur í endurupptökumálinu. Sambærilegir möguleikar til málskots eru í hinum samnings ríkjunum.
     d.     Ef máli hefur verið skotið til æðra dóms á venjulegan hátt í ríki því þar sem dóm ur var kveðinn upp getur dómstóllinn í því ríki þar sem fullnustu er krafist frestað máli eftir kröfu varnaraðila. Þetta getur hann líka gert ef málskotsfrestur er ekki lið inn. Dómstóllinn getur þó gefið aðilum ákveðinn frest til að taka ákvörðun um mál skot, sbr. nánar 38. gr.
     e.     Sá sem hefur að lögum notið fjárhagslegrar aðstoðar við málarekstur eða verið und anþeginn kostnaði eða gjöldum í sambandi við hann í því ríki þar sem dómur var kveðinn upp hefur einnig rétt á samsvarandi fyrirgreiðslu í ríki því þar sem fulln ustu er krafist. Þá er og sérstaklega tekið fram að sá sem krefst fullnustu verði ekki krafinn um neins konar tryggingu eða framlag á þeim forsendum að hann sé erlend ur ríkisborgari eða að hann eigi ekki heimili eða dvöl í því ríki þar sem fullnustu er krafist. Samkvæmt þessu er ljóst að aðfararbeiðandi verður ekki látinn sæta verri kjörum í fullnusturíki en gildir fyrir borgara þess, sbr. nánar 44. og 45. gr.

7.8.    Sameiginleg ákvæði (46.–48. gr.).
    Ef aðili krefst viðurkenningar eða fullnustu á dómi þarf hann að leggja fram tiltekin gögn. Viss skjöl skulu fylgja beiðninni. Þar er aðallega um að ræða rétt endurrit dóms ins, svo og stefnubirtingarvottorð, ef um útivistardóm er að ræða, og skjöl sem sýna að dómurinn sé fullnustuhæfur og hafi verið birtur samkvæmt lögum dómsríkisins, sbr. nán ar 46. og 47. gr. Loks þarf, ef um það er að ræða, að leggja fram skjal sem sýnir að fulln ustubeiðandi hafi að lögum notið fjárhagslegrar aðstoðar við málareksturinn, sbr. 3. mgr. 33. gr.
    Í 48. gr. eru ákvæði um þau úrræði sem viðkomandi dómstóll hefur ef ekki eru lögð fram skjöl þau sem greinir í 2. tölul. 46. gr. og 2. tölul. 47. gr. Þá segir í 49. gr. að ekki verði krafist löggildingar eða svipaðra formsatriða að því er varðar skjöl þau sem fjall að er um í 46. og 47. gr. og 2. mgr. 48. gr., né að því er varðar málflutningsumboð.

7.9.    Opinberlega staðfest skjöl og réttarsáttir (50. og 51. gr.).
    Í sumum ríkjum hafa opinberir aðilar heimild til að lýsa tiltekin skjöl fullnustuhæf (acts autentiques). Þetta líkist því ef unnt væri að gera utanréttarsátt fullnustuhæfa með staðfestingu lögbókanda eða með öðrum álíka hætti. Það sem skilur skjöl þessi frá öðr um aðfararheimildum er að aðfararheimild verður ekki til með atbeina dómara heldur fyr ir tilstilli opinbers aðila sem annaðhvort hefur tekið þátt í að semja skjalið eða hefur stað fest falsleysi þess og að efni þess samræmist lögum viðkomandi ríkis. Slík skjöl þekkj ast í nokkrum ríkjum Suður-Evrópu en þekkjast t.d. ekki á Norðurlöndum. Um þessi skjöl og réttarsáttir gilda allar sömu réttarfarsreglur og lýst var í kafla 7.8. Varnir gegn þeim koma því m.a. sjaldan til greina, sbr. nánar 50. og 51. gr.

7.10.    Almenn ákvæði (52. og 53. gr.).
    Svo sem fram kom í kafla 7.2.1 skiptir oft miklu máli að ákveða hvar maður á heim ili. Í stuttu máli skal um það atriði beita lögum þess ríkis þar sem dómur er kveðinn upp. Verði dómstóll í dómsríki í undantekningartilfellum að dæma um það hvort aðili eigi heimili annars staðar en í dómsríkinu skal beita lögum viðkomandi ríkis. Með félög eða aðrar lögpersónur gildir það að þau teljast eiga heimili á aðsetri sínu. Það er mismun andi eftir löggjöf einstakra ríkja hvert er aðsetur lögpersónu. Sum ríki láta ákvæði í sam þykktum ráða úrslitum um þetta en önnur fara eftir því hvar aðalstöðvar eru og enn aðr ar lausnir eru þekktar. Að íslenskum lögum fer ákvörðun um hvort heimili félags er hér á landi eftir heildarmati á því hversu það er í raun tengt íslenskum lögum og hagsmun um. Í því sambandi skiptir máli hvar aðalstöðvar félags eru í raun og einnig hvað sam þykktir segja um þetta, sbr. nánar 52.–53. gr.

7.11.    Bráðabirgðaákvæði (54. gr. og 54. gr. A).
    Í 54. gr. og 54. gr. A er að finna bráðabirgðaákvæði. Í 7. gr. alþjóðasamnings um kyrr setningu hafskipa, sem undirritaður var í Brussel 10. maí 1952, er að finna varnarþings reglur sem svara til þeirra sem fram koma í bráðabirgðaákvæðinu í 54. gr. A. Með þessu ákvæði er þeim ríkjum, sem ekki hafa undirritað alþjóðasamninginn um kyrrsetningu haf skipa (þar á meðal Íslandi), gefinn aðlögunartími í þrjú ár frá því Lúganósamningurinn öðlast gildi gagnvart þeim til að verða aðili að honum og njóta þannig strax þeirra reglna sem fram koma í 7. gr. hans.

7.12.    Afstaða til Brusselsamningsins og annarra samninga (54. gr. B–59. gr.).
    54. gr. B hefur að geyma reglur um það hvenær eigi að beita Brusselsamningi og hvenær Lúganósamningi. Um þetta hefur verið fjallað í 4. kafla.
    Í 55. gr. eru taldir upp þeir samningar sem verða óvirkir við gildistöku Lúganósamn ingsins, sbr. þó 2. mgr. 54. gr. og 56. gr. Þar á meðal eru tveir Norðurlandasamningar sem Ísland hefur undirritað, annars vegar samningur um viðurkenningu dóma og full nægju þeirra sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 16. mars 1932 og hins vegar samn ingur milli sömu ríkja um viðurkenningu og fullnægju á kröfum borgararéttarlegs eðlis sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 11. október 1977. Í 56. gr. kemur fram sú regla að samningar þeir, sem getið er í 55. gr., skuli halda gildi sínu á þeim sviðum sem Lúganósamningurinn tekur ekki til og einnig hafa þeir gildi um dóma sem kveðnir eru upp áður en Lúganósamningurinn öðlast gildi. Í Norðurlandasamningunum má finna ákvæði sem halda gildi sínu þrátt fyrir að Lúganósamningurinn öðlist gildi.
    Í 57. gr. kemur fram sú regla að Lúganósamningurinn hafi ekki áhrif á samninga sem samningsríkin eru eða verða aðilar að og ákvarða dómsvald eða viðurkenningu eða fulln ustu dóma á tilteknum sviðum. Sem dæmi um þetta má nefna vissa sjóréttarsamninga og Varsjársamning frá 12. október 1929 um samræmingu nokkurra reglna varðandi loft flutninga milli landa.
    59. gr. hefur að geyma nánari reglur um rétt aðildarríkis til að gera samninga við þriðju ríki sem ganga út á að viðurkenna ekki dóma, sem kveðnir eru upp í öðrum samn ingsríkjum, gegn varnaraðilum sem eiga heimili eða dveljast að jafnaði í viðkomandi þriðja ríki. Þetta á við þegar dómsvaldið er einungis byggt á þeim reglum sem gilda um alþjóðlegt varnarþing í viðkomandi ríki.

7.13.    Lokaákvæði (60.–69. gr.).
    Lokaákvæðin hafa m.a. að geyma reglur um undirritun, staðfestingu, hverjir geti orð ið aðilar að samningnum, hvenær hann taki gildi og um endurskoðun samningsins. Þessi ákvæði skýra sig sjálf að mestu leyti.
    Af 3. mgr. 61. gr. verður ljóst að samningurinn öðlast gildi fyrsta dag þriðja mánað ar eftir þann dag þegar tvö ríki, og skal annað þeirra vera aðili að Evrópubandalaginu og hitt aðili að EFTA, hafa afhent fullgildingarskjöl sín. Þessi tími er nú þegar kominn og hefur samningurinn því tekið gildi.
    Tekið skal sérstaklega fram að 62. gr. heimilar ríkjum utan ESB og EFTA, með viss um skilyrðum, að gerast aðilar að Lúganósamningnum.
    Í Lúganósamningnum er ekkert tekið fram um lendur eða landsvæði sem kunna að vera undir einhvers konar yfirráðum samningsaðila svo sem er í 60. gr. Brusselsamn ingsins. Talið er þó alveg víst að samningurinn geti átt við slíkar lendur eða landsvæði í Evrópu, a.m.k. eftir yfirlýsingu þess samningsaðila (móðurríkis) sem í hlut á, m.a. Sval barða, Jan Mayen, Færeyjar og Grænland, auk Ermarsundseyja og eyjarinnar Manar. Við samningsgerð var og gengið út frá því af hálfu Frakklands, Spánar, Portúgals og Hollands að Lúganósamningurinn gilti beint fyrir allar lendur eða landsvæði sem þessum ríkjum tilheyrðu.
    63. gr. mælir fyrir um upplýsingaskyldu samningsríkis í tengslum við aðild samn ingsins.
    64.–68. gr. þarfnast ekki skýringa.

7.14.    Bókanir.
    Lúganósamningnum fylgja þrjár bókanir sem teljast óaðskiljanlegur hluti hans, sbr. 65. gr.
    Bókun nr. 1 hefur að geyma ýmis ákvæði um tiltekin atriði varðandi varnarþing, máls meðferð og fullnustu dóma. Þar eru fyrirvarar og sérákvæði er varða einstök lönd. Í V. gr. a kemur m.a. efnislega fram að íslenskir meðlagsúrskurðir eru taldir jafngildir dóm um. Þykir ekki ástæða til að víkja nánar að efni bókunarinnar.
    Bókun nr. 2 fjallar um samræmda túlkun á Lúganósamningnum og hefur áður, sbr. k-lið 3. kafla, verið vikið að því efni.
    Í bókun nr. 3 kemur fram að aðildarríki ESB hafa gert fyrirvara að því er varðar þær ákvarðanir stofnana Evrópusambandsins sem geta haft áhrif á Lúganósamninginn. Fara stofnanir þessar (nefndin, ráðið og þingið) með vald sem er í raun lagasetningarvald. Sumar af þeim ákvörðunum, sem stofnanir Evrópusambandsins taka, hafa þannig beint lagagildi í aðildarríkjunum og eru einnig beint bindandi fyrir borgara í þeim ríkjum eins og hver önnur lög. Heimild til þessarar lagasetningar er að finna í Rómarsáttmálanum og er tilgangurinn fyrst og fremst sá að auðvelda lagasamræmingu og samruna aðildarríkj anna. Evrópusambandið hefur þá stefnu að gera ekki þjóðréttarsamninga sem gætu með einhverju móti hindrað eða heft það að þessum tilgangi verði náð. Fyrirvarinn er tilkom inn þar sem fyrirsvarsaðilar Evrópusambandsins telja hugsanlegt að stofnanir þeirra muni taka ákvarðanir í framtíðinni sem kunni að fara í bága við Lúganósamninginn. Fyrirvar inn gengur út á að með slíkar ákvarðanir skuli fara með sama hætti og sérsamninga þá sem vikið var að í j-lið 3. kafla, Þar var sýnt fram á að þjóðréttarsamningar sem ákvörð uðu dómsvald eða fullnustu dóma á tilteknum sviðum gætu vikið ákvæðum Lúganósamn ingsins til hliðar að því leyti sem efni þeirra tekur til. Enn fremur var því lýst að dóm stóll í samningsríki, sem væri aðili að slíkum samningi, gæti tekið sér dómsvald sam kvæmt honum enda þótt varnaraðili ætti heimili í samningsríki sem ekki væri aðili að slíkum sérsamningi. Nú er þess að gæta að EFTA-ríkin hafa engin samsvarandi úrræði og stofnanir Evrópusambandsins til að setja lög í aðildarríkjunum og því mætti segja að ekki ríkti fullkomið jafnræði milli aðila Lúganósamningsins (þ.e. ríkja ESB annars veg ar og ríkja EFTA hins vegar) að þessu leyti. Þrennt ber þó að hafa í huga í þessu sam bandi. Í fyrsta lagi getur varnaraðili mótmælt slíku varnarþingi ef hann á heimili í því ríki sem viðurkenning eða fullnusta beinist að og það ríki er ekki aðili að ESB. Í öðru lagi geta þau samningsríki sem telja ákvarðanir stofnana Evrópusambandsins fara í bága við Lúganósaminginn krafist endurskoðunar hans. Loks hafa aðildarríki ESB gefið yfirlýs ingu um að þau muni gera ráðstafanir til að tryggja að við undirbúning ákvarðana sem fjallað er um í bókun nr. 3 verði virtar reglur Lúganósamningsins um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma.

7.15.    Yfirlýsingar.
    Þrjár yfirlýsingar fylgja Lúganósamningnum. Tvær þeirra eru frá fulltrúum ríkis stjórna aðildarríkja ESB. Gerð hefur verið grein fyrir efni þeirrar fyrri í kafla 7.14. Í þeirri síðari segir að ríki ESB telji rétt að dómstóll Evrópubandalagsins taki réttmætt til lit til dómafordæma sem skapast við framkvæmd Lúganósamningsins við túlkun Brussel samningsins. Ástæða þessarar yfirlýsingar er sú að með samningnum er stefnt að laga samræmingu í samningsríkjunum og nær sá tilgangur að sjálfsögðu einnig til túlkunar þeirra.
    Loks fylgir yfirlýsing frá fulltrúum ríkisstjórna þeirra ríkja sem ekki eru aðilar að ESB um að þessi ríki telji rétt að dómstólar þeirra taki réttmætt tillit til þeirra fordæma sem dómstóll Evrópubandalagsins markar varðandi ákvæði Brusselsamningsins við túlkun Lúganósamningsins. Rökin fyrir þessu eru þau sömu og fyrr voru nefnd.

8.    Helstu fjárhagslegu áhrif Lúganósamningsins.
    Ætla má að Lúganósamningurinn muni hafa í för með sér hagræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ljóst er að það mun spara útgjöld og koma í veg fyrir tafir og óþægindi að unnt er að höfða mál á því varnarþingi á samningssvæðinu sem eðlilegast er og að dóm ur þar er aðfararhæfur hvar sem er á svæðinu.
    Hugsanlegt er að innlendir dómstólar verði fyrir auknu álagi vegna mála sem höfð uð verða með stoð í Lúganósamningnum. Þó má ætla að þetta álag muni jafnast út vegna mála sem ætla má að höfðuð verði í öðrum aðildarríkjum á grundvelli samningsins.
    Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skal sá sem fullnustu krefst njóta allrar þeirrar aðstoðar eða undanþága frá kostnaði eða gjöldum sem framast eru veittar með lögum í því ríki þar sem fullnustu er krafist ef hann hefur að öllu leyti eða að hluta notið að lögum fjárhagslegr ar aðstoðar við málareksturinn eða verið undanþeginn kostnaði eða gjöldum við þá máls meðferð sem um getur í 32.–35. gr. samningsins. Þetta þýðir væntanlega að sá sem hef ur notið fjárhagslegrar aðstoðar við málarekstur í dómsríki skuli sjálfkrafa njóta fjár hagslegrar aðstoðar við fullnustu hér á landi og það án tillits til tekna hans og e.t.v. ann arra skilyrða sem nú eru í lögum. Þessi regla kann því e.t.v. að leiða til aukinna útgjalda að því leyti sem reglur um fjárhagslega aðstoð við málarekstur eru frjálslegri í öðrum að ildarríkjum en hér á landi.
    Í heild má ætla að ólíklegt sé að Lúganósamningurinn muni hafa í för með sér veru legan kostnað fyrir íslenska ríkið eða valda dómstólum landsins verulega auknu starfs álagi.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Með grein þessari er stjórnvöldum veitt heimild til að fullgilda Lúganósamninginn ásamt bókunum hans fyrir Íslands hönd.
    Samningurinn í heild sinni ásamt bókunum og yfirlýsingum sem honum fylgja er prentaður sem fylgiskjal með frumvarpinu, annars vegar íslenski textinn sem verður fylgiskjal með lögunum og hins vegar enski textinn sem er prentaður sem fylgiskjal III.

Um 2. gr.


    Hér er kveðið á um að ákvæði Lúganósamningsins skuli hafa lagagildi hér á landi. Sama gildir um bókanir hans. Þær þrjár yfirlýsingar sem fylgja fá hins vegar ekki laga gildi enda er efni þeirra þannig að ekki er ástæða til þess. Ástæðan fyrir því að þörf er á að lögtaka Lúganósamninginn er sú að mörg ákvæði hans eru með þeim hætti að þau veita einstaklingum og lögaðilum réttindi og leggja á þá skyldur. Slík ákvæði eru til þess fallin að hafa svonefnd bein réttaráhrif. Af sömu ástæðum verður að reikna með því að dómstólar skuli beita þessum ákvæðum og túlka þau. Til að ná þessum áhrifum fram er nauðsynlegt að lögtaka sjálf samningsákvæðin. Sú aðferð að lögtaka þjóðréttarsamninga í heild eða að verulegu leyti er ekki algeng hér á landi en þekkist samt. Í því sambandi má nefna lög nr. 30/1932 um viðurkenningu og fullnægju norrænna dóma og lög nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem meginmál EES-samningsins var tekið í lög ásamt tilteknum ákvæðum í viðaukum hans. Fleiri dæmi má nefna, svo sem lög nr. 62/1994, um mannréttindasáttmála Evrópu. Þess skal og getið að Brusselsamningurinn sem EB-ríki hafa sín í milli og fjallar um sama efni og Lúganósamningurinn var lögtek inn í heild í flestum ef ekki öllum aðildarríkjum EB, þar á meðal í Danmörku, á sínum tíma.
    Þó að mörg ákvæði Lúganósamningsins séu til þess fallin að hafa bein réttaráhrif eru þó önnur ákvæði þess eðlis að þau kveða aðeins á um skyldur aðildarríkjanna sjálfra. Engu að síður þykir eðlilegt að taka samninginn í heild sinni í íslensk lög enda eru mörg fordæmi fyrir þeirri aðferð. Það verður síðan hlutverk dómstólanna að skera úr um hvaða ákvæði hans það eru sem eiga að fá bein réttaráhrif hér á landi og hver ekki.
    Hafa verður í huga að Lúganósamningurinn er einnig þjóðréttarsamningur og því háð ur þeim lagareglum um túlkun sem um það gilda. Skal þá fyrst nefnt að hann er sam inn á 14 tungumálum sem öll eru jafn rétthá, sbr. 69. gr. samningsins. Í annan stað skal nefnt að við túlkun og beitingu Lúganósamningsins verður að taka tillit til ýmissa er lendra dómsúrlausna og jafnvel skýringarrita sem fyrir liggja um ákvæði hans. Að öðr um kosti er hætt við að ekki verði unnt að ná því meginmarkmiði samningsins að hon um verði beitt og hann túlkaður með sama eða svipuðum hætti í öllum aðildarríkjunum.
    Þess skal að lokum getið að verði Lúganósamningurinn lögfestur hér á landi ber að líta á hann sem sérlög með hliðsjón af öðrum ákvæðum laga, einkum réttarfarsákvæð um. Þetta þýðir að ákvæði hans skuli skýrð svo að þau gangi framar öðrum ósamrým anlegum ákvæðum nema atvik leiði ótvírætt til annarrar niðurstöðu.

Um 3. gr.


    Í 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins er vísað til 1. tölul. 5. gr. og b-liðar 1. tölul. 16. gr. Lúganósamningsins.
    Með I. gr. a í bókun nr. 1 við Lúganósamninginn hefur Sviss áskilið sér rétt til að dómar samkvæmt 1. tölul. 5. gr. samningsins skuli hvorki viðurkenndir né þeim full nægt í Sviss þegar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi. Þessi fyrirvari stafar af ákvæðum í stjórnarskrá Sviss og mun gilda hið lengsta til 31. desember 1999. Þrátt fyrir þennan fyr irvara af hálfu Sviss þykir ekki ástæða til annars en að viðurkenna og fullnægja sviss neskum dómum sem kunna að ganga gegn aðila sem er búsettur hér á landi.
    Samkvæmt I. gr. b í sömu bókun getur ríki gert fyrirvara um viðurkenningu og fulln ustu dóma sem kveðnir eru upp í öðrum samningsríkjum ef dómsvald dómstólsins í dóms ríkinu byggist á ákvæðum b-liðar 1. tölul. 16. gr. Ákvæði þetta fjallar um svonefnt skylduvarnarþing í málum um fasteignaleigusamninga sem gerðir eru um tímabundin per sónuleg afnot til allt að sex mánaða óslitið. Frakkland hefur gert þennan fyrirvara. Ef Ís land gerir ekki sérstakan fyrirvara um þetta mundi væntanlega leiða af gagnkvæmnis sjónarmiðum og af 21. gr. Vínarsamningsins frá 1969 um alþjóðlegan samningarétt (Ís land er þó ekki aðili að þessum samningi en samningurinn er af mörgum talinn gildandi þjóðaréttur) að sambærilegir dómar frá þeim ríkjum, sem gera fyrirvarann, yrðu heldur ekki viðurkenndir né þeim fullnægt hér á landi. Ekki þykir þó ástæða til annars en að við urkenna og veita fullnustu dómum frá dómstólum þeirra samningsríkja sem ganga á grundvelli fyrrgreinds varnarþings þó að ekki sé um gagnkvæmni á þessu sviði að ræða. Þess er og sérstaklega að geta að umrætt varnarþingsákvæði er byggt á líkum sjónar miðum og gildandi íslensk lög, sbr. 34. gr. laga um meðferð einkamála í héraði, nr. 91/1991.
    Í 2. mgr. II. gr. bókunar nr. 1 er ákveðið að ekki þurfi að viðurkenna eða fullnægja dómi sem kveðinn hefur verið upp í samningsríki þegar svo stendur á að dæmt hefur ver ið um kröfu borgararéttar eðlis í refsimáli ef varnaraðili átti þess ekki kost að taka til varna í málinu. Ákvæði 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins kveður á um að slíkir dómar sem kveðnir kunna að vera upp í öðru samningsríki skuli hvorki hljóta viðurkenningu né þeim fullnægt hér á landi.

Um 4. gr.


    Samkvæmt 3. mgr. 61. gr. Lúganósamningsins öðlast hann gildi fyrsta dag þriðja mán aðar eftir þann dag þegar tvö ríki, og skal annað þeirra vera aðili að EB en hitt að EFTA, hafa afhent fullgildingarskjöl sín. Þessu skilyrði hefur nú verið fullnægt. Skv. 4. mgr. sömu greinar öðlast samningurinn gildi gagnvart hverju öðru ríki sem undirritar hann fyrsta dag þriðja mánaðar eftir að það ríki hefur afhent fullgildingarskjal sitt.
    Þegar fullgildingarskjal Íslands hefur verið afhent mun utanríkisráðuneytið birta aug lýsingu í C-deild Stjórnartíðinda um hvenær samningurinn tekur gildi gagnvart Íslandi.

Um 5. gr.


    Af 55. og 56. gr. Lúganósamningsins leiðir að Norðurlandasamningurinn um viður kenningu dóma og fullnægju þeirra frá 16. mars 1932 skal víkja fyrir Lúganósamningn um á þeim sviðum sem hann nær til. Af því leiðir að Norðurlandasamningurinn heldur gildi sínu á öðrum sviðum sem Lúganósamningurinn nær ekki til.


Fylgiskjal I.


Dómar uppkveðnir af dómstól Evrópubandalagsins um túlkun


Brusselsamningsins frá 27. september 1968.



1.    Inngangur.
130.                  Bókunin frá 3. júní 1971 hefur fengið dómstól Evrópubandalagsins vald til að taka ákvörðun um túlkun Brusselsamningsins.
                            Í samningnum frá 9. október 1978 um inngöngu Danmerkur, Írlands og Stóra-Bretlands og Norður-Írlands er í 30. gr. kveðið á um að dómstóllinn hafi enn fremur vald til að taka ákvörðun að því er varðar túlkun á þeim samningi. Ákvæði 10. gr. samnings frá 25. október 1982 um inngöngu Grikklands inniheldur hlið stætt ákvæði.
                            Frá 1. júní 1988 eru EB-stofnríkin sex ásamt Danmörku, Írlandi og Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi aðilar að bókuninni.
                            Að því er varðar umfang þessarar bókunar vísast til bls. 66–70 í skýrslu Jen ard og 255. og 256. tölul. í skýrslu Schlosser.
                            Rétt er þó að hafa í huga að bókunin veitir möguleika á tvenns konar réttar úrræðum: annars vegar að leita eftir forúrskurði og hins vegar málskoti til að leysa úr réttaróvissu. Síðarnefnda úrræðinu hefur enn ekki verið beitt. Það að leita eft ir forúrskurði um álitaefni felur í sér að dómstóll lands, sem á að taka afstöðu til álitaefnis um túlkun samningsins eða bókunarinnar, getur lagt álitaefnið fyrir dóm stól EB og frestað málinu uns hann hefur tekið ákvörðun.
                            Frá því bókunin öðlaðist gildi 1. september 1975 hefur dómstóllinn kveðið upp nærri 60 dóma (sjá 3. lið hér á eftir) og nokkur mál eru þar nú til meðferðar (sjá 4. lið hér á eftir).
                            Eins og þegar hefur verið nefnt í athugasemdum við bókun nr. 2 (sjá 112. og 116. tölul.) var samþykkt í viðræðunum um Lúganósamninginn að ákvæði Brussel samningsins skuli skilin með sama hætti og dómstóllinn hefur túlkað þau og að skýrsla þessi skuli geyma umsögn um hina ýmsu dóma sem dómstóllinn hefur kveðið upp.
                            Þetta er tilgangurinn með kafla þessum.
                            Dómarnir eru ekki raktir í tímaröð, heldur með vísun til þeirra greina Brussel samningsins, bókunarinnar sem honum er tengd og bókunarinnar frá 1971 sem dómstólinn hefur túlkað þar sem þessi háttur hefur virst vera haganlegastur.
                            Það er aðeins niðurstaða dómanna sem er birt í þessum kafla, en ekki forsend ur, nema í alveg sérstökum málum. Þessari skýrslu er ekki ætlað að annast grein ingu á dómum dómstólsins, heldur aðeins að rekja þá túlkun sem dómstóllinn hef ur látið frá sér á ýmsum greinum.


2.    Efni dómanna.
131.       1.    Gildissvið samningsins.
         Réttarfarsreglur landslaga víkja fyrir ákvæðum samningsins á þeim sviðum sem hann tekur til (dómur frá 13. nóvember 1979 í máli 25/79 Sanicentral/Coll in, Ds. 1979, bls. 3423–3431).
    
2.    1. mgr. 1. gr.: Einkamál, þar á meðal verslunarmál.
     1.     Dómstóllinn hefur látið uppi sjálfstæða skilgreiningu á hugtakinu einkamál, þar á meðal verslunarmál. Hann slær því föstu að úrlausn, sem fellur í ágreiningsmáli milli opinbers stjórnvalds og einstaklings, þar sem hið op inbera stjórnvald hefur beitt „stjórnsýslulegri heimild“, falli utan gildissviðs samningsins (dómur frá 14. október 1976 í máli 29/76 LTU/Eurocontrol, Ds. 1976, bls. 1541–1552).
     2.     Hann kemst að sömu niðurstöðu í dómi frá 16. desember 1980 í máli 814/79 hollenska ríkið/Rüffer þar sem hann slær því föstu að hugtakið „einkamál, þar á meðal verslunarmál“, taki ekki til dómsmála sem höfðuð eru af stjórn valdsstofnun fyrir opinberar vatnaleiðir, í þessu tilviki hollenska ríkinu, í því skyni að fá bætt útgjöld við að fjarlægja flak sem stofnunin hafði fjarlægt eða látið fjarlægja samkvæmt alþjóðasamningi (Ds. 1980, bls. 3807–3822).
     3.     Vinnusamningar falla undir gildissvið samningsins (dómur frá 13. nóvem ber 1979 í máli 25/79 Sanicentral/Collin, Ds. 1979, bls. 3423–3431).

3.    2. mgr. 1. gr.
1.a.    Persónuleg réttarstaða manna.
     1.     Úrlausnir dómstóla, þar sem í skilnaðarmáli er veitt leyfi til að beita bráða birgðaúrræðum, falla ekki undir gildissvið samningsins þegar úrræðin snerta eða eru nátengd persónulegri réttarstöðu þeirra manna sem skilnaðarmálið tekur til eða varða fjármunaréttarleg atriði sem eru bein afleiðing hjúskap arins eða slita hans (dómur frá 27. mars 1979 í máli 143/78 De Cavel J./De Cavel L., Ds. 1979, bls. 1055–1068).
     2.     Á hinn bóginn tekur samningurinn annars vegar til fullnustu ákvörðunar um bráðabirgðaúrræði sem franskur dómstóll tók í skilnaðarmáli þar sem öðr um aðilanum var gert að greiða mánaðarlegan lífeyri, og hins vegar til mán aðarlegra bótagreiðslna til bráðabirgða samkvæmt frönskum dómi, upp kveðnum á grundvelli 270. gr. o.áfr. í borgaralögbókinni (Code civil).
                  Dómstóllinn telur framfærsluskylduna falla undir gildissvið samnings ins og telur að meðferð viðbótarkröfu þurfi ekki nauðsynlega að vera tengd meðferð aðalkröfu.
                  Það sem ræður úrslitum um hvort viðbótarkrafa falli undir gildissvið samningsins er undir hvaða réttarsvið krafan fellur, en ekki til hvaða sviðs aðalkrafan telst (dómur frá 6. mars 1980 í máli 120/79 De Cavel L./De Cavel J., Ds. 1980, bls. 731–742).
    
1.b.    Fjármál hjóna.
     1.     Hugtakið „fjármál hjóna“ nær ekki aðeins til fjármála sem í lögum einstakra ríkja eru sniðin sérstaklega og einvörðungu að hjúskapnum, heldur enn frem ur til allra fjármunaréttarlegra málefna sem stafa beint af hjúskapnum eða slitum hans (dómur frá 27. mars 1979 í máli 143/78 De Cavel Jacques/De Cavel Louise, Ds. 1979, bls. 1055–1068).
     2.     Beiðni um bráðabirgðaúrræði sem hefur það að markmiði að endurheimta skjal til að koma í veg fyrir að það verði notað sem sönnunargagn í máli varðandi umsjón eiginmanns með eign eiginkonunnar fellur ekki undir gild issvið samningsins ef þessi umsjón stendur í nánum tengslum við þau eign arréttartengsl sem leiðir beint af hjúskapnum (dómur frá 31. mars 1982 í máli 25/81 W./H., Ds. 1982, bls. 1189–1205).
    
2.    Gjaldþrot.
    Dómur, uppkveðinn af frönskum einkamáladómstóli yfir raunverulegum for svarsmanni lögpersónu skv. 99. gr. franskra laga frá 13. júlí 1967 þar sem hon um er gert að greiða fjárhæð til gjaldþrotabúsins, skal talinn kveðinn upp í gjald þrotamáli eða svipuðu máli (dómur frá 22. febrúar 1979 í máli 133/78 Gourda in/Nadler, Ds. 1979, bls. 733–746).
    
4.    1. tölul. 5. gr.: Mál sem varða samninga.    
     1.     Ákveða skal þann stað þar sem skuldbindingu skal efna á grundvelli þeirra laga sem beita skal um hina umdeildu skuldbindingu samkvæmt lagaskila reglum við þann dómstól sem málinu er stefnt fyrir (dómur frá 6. október 1976 í máli 12/76 Tessili/Dunlop, Ds. 1976, bls. 1473–1487).
     2.     Ef efndastaður samningsskuldbindingar er ákveðinn af aðilunum með sam komulagi sem er gilt samkvæmt landslögum þeim sem gilda um samning inn er dómstóllinn á þeim stað bær til að kveða á um ágreining varðandi þessa skuldbindingu á grundvelli 1. tölul. 5. gr., óháð því hvort formkröf ur skv. 17. gr. eru uppfylltar (dómur frá 17. janúar 1980 í máli 56/79 Zel ger/Salintri, Ds. 1980, bls. 89–98).
     3.     Hugtakið „skuldbinding“ í 1. tölul. 5. gr. vísar til þeirrar samningsskuld bindingar sem er grundvöllur málsóknar og að því er snertir einkaumboðs samning á það við þá skuldbindingu sem hvílir á birgjanum (dómur frá 6. október 1976 í máli 14/76 De Bloos/Boyer, Ds. 1976, bls. 1497–1511).
     4.     Sóknaraðila er enn fremur fært að nota efndavarnarþing skv. 1. tölul. 5. gr. samningsins þegar aðilarnir deila um það hvort komist hafi á samningur sem hin umþrædda krafa er byggð á (dómur frá 4. mars 1982 í máli 38/81 Effer/Kantner, Ds. 1982, bls. 825–836).
     5.     Í tilvikum þar sem krafa er byggð á ýmsum skuldbindingum sem eiga rót sína í umboðssamningi milli launþega sem er ekki sjálfstæður og fyrirtæk is er það sú skuldbinding sem einkennir samninginn, þ.e. staðurinn þar sem framkvæma á vinnuna, sem hafa ber í huga við beitingu 1. tölul. 5. gr. samn ingsins (dómur frá 26. maí 1982 í máli 133/81 Ivenel/Schwab, Ds. 1982, bls. 1891–1902).
     6.     Hugtakið „mál sem varða samninga“ skal líta á sem sjálfstætt hugtak. Skuld bindingar um að greiða peningafjárhæð, sem rísa af félagsaðild milli félags og félagsmanna þess, skulu teljast falla undir hugtakið „mál sem varða samninga“ óháð því hvort hlutaðeigandi skuldbindingar byggja beint á fé lagsskráningunni eða á ákvörðunum sem eru teknar af stofnunum félagsins (dómur frá 22. mars 1983 í máli 34/82 Peters/Znav, Ds. 1983, bls. 987–1004).
     7.     Sú skuldbinding, sem er afgerandi við ákvörðun á efndastað skv. 1. tölul. 5. gr., er í máli sem varðar þóknun til arkitekts sem hafði fengið byggingar verkefni framselt, sú samningsskuldbinding sem beinlínis liggur til grund vallar í málinu.
                  Í málinu var skuldbindingin greiðsla fjárhæðar sem átti að greiðast á þeim stað þar sem varnaraðili átti heimili.
                  Staðurinn, þar sem greiðsla á að fara fram, er ákveðinn samkvæmt þeim lögum sem gilda um samninginn (dómur frá 15. janúar 1987 í máli 266/85 Shenavai/Kreischer, OJ nr. C 39 frá 17. febrúar 1987, bls. 3).
     8.     a)    Að því er snertir álitaefnið, hvort kröfu um bætur fyrir skyndilega og ólögmæta riftun samnings eigi að meðhöndla sem mál er varðar samn inga eða mál um bætur utan samninga, hefur dómstóllinn dæmt að „mál um ólögmæta riftun sjálfstæðs samnings um umboð og um greiðslu um boðsþóknunar samkvæmt slíkum samningi sé mál sem varðar samning skv. 1. tölul. 5. gr. Brusselsamningsins“ (dómur frá 8. mars 1988 í máli nr. 9/87 Arcado/Haviland, OJ nr. C 89 frá 6. apríl 1988, bls. 9).
        b)    Ítrekað er að orðin „mál sem varða samninga“ skuli skoðast sem „sjálf stætt“ hugtak (dómur frá 22. mars 1983 í máli 34/82 Peters/Znav).
        c)    Bætur fyrir ólögmæta riftun samnings er rökstudd sem vanefnd á að standa við samningsskuldbindingu.
        d)    Að lokum vísar dómstóllinn til Rómarsamningsins frá 19. júlí 1980 um það hvaða lögum skuli beita um samningsskuldbindingar, en skv. 10. gr. hans falla áhrif vanefndar að nokkru eða öllu leyti á skuldbindingum sem leiða af samningi, og þar af leiðandi sú samningsréttarlega ábyrgð sem hvílir á þeim aðila sem á sök á vanefndinni, undir gildissvið þeirra laga sem gilda um samninginn (dómur frá 8. mars 1988 í máli 9/87 Arcado/Haviland, OJ nr. C 89 frá 6. apríl 1988, bls. 9).
    
5.    2. tölul. 5. gr.: Mál sem varða framfærsluskyldu.
    Framfærsluskylda fellur undir gildissvið samningsins, einnig þótt verið sé að fjalla um viðskeytta kröfu í tengslum við hjónaskilnaðarmál (dómur frá 6. mars 1980 í máli 120/79 De Cavel L./De Cavel J., Ds. 1980, bls. 731).

6.    3. tölul. 5. gr.: Mál um skaðabætur utan samninga.
     1.     Hugtakið „sá staður þar sem tjónsatburðurinn varð“ ber að skilja svo að það taki bæði til þess staðar þar sem tjónið varð og enn fremur þess staðar þar sem tjóninu var valdið.
                  Af þessu leiðir að sóknaraðili getur valið um hvort hann lögsækir varn araðila fyrir dómstóli á þeim stað þar sem tjónið varð eða fyrir dómstóli þar sem sú athöfn átti sér stað sem var orsök tjónsins (dómur frá 30. nóvem ber 1976 í máli 21/76 Bier, Reinwater/Mines de potasse d'Alsace, Ds. 1976, bls. 1735–1748).
     2.     a)    Hugtakið „mál um skaðabætur utan samninga“ í 3. tölul. 5. gr. samn ingsins ber að skoða sem sjálfstætt hugtak sem nær yfir sérhverja kröfu um að á varnaraðila verði lögð skaðabótaábyrgð sem ekki snertir samn ing í skilningi 1. tölul. 5. gr.
         b)    Dómstóll, sem er bær skv. 3. tölul. 5. gr. til að kveða á um þann hluta kröfu sem byggist á reglunum um bætur utan samninga, er ekki bær til þess að kveða á um aðra þætti sömu kröfu sem styðst við aðrar reglur (dómur frá 27. september 1988 í máli 189/87 Kalfelis/Schröder, OJ nr. C 281 frá 4. nóvember 1988, bls. 18).
    
7.    5. tölul. 5. gr.: Hugtakið „útibú, umboðsskrifstofa eða svipuð starfsemi“.
     1.     Umboðsaðila samkvæmt einkaumboðssamningi er ekki unnt að líta á sem stjórnanda hlutaðeigandi birgja í útibúi, umboðsskrifstofu eða svipaðri starf semi á vegum hins síðarnefnda í þeim skilningi sem 5. tölul. 5. gr. gerir ráð fyrir þegar hann lýtur ekki eftirliti hans eða stjórn (dómur frá 6. október 1976 í máli 14/76 De Bloos/Bouyer, Ds. 1976, bls. 1497–1511).
     2.     Dómstóllinn leggur sjálfstæða túlkun í hugtakið „rekstur útibús, umboðs skrifstofu eða svipaðrar starfsemi“:
         a)    Hugtakið útibú, umboðsskrifstofa eða svipuð starfsemi gerir ráð fyrir að reksturinn fari fram frá bækistöð sem út á við kemur fram sem varan legur umboðsaðili aðalstarfseminnar, með stjórn og þannig búin efnis lega að hún geti samið við þriðja mann, þannig að hann, þótt honum sé kunnugt um að hugsanlega stofnist réttarsamband við aðalstarfsemina sem hefur aðsetur erlendis, þurfi ekki að leita beint þangað, heldur geti hann gert samninga á hinni rekstrarlegu bækistöð sem er umboðsaðili fyrir að alstarfsemina.
         b)     Hugtakið rekstur nær yfir:
                  (1)    Ágreining um réttindi eða skyldur innan eða utan samninga í tengsl um við eiginlegan rekstur viðkomandi útibús, umboðsskrifstofu eða svipaðrar starfsemi, svo sem ágreining um leigumála húsnæðis sem þessi starfsemi hefur komið sér fyrir í eða ráðningu starfsmanns sem er ráðinn til starfa þar á staðnum.
                  (2)    Ágreining um þær skuldbindingar sem hin rekstrarlega bækistöð, eins og lýst er hér að framan, hefur tekist á hendur fyrir hönd aðalstarf seminnar og sem á að efna í samningsríki því þar sem bækistöðinni hefur verið komið fyrir.
                  (3)    Ágreining um skuldbindingar utan samninga sem leiðir af þeirri starf semi sem hlutaðeigandi útibú, umboðsskrifstofa eða svipuð starf semi, í þeim skilningi sem að framan greinir, hefur tekist á hendur vegna aðalstarfseminnar á þeim stað þar sem bækistöðinni hefur ver ið komið fyrir (dómur frá 22. nóvember 1978 í máli 33/78 Som afer/Ferngas, Ds. 1978, bls. 2183–2195).
     3.     „Sjálfstæður umboðsaðili“ uppfyllir ekki þau skilyrði sem eru dæmigerð fyr ir útibú þegar hann getur að eigin vild skipulagt starfsemi sína, svo fram arlega sem fyrirtækið sem hann er fulltrúi fyrir getur ekki bannað honum að vera samtímis fulltrúi fleiri fyrirtækja og svo framarlega sem hann sér að eins um að framsenda pantanir til aðalstarfseminnar án þess að eiga þátt í framgangi eða efnd pantananna (dómur frá 18. mars 1981 í máli 139/80 Blanckaert & Willems/Trost, Ds. 1981, bls. 819–830).
     4.     5. tölul. 5. gr. ber að túlka með þeim hætti að lögpersónu sem hefur verið komið á fót í aðildarríki megi lögsækja samkvæmt ákvæðinu þótt ekki sé rekið útibú, umboðsskrifstofa eða starfsemi án sjálfstæðrar stöðu í hlutað eigandi öðru aðildarríki þegar atvinnurekstur lögpersónunnar fer þar fram hjá félagi sem er sjálfstætt en ber sama nafn og hefur sömu stjórn sem fer með og gerir samninga fyrir lögpersónuna og sem það notar með sama hætti sem umboðsaðila sinn (dómur frá 9. desember 1987 í máli 218/86 Schotte/Rotschild, OJ nr. C 2 frá 6. janúar 1988, bls. 3).

7.a.    1. tölul. 6. gr.: Tilvik þegar margir eru lögsóttir.
    Til þess að unnt sé að beita 1. tölul. 6. gr. þarf að liggja fyrir að hinar ýmsu kröfur séu þannig af sömu rót runnar, sem einn og sami stefnandi getur haft uppi gegn hinum ýmsu varnaraðilum, að það sé æskilegt að lagður verði dómur á þær samtímis þannig að komast megi hjá því að úrlausnirnar, ef þær yrðu dæmdar hver í sínu lagi, verði ósamræmanlegar (dómur frá 27. september 1988 í máli 189/87 Kalfelis/Schröder, OJ nr. C 281 frá 4. nóvember 1988, bls. 18).

8.    13. gr.: Lausafjárkaup með afborgunarskilmálum og lán sem endurgreiða skal með afborgunum.
    Dómstóllinn gefur óbeint sjálfstæða skýringu á hugtakinu „lausafjárkaup með afborgunarskilmálum“ þar sem hann slær því föstu að þetta hugtak beri ekki að skilja svo að það taki til kaupa félags á vél hjá öðru félagi gegn greiðslu með víxlum sem falla í gjalddaga með afborgunum.
    Hin hagstæða varnarþingsregla er aðeins áskilin kaupendum sem þarfnast verndar (dómur frá 21. júní 1978, mál 150/77 Bertrand/Ott, Ds. 1978, bls. 1431–1447).
    Það athugist að þessari grein var breytt með samningnum frá 1978 þannig að hún er í samræmi við dóminn.

9.    1. tölul. 16. gr.: Mál varðandi fasteignir.
     1.     Hugtakið „mál um . . .  leigu fasteignar“ ber ekki að túlka svo að það taki til samnings um leigu á rekstri fyrirtækis sem er rekið í fasteign sem leigusali hefur tekið á leigu frá þriðja manni.
                  1. tölul. 16. gr. má ekki túlka rúmar en markmið ákvæðisins krefst (dóm ur frá 14. desember 1977 í máli 73/77 Sanders/Van der Putte, Ds. 1977, bls. 2382–2391).
     2.     1. tölul. 16. gr. gildir um alla samninga um leigu fasteigna (dómur frá 15. janúar 1985 í máli 241/83 Rösler/Rottwinkel, Ds. 1985, bls. 99–129).
                  Það er ekki tekið tillit til þessa vægast sagt umdeilda dóms í Lúganósamningnum (sjá 50. og 51. tölul.). Dómurinn svarar heldur ekki til þess skilnings sem höfundar samningsins frá 1968 höfðu (sjá bls. 35 í skýrslu Jenard og 164. tölul. í skýrslu Schlossers).
     3.     1. tölul. 16. gr. ber að túlka svo að í ágreiningsmáli, þar sem ákveða þarf hvort fyrir hendi sé leigusamningur um fasteign sem er í tveimur aðildar ríkjum (í þessu tilviki Belgíu og Hollandi), eru dómstólar í báðum ríkjun um hver fyrir sig einir bærir til að kveða á um þann hluta fasteignarinnar sem er í ríki þeirra (dómur frá 6. júlí 1988 í máli 158/87 Scherens/Maen hout og van Poucke, OJ nr. C 211 frá 11. ágúst 1988, bls. 7).

10.    4. tölul. 16. gr.: Mál varðandi einkaleyfi.
    Sjá dóm frá 15. nóvember 1983 í máli 288/82 Duijinstee/Goderbauer, Ds. 1983, bls. 3663–3679.

11.    5. tölul. 16. gr.: Málsókn til að verjast fullnustu.
    Málsókn, sem er hafin til að verjast fullnustu, eins og fjallað er um í 767. gr. þýsku laganna um réttarfar í einkamálum (Zivilprozessordnung), fellur sem slík undir varnarþingsregluna í 5. tölul. 16. gr. samningsins, en síðarnefnda ákvæð ið heimilar hins vegar ekki að gagnkröfu í máli til að verjast fullnustu sem er rekið fyrir dómstólum í samningsríki, þar sem fullnustustaðurinn er, sé haldið fram til að mæta kröfu sem fullnustu er óskað á þegar sjálfstæð greiðsla á hlut aðeigandi gagnkröfu mundi falla utan við valdsvið nefndra dómstóla.
    Samkvæmt skilningi dómstólsins er hér um að ræða augljósa misbeitingu rétt arfarsreglna af hálfu stefnanda með það að markmiði að fá óbeint dæmda hjá þýskum dómstólum kröfu sem dómsvald þeirra samkvæmt samningnum nær ekki til (dómur frá 4. júlí 1985 í máli 220/84 AS Autoteile/Malhe, Ds. 1985, bls. 2267–2279).

12.    17. gr.: Samningar um varnarþing.
     1.     a)    Krafa, sem nefnd er í 1. mgr. 17. gr. um að samningur um varnarþing skuli vera skriflegur, telst því aðeins uppfyllt að því er varðar almenna viðskiptaskilmála samningsaðilanna sem eru prentaðir á bakhlið samn ingseyðublaðs að skýlaust sé vísað til þessara viðskiptaskilmála í samn ingi þeim sem samningsaðilarnir undirrita.
         b)    Hafi samningur verið gerður með skírskotun til fyrra tilboðs, þar sem vís að var til almennra viðskiptaskilmála samningsaðila sem hafa að geyma varnarþingsákvæði, telst ákvæðið í 1. mgr. 17. gr. um að hann skuli vera skriflegur því aðeins uppfyllt að tilvísunin sé skýlaus og að viðsemjandi sem sýnir almenna aðgát geti þannig gengið úr skugga um það (dómur frá 14. desember 1976 í máli 24/76 Colzani/Ruwa, Ds. 1976, bls. 1831–1843).
     2.     a)    Hafi samningur verið gerður munnlega teljast formkröfur 1. mgr. 17. gr. því aðeins uppfylltar að skrifleg staðfesting seljanda með tilkynningu um almenna viðskiptaskilmála hans hafi verið skriflega samþykkt af kaup anda.
         b)    Þeirri staðreynd að kaupandi hefur ekki borið fram mótmæli gegn ein hliða staðfestingu viðsemjanda síns er því aðeins unnt að jafna við sam þykki á varnarþingsskilmálunum að munnlegi samningurinn hafi verið lið ur í viðvarandi viskiptasambandi aðilanna sem stofnað var til á grund velli almennra viðskiptaskilmála samningsaðilanna sem hafa að geyma varnarþingsákvæði (dómur frá 14. desember 1976 í máli 25/76 Segoura/Bonakdarian, Ds. 1976, bls. 1851–1863).
     3.     a)    1. mgr. 17. gr. má ekki túlka svo að hún útiloki samning þess efnis að að eins megi lögsækja annan hvorn tveggja aðila kaupsamnings, sem eiga heimili í mismunandi ríkjum, fyrir dómstólum í ríki því þar sem þeir eiga heimili.
        b)    Ákvæðið má ekki túlka svo að það útiloki að sá dómstóll, sem ágrein ingur hefur verið lagður fyrir samkvæmt varnarþingssamningi af því tagi sem að ofan er lýst, geti tekið til greina skuldajöfnuð gegn kröfu sem stendur í tengslum við réttarágreininginn (dómur frá 9. nóvember 1978 í máli 23/78 Meeth/Glacetal, Ds. 1978, bls. 2133–2144).
     4.     a)    Réttarfarsreglur landslaga víkja fyrir ákvæðum samningins á þeim svið um sem falla undir gildissvið hans, og
        b)    í dómsmálum, sem höfðuð eru eftir gildistöku samningsins, skulu varn arþingsákvæði í vinnusamningum, sem gerðir eru fyrir gildistöku samn ingsins, teljast gildir þótt þeir væru ógildir samkvæmt landslögum þeim sem giltu þegar samningurinn var gerður (dómur frá 13. nóvember 1979 í máli 25/79 Sanicentral/Collin, Ds. 1979, bls. 3423–3431).
     5.     Ef efndastaður samningsréttarlegrar skuldbindingar hefur verið ákveðinn af aðilum með samningi, sem gildur er að þeim landslögum sem gilda um samninginn, er dómstóll á þeim stað bær til þess að leysa úr ágreiningi varð andi þessa skuldbindingu samkv. 1. tölul. 5. gr. samningsins, óháð því hvort formskilyrði 17. gr. séu uppfyllt (dómur frá 17. janúar 1980 í máli 56/79 Zelger/Salinitri, Ds. 1980, bls. 89–98).
     6.     Túlka ber 17. gr. á þann veg að landslög samningsríkis geti ekki hindrað að samningur um varnarþing sé gildur eingöngu vegna þess að það tungumál sem notað er sé ekki það tungumál sem mælt er fyrir um í þeirri löggjöf (dómur frá 24. júní 1981 í máli 150/81 Elefanten Schuh/Jacqmain, Ds. 1981, bls. 1671–1690).
     7.     Túlka ber 17. gr. á þann veg að þegar fyrir liggur vátryggingarsamningur milli vátryggjanda og tryggingartaka, sem hefur gert samning í sína þágu og til hagsbóta fyrir þriðja mann, þá geti þriðji maður líka, án þess að hafa per sónulega undirritað varnarþingsákvæði í vátryggingarsamningnum, borið það fyrir sig ef því er að skipta (dómur frá 14. apríl 1983 í máli 201/83 Gerl ing/Ammistrazione del Tesoro dello Stato, Ds. 1983, bls. 2503–2518).
     8.     Að því er varðar farmskírteini hefur dómstóllinn kveðið upp eftirfarandi dóm:
         a)    Farmskírteini það, sem farmflytjandi afhendir sendanda, má líta á sem „samning“, „staðfestan skriflega“ milli aðilanna í skilningi 17. gr. samn ingsins: varnarþingsreglan er gild ef aðilarnir hafa undirritað farmskír teinið. Ef varnarþingsákvæðið er að finna í almennu skilmálunum skal sendandi hafa samþykkt ákvæðið skýlaust og skriflega. Í farmskírteini því sem undirritað er af báðum aðilum skal vera skýlaus tilvísun til almennu skilmálanna. Ef viðvarandi viðskiptasamband ríkir milli farmflytjanda og sendanda, sem í heild sinni ræðst af skilmálum í farmskírteini farmflytj anda, gildir varnarþingsákvæðið, jafnvel þótt ekki liggi fyrir skriflegt samþykki fyrir því.
         b)    Farmskírteinið sem farmflytjandi afhendir sendanda getur gagnvart þriðja manni sem er handhafi farmskírteinisins aðeins verið talið sem „samn ingur“, „staðfestur skriflega“ í skilningi 17. gr., ef þessi þriðji maður er bundinn af samningi við farmflytjandann í samræmi við þær réttarregl ur í landslögum sem gilda, og ef farmskírteinið er skrifleg staðfesting á þeim samningi og uppfyllir með þeim hætti formkröfurnar í 17. gr. (dóm ur frá 19. júní 1984 í máli 71/83 Russ/Nova-Goeminne, Ds. 1984, bls. 2417–2436).
     9.     Dómstóll í samningsríki hefur dómsvald skv. 18. gr. ef sóknaraðili í máli, sem er til meðferðar fyrir þessum dómstóli, hreyfir ekki mótmælum gegn framborinni gagnkröfu, sem ekki byggist á sama samningi eða sömu atvik um og aðalkrafan í málinu, þó að samningur hafi verið gerður um gagn kröfuna með gildum hætti skv. 17. gr. og dómstóll í hinu samningsríkinu hefur einn dómsvald samkvæmt þeim samningi (dómur frá 7. mars 1985 í máli 48/84 Spitzley/ Sommer, Ds. 1985, bls. 787–800).
     10.     Túlka ber 1. mgr. 17. gr. á þann veg að formkrafa ákvæðisins telst uppfyllt þegar leitt hefur verið í ljós að varnarþingsákvæðið hefur verið ákveðið með skýru munnlegu samkomulagi, að skrifleg staðfesting eins aðila samnings ins hefur gengið til hins aðilans og að sá síðarnefndi hafi ekki borið fram mótmæli (dómur frá 11. júlí 1985 í máli 221/84 Berghoefer/Asa, Ds. 1985, bls. 2699–2710).
     11.     Samningur um varnarþing telst ekki hafa verið gerður til hagsbóta fyrir ann an aðilann, sbr. 3. mgr. 17. gr. samningsins, eingöngu vegna þess að aðil arnir hafa samið um að dómsvaldið skuli vera hjá tilteknum dómstóli eða dómstólum í samningsríki þar sem sá aðili á heimili.
                  Samkvæmt skilningi dómstólsins skulu ákvæði sem tilgreina skýlaust þann aðila sem samið er til hagsbóta fyrir og ákvæði, sem enda þótt þau til greini fyrir hvaða dómstól hvor aðila á að stefna hinum veita öðrum aðil anum meira valfrelsi um varnarþing, teljast vera ákvæði sem samkvæmt hljóðan sinni aðeins er samið um til hagsbóta fyrir annan aðilann (dómur frá 24. júní 1986 í máli 22/85, Anterist/Credit Lyonnais, OJ nr. C 196 frá 5. ágúst 1986).
     12.     17. gr. ber að túlka á þann veg að svo fremi að skriflegur samningur, sem hefur að geyma varnarþingsákvæði og sem samkvæmt efni sínu er aðeins unnt að framlengja með skriflegum samningi, er runninn úr gildi, en er samt sem áður áfram réttarlegur grundvöllur samningssambands milli aðilanna, uppfylli ákvæðið þær formreglur sem eru ákveðnar í greininni ef aðilarnir geta samkvæmt gildandi lögum framlengt upprunalega samninginn án þess að það gerist skriflega, eða ef annar aðilanna annars staðfestir varnarþings ákvæðið skriflega eða öll þau ákvæði sem fleytt er áfram með þegjandi sam komulagi, og sem meðal annars tekur til þessa ákvæðis án þess að hinn að ilinn sem hefur móttekið staðfestinguna hreyfi mótmælum (dómur frá 11. nóvember 1986 í máli 313/85 Iveco Fiat/van Hool, OJ nr. C 308 frá 2.12.1986, bls. 4).

13.    18. gr.: Þegjandi samþykki.
     1.     a)    18. gr. gildir líka þegar aðilarnir hafa gert samning um að dómstólar í öðru ríki skuli fara með dómsvald þar sem 17. gr. er ekki meðal þeirra undantekninga sem 18. gr. nefnir.
         b)    18. gr. gildir þegar varnaraðili hefur ekki aðeins borið fram mótmæli gegn dómsvaldi dómstóls heldur einnig lagt fram kröfu um efnisatriði, svo fremi að mótmælin um dómsvaldið, ef þau eru ekki borin fram á undan sérhverjum efnislegum mótmælum, eiga sér þó ekki stað eftir það tíma mark sem telja má unnt að koma fram vörnum í samræmi við réttarfar samkvæmt landslögum fyrir þann dómstól sem málinu er stefnt fyrir (dómur frá 24. júní 1981 í máli 150/81 Elefanten Schuh/Jacqmain, Ds. 1981, bls. 1671–1690).
                       Sjá enn fremur dóm frá 22. október 1981 í máli 27/81 Rohr/Ossberger, dóm frá 31. mars 1982 í máli 25/81 W/H og dóm frá 14. júlí 1983 í máli 201/82 Gerling/Amministrazione del Tesoro delle Stato.
     2.     Dómstóll í samningsríki hefur dómsvald skv. 18. gr. samningsins frá 27. september 1968 um dómsvald dómstóla og um fullnustu dóma í einkamál um, þar á meðal verslunarmálum, þegar sóknaraðili máls sem er til með ferðar hjá þeim dómstóli hefur ekki uppi mótmæli gegn því að fram sé lögð gagnkrafa, sem ekki á rót í sama samningi eða sömu atvikum og aðalkraf an í málinu, og samningur hefur verið gerður um svo gilt sé skv. 17. gr. þannig að dómstólar í öðru samningsríki fá einir dómsvald (dómur frá 7. mars 1985 í máli 48/84 Spitzley/Sommer, Ds. 1985, bls. 787–800).

14.    19. gr.: Könnun á varnarþingi.
    Samkvæmt 19. gr. á dómstóll í samningsríki að lýsa því sjálfkrafa yfir að hann skorti dómsvald í öllum tilvikum þegar hann kemst að því að dómstóll í öðru samningsríki hafi einn dómsvald skv. 16. gr. samningsins þrátt fyrir að rétt arfarsreglur í löggjöf landsins um málskot til ógildingar takmarki vald dómstóls ins til að leggja dóm á þær málsástæður sem aðilarnir hafa borið fram (dómur frá 15. nóvember 1983 í máli 288/82 Duijnstee/Goderbauer, Ds. 1983, bls. 3663–3679).

15.    21. gr.: „Litis pendens“.
     1.     Sjá dóm frá 7. júní 1984 í máli 129/83 Zelger/Salinitri.
     2.     Hugtakið „litis pendens“, sbr. 21. gr., tekur til tilvika þar sem annar samn ingsaðilinn fer þess á leit við dómstól í samningsríki að hann lýsi ógildan eða felli úr gildi alþjóðlegan sölusamning á sama tíma og hinn aðilinn krefst þess hjá dómstóli í öðru samningsríki að samningurinn verði efndur eftir efni sínu.
                  Það athugist enn fremur að hugtök þau, sem notuð eru í 21. gr. til að ákveða hvort fyrir liggi „litis pendens“, ber samkvæmt skilningi dómstóls ins að skoða sem sjálfstæð hugtök (dómur frá 8. desember 1987 í máli 144/86 Gubisch/Palumbo, OJ nr. C 8 frá 13. janúar 1988, bls. 3).

16.    22. gr.: Skyldar kröfur.
    22. gr. fjallar ekki um reglur um dómsvald dómstóla.
    Hún gildir aðeins þegar innbyrðis tengd mál eru höfðuð fyrir dómstólum í tveimur eða fleiri samningsríkjum (dómur frá 24. júní 1981 í máli 150/81 Ele fanten Schuh/Jacqmain, Ds. 1981, bls. 1671–1690).

17.    24. gr.: Bráðabirgðaúrræði, þar með talin tryggingarúrræði.
     1.     Það er ekki eðli bráðabirgðaúrræðanna í sjálfu sér heldur eðli þeirra rétt inda sem þeim er ætlað að vernda sem ræður úrslitum um það hvort gild issvið samningsins nær til þeirra (dómur frá 27. mars 1979 í máli 143/78 De Cavel Jacques/De Cavel Louise, Ds. 1979, bls. 1055–1068).
     2.     Að því er varðar fullnustu dómsúrlausna sem heimila bráðabirgðaúrræði, þar með talin tryggingarúrræði, vísast til 27. gr. hér á eftir (dómur frá 21. maí 1980 í máli 125/78 Denilauler/Couchet, Ds. 1980, bls. 1553–1572).
     3.     Bráðabirgðaúrræði, þar á meðal tryggingarúrræði sem snerta atriði sem eru útilokuð frá gildissviði samningsins, er ekki unnt að draga undir gildissvið hans með skírskotun til 24. gr. (dómur frá 31. mars 1982 í máli 25/81 W./H., Ds. 1982, bls. 1189–1205).

18.    26. gr.: Viðurkenning.
    Erlend dómsúrlausn, sem er viðurkennd skv. 26. gr., á að meginreglu til að hafa sömu áhrif í því ríki sem beiðninni er beint til og í dómsríkinu.
    Þetta gildir þó með fyrirvara um þær varnarástæður sem eru ákveðnar í samn ingnum (dómur frá 4. febrúar 1988 í máli 145/86 Hoffmann/Krieg; sjá enn frem ur í tengslum við sama mál túlkun dómstólsins á 1. og 3. tölul. 27. gr., 31. gr. og 36. gr., OJ nr. C 63 frá 8. mars 1988, bls. 6).

19.    1. tölul. 27. gr.: Allsherjarregla.
    Beiting ákvæðisins um allsherjarreglu, sem á aðeins við í alveg sérstökum til vikum, . . .  er undir öllum kringumstæðum útilokuð þegar álitaefnið er að er lendur dómur er ósamrýmanlegur innlendum dómi. Slík álitaefni á að leysa á grundvelli 3. tölul. 27. gr. er varðar það þegar erlendur dómur er ósamrýman legur dómi milli sömu aðila sem kveðinn hefur verið upp í ríki því þar sem við urkenningar er krafist (dómur frá 4. febrúar 1988 í máli 145/86 Hoffmann/Krieg, OJ nr. C 63 frá 8. mars 1988, bls. 6).

20.    2. tölul. 27. gr.: Vernd varnaraðila til að gæta hagsmuna sinna undir rekstri málsins.
     1.     Dómar, sem heimila bráðabirgðaúrræði, þar á meðal tryggingarúrræði, sem kveðnir eru upp án þess að sá aðili sem þeir beinast gegn hafi fengið til kynningu og sem á að fullnægja án þess að birting hafi átt sér stað fyrir fram, falla ekki undir reglurnar um viðurkenningu og fullnustu í III. hluta samningsins (dómur frá 21. maí 1980 í máli 125/78 Denilauler/Couchet, Ds. 1980, bls. 1553–1572).
     2.     Túlka ber 2. tölul. 27. gr. sem hér segir:
        a)    Hugtakið „stefna eða samsvarandi skjal“ nær yfir skjal eins og greiðslu áskorun (Zahlungsbefehl) í þýskum rétti.
         b)    Dómur á borð við aðfararhæfa ávörðun (Vollstreckungsbefehl) sam kvæmt þýskum rétti fellur ekki undir hugtakið „stefna eða samsvarandi skjal“.
         c)    Við ákvörðun á því hvort varnaraðili hafi getað gætt hagsmuna sinna í skilningi 2. tölul. 27. gr. á dómstóll í viðurkenningar- og fullnusturík inu eingöngu að taka tillit til þess frests — á borð við þann sem gildir samkvæmt þýskum rétti til að hreyfa mótbárum (Widerspruch) — sem varnaraðili hefur til umráða til að afstýra því að útivistardómur sem full nægja má á grundvelli samningsins gangi.
        d)    2. tölul. 27. gr. gildir enn fremur þegar varnaraðili hefur óskað eftir end urupptöku á dómi þeim sem gekk í útivistarmáli og dómstóll í dómsrík inu hefur vísað þeirri beiðni frá með þeim rökum að frestur til þess sé lið inn.
        e)    Jafnvel þótt dómstóll í dómsríkinu hafi, að lokinni sérstakri málsmeð ferð með andmælarétti, komist að því að birtingin eða tilkynningin hafi farið fram samkvæmt settum reglum, áskilur 2. tölul. 27. gr. að dóm stóllinn í viðurkenningar- og fullnusturíkinu framkvæmi athugun á því hvort birtingin eða tilkynningin hafi átt sér stað svo tímanlega að varn araðili hafi getað gætt hagsmuna sinna í málinu.
        f)    Dómstóll í viðurkenningar- og fullnusturíkinu getur að jafnaði takmark að könnun sína við að ganga úr skugga um hvort fresturinn, reiknað frá þeim tíma þegar birtingin eða tilkynningin fór fram samkvæmt settum fyrirmælum, hafi veitt varnaraðila nægilega langan tíma til að gæta hags muna sinna við meðferð málsins; þó getur dómstóllinn tekið afstöðu til þess hvort í því sérstaka máli sem er til meðferðar séu fyrir hendi alveg einstakar aðstæður, þannig að birting, þótt hún hafi farið fram samkvæmt settum fyrirmælum, hafi ekki verið nægileg til þess að unnt sé að reikna frestinn frá nefndu tímamarki.
        g)    52. gr. samningsins og þær aðstæður að dómstóll í viðurkenningar- og fullnusturíkinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að varnaraðili hafi sam kvæmt lögum þess ríkis átt heimili á landsvæði ríksins þegar upphafs skjalið var birt eða tilkynnt hefur ekki áhrif á svör þau sem að ofan grein ir (dómur frá 16. júní 1981 í máli 166/80 Klomps/Michel, Ds. 1981, bls. 1593–1612).
     3.     Dómstóllinn í viðurkenningar- og fullnusturíkinu getur, þegar hann telur að ákvæði 2. tölul. 27. gr. séu uppfyllt, neitað að viðurkenna eða fullnægja dómi, jafnvel þótt dómstóll í dómsríkinu, í samræmi við ákvæði 3. mgr. 20. gr., sbr. 15. gr. Haagsamningsins frá 15. nóvember 1965, hafi talið nægi lega í ljós leitt að varnaraðili sem sætti útivist hafi átt þess kost að fá upp hafsskjalið í hendur nægjanlega tímanlega til að hafa getað gætt hagsmuna sinna undir rekstri málsins (dómur frá 15. júlí 1982 í máli 228/81 Pendy Plastic Products/Pluspunkt, Ds. 1982, bls. 2723–2737).
     4.     a)    2. tölul. 27. gr. gildir, að því leyti sem það snertir þá kröfu sem þar er gerð til að upphafsskjal skuli birt eða tilkynnt nægjanlega tímanlega, enn fremur þegar birtingin eða tilkynningin hefur átt sér stað innan frests sem ákveðinn er af dómstólnum í dómsríkinu eða þegar varnaraðili átti ein göngu eða jafnframt heimili innan lögsögu nefnds dómstóls í dómsrík inu.
        b)    Dómstóll í viðurkenningar- og fullnusturíkinu getur við könnun á því hvort birting fór fram nægjanlega tímanlega enn fremur tekið tillit til sér stakra aðstæðna sem orðið hafa eftir að birtingin fór fram samkvæmt sett um reglum.
        c)    Það að sóknaraðila verður eftir að birting fór fram kunnugt um nýtt heim ilisfang varnaraðila og það að varnaraðila er um að kenna að hið birta málsskjal hefur ekki komist til vitundar hans eru atriði sem dómstóllinn í viðurkenningar- og fullnusturíkinu getur tekið til álita við könnun á því hvort birting hafi átt sér stað nægjanlega tímanlega (dómur frá 11. júní 1985 í máli 49/84 Debaecker & Plouvier/Bouwman, Ds. 1985, bls. 1179–1803).

21.    3. tölul. 27. gr.: Ósamrýmanlegir dómar.
    Erlendur dómur, sem skyldar eiginmann til að greiða eiginkonu sinni með lag á grundvelli þeirrar framfærsluskyldu sem gildir milli hjóna, er skv. 3. tölul. 27. gr. ósamrýmanlegur innlendum dómi um slit á hlutaðeigandi hjúskap (dóm ur frá 4. febrúar 1988 í máli 145/86 Hoffmann/Krieg, OJ nr. C 63 frá 8. mars 1988, bls. 6).

22.    30. og 38. gr.: Hugtakið „venjulegt málskot eða endurupptaka“.
    Dómstóllinn hefur látið í ljós sjálfstæða skilgreiningu á hugtakinu „venju legt málskot eða endurupptaka“. Með „venjulegu málskoti eða endurupptöku“ er átt við sérhvert réttarúrræði sem:
 a)    getur leitt til þess að sá dómur, sem er andlag viðurkenningar- eða fullnustu meðferðarinnar, verði felldur úr gildi eða honum breytt, og
 b)    hrinda þarf af stað í dómsríkinu innan frests sem ákveðinn er með lögum og leiðir af dómnum sjálfum (dómur frá 22. nóvember 1977 í máli 43/77 Industrial Diamond/Riva, Ds. 1977, bls. 2175–2191).

23.    31. gr.: Fullnusta.
     1.     Ákvæði samningsins koma í veg fyrir að aðili, sem í samningsríki hefur fengið dóm sem er honum í vil og sem skv. 31. gr. er unnt að árita um fulln ustu í öðru samningsríki, geti hjá dómstóli í síðarnefnda ríkinu lagt fram kröfu um að hinn málsaðilinn verði dæmdur til einhvers sem hann hefur þeg ar verið dæmdur til í fyrrnefnda ríkinu (dómur í máli 42/76 De Wolf/Cox, Ds. 1976, bls. 1759–1768).
     2.     Erlendum dómi, sem er áritaður um fullnustu í samningsríki skv. 31. gr. og sem enn þá er fullnustuhæfur í dómsríkinu, er ekki unnt að fullnægja í því ríki sem beiðni er borin fram í þegar löggjöf síðarnefnda ríkisins heimilar ekki lengur að fullnægja megi dómnum af ástæðum sem ekki falla undir gildissvið samningsins.
                  Í þessu tilviki er erlendur dómur þar sem eiginmaður er skyldaður til að greiða eiginkonu sinni meðlag á grundvelli þeirrar framfærsluskyldu sem gildir milli hjóna ósamrýmanlegur innlendum dómi um slit hlutaðeigandi hjúskapar (dómur frá 4. febrúar 1988 í máli 145/86 Hoffmann/Krieg, OJ nr. C 63 frá 8. mars 1988, bls. 6).

24.    33. gr.: Val um réttarfarslegt aðsetur.
     1.     a)    2. mgr. 33. gr. ber að túlka með þeim hætti að krafa ákvæðisins um val á réttarfarslegu aðsetri skal vera uppfyllt samkvæmt reglum í löggjöf þess ríkis sem beiðni er beint til, og svo fremi að sú löggjöf tilgreini ekki tímamark til að þetta formskilyrði sé uppfyllt skal það í síðasta lagi vera uppfyllt í sambandi við birtingu dómsins þar sem áritun um fullnustu er tilkynnt.
         b)    Réttaráhrif þess að vikið er til hliðar reglum um val á réttarfarslegu að setri skulu skv. 33. gr. samningsins ákveðin samkvæmt löggjöf þess rík is sem beiðni er beint til að því tilskildu að gætt sé markmiðs samnings ins, þ.e. að löggjöf þess ríkis sem beiðni er beint til hafi að leiðarljósi markmið samningsins; hin leyfðu viðurlög geta þannig hvorki borið brigð ur á gildi þess dóms sem tekur við beiðninni um fullnustu né borið brigð ur á þau réttindi sem sá hefur sem fullnustunni er beint gegn (dómur frá 10. júlí 1986 í máli 198/85 Carron/Sambandslýðveldið Þýskaland, OJ nr. C 209 frá 20. ágúst 1986, bls. 5).

25.    36. gr.: Tilkynning um fullnustuheimild.
     1.     a)    36. gr. samningsins kemur í veg fyrir að þriðji maður sem mál varðar geti með málskoti eða endurupptöku borið brigður á ákvörðun þar sem til kynnt er fullnustuheimild á erlendum dómi þó að í landslögum fullnustu ríkisins sé heimild fyrir slíkan þriðja mann að hefjast handa um að nýta sér slík réttarúrræði.
         b)    Samkvæmt skilningi dómstólsins setur samningurinn reglur um tilkynn ingu fullnustuheimilda sem eru sjálfstæðar og tæmandi, þar á meðal varð andi réttarúrræði. Af þessu leiðir að 36. gr. er því til fyrirstöðu að þriðji maður hefjist handa um réttarúrræði sem eru heimil samkvæmt lands lögum gegn ákvörðun um tilkynningu um fullnustuheimild.
         c)    Þar sem samningurinn er takmarkaður við að setja reglur um tilkynning ar um fullnustuheimild og þær varða ekki sjálfa fullnustuna, sem lýtur eft ir sem áður hlutaðeigandi landslögum, getur þriðji maður sem það varð ar notað réttarúræði gegn fullnustunni sem heimil eru samkvæmt lands lögum í því ríki þar sem nauðungarfullnustan fer fram (dómur frá 2. júlí 1985 í máli 148/84 Deutsche Genossenschaftsbank/Brasserie du Pecheur, Ds. 1985, bls. 1981–1993).
     2.     Greinina ber að túlka á þann veg að sá aðili, sem hefur skv. 31. gr. ekki mótmælt ákvörðun um að leyfa fullnustu (í þessu tilviki innan mánaðar frá því ákvörðun um tilkynningu um fullnustuheimild hefur verið birt), getur ekki lengur borið fram gild mótmæli gegn fullnustu dómsins sem hann hefði getað gert í tengslum við mótmæli gegn fullnustuheimildinni, og þannig að þessari reglu skal beitt ex officio af dómstólum í því landi sem beiðninni er beint til. Þessi regla gildir þó ekki ef hún hefur í för með sér að landslög verði þar með skyldug til að láta réttaráhrif innlends dóms, sem ekki fell ur undir gildissvið samningsins (hjónaskilnaðarmál), vera háð því hvort hann sé viðurkenndur í því ríki þar sem dómurinn sem fullnustu er leitað á er kveðinn upp (dómur frá 4. febrúar 1988 í máli 145/86 Hoffmann/Krieg, OJ nr. C 63 frá 8. mars 1988, bls. 6).

26.    37. gr.: Tilkynning um fullnustuheimild.
     1.     a)    2. mgr. 37. gr. skal túlka á þann veg að hún leyfi aðeins málskot til ógild ingar og í Sambandslýðveldinu Þýskalandi „Rechtsbeschwerde“ að því er varðar ákvörðunina í málskotsmálinu.
         b)    Ákvæði þetta verður ekki rýmkað þannig að það heimili einnig réttarúr ræði gegn öðrum ákvörðunum en endanlegum dómum í málskots- eða endurupptökumálinu eins og t.d. réttarúrræði gegn réttarfarsúrskurðum eða bráðabirgðaúrskurðum um að sönnunarfærsla eigi fram að fara (dómur frá 27. nóvember 1984 í máli 258/83 Brennero/Wendel, Ds. 1984, bls. 3971– 3984).

27.    38. gr.: Tilkynning um fullnustuheimild.
     1.     Sjá að framan 20. tölul. að því er varðar hugtakið „venjulegt málskot eða endurupptaka“.
     2.     2. mgr. 38. gr. samningsins frá 27. september 1968 um dómsvald dómstól anna og um fullnustu dóma í einkamálum, þar á meðal verslunarmálum, ber að túlka á þann veg að dómstóll, sem fjallar um málskot dóms sem heim ilar fullnustu og sem byggður er á ákvæðum samningsins, geti þá fyrst skil yrt fullnustuna um að sett verði trygging þegar hann tekur ákvörðun í mál skotsmálinu (dómur frá 27. nóvember 1984 í máli 258/83 Brennero/Wendel, Ds. 1984, bls. 3971–3984).

28.    39. gr.: Tilkynning um fullnustuheimild.
     1.     a)    Samkvæmt ákvæðinu í 39. gr. samningsins getur sá aðili, sem sett hef ur fram beiðni og fengið heimild fyrir fullnustu á því tímabili sem nefnt er í ákvæðinu, þegar hafist handa á grundvelli ákvæðisins um ráðstafan ir til að tryggja fullnustu í eignum þess aðila sem fullnustan beinist gegn án þess að unnt sé að krefjast sérstaks leyfis til þess.
         b)    Sá aðili, sem fengið hefur fullnustuheimild, getur beitt þeim tryggingar úrræðum sem greinir í 39. gr. fram til þess að frestur skv. 36. gr. til mál skots eða endurupptöku er liðinn eða ef málskot eða endurupptaka hef ur átt sér stað fram til þess að dómur gengur í málinu um málskotið eða endurupptökuna.
         c)    Sá aðili, sem hafist hefur handa um tryggingarúrræði sem í 39. gr. samn ingsins greinir, er ekki skyldur til að höfða staðfestingarmál varðandi þessi úrræði í samræmi við landslög hlutaðeigandi ríkis (dómur frá 3. október 1985 í máli nr. 119/84 Capelloni/Pelkmans, Ds. 1985, bls. 3147–3164).

29.    40. gr.: Tilkynning um fullnustuheimild.
    Áfrýjunardómstóll sá, sem fjallar um málskot sem málskotsaðili hefur beint til hans, á skv. 1. málsl. 2. mgr. 40. gr. samningsins líka að stefna þeim aðila sem fullnustunnar er krafist hjá til að mæta þegar beiðni um fullnustuheimild var synjað af þeirri ástæðu einni fyrir lægra dómstigi að skort hafi á að skjöl væru lögð tímanlega fram.
    Skýringin á þessu er sú að í samningnum er skýrt kveðið á um að varðandi málskot gildi andmælareglur og að það gildi óháð því hversu víðfeðm ákvörð unin var á fyrra dómstigi (dómur frá 12. júlí 1984 í máli firma P/firma K, Ds. 1984, bls. 3033–3043).

30.    54. gr.: Gildissvið samningsins hvað tíma snertir.
    Það leiðir af 54. gr. samningsins að eina nauðsynlega og nægjanlega skilyrð ið til að reglur samningsins gildi um réttarágreining, sem risinn er fyrir gildis töku samningsins, er að dómsmál hafi verið höfðað eftir þetta tímamark. Þetta gildir einnig þótt samið hafi verið um varnarþingsákvæði áður en samningurinn tók gildi og það talið ógilt samkvæmt þeim lögum sem gilda um það; í umræddu tilviki er um að ræða vinnusamning sem gerður var milli fransks launþega og þýsks fyrirtækis og frönsk lög giltu um hann (dómur frá 13. nóvember 1979 í máli 25/79 Sanicentral/Collin, Ds. 1979, bls. 3423–3431).

31.    55. og 56. gr.: Tvíhliða samningar.
    Í 1. mgr. 56. gr. samningsins er kveðið á um að þeir tvíhliða samningar, sem nefndir eru í 55. gr., skuli halda gildi sínu á þeim sviðum sem samningurinn tek ur ekki til, og því getur dómstóllinn í því ríki, sem beiðni er beint til, beitt þeim um úrlausnarefni sem, þótt þau falli ekki undir 2. mgr. 1. gr., falla utan gildis sviðs samningsins. Þetta gildir um þýsk-belgíska samninginn frá 1958 sem held ur gildi sínu að því er snertir „einkamál, þar á meðal verslunarmál“, óháð þeirri sjálfstæðu skilgreiningu sem dómstóllinn hefur gefið þessu hugtaki í tengslum við túlkun samningsins frá 1968 (dómur frá 14. júlí 1977 í málum sem voru sam einuð, 9/77 og 10/77 Bavaria og Germanair/Eurocontrol, Ds. 1977, bls. 1517–1527).

32.    2. mgr. I. gr. í bókun sem fylgir samningnum.
    Maður sem á heima í Lúxemborg er aðeins bundinn af samningi um dóms vald dómstólanna ef hann er að finna í ákvæði:
     2.     sem fjallar ekki um annað, og
     3.     sem „sérstaklega“ er undirritaður af þessum aðila þar sem undirskrift, sem tekur til alls samningsins, er ekki nægjanleg í þessu tilliti. Þó er ekki nauð synlegt að samninginn um dómsvaldið sé að finna í sérstöku skjali (dómur frá 6. maí 1980 í máli 784/79 Porta-Leasing/Prestige International, Ds. 1980, bls. 1517).

33.    II. gr. í bókun sem fylgir samningnum.
     1.     Með „broti sem framið er af gáleysi“ er átt við sérhvert brot þar sem skil greining laganna áskilur ekki að ákærði hafi framið brot af ásetningi.
     2.     II. gr. bókunarinnar gildir líka um sérhvert refsimál sem varðar brot fram in af gáleysi að því leyti sem kærður „er dreginn til einkaréttarlegrar ábyrgð ar vegna þeirra verknaðarþátta í lögbrotinu sem hann er ákærður fyrir, eða að unnt sé að halda slíkri ábyrgð fram síðar gegn honum“ (dómur frá 26. maí 1981 í máli 157/80 varðandi refsimál gegn S.E. Rinkau, Ds. 1981, bls. 1391–1484).

34.    2. gr. í bókun frá 3. júní 1971.
    Dómstólar á fyrri dómstigum, sem hafa ekki heimild til að dæma í áfrýjun armálum, eru ekki bærir til að biðja dómstólinn um að gefa forúrskurð um túlk un samningsins.
    Sjá úrskurð dómstólsins frá 9. nóvember 1983 í máli 80/83 Habourdin/Ita locremona (Ds. 1983, bls. 3639–3641) og úrskurð frá 28. mars 1984 í máli 56/84 Von Gallera/Maître (Ds. 1984, bls. 1769–1772).


132.           3.     Skrá yfir dóma dómstólsins frá 6. október 1976 til 27. september 1988.
I.     6.10.1976    mál 12/76    Tessili/Dunlop    1. tölul. 5. gr.    Ds. 1976
                        bls. 1473–1487
II.     6.10.1976    mál 14/76     De Bloos/Bouyer    1. tölul. 5. gr. og    Ds. 1976
                   5. tölul. 5. gr.                         bls. 1497–1511
III.    14.10.1976    mál 29/76    LTU/Eurocontrol    1. gr.    Ds. 1976
                        bls. 1541–1552
IV.    30.11.1976    mál 21/76    Reinwater/     3. tölul. 5. gr.    Ds. 1976
              Potasse d'Alsace          bls. 1735–1748
V.    30.11.1976    mál 42/76    De Wolf/Cox    31. gr.    Ds. 1976
                        bls. 1759–1768
VI.    14.12.1976    mál 24/76    Colzani/Ruwa    1. mgr. 17. gr.    Ds. 1976
                        bls. 1831–1843
VII.    14.12.1976    mál 25/76    Segoura/Bonakdarian      1. mgr. 17. gr.    Ds. 1976
                        bls. 1851–1863
VIII.    14. 7.1977    mál 9/77 og     Bavaria-Germanair/    56. gr.    Ds. 1977
         10/77     Eurocontrol          bls. 1517–1527
IX.    22.11.1977    mál 43/77    Diamond/Riva    30. og 38. gr.    Ds. 1977
                        bls. 2175–2191
X.    14.12.1977     mál 73/77    Sanders/Van     1. tölul. 16. gr.    Ds. 1977
              der Putte          bls. 2382–2392
XI.    21. 6.1978    mál 150/77    Gertrand/Ott    13. gr.    Ds. 1977
                        bls. 1431–1447
XII.     9.11.1978    mál 23/78    Meeth/Glacetal    17. gr.    Ds. 1978
                        bls. 2133–2144
XIII.    22.11.1978    mál 33/78    Somafer/Ferngas    5. tölul. 5. gr.    Ds. 1978
                        bls. 2183–2195
XIV.    22. 2.1979    mál 133/78    Gourdain/Nadler    2. tölul. 2. mgr. 1. gr.     Ds. 1979
                        bls. 733–746
XV.    27. 3.1979    mál 143/78    De Cavel J./      2. mgr. 1. gr.    Ds. 1979
              De Cavel L.     og 24. gr.     bls. 1055–1068
XVI.    13.11.1979    mál 25/79    Sanicentral/Collin    17. og 54. gr.    Ds. 1979
                        bls. 3423–3431
XVII.     17.11.1980    mál 56/79    Zelger/Salinitri    1. tölul. 5. gr. og    Ds. 1980
                   2. tölul. 17. gr.     bls. 89–98
XVIII.      6. 3.1980    mál 120/79    De Cavel L./     2. tölul. 5. gr. og    Ds. 1980
            De Cavel J.     24. gr.    bls. 731
XIX.     6. 5.1980    mál 784/79    Porta Leasing/Prestige    2. mgr. 1. gr. í    Ds. 1980
            International    bókun    bls. 1517
XX.    21. 5.1980    mál 125/79    Denilauler/Couchet    III. hluti    Ds. 1980
                    bls. 1553
XXI.    16.12.1980    mál 814/79    Hollenska ríkið/    1. gr.    Ds. 1980
            Ruffer        bls. 3807–3822
XXII.    18. 3.1981    mál 139/80    Blanckert-Willems/    5. tölul. 5. gr.    Ds. 1981
            Trost        bls. 819–830
XXIII.     26. 5.1981    mál 157/80    Rinkau    II. gr. í bókun    Ds. 1980
                    bls.1 391–1404
XXIV.     16. 6.1981    mál 166/80    Klomps/Michel    2. tölul. 27. gr.    Ds. 1981
                     bls. 1593–1612
XXV.    24. 6.1981    mál 150/80    Elefanten Schuh/    17. og 18. gr. og    Ds. 1981
            Jacqmain    1. mgr. 22. gr.    bls. 1671–1698
XXVI.     22.10.1981    mál 27/81    Rohr/Ossberger    18. gr.    Ds. 1981
                    bls. 2431–2448
XXVII.      4. 3.1982    mál 38/81    Effer/Kantner    1. tölul. 5. gr.    Ds. 1982
                    bls. 825–836
XXVIII.    31. 3.1982    mál 25/81    C.H.S./G.J.H.    1., 18. og 24. gr.    Ds. 1982
                    bls. 1189–1205
XXIX.     26. 5.1982    mál 133/81    Ivenel/Schwab    1. tölul. 5. gr.    Ds. 1982
                    bls. 1891–1902
XXX.    15. 7.1982    mál 228/81    Pendy Plastic Products/    3. mgr. 20. gr. og     Ds. 1981
            Pluspunkt    2. tölul. 27. gr.     bls. 2723–2737
XXXI.    22. 3.1983    mál 34/82    Peters/Znav    1. tölul. 5. gr.     Ds. 1982
                    bls. 987–1104
XXXII.    14. 7.1983    mál 201/82    Gerling/     17. og 18. gr.    Ds. 1983
            Amministrazione          bls. 2503–2518
              del Tesore dello Stato        
XXXIII.    21. 9.1983    (úrskurður)    Verheezen/Müller    1. og 50. gr.    —
        mál 157/82
XXXIV.    15.11.1983    mál 288/82    Dujinstee/Goderbaurer    4. tölul. 16. gr.     Ds. 1983
                og 19. gr.    bls. 3663–3679
XXXV.     9.11.1983    (úrskurður)    Habourdin/    2. gr. í bókun frá    Ds. 1983
        mál 80/83    Italocremona     3. júní 1971    bls. 3639–3641
XXXVI.     7. 6.1984    mál 129/83    Zelger/Salinitri    21. gr.     Ds. 1984
                    bls. 2397–2409
XXXVII.    19. 6.1984    mál 71/83    Russ/Goeminne    17. gr.     Ds. 1984
                    bls. 2417–2436
XXXVIII. 12. 7.1984    mál 178/83    P./K.    40. gr.    Ds. 1984
                    bls. 3033–3043
XXXIX.     27.11.1984    mál 258/83    Brennero/Wendel    37. og 38. gr.    Ds. 1984
                    bls. 3971–3984
XL.    15. 1.1985    mál 241/83    Rösler/Rottwinkel    1. tölul. 16. gr.    Ds. 1985
                    bls. 99–129
XLI.     7. 3.1985    mál 48/84    Spitzler/Sommer    17. og 18. gr.    Ds. 1985
                    bls. 787–800
XLII.    11. 6.1985    mál 49/84    Debaecker og Plouvier/    27. gr.    Ds. 1985
            Bouwman        bls. 1779–1803
XLIII.     2. 7.1985    mál 148/84    Genossenschaftsbank/    36. gr.    Ds. 1985
            Brasserie du Pecheur         bls. 1981–1993
XLIV.     4. 7.1985    mál 228/84    AS-Autoteile s./Malhe    5. tölul. 16. gr.    Ds. 1985
                     bls. 2267–2279
XLV.    11. 7.1985    mál 221/84    Berghoeffer/ASA    17. gr.    Ds. 1985
                    bls. 2699–2710
XLVI.     3.10.1985    mál 119/84    Capelloni-Aquilini/    39. gr.    Ds. 1985
            Pelkmans        bls. 3147–3164
XLVII.    24. 6.1986    mál 22/85    Anterist/Crédit     17. gr.    OJ nr. C 196 frá
            Lyonnais         5.8.1986,     bls. 5
XLVIII.    10. 7.1986    mál 198/85    Carron/R.F.A.    33. gr.    OJ nr. C 209 frá
                     20.8.1986, bls. 5
XLIX.    11.11.1986    mál 313/85    Iveco Fiat/    17. gr.    OJ nr. C 308 frá
            Van Hool        2.12.1986, bls. 4
L.    15. 1.1987    mál 266/85    Shenavai/Kreischer    1. tölul. 5. gr.    OJ nr. C 39 frá
                    17.2.1987, bls. 3
LI.     8.12.1987    mál 144/86    Gubisch M./    21. gr.    OJ nr. C 8 frá
            Palumbo        13.1.1988, bls. 3
LII.     9.12.1987    mál 218/86    Schotte/Rothschild    5. tölul. 5. gr.    OJ nr. C 2 frá
                    6.1.1988, bls. 3
LIII.     4. 2.1988    mál 145/85    Hoffmann/Krieg    26., 27, 31.     OJ nr. C 63 frá
                og 36. gr.    7.3.1988, bls. 6
LIV.     8. 3.1988    mál 9/87    Arcado/S.A.Haviland    1. tölul. 5. gr.    OJ nr. C 89 frá
                    6.4.1988, bls. 9
LV.     6. 7.1988    mál 158/87    Schrens/Maenhout    1. tölul. 16. gr.    OJ nr. C 211 frá
                    11.8.1988, bls. 7
LVI.    27. 9.1988    mál 189/87    Kalfelis/Schröder    3. tölul. 5. gr.    OJ nr. C 281 frá
                og 1. tölul. 6. gr.    4.11.1988, bls. 18

4.      Mál sem voru til meðferðar 1. febrúar 1989.
133.           . . .



Fylgiskjal II.


SÍÐARI TÚLKANIR EB-DÓMSTÓLSINS Á BRUSSEL-


SAMNINGNUM FRÁ 27. SEPTEMBER 1968



Mál 32/88    Six Constructions Ltd gegn Paul Humbert.
    (Dómur 15. febrúar 1989; Ds. 1989–2, bls. 341.)
    Málið varðaði 1. tölul. 5. gr. um vinnusamninga sem efna ber í fleiri en einu ríki.
    Paul Humbert var ráðinn hjá Six Constructions Ltd er hafði verið stofnað samkvæmt löggjöf í arabíska furstadæminu Sharjah en hafði starfsstöð í Brussel. Uns honum var sagt upp störfum hafði Humbert starfað fyrir fyrirtækið í Líbíu, Zaire og Abu Dhabi.
    EB-dómstóllinn taldi í fyrsta lagi að ekki bæri að túlka 1. tölul. 5. gr. á þann veg að efndastaður teljist vera starfsstöðin þar sem hann var ráðinn til starfa þegar svo stend ur á að erfitt eða ókleift er að slá því föstu í hvaða ríki vinnan verður innt af hendi. Einnig í þessu tilviki skal túlka 1. tölul. 5. gr. á þann veg að sú skuldbinding, sem leggja ber til grundvallar samkvæmt vinnusamningum, sé sú skylda sem er einkennandi fyrir þessa gerð samninga, sérstaklega skyldan til að inna umsamda vinnu af hendi. EB-dóm stóllinn lét hér í ljós álit á túlkun Brusselsamningsins eins og hann hljóðaði áður en breyt ingar urðu vegna aðildarsamnings Spánar og Portúgals 1989, en þá var Brusselsamn ingnum breytt til samræmis við 1. tölul. 5. gr. Lúganósamningsins (jafnvel þótt nýja orða lagið í Brusselsamningnum veiti aðeins launþega rétt til að höfða mál þar sem sú starfs stöð er sem réð hlutaðeigandi til starfa). Þessi hluti af túlkun EB-dómstólsins er því lítt áhugaverður gagnvart Lúganósamningum.
    Dómstóllinn taldi í öðru lagi að hinar sérstöku varnarþingsreglur í 5. og 6. gr. séu val kvæðar gagnvart aðalreglunum í 2. og 3. gr. Ef beiting 1. tölul. 5. gr. á vinnusamninga leiðir til að efndastaður í máli því, sem er til meðferðar, liggur utan við landsvæði samn ingsríkjanna verður afleiðingin sú að ekki er unnt að beita ákvæðinu í málinu, og verð ur þá að hverfa aftur til reglunnar um heimili varnaraðila í 2. gr.

Mál 115/88    P.A. Reichert o.fl. gegn Dresdner Bank.
    (Dómur 10. janúar 1990; Ds. 1990–1, bls. 27.)
    Málið varðaði hugtakið „mál um réttindi yfir fasteign“ í 1. tölul. 16. gr.
    Dómstóllinn leit þannig á að þetta hugtak eigi að sæta sjálfstæðri túlkun samkvæmt Bandalagsrétti. Það á með öðrum orðum ekki að sæta túlkun samkvæmt lögum þar sem fasteignin er (lex rei sitae).
    16. gr. má ekki túlka rúmar en markmið ákvæðisins krefst. Rökin, sem ráða úrslit um um að dómstólar í því ríki þar sem eignin er hafi einir dómsvald, eru að þessir dóm stólar eru best í stakk búnir til að kynna sér raunverulegar aðstæður og beita þeim rétt arreglum, þar á meðal venjurétti, sem beita skal um aðstæðurnar — sem venjulega eru réttarreglur þess lands þar sem fasteignin er.
    1. tölul. 16. gr. nær því ekki til allra mála um réttindi yfir fasteign, heldur aðeins til þeirra mála þar sem taka þarf afstöðu á gildissviði samningsins um mörk fasteignar eða hvað henni tilheyrir, eignarhald eða umráð hennar, eða tilvist annarra óbeinna eignar réttinda í eigninni, þar sem ætlunin er að veita rétthöfum vernd að því er varðar þær heimildir sem tengjast rétti þeirra.
    Í þessu tilviki var 1. tölul. 16. gr. ekki beitt í máli sem lánardrottinn höfðaði í því skyni að fá ógiltan samning um sölu eða gjafagerning fasteignar sem skuldari hafði gert (actio pauliana samkvæmt frönskum rétti).

Mál 220/88    Dumez France og Tracoba gegn Hessische Landesbank (Heleba) o.fl.
    (Dómur 11. janúar 1990; Ds. 1990–1, bls. 49.)
    Málið varðaði túlkun á 3. tölul. 5. gr. um skaðabætur utan samninga.
    Dómstóllinn taldi að hin valkvæðu varnarþing í 2. kafla II. hluta séu undantekning frá aðalreglunni um að mál skuli höfða fyrir dómstóli í því ríki þar sem varnaraðili á heim ili. Þessar undantekningar eru rökstuddar með því að til staðar sé sérstakt náið samband milli ágreiningsefnisins og annarra dómstóla en dómstólanna í heimaríki varnaraðila. Að því er varðar samning sem ætlað er að auðvelda viðurkenningu og fullnustu úrlausna dómstóla utan þess ríkis þar sem þær eru kveðnar upp þá er af þessum ástæðum nauð synlegt að vinna gegn því að fleiri varnarþing verði til en nauðsynlegt er. Ella yrði hætta á að ósamrýmanlegum dómum fjölgi, sbr. 3. tölul. 27. gr.
    Í málinu var þetta talið leiða til að hugtakið „dómstóll þess staðar þar sem tjónsat burðurinn varð“ beri að skilja svo að það taki aðeins til þess staðar þar sem sú athöfn átti sér stað, er leiðir til skaðabótaábyrgðar utan samninga, sem beint hefur valdið tjónþola tjóni. Hugtakið veitir með öðrum orðum ekki sóknaraðila, sem heldur því fram að hann hafi orðið fyrir tjóni sem hann telur að hafi hlotist vegna skaða sem aðrir, sem eru bein ir tjónþolar, hafa orðið fyrir vegna tjónsatburðarins, rétt til að lögsækja tjónvald á þeim stað þar sem sóknaraðili hefur sjálfur sannreynt eignatjón.

Mál 305/88    Isabelle Lancray SA gegn Peters und Sickert KG.
    (Dómur 3. júlí 1990; Ds. 1990–7, bls. 2725.)
    Málið varðaði 2. tölul. 27. gr. sem setur það skilyrði fyrir viðurkenningu útivistar dóms að stefna eða samsvarandi skjal hafi verið réttilega birt svo tímanlega að varnar aðili gæti undirbúið vörn sína nægilega.
    Dómstóllinn leit þannig á að „réttilega“ og „tímanlega“ væru skilyrði sem bæri að líta á saman, bæði þyrftu að vera uppfyllt áður en nokkur skylda lægi fyrir samkvæmt samn ingnum til að viðurkenna dóminn. Enda þótt dómur hafi verið birtur varnaraðila tíman lega þannig að hlutaðeigandi gæti undirbúið vörn sína þurfi ekki að viðurkenna hann ef hann var ekki réttilega birtur.
    Bæði dómstóll í dómsríkinu og dómstóll í ríkinu þar sem viðurkenningar er beiðst skulu ganga úr skugga um að stefna eða samsvarandi skjal hafi verið tímanlega birt. Könnunin skal í báðum tilvikum fara eftir lögum dómsríkisins, þar á meðal eftir alþjóð legum samningum sem kynnu að koma til álita. Þetta gildir einnig um það álitaefni hvort unnt sé að bæta úr ágöllum við birtinguna.

Mál 365/88    Kongress Agentur Hagen GmbH gegn Zeehaghe BV.
    (Dómur 15. maí 1990, Ds. 1990–5, bls. 1860.)
    Málið varðaði 2. tölul. 6. gr. um lögsókn gegn þriðja manni.
    Dómstóllinn taldi í fyrsta lagi að varnaraðili í upphaflega málinu geti líka notfært sér 2. tölul. 6. gr. til að lögsækja þriðja mann sem er endurkröfuskyldur í því tilviki þar sem dómsvald dómstólsins í upphaflega málinu byggir á 1. tölul. 5. gr.
    Í öðru lagi er engin skylda fólgin skv. 2. tölul. 6. gr. til að taka til greina beiðni um að lögsækja þriðja mann. 2. tölul. 6. gr. kveður aðeins á um hvaða dómstóll er bær, en ekki hvaða aðrar formkröfur þurfi að vera uppfylltar til að taka gilda lögsókn gegn þriðja manni. Hér getur hlutaðeigandi dómstóll beitt réttarfarslögum lands síns við úrlausn um það hvort slík lögsókn hafi næga lagastoð. (Í sjálfu málinu var lögsókn synjað af hol lenskum dómstóli á fyrsta og öðru dómsstigi með þeim rökstuðningi að slík útvíkkun málsins mundi seinka upphaflega málinu og flækja það.) Beiting landsréttar má hins veg ar ekki leiða til að hin ætluðu áhrif samningsins á þessu sviði takmarkist. Sérstaklega má ekki rökstyðja neitun með því að þriðji maður eigi heimili í öðru samningsríki en því þar sem málið er til meðferðar.

Mál 214/89    Powell Duffryn plc gegn Wolfgang Petereit.
    (Dómur 10. febrúar 1992.)
    Málið varðaði 17. gr. um samninga um varnarþing eins og greinin hljóðar eftir að ildarsamning Danmerkur, Írlands og Bretlands frá 1978. Orðahljóðan 17. gr. Lúganósamn ingsins er önnur.
    Dómstóllinn taldi að samningur um varnarþing geti uppfyllt kröfurnar í 17. gr., einnig þótt hann sé tekinn í samþykktir hlutafélags og samþykktur í samræmi við landslög og samþykktir félagsins, og efni hans fjallar um að dómstóll í samningsríki skuli vera bær til að útkljá deilumál milli félagsins og hluthafanna.
    Talið var að formkröfurnar í 17. gr. væru uppfylltar að því er snertir sérhvern hlut hafa, án tillits til þess hvernig hlutanna er aflað, þegar samningurinn um varnarþing kem ur fram í samþykktum félagsins og þær eru aðgengilegar fyrir hluthafann eða hafa ver ið færðar í opinbera skrá.

Mál 261/90    Mario Reichert, Hans-Heinz Reichert og Ingeborg Kockler gegn Dresd ner Bank.
    (Dómur 26. mars 1992.)
    Málið varðaði 3. tölul. 5. gr., 5. tölul. 16. gr. og 24. gr.
    3. tölul. 5. gr. um mál um skaðabótaábyrgð utan samninga verður ekki beitt um mál sókn lánardrottins sem krefst ógildingar á afsali yfir fasteign sem að mati lánardrottins vísvitandi víkur rétti hans til hliðar. Í umræddu máli reyndi á beitingu actio pauliana sam kvæmt frönskum rétti. EB-dómstóllinn leit svo á að markmiðið með slíkri málsókn hefði ekki verið að fá skuldarann dæmdan skaðabótaskyldan vegna þess tjóns sem lánardrott inn hafði beðið við afsalið, heldur að fá réttaráhrif afsalsins ógilt gagnvart skuldara.
    Ekki var heldur unnt að beita 5. tölul. 16. gr. um mál varðandi fullnustu dóma í tengsl um við actio pauliana fransks réttar. Jafnvel þótt actio pauliana samkvæmt frönskum rétti hefði það markmið að vernda lánardrottin, m.a. með hliðsjón af síðari fullnustu, var mark mið málsóknarinnar ekki að leysa úr ágreiningi við fullnustuna eða með notkun annarra fullnustuúrræða.
    24. gr. um bráðabirgðaúrræði var heldur ekki unnt að beita þar sem actio pauliana samkvæmt frönskum rétti hafði ekki að markmiði að viðhalda raunverulegu eða réttar legu ástandi þar til efnislegur dómur í málinu lægi fyrir.

Mál 280/90    Elisabeth Hacker gegn Euro-Relais GmbH.
    (Dómur 26. febrúar 1992.)
    Í þessu máli reyndi á 1. tölul. 16. gr. um leigu fasteignar eins og ákvæðið hljóðaði áður en breyting var gerð með aðildarsamningi Spánar og Portúgals 1989, en þá var 1. tölul. 16. gr. breytt á þann veg — með vissum breytingum — að Brusselsamningurinn var færður í sama horf og Lúganósamningurinn.
    Dómstóllinn taldi að 1. tölul 16. gr. verði ekki beitt um samninga þar sem ferðaskipu leggjandi, sem heimili á í samningsríki, skuldbindur sig gagnvart viðskiptavini, búsett um í sama ríki, til að útvega honum afnot orlofshúss í öðru samningsríki um nokkra vikna skeið og til að taka við bókun viðskiptavinar um gistingu þegar ferðaskipuleggjandinn er ekki eigandi húsnæðisins.

Mál 26/1991    Jakob Handte & Co GmbH, Maschinenfabrik, gegn Société Traite ments mécano-chimiques des surfaces (TMCS).
    (Dómur 17. júní 1992.)
    Talið var að 1. tölul. 5. gr. um efndavarnarþing verði ekki beitt í máli sem kaupandi höfðar gegn framleiðanda söluhlutar þegar framleiðandinn er ekki seljandi í því sam bandi og málsóknin tekur til þess að heimta bætur á grundvelli þess að hluturinn sé hald inn galla og hæfi ekki því hlutverki sem honum var ætlað að þjóna. Þetta var rökstutt með því að ekki var samningsréttarsamband milli kaupanda og framleiðanda þannig að hugs anleg ábyrgð framleiðanda mundi í flestum aðildarríkjum ekki verða talin ábyrgð innan samninga. Þá var enn fremur vísað til þess að vel kynni að vera að framleiðandanum væri ókunnugt um hver kaupandinn væri eða búseta hans.

Mál 89/91    Sherson Lehmann Hutton Inc. gegn TVB (Treuhandgesellschaft für Ver mögensverwaltung und Beteiligung mbH).
    (Dómur 19. janúar 1993.)
    Hinar sérstöku reglur um varnarþing í neytendamálum vernda aðeins neytandann þeg ar neytandinn sjálfur kemur fram sem sóknaraðili eða varnaraðili í dómsmáli. Sóknar aðili sem átt hefur viðskipti vegna atvinnustarfsemi sinnar getur ekki borið þær fyrir sig. Málið var höfðað af framsalshafa (TVB) sem krafðist bóta fyrir tjón sem framseljand inn, þýskur dómari, hafði beðið í gjaldeyrislokaviðskiptum sem Shearson Lehmann Hutton Inc. hafði komið á á umboðssölugrundvelli. TVB hafði byggt málsókn sína á þeirri málsástæðu að Shearson Lehmann Hutton Inc. hafði ekki upplýst framseljandann nægilega um áhættuþátt viðskiptanna.

Mál 123/91    Manalmet GmbH gegn Breindeis Ltd.
    (Dómur 12. nóvember 1992.)
    2. tölul. 27. gr. kemur í veg fyrir viðurkenningu og fullnustu útivistardóms ef stefna eða samsvarandi skjal hefur ekki verið réttilega birt varnaraðila. Þetta gildir þó svo að sá aðili fái síðar vitneskju um útivistardóminn, en hefur látið hjá líða að nýta sér tiltæk rétt arúrræði til að fá málið tekið upp að nýju. Þetta var rökstutt með því að þegar dómur liggur á annað borð fyrir geti varnaraðili eftir atvikum átt örðugt með að fá fullnustunni frestað. Réttarfarsleg staða varðaraðila gæti þar að auki versnað á annan hátt.

Mál 172/91    Volker Sonntag gegn Hans Maidmann o.fl.
    (Dómur 21. apríl 1993.)
    Hugtakið „einkamál“ í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. tekur til skaðabótamáls fyrir sakadómi gegn kennara við opinberan skóla sem í skólaferðalagi hafði valdið nemanda tjóni með því að hafa á ólögmætan hátt, af ásetningi eða gáleysi, virt að vettugi eftirlitsskyldu sína, og þetta gildir óháð því hvort fyrir liggi opinberar félagslegar tryggingar.
    Túlka ber 2. mgr. 37. gr. svo að ákvæðið útiloki að þriðji maður, sem hefur lögvarðra hagsmuna að gæta, geti með réttarúrræðum borið brigður á niðurstöðu málskots eða end urupptöku máls skv. 36. gr.; þetta gildir einnig þegar þriðji maður getur samkvæmt lands lögum í viðurkenningar- eða fullnusturíkinu beitt réttarúrræði.
    Það er því aðeins ekki unnt að viðurkenna niðurstöðu dóms á grundvelli ástæðna sem greinir í 2. tölul. 27. gr. að varnaraðili hafi ekki mætt í því máli sem dómurinn var kveð inn upp í. Varnaraðili getur þess vegna ekki borið þetta ákvæði fyrir sig þegar hann hef ur mætt. Varnaraðili telst hafa mætt í skilningi 2. tölul. 27. gr. þegar hann í skaðabóta máli í tengslum við refsimál hefur tekið til varna við meðferð refsimálsins með atbeina verjanda sem hann hefur sjálfur valið, en hefur ekki tekið afstöðu til kröfu borgararétt ar eðlis sem fjallað var um við munnlega meðferð málsins á meðan verjandinn var einnig til staðar.


Fylgiskjal III.

CONVENTION


on jurisdiction and the enforcement of judgments


in civil and commercial matters


done at Lugano on 16 September 1988




PREAMBLE



THE HIGH CONTRACTING PARTIES TO THIS CONVENTION,

ANXIOUS to strengthen in their territories the legal protection of persons therein esta blished,

CONSIDERING that it is necessary for this purpose to determine the international juris diction of their courts, to facilitate recognition and to introduce an expeditious procedure for securing the enforcement of judgments, authentic instruments and court settlements,

AWARE of the links between them, which have been sanctioned in the economic field by the free trade agreements concluded between the European Economic Community and the States members of the European Free Trade Association,

TAKING INTO ACCOUNT the Brussels Convention of 27 September 1968 on juris diction and the enforcement of judgments in civil and commercial matters, as amended by the Accession Conventions under the successive enlargements of the European Comm unities,

PERSUADED that the extension of the principles of that Convention to the States parties to this instrument will strengthen legal and economic cooperation in Europe,

DESIRING to ensure as uniform an interpretation as possible of this instrument,

HAVE in this spirit DECIDED to conclude this Convention and

HAVE AGREED AS FOLLOWS:

TITLE I


SCOPE


Article 1


    This Convention shall apply in civil and commercial matters whatever the nature of the court or tribunal. It shall not extend, in particular, to revenue, customs or administrat ive matters.
    The Convention shall not apply to:
     1.     the status or legal capacity of natural persons, rights in property arising out of a mat rimonial relationship, wills and succession;
     2.     bankruptcy, proceedings relating to the winding-up of insolvent companies or other legal persons, judicial arrangements, compositions and analogous proceedings;
     3.     social security;
     4.     arbitration.

TITLE II


JURISDICTION


Section 1


General provisions


Article 2


    Subject to the provisions of this Convention, persons domiciled in a Contracting State shall, whatever their nationality, be sued in the courts of that State.
    Persons who are not nationals of the State in which they are domiciled shall be gover ned by the rules of jurisdiction applicable to nationals of that State.

Article 3


    Persons domiciled in a Contracting State may be sued in the courts of another Contracting State only by virtue of the rules set out in Sections 2 to 6 of this Title.
    In particular the following provisions shall not be applicable as against them:
—    in Belgium: Article 15 of the civil code (Code civil — Burgerlijk Wetboek) and Ar ticle 638 of the judicial code (Code judiciaire — Gerechtelijk Wetboek),
—    in Denmark: Article 246 (2) and (3) of the law on civil procedure (Lov om rettens pleje),
—    in the Federal Republic of Germany: Article 23 of the code of civil procedure (Ziv ilprozessordnung),
—    in Greece: Article 40 of the code of civil procedure (....... ......... ......µ...),
—    in France: Articles 14 and 15 of the civil code (Code civil),
—    in Ireland: the rules which enable jurisdiction to be founded on the document institut ing the proceedings having been served on the defendant during his temporary pres ence in Ireland,
—    in Iceland: Article 77 of the Civil Proceedings Act (lög um meðferð einkamála í héraði),
—    in Italy: Articles 2 and 4, Nos 1 and 2 of the code of civil procedure (Codice di procedura civile),
—    in Luxembourg: Articles 14 and 15 of the civil code (Code civil),
—    in the Netherlands: Articles 126 (3) and 127 of the code of civil procedure (Wet boek van Burgerlijke Rechtsvordering),
—    in Norway: Section 32 of the Civil Proceedings Act (tvistemaalsloven),
—    in Austria: Article 99 of the Law on Court Jurisdiction (Jurisdiktionsnorm),
—    in Portugal: Articles 65 (1) (c), 65 (2) and 65A (c) of the code of civil procedure (Código de Processo Civil) and Article 11 of the code of labour procedure (Código de Processo de Trabalho),
—    in Switzerland: le for du lieu du séquestre/Gerichtsstand des Arrestortes/foro del luogo del sequestro within the meaning of Article 4 of the loi fédérale sur le droit international privé/Bundesgesetz über das internationale Privatrecht/legge federale sul diritto internazionale privato,
—    in Finland: the second, third and fourth sentences of Section 1 of Chapter 10 of the Code of Judicial Procedure (oikeudenkäymiskaari/rättegångsbalken),
—    in Sweden: the first sentence of Section 3 of Chapter 10 of the Code of Judicial Procedure (Rättegångsbalken),
—    in the United Kingdom: the rules which enable jurisdiction to be founded on:
         (a)     the document instituting the proceedings having been served on the defendant during his temporary presence in the United Kingdom; or
         (b)     the presence within the United Kingdom of property belonging to the defend ant; or
         (c)     the seizure by the plaintiff of property situated in the United Kingdom.

Article 4


    If the defendant is not domiciled in a Contracting State, the jurisdiction of the courts of each Contracting State shall, subject to the provisions of Article 16, be determined by the law of that State.
    As against such a defendant, any person domiciled in a Contracting State may, whatever his nationality, avail himself in that State of the rules of jurisdiction there in force, and in particular those specified in the second paragraph of Article 3, in the same way as the nationals of that State.

Section 2


Special jurisdiction


Article 5


    A person domiciled in a Contracting State may, in another Contracting State, be sued:
     1.     in matters relating to a contract, in the courts for the place of performance of the obligation in question; in matters relating to individual contracts of employment, this place is that where the employee habitually carries out his work, or if the employee does not habitually carry out his work in any one country, this place shall be the place of business through which he was engaged;
     2.     in matters relating to maintenance, in the courts for the place where the mainten ance creditor is domiciled or habitually resident or, if the matter is ancillary to proceedings concerning the status of a person, in the court which, according to its own law, has juridiction to entertain those proceedings, unless that jurisdiction is based solely on the nationality of one of the parties;
     3.     in matters relating to tort, delict or quasi-delict, in the courts for the place where the harmful event occurred;
     4.     as regards a civil claim for damages or restitution which is based on an act giving rise to criminal proceedings, in the court seised of those proceedings, to the extent that that court has jurisdiction under its own law to entertain civil proceedings;
     5.     as regards a dispute arising out of the operations of a branch, agency or other esta blishment, in the courts for the place in which the branch, agency or other establ ishment is situated;
     6.     in his capacity as settlor, trustee or beneficiary of a trust created by the operation of a statute, or by a written instrument, or created orally and evidenced in writing, in the courts of the Contracting State in which the trust is domiciled;
     7.     as regards a dispute concerning the payment of remuneration claimed in respect of the salvage of a cargo or freight, in the court under the authority of which the cargo or freight in question:
         (a)     has been arrested to secure such payment, or
         (b)     could have been so arrested, but bail or other security has been given;
        provided that this provision shall apply only if it is claimed that the defendant has an interest in the cargo or freight or had such an interest at the time of salvage.

Article 6


    A person domiciled in a Contracting State may also be sued:
     1.     where he is one of a number of defendants, in the courts for the place where any one of them is domiciled;
     2.     as a third party in an action on a warranty or guarantee or in any other third party proceedings, in the court seised of the original proceedings, unless these were instituted solely with the object of removing him from the jurisdiction of the court which would be competent in his case;
     3.     on a counterclaim arising from the same contract or facts on which the original claim was based, in the court in which the original claim is pending;
     4.     in matters relating to a contract, if the action may be combined with an action aga inst the same defendant in matters relating to rights in rem in immovable property, in the court of the Contracting State in which the property is situated.

Article 6A


    Where by virtue of this Convention a court of a Contracting State has jurisdiction in actions relating to liability arising from the use or operation of a ship, that court, or any other court substituted for this purpose by the internal law of that State, shall also have jurisdiction over claims for limitation of such liability.

Section 3


Jurisdiction in matters relating to insurance


Article 7


    In matters relating to insurance, jurisdiction shall be determined by this Section, with out prejudice to the provisions of Articles 4 and 5 (5).

Article 8


    An insurer domiciled in a Contracting State may be sued:
     1.     in the courts of the State where he is domiciled; or
     2.     in another Contracting State, in the courts for the place where the policyholder is domiciled; or
     3.     if he is a co-insurer, in the courts of a Contracting State in which proceedings are brought against the leading insurer.
    An insurer who is not domiciled in a Contracting State but has a branch, agency or other establishment in one of the Contracting States shall, in disputes arising out of the operations of the branch, agency or establishment, be deemed to be domiciled in that State.

Article 9


    In respect of liability insurance or insurance of immovable property, the insurer may in addition be sued in the courts for the place where the harmful event occurred. The same applies if movable and immovable property are covered by the same insurance policy and both are adversely affected by the same contingency.

Article 10


    In respect of liability insurance, the insurer may also, if the law of the court permits it, be joined in proceedings which the injured party has brought against the insured.
    The provisions of Articles 7, 8 and 9 shall apply to actions brought by the injured party directly against the insurer, where such direct actions are permitted.
    If the law governing such direct actions provides that the policy-holder or the insured may be joined as a party to the action, the same court shall have jurisdiction over them.

Article 11


    Without prejudice to the provisions of the third paragraph of Article 10, an insurer may bring proceedings only in the courts of the Contracting State in which the defend ant is domiciled, irrespective of whether he is the policy-holder, the insured or a bene ficiary.
    The provisions of this Section shall not affect the right to bring a counterclaim in the court in which, in accordance with this Section, the original claim is pending.

Article 12


    The provisions of this Section may be departed from only by an agreement on juris diction:
     1.     which is entered into after the dispute has arisen; or
     2.     which allows the policy-holder, the insured or a beneficiary to bring proceedings in courts other than those indicated in this Section; or
     3.     which is concluded between a policy-holder and an insurer, both of whom are at the time of conclusion of the contract domiciled or habitually resident in the same Contracting State, and which has the effect of conferring jurisdiction on the courts of that State even if the harmful event were to occur abroad, provided that such an agreement is not contrary to the law of the State; or
     4.     which is concluded with a policy-holder who is not domiciled in a Contracting State, except in so far as the insurance is compulsory or relates to immovable property in a Contracting State; or
     5.     which relates to a contract of insurance in so far as it covers one or more of the risks set out in Article 12A.

Article 12A


    The following are the risks referred to in Article 12 (5):
     1.     any loss of or damage to:
         (a)     sea-going ships, installations situated off shore or on the high seas, or aircraft, arising from perils which relate to their use for commercial purposes;
         (b)     goods in transit other than passengers' baggage where the transit consists of or includes carriage by such ships or aircraft;
     2.     any liability, other than for bodily injury to passengers or loss of or damage to their baggage;
         (a)     arising out of the use or operation of ships, installations or aircraft as refer red to in (1) (a) above in so far as the law of the Contracting State in which such aircraft are registered does not prohibit agreements on jurisdiction reg arding insurance of such risks;
         (b)      for loss or damage caused by goods in transit as described in (1) (b) above;
     3.     any financial loss connected with the use or operation of ships, installations or aircraft as referred to in (1) (a) above, in particular loss of freight or charter-hire;
     4.     any risk or interest connected with any of those referred to in (1) to (3) above.

Section 4


Jurisdiction over consumer contracts


Article 13


    In proceedings concerning a contract concluded by a person for a purpose which can be regarded as being outside his trade or profession, hereinafter called „the consumer“, jurisdiction shall be determined by this Section, without prejudice to the provisions of Articles 4 and 5 (5), if it is:
     1.     a contract for the sale of goods on instalment credit terms; or
     2.     a contract for a loan repayable by instalments, or for any other form of credit, made to finance the sale of goods; or
     3.     any other contract for the supply of goods or a contract for the supply of services, and
         (a)     in the State of the consumer's domicile the conclusion of the contract was preceded by a specific invitation addressed to him or by advertising, and
         (b)     the consumer took in that State the steps necessary for the conclusion of the contract.
    Where a consumer enters into a contract with a party who is not domiciled in a Contracting State but has a branch, agency or other establishment in one of the Contract ing States, that party shall, in disputes arising out of the operations of the branch, agency or establishment, be deemed to be domiciled in that State.
    This Section shall not apply to contracts of transport.

Article 14


    A consumer may bring proceedings against the other party to a contract either in the courts of the Contracting State in which that party is domiciled or in the courts of the Contracting State in which he is himself domiciled.
    Proceedings may be brought against a consumer by the other party to the contract only in the courts of the Contracting State in which the consumer is domiciled.
    These provisions shall not affect the right to bring a counterclaim in the court in which, in accordance with this Section, the original claim is pending.

Article 15


    The provisions of this Section may be departed from only by an agreement:
     1.     which is entered into after the dispute has arisen; or
     2.     which allows the consumer to bring proceedings in courts other than those indicated in this Section; or
     3.     which is entered into by the consumer and the other party to the contract, both of whom are at the time of conclusion of the contract domiciled or habitually resident in the same Contracting State, and which confers jurisdiction on the courts of that State, provided that such an agreement is not contrary to the law of that State.

Section 5


Exclusive jurisdiction


Article 16


    The following courts shall have exclusive jurisdiction, regardless of domicile:
     1.     (a)     in proceedings which have as their object rights in rem in immovable proper ty or tenancies of immovable property, the courts of the Contracting State in which the property is situated;
         (b)     however, in proceedings which have as their object tenancies of immovable property concluded for temporary private use for a maximum period of six con secutive months, the courts of the Contracting State in which the defendant is domiciled shall also have jurisdiction, provided that the tenant is a natural per son and neither party is domiciled in the Contracting State in which the proper ty is situated;
     2.     in proceedings which have as their object the validity of the constitution, the nullity or the dissolution of companies or other legal persons or associations of natural or legal persons, or the decisions of their organs, the courts of the Contracting State in which the company, legal person or association has its seat;
     3.     in proceedings which have as their object the validity of entries in public registers, the courts of the Contracting State in which the register is kept;
     4.     in proceedings concerned with the registration or validity of patents, trade marks, designs, or other similar rights required to be deposited or registered, the courts of the Contracting State in which the deposit or registration has been applied for, has taken place or is under the terms of an international convention deemed to have taken place;
     5.     in proceedings concerned with the enforcement of judgments, the courts of the Contracting State in which the judgment has been or is to be enforced.

Section 6


Prorogation of jurisdiction


Article 17


     1.     If the parties, one or more of whom is domiciled in a Contracting State, have agreed that a court or the courts of a Contracting State are to have jurisdiction to settle any disputes which have arisen or which may arise in connection with a particular legal relationship, that court or those courts shall have exclusive jurisdiction. Such an agreement conferring jurisdiction shall be either:
         (a)     in writing or evidenced in writing, or
         (b)     in a form which accords with practices which the parties have established between themselves, or
         (c)     in international trade or commerce, in a form which accords with a usage of which the parties are or ought to have been aware and which in such trade or commerce is widely known to, and regularly observed by, parties to contracts of the type involved in the particular trade or commerce concerned.
        Where such an agreement is concluded by parties, none of whom is domiciled in a Contracting State, the courts of other Contracting States shall have no jurisdiction over their disputes unless the court or courts chosen have declined jurisdiction.
     2.     The court or courts of a Contracting State on which a trust instrument has confer red jurisdiction shall have exclusive jurisdiction in any proceedings brought aga inst a settlor, trustee or beneficiary, if relations between these persons or their rights or obligations under the trust are involved.
     3.     Agreements or provisions of a trust instrument conferring jurisdiction shall have no legal force if they are contrary to the provisions of Article 12 or 15, or if the courts whose jurisdiction they purport to exclude have exclusive jurisdiction by virtue of Article 16.
     4.     If an agreement conferring jurisdiction was concluded for the benefit of only one of the parties, that party shall retain the right to bring proceedings in any other court which has jurisdiction by virtue of this Convention.
     5.     In matters relating to individual contracts of employment an agreement conferring jurisdiction shall have legal force only if it is entered into after the dispute has arisen.

Article 18


    Apart from jurisdiction derived from other provisions of this Convention, a court of a Contracting State before whom a defendant enters an appearance shall have jurisdict ion. This rule shall not apply where appearance was entered solely to contest the juris diction, or where another court has exclusive jurisdiction by virtue of Article 16.

Section 7


Examination as to jurisdiction and admissibility


Article 19


    Where a court of a Contracting State is seised of a claim which is principally concer ned with a matter over which the courts of another Contracting State have exclusive juris diction by virtue of Article 16, it shall declare of its own motion that it has no jurisdict ion.

Article 20


    Where a defendant domiciled in one Contracting State is sued in a court of another Contracting State and does not enter an appearance, the court shall declare of its own motion that it has no jurisdiction unless its jurisdiction is derived from the provisions of this Convention.
    The court shall stay the proceedings so long as it is not shown that the defendant has been able to receive the document instituting the proceedings or an equivalent document in sufficient time to enable him to arrange for his defence, or that all necessary steps have been taken to this end.
    The provisions of the foregoing paragraph shall be replaced by those of Article 15 of the Hague Convention of 15 November 1965 on the service abroad of judicial and extra judicial documents in civil or commercial matters, if the document instituting the proceedings or notice thereof had to be transmitted abroad in accordance with that Con vention.

Section 8


Lis Pendens — related actions


Article 21


    Where proceedings involving the same cause of action and between the same parties are brought in the courts of different Contracting States, any court other than the court first seised shall of its own motion stay its proceedings until such time as the jurisdict ion of the court first seised is established.
    Where the jurisdiction of the court first seised is established, any court other than the court first seised shall decline jurisdiction in favour of that court.

Article 22


    Where related actions are brought in the courts of different Contracting States, any court other than the court first seised may, while the actions are pending at first instance, stay its proceedings.
    A court other than the court first seised may also, on the application of one of the parties, decline jurisdiction if the law of that court permits the consolidation of related actions and the court first seised has jurisdiction over both actions.
    For the purposes of this Article, actions are deemed to be related where they are so closely connected that it is expedient to hear and determine them together to avoid the risk of irreconcilable judgments resulting from separate proceedings.

Article 23


    Where actions come within the exclusive jurisdiction of several courts, any court other than the court first seised shall decline jurisdiction in favour of that court.

Section 9


Provisional, including protective, measures


Article 24


    Application may be made to the courts of a Contracting State for such provisional, in cluding protective, measures as may be available under the law of that State, even if, und er this Convention, the courts of another Contracting State have jurisdiction as to the substance of the matter.

TITLE III


RECOGNITION AND ENFORCEMENT


Article 25


    For the purposes of this Convention, „judgment“ means any judgment given by a court or tribunal of a Contracting State, whatever the judgment may be called, including a decree, order, decision or writ of execution, as well as the determination of costs or ex penses by an officer of the court.

Section 1


Recognition


Article 26


    A judgment given in a Contracting State shall be recognized in the other Contract ing States without any special procedure being required.
    Any interested party who raises the recognition of a judgment as the principal issue in a dispute may, in accordance with the procedures provided for in Section 2 and 3 of this Title, apply for a decision that the judgment be recognized.
    If the outcome of proceedings in a court of a Contracting State depends on the det ermination of an incidental question of recognition that court shall have jurisdiction over that question.

Article 27


    A judgment shall not be recognized:
     1.     if such recognition is contrary to public policy in the State in which recognition is sought;
     2.     where it was given in default of appearance, if the defendant was not duly served with the document which instituted the proceedings or with an equivalent document in sufficient time to enable him to arrange for his defence;
     3.     if the judgment is irreconcilable with a judgment given in a dispute between the same parties in the State in which recognition is sought;
     4.     if the court of the State of origin, in order to arrive at its judgment, has decided a preliminary question concerning the status or legal capacity of natural persons, rights in property arising out of a matrimonial relationship, wills or succession in a way that conflicts with a rule of the private international law of the State in which the recognition is sought, unless the same result would have been reached by the ap plication of the rules of private international law of that State;
     5.     if the judgment is irreconcilable with an earlier judgment given in a non-contract ing State involving the same cause of action and between the same parties, provided that this latter judgment fulfils the conditions necessary for its recognition in the State addressed.

Article 28


    Moreover, a judgment shall not be recognized if it conflicts with the provisions of Sections 3, 4 or 5 of Title II or in a case provided for in Article 59.
    A judgment may furthermore be refused recognition in any case provided for in Art icle 54B (3) or 57 (4).
    In its examination of the grounds of jurisdiction referred to in the foregoing para graphs, the court or authority applied to shall be bound by the findings of fact on which the court of the State of origin based its jurisdiction.
    Subject to the provisions of the first and second paragraphs, the jurisdiction of the court of the State of origin may not be reviewed; the test of public policy referred to in Article 27 (1) may not be applied to the rules relating to jurisdiction.

Article 29


    Under no circumstances may a foreign judgment be reviewed as to its substance.

Article 30


    A court of a Contracting State in which recognition is sought of a judgment given in another Contracting State may stay the proceedings if an ordinary appeal against the judg ment has been lodged.
    A court of a Contracting State in which recognition is sought of a judgment given in Ireland or the United Kingdom may stay the proceedings if enforcement is suspended in the State of origin by reason of an appeal.

Section 2


Enforcement


Article 31


    A judgment given in a Contracting State and enforceable in that State shall be en forced in another Contracting State when, on the application of any interested party, it has been declared enforceable there.
    However, in the United Kingdom, such a judgment shall be enforced in England and Wales, in Scotland, or in Northern Ireland when, on the application of any interested party, it has been registered for enforcement in that part of the United Kingdom.

Article 32


     1.     The application shall be submitted:
         —    in Belgium, to the tribunal de première instance or rechtbank van eerste aanleg,
         —    in Denmark, to the byret,
         —    in the Federal Republic of Germany, to the presiding judge of a chamber of the Landgericht,
         —    in Greece, to the µ...µ.... ...........,
         —    in Spain, to the Juzgado de Primera Instancia,
         —    in France, to the presiding judge of the tribunal de grande instance,
         —    in Ireland, to the High Court,
         —    in Iceland, to the héraðsdómari,
         —    in Italy, to the corte d'appello,
         —    in Luxembourg, to the presiding judge of the tribunal d'arrondissement,
         —    in the Netherlands, to the presiding judge of the arrondissementsrechtbank,
         —    in Norway, to the herredsrett or byrett as namsrett,
         —    in Austria, to the Landesgericht or the Kreisgericht,
         —    in Portugal, to the Tribunal Judicial de Círculo,
         —    in Switzerland:
                   (a)    in respect of judgments ordering the payment of a sum of money, to the juge de la mainlevée/Rechtsöffnungsrichter/giudice competente a pronunciare sul rigetto dell'opposizione, within the framework of the procedure governed by Articles 80 and 81 of the loi fédérale sur la poursuite pour dettes et la fa illite/Bundesgesetz über Schuldbetreibung und Konkurs/legge federale sulla esecuzione e sul fallimento;
                   (b)    in respect of judgments ordering a performance other than the payment of a sum of money, to the juge cantonal d'exequatur compétent/zuständiger kant onaler Vollstreckungsrichter/giudice cantonale competente a pronunciare l'ex equatur,
         —    in Finland, to the ulosotonhaltija/överexekutor,
         —    in Sweden, to the Svea hovrätt,
         —    in the United Kingdom:
                   (a)    in England and Wales, to the High Court of Justice, or in the case of a main tenance judgment to the Magistrates' Court on transmission by the Secret ary of State;
                   (b)    in Scotland, to the Court of Session, or in the case of a maintenance judg ment to the Sheriff Court on transmission by the Secretary of State;
                   (c)    in Northern Ireland, to the High Court of Justice, or in the case of a main tenance judgment to the Magistrates' Court on transmission by the Secret ary of State.
     2.     The jurisdiction of local courts shall be determined by reference to the place of domicile of the party against whom enforcement is sought. If he is not domiciled in the State in which enforcement is sought, it shall be determined by reference to the place of enforcement.

Article 33


    The procedure for making the application shall be governed by the law of the State in which enforcement is sought.
    The applicant must give an address for service of process within the area of juris diction of the court applied to. However, if the law of the State in which enforcement is sought does not provide for the furnishing of such an address, the applicant shall appoint a representative ad litem.
    The documents referred to in Articles 46 and 47 shall be attached to the application.

Article 34


    The court applied to shall give its decision without delay; the party against whom en forcement is sought shall not at this stage of the proceedings be entitled to make any submissions on the application.
    The application may be refused only for one of the reasons specified in Articles 27 and 28.
    Under no circumstances may the foreign judgment be reviewed as to its substance.

Article 35


    The appropriate officer of the court shall without delay bring the decision given on the application to the notice of the applicant in accordance with the procedure laid down by the law of the State in which enforcement is sought.

Article 36


    If enforcement is authorized, the party against whom enforcement is sought may app eal against the decision within one month of service thereof.
    If that party is domiciled in a Contracting State other than that in which the decision authorizing enforcement was given, the time for appealing shall be two months and shall run from the date of service, either on him in person or at his residence. No extension of time
may be granted on account of distance.

Article 37


     1.     An appeal against the decision authorizing enforcement shall be lodged in accor dance with the rules governing procedure in contentious matters:
         —    in Belgium, with the tribunal de première instance or rechtbank van eerste aan leg, in Denmark, with the landsret,
         —    in the Federal Republic of Germany, with the Oberlandesgericht,
         —    in Greece, with the .......,
         —    in Spain, with the Audiencia Provincial,
         —    in France, with the cour d'appel,
         —    in Ireland, with the High Court,
         —    in Iceland, with the héraðsdómari,
         —    in Italy, with the corte d'appello,
         —    in Luxembourg, with the Cour supérieure de justice sitting as a court of civil appeal,
         —    in the Netherlands, with the arrondissementsrechtbank,
         —    in Norway, with the lagmannsrett,
         —    in Austria, with the Landesgericht or the Kreisgericht,
         —    in Portugal, with the Tribunal da Relação,
         —    in Switzerland, with the tribunal cantonal/Kantonsgericht/tribunale cantonale,
         —    in Finland, with the hovioikeus/hovrätt,
         —    in Sweden, with the Svea hovrätt,
         —    in the United Kingdom:
                   (a)    in England and Wales, with the High Court of Justice, or in the case of a maintenance judgment with the Magistrates' Court;
                   (b)    in Scotland, with the Court of Session, or in the case of a maintenance judg ment with the Sheriff Court;
                   (c)    in Northern Ireland, with the High Court of Justice, or in the case of a main tenance judgment with the Magistrates' Court.
     2.     The judgment given on the appeal may be contested only:
         —    in Belgium, Greece, Spain, France, Italy, Luxembourg and in the Netherlands, by an appeal in cassation,
         —    in Denmark, by an appeal to the højesteret, with the leave of the Minister of Just ice,
         —    in the Federal Republic of Germany, by a Rechtsbeschwerde,
         —    in Ireland, by an appeal on a point of law to the Supreme Court,
         —    in Iceland, by an appeal to the Hæstiréttur,
         —    in Norway, by an appeal (kjæremål or anke) to the Høyesteretts Kjæremålsutvalg or Høyesterett,
         —    in Austria, in the case of an appeal, by a Revisionsrekurs and, in the case of opposition proceedings, by a Berufung with the possibility of a Revision,
         —    in Portugal, by an appeal on a point of law,
         —    in Switzerland, by a recours de droit public devant le tribunal fédéral/staatsrecht liche Beschwerde beim Bundesgericht/ricorso di diritto pubblico davanti al trib unale federale,
         —    in Finland, by an appeal to the korkein oikeus/högsta domstolen,
         —    in Sweden, by an appeal to the högsta domstolen,
         —    in the United Kingdom, by a single further appeal on a point of law.

Article 38


    The court with which the appeal under Article 37 (1) is lodged may, on the app lication of the appellant, stay the proceedings if an ordinary appeal has been lodged aga inst the judgment in the State of origin or if the time for such an appeal has not yet ex pired; in the latter case, the court may specify the time within which such an appeal is to be lodged.
    Where the judgment was given in Ireland or the United Kingdom, any form of app eal available in the State of origin shall be treated as an ordinary appeal for the pur poses of the first paragraph.
    The court may also make enforcement conditional on the provision of such security as it shall determine.

Article 39


    During the time specified for an appeal pursuant to Article 36 and until any such app eal has been determined, no measures of enforcement may be taken other than protect ive measures taken against the property of the party against whom enforcement is sought.
    The decision authorizing enforcement shall carry with it the power to proceed to any such protective measures.

Article 40


     1.     If the application for enforcement is refused, the applicant may appeal:
         —    in Belgium, to the cour d'appel or hof van beroep,
         —    in Denmark, to the landsret,
         —    in the Federal Republic of Germany, to the Oberlandesgericht,
         —    in Greece, to the .......,
         —    in Spain, to the Audiencia Provincial,
         —    in France, to the cour d'appel,
         —    in Ireland, to the High Court,
         —    in Iceland, to the héraðsdómari,
         —    in Italy, to the corte d'appello,
         —    in Luxembourg, to the Cour supérieure de justice sitting as a court of civil app eal,
         —    in the Netherlands, to the gerechtshof,
         —    in Norway, to the lagmannsrett,
         —    in Austria, to the Landesgericht or the Kreisgericht,
         —    in Portugal, to the Tribunal da Relação,
         —    in Switzerland, to the tribunal cantonal/Kantonsgericht/tribunale cantonale,
         —    in Finland, to the hovioikeus/hovrätt,
         —    in Sweden, to the Svea hovrätt,
         —    in the United Kingdom:
                   (a)    in England and Wales, to the High Court of Justice, or in the case of a main tenance judgment to the Magistrates' Court;
                   (b)    in Scotland, to the Court of Session, or in the case of a maintenance judg ment to the Sheriff Court;
                   (c)    in Northern Ireland, to the High Court of Justice, or in the case of a main tenance judgment to the Magistrates' Court.
     2.     The party against whom enforcement is sought shall be summoned to appear before the appellate court. If he fails to appear, the provisions of the second and third para graphs of Article 20 shall apply even where he is not domiciled in any of the Contracting States.

Article 41


    A judgment given on an appeal provided for in Article 40 may be contested only:
—    in Belgium, Greece, Spain, France, Italy, Luxembourg and in the Netherlands, by an appeal in cassation,
—    in Denmark, by an appeal to the højesteret, with the leave of the Minister of Just ice,
—    in the Federal Republic of Germany, by a Rechtsbeschwerde,
—    in Ireland, by an appeal on a point of law to the Supreme Court,
—    in Iceland, by an appeal to the Hæstiréttur,
—    in Norway, by an appeal (kjæremål or anke) to the Høyesteretts kjæremålsutvalg or Høyesterett,
—    in Austria, by a Revisionsrekurs,
—    in Portugal, by an appeal on a point of law,
—    in Switzerland, by a recours de droit public devant le tribunal fédéral/staatsrecht liche Beschwerde beim Bundesgericht/ricorso di diritto pubblico davanti al tribunale federale,
—    in Finland, by an appeal to the korkein oikeus/högsta domstolen,
—    in Sweden, by an appeal to the högsta domstolen,
—    in the United Kingdom, by a single further appeal on a point of law.

Article 42


    Where a foreign judgment has been given in respect of several matters and enforce ment cannot be authorized for all of them, the court shall authorize enforcement for one or more of them.
    An applicant may request partial enforcement of a judgment.

Article 43


    A foreign judgment which orders a periodic payment by way of a penalty shall be en forceable in the State in which enforcement is sought only if the amount of the payment has been finally determined by the courts of the State of origin.

Article 44


    An applicant who, in the State of origin, has benefited from complete or partial legal aid or exemption from costs or expenses, shall be entitled, in the procedures provided for in Articles 32 to 35, to benefit from the most favourable legal aids or the most extensi ve exemption from costs or expenses provided for by the law of the State addressed.
    However, an applicant who requests the enforcement of a decision given by an ad ministrative authority in Denmark or in Iceland in respect of a maintenance order may, in the State addressed, claim the benefits referred to in the first paragraph if he presents a statement from, respectively, the Danish Ministry of Justice or the Icelandic Ministry of Justice to the effect that he fulfils the economic requirements to qualify for the grant of complete or partial legal aid or exemption from costs or expenses.

Article 45


    No security, bond or deposit, however described, shall be required of a party who in one Contracting State applies for enforcement of a judgment given in another Contract ing State on the ground that he is a foreign national or that he is not domiciled or re sident in the State in which enforcement is sought.

Section 3


Common provisions


Article 46


    A party seeking recognition or applying for enforcement of a judgment shall pro duce:
     1.     a copy of the judgment which satisfies the conditions necessary to establish its authenticity;
     2.     in the case of a judgment given in default, the original or a certified true copy of the document which establishes that the party in default was served with the document instituting the proceedings or with an equivalent document.

Article 47


    A party applying for enforcement shall also produce:
     1.     documents which establish that, according to the law of the State of origin, the judg ment is enforceable and has been served;
     2.     where appropriate, a document showing that the applicant is in receipt of legal aid in the State of origin.

Article 48


    If the documents specified in Articles 46 (2) and 47 (2) are not produced, the court may specify a time for their production, accept equivalent documents or, if it considers that it has sufficient information before it, dispense with their production.
    If the court so requires, a translation of the documents shall be produced; the translation shall be certified by a person qualified to do so in one of the Contracting States.

Article 49


    No legalization or other similar formality shall be required in respect of the documents referred to in Articles 46 or 47 or the second paragraph of Article 48, or in respect of a document appointing a representative ad litem.

TITLE IV


AUTHENTIC INSTRUMENTS AND COURT SETTLEMENTS


Article 50


    A document which has been formally drawn up or registered as an authentic instru ment and is enforceable in one Contracting State shall, in another Contracting State, be declared enforceable there, on application made in accordance with the procedures provided for in Articles 31 et seq. The application may be refused only if enforcement of the instrument is contrary to public policy in the State addressed.
    The instrument produced must satisfy the conditions necessary to establish its authen ticity in the State of origin.
    The provisions of Section 3 of Title III shall apply as appropriate.

Article 51


    A settlement which has been approved by a court in the course of proceedings and is enforceable in the State in which it was concluded shall be enforceable in the State addressed under the same conditions as authentic instruments.

TITLE V


GENERAL PROVISIONS


Article 52


    In order to determine whether a party is domiciled in the Contracting State whose courts are seised of a matter, the Court shall apply its internal law.
    If a party is not domiciled in the State whose courts are seised of the matter, then, in order to determine whether the party is domiciled in another Contracting State, the court shall apply the law of that State.

Article 53


    For the purposes of this Convention, the seat of a company or other legal person or association of natural or legal persons shall be treated as its domicile. However, in order to determine that seat, the court shall apply its rules of private international law.
    In order to determine whether a trust is domiciled in the Contracting State whose courts are seised of the matter, the court shall apply its rules of private international law.

TITLE VI


TRANSITIONAL PROVISIONS


Article 54


    The provisions of this Convention shall apply only to legal proceedings instituted and to documents formally drawn up or registered as authentic instruments after its entry into force in the State of origin and, where recognition or enforcement of a judgment or authentic instrument is sought, in the State addressed.
    However, judgments given after the date of entry into force of this Convention between the State of origin and the State addressed in proceedings instituted before that date shall be recognized and enforced in accordance with the provisions of Title III if jurisdiction was founded upon rules which accorded with those provided for either in Title II of this Convention or in a convention concluded between the State of origin and the State addressed which was in force when the proceedings were instituted.
    If the parties to a dispute concerning a contract had agreed in writing before the entry into force of this Convention that the contract was to be governed by the law of Ireland or of a part of the United Kingdom, the courts of Ireland or of that part of the United Kingdom shall retain the right to exercise jurisdiction in the dispute.

Article 54A


    For a period of three years from the entry into force of this Convention for Denmark, Greece, Ireland, Iceland, Norway, Finland and Sweden, respectively, jurisdiction in maritime matters shall be determined in these States not only in accordance with the provisions of Title II, but also in accordance with the provisions of paragraphs 1 to 7 fol lowing. However, upon the entry into force of the International Convention relating to the arrest of sea-going ships, signed at Brussels on 10 May 1952, for one of these States, these provisions shall cease to have effect for that State.
     1.     A person who is domiciled in a Contracting State may be sued in the courts of one of the States mentioned above in respect of a maritime claim if the ship to which the claim relates or any other ship owned by him has been arrested by judicial process within the territory of the latter State to secure the claim, or could have been so ar rested there but bail or other security has been given, and either:
         (a)     the claimant is domiciled in the latter State; or
         (b)     the claim arose in the latter State; or
         (c)     the claim concerns the voyage during which the arrest was made or could have been made; or
         (d)     the claim arises out of a collision or out of damage caused by a ship to another ship or to goods or persons on board either ship, either by the execution or non-execution of a manoeuvre or by the non-observance of regulations; or
         (e)     the claim is for salvage; or
         (f)     the claim is in respect of a mortgage or hypothecation of the ship arrested.
     2.     A claimant may arrest either the particular ship to which the maritime claim relates, or any other ship which is owned by the person who was, at the time when the maritime claim arose, the owner of the particular ship. However, only the particul ar ship to which the maritime claim relates my be arrested in respect of the maritime claims set out under 5. (o), (p) or (q) of this Article.
     3.     Ships shall be deemed to be in the same ownership when all the shares therein are owned by the same person or persons.
     4.     When in the case of a charter by demise of a ship the charterer alone is liable in respect of a maritime claim relating to that ship, the claimant may arrest that ship or any other ship owned by the charterer, but no other ship owned by the owner may be arrested in respect of such claim. The same shall apply to any case in which a person other than the owner of a ship is liable in respect of a maritime claim relat ing to that ship.
     5.     The expression „maritime claim“ means a claim arising out of one or more of the fol lowing:
         (a)     damage caused by any ship either in collision or otherwise;
         (b)     loss of life or personal injury caused by any ship or occurring in connection with the operation on any ship;
         (c)     salvage;
         (d)     agreement relating to the use or hire of any ship whether by charterparty or otherwise;
         (e)     agreement relating to the carriage of goods in any ship whether by charterpar ty or otherwise;
         (f)     loss of or damage to goods including baggage carried in any ship;
         (g)     general average;
         (h)     bottomry;
         (i)     towage;
         (j)     pilotage;
         (k)     goods or materials wherever supplied to a ship for her operation or mainten ance;
         (l)     construction, repair or equipment of any ship or dock charges and dues;
         (m)    wages of masters, officers or crew;
         (n)     master's disbursements, including disbursements made by shippers, charterers or agents on behalf of a ship or her owner;
         (o)     dispute as to the title to or ownership of any ship;
         (p)     disputes between co-owners of any ship as to the ownership, possession, employ ment or earnings of that ship;
         (q)     the mortgage or hypothecation of any ship.
     6.     In Denmark, the expression „arrest“ shall be deemed as regards the maritime claims referred to under 5. (o) and (p) of this Article, to include a „forbud“, where that is the only procedure allowed in respect of such a claim under Articles 646 to 653 of the law on civil procedure (lov om rettens pleje).
     7.     In Iceland, the expression „arrest“ shall be deemed, as regards the maritime claims referred to under 5. (o) and (p) of this Article, to include a „lögbann“, where that is the only procedure allowed in respect of such a claim under Chapter III of the law on arrest and injunction (lög um kyrrsetningu og lögbann).

TITLE VII


RELATIONSHIP TO THE BRUSSELS CONVENTION


AND TO OTHER CONVENTIONS


Article 54B


     1.     This Convention shall not prejudice the application by the Member States of the European Communities of the Convention on Jurisdiction and the Enforcement of Judgments in Civil and Commercial Matters, signed at Brussels on 27 September 1968 and of the Protocol on interpretation of that Convention by the Court of Just ice, signed at Luxembourg on 3 June 1971, as amended by the Conventions of Accession to the said Convention and the said Protocol by the States acceding to the European Communities, all of these Conventions and the Protocol being hereinafter referred to as the „Brussels Convention“.
     2.     However, this Convention shall in any event be applied:
         (a)     in matters of jurisdiction, where the defendant is domiciled in the territory of a Contracting State which is not a member of the European Communities, or where Article 16 or 17 of this Convention confer a jurisdiction on the courts of such a Contracting State;
         (b)     in relation to a lis pendens or to related actions as provided for in Articles 21 and 22, when proceedings are instituted in a Contracting State which is not a mem ber of the European Communities and in a Contracting State which is a mem ber of the European Communities;
         (c)     in matters of recognition and enforcement, where either the State of origin or the State addressed is not a member of the European Communities.
     3.     In addition to the grounds provided for in Title III recognition or enforcement may be refused if the ground of jurisdiction on which the judgment has been based differs from that resulting from this Convention and recognition or enforcement is sought against a party who is domiciled in a Contracting State which is not a member of the European Communities, unless the judgment may otherwiese be recognized or en forced under any rule of law in the State addressed.

Article 55


    Subject to the provisions of Articles 54 (2) and 56, this Convention shall, for the States which are parties to it, supersede the following conventions concluded between two or more of them:
—    the Convention between the Swiss Confederation and France on jurisdiction and en forcement of judgments in civil matters, signed at Paris on 15 June 1869,
—    the Treaty between the Swiss Confederation and Spain on the mutual enforcement of judgments in civil or commercial matters, signed at Madrid on 19 November 1896,
—    the Convention between the Swiss Confederation and the German Reich on the recognition and enforcement of judgments and arbitration awards, signed at Berne on 2 November 1929,
—    the Convention between Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden on the recognition and enforcement of judgments, signed at Copenhagen on 16 March 1932,
—    the Convention between the Swiss Confederation and Italy on the recognition and enforcement of judgments, signed at Rome on 3 January 1933,
—    the Convention between Sweden and the Swiss Confederation on the recognition and enforcement of judgments and arbitral awards signed at Stockholm on 15 January 1936,
—    the Convention between the Kingdom of Belgium and Austria on the reciprocal recognition and enforcement of judgments and authentic instruments relating to main tenance obligations, signed at Vienna on 25 October 1957,
—    the Convention between the Swiss Confederation and Belgium on the recognition and enforcement of judgments and arbitration awards, signed at Berne on 29 April 1959,
—    the Convention between the Federal Republic of Germany and Austria on the reciprocal recognition and enforcement of judgments, settlements and authentic instruments in civil and commercial matters, signed at Vienna on 6 June 1959,
—    the Convention between the Kingdom of Belgium and Austria on the reciprocal recognition and enforcement of judgments, arbitral awards and authentic instruments in civil and commercial matters, signed at Vienna on 16 June 1959,
—    the Convention between Austria and the Swiss Confederation on the recognition and enforcement of judgments, signed at Berne on 16 December 1960,
—    the Convention between Norway and the United Kingdom providing for the reciprocal recognition and enforcement of judgments in civil matters, signed at London on 12 June 1961,
—    the Convention between the United Kingdom and Austria providing for the reciprocal recognition and enforcement of judgments in civil and commercial matters, signed at Vienna on 14 July 1961, with amending Protocol signed at London on 6 March 1970,
—    the Convention between the Kingdom of the Netherlands and Austria on the reciprocal recognition and enforcement of judgments and authentic instruments in ci vil and commercial matters, signed at The Hague on 6 February 1963,
—    the Convention between France and Austria on the recognition and enforcement of judgments and authentic instruments in civil and commercial matters, signed at Vienna on 15 July 1966,
—    the Convention between Luxembourg and Austria on the recognition and enforce ment of judgements and authentic instruments in civil and commercial matters, signed at Luxembourg on 29 July 1971,
—    the Convention between Italy and Austria on the recognition and enforcement of judgments in civil and commercial matters, of judicial settlements and of authent ic instruments, signed at Rome on 16 November 1971,
—    the Convention between Norway and the Federal Republic of Germany on the recognition and enforcement of judgments and enforceable documents, in civil and commercial matters, signed at Oslo on 17 June 1977,
—    the Convention between Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden on the recognition and enforcement of judgments in civil matters, signed at Copenhagen on 11 October 1977,
—    the Convention between Austria and Sweden on the recognition and enforcement of judgments in civil matters, signed at Stockholm on 16 September 1982,
—    the Convention between Austria and Spain on the recognition and enforcement of judgments, settlements and enforceable authentic instruments in civil and commerci al matters, signed at Vienna on 17 February 1984,
—    the Convention between Norway and Austria on the recognition and enforcement of judgments in civil matters, signed at Vienna on 21 May 1984, and
—    the Convention between Finland and Austria on the recognition and enforcement of judgments in civil matters, signed at Vienna on 17 November 1986.

Article 56


    The Treaty and the conventions referred to in Article 55 shall continue to have effect in relation to matters to which this Convention does not apply.
    They shall continue to have effect in respect of judgments given and documents form ally drawn up or registered as authentic instruments before the entry into force of this Convention.

Article 57


     1.     This Convention shall not affect any conventions to which the Contracting States are or will be parties and which in relation to particular matters, govern jurisdiction or the recognition or enforcement of judgments.
     2.     This Convention shall not prevent a court of a Contracting State which is party to a convention referred to in the first paragraph from assuming jurisdiction in accor dance with that convention, even where the defendant is domiciled in a Contract ing State which is not a party to that convention. The court hearing the action shall, in any event, apply Article 20 of this Convention.
     3.     Judgments given in a Contracting State by a court in the exercise of jurisdiction provided for in a convention referred to in the first paragraph shall be recognized and enforced in the other Contracting States in accordance with Title III of this Con vention.
     4.     In addition to the grounds provided for in Title III, recognition or enforcement may be refused if the State addressed is not a contracting party to a convention referred to in the first paragraph and the person against whom recognition or enforcement is sought is domiciled in that State, unless the judgment may otherwise be recognized or enforced under any rule of law in the State addressed.
     5.     Where a convention referred to in the first paragraph to which both the State of orig in and the State addressed are parties lays down conditions for the recognition or en forcement of judgments, those conditions shall apply. In any event, the provisions of this Convention which concern the procedures for recognition and enforcement of judgments may be applied.

Article 58


(None)



Article 59


    This Convention shall not prevent a Contracting State from assuming, in a convention on the recognition and enforcement of judgments, an obligation towards a third State not to recognize judgments given in other Contracting States against defendants domiciled or habitually resident in the third State where, in cases provided for in Article 4, the judg ment could only be founded on a ground of jurisdiction specified in the second para graph of Article 3.
    However, a Contracting State may not assume an obligation towards a third State not to recognize a judgment given in another Contracting State by a court basing its juris diction on the presence within that State of property belonging to the defendant, or the seizure by the plaintiff of property situated there:
     1.     if the action is brought to assert or declare proprietary or possessory rights in that property, seeks to obtain authority to dispose of it, or arises from another issue relat ing to such property, or
     2.     if the property constitutes the security for a debt which is the subject-matter of the action.

TITLE VIII


FINAL PROVISIONS


Article 60


    The following may be parties to this Convention:
(a)    States which, at the time of the opening of this Convention for signature, are mem bers of the European Communities or of the European Free Trade Association;
(b)    States which, after the opening of this Convention for signature, become members of the European Communities or of the European Free Trade Association;
(c)    States invited to accede in accordance with Article 62 (1) (b).

Article 61


     1.     This Convention shall be opened for signature by the States members of the Europe an Communities or of the European Free Trade Association.
     2.     The Convention shall be submitted for ratification by the signatory States. The instruments of ratification shall be deposited with the Swiss Federal Council.
     3.     The Convention shall enter into force on the first day of the third month following the date on which two States, of which one is a member of the European Com munities and the other a member of the European Free Trade Association, deposit their instruments of ratification.
     4.     The Convention shall take effect in relation to any other signatory State on the first day of the third month following the deposit of its instrument of ratification.

Article 62


     1.     After entering into force this Convention shall be open to accession by:
         (a)     the States referred to in Article 60 (b);
         (b)     other States which have been invited to accede upon a request made by one of the Contracting States to the depositary State. The depositary State shall invite the State concerned to accede only if, after having communicated the contents of the communications that this State intends to make in accordance with Art icle 63, it has obtained the unanimous agreement of the signatory States and the Contracting States referred to in Article 60 (a) and (b).
     2.     If an acceding State wishes to furnish details for the purposes of Protocol 1, negoti ations shall be entered into to that end. A negotiating conference shall be convened by the Swiss Federal Council.
     3.     In respect of an acceding State, the Convention shall take effect on the first day of the third month following the deposit of its instrument of accession.
     4.     However, in respect of an acceding State referred to in paragraph 1 (a) or (b), the Convention shall take effect only in relations between the acceding State and the Contracting States which have not made any objections to the accession before the first day of the third month following the deposit of the instrument of accession.

Article 63


    Each acceding State shall, when depositing its instrument of accession, communicate the information required for the application of Articles 3, 32, 37, 40, 41 and 55 of this Convention and furnish, if need be, the details prescribed during the negotiations for the purposes of Protocol 1.

Article 64


     1.     This Convention is concluded for an initial period of five years from the date of its entry into force in accordance with Article 61 (3), even in the case of States which ratify it or accede to it after that date.
     2.     At the end of the initial five-year period, the Convention shall be automatically renewed from year to year.
     3.     Upon the expiry of the initial five-year period, any contracting State may, at any time, denounce the Convention by sending a notification to the Swiss Federal Council.
     4.     The denunciation shall take effect at the end of the calendar year following the ex piry of a period of six months from the date of receipt by the Swiss Federal Council of the notification of denunciation.

Article 65


    The following are annexed to this Convention:
—    a Protocol 1, on certain questions of jurisdiction, procedure and enforcement,
—    a Protocol 2, on the uniform interpretation of the Convention,
—    a Protocol 3, on the application of Article 57.
    These Protocols shall form an integral part of the Convention.

Article 66


    Any Contracting State may request the revision of this Convention. To that end, the Swiss Federal Council shall issue invitations to a revision conference within a period of six months from the date of the request for revision.

Article 67


    The Swiss Federal Council shall notify the States represented at the Diplomatic Con ference of Lugano and the States who have later acceded to the Convention of:
(a)    the deposit of each instrument of ratification or accession;
(b)    the dates of entry into force of this Convention in respect of the Contracting States;
(c)    any denunciation received pursuant to Article 64;
(d)    any declaration received pursuant to Article Ia of Protocol 1;
(e)    any declaration received pursuant to Article Ib of Protocol 1;
(f)    any declaration received pursuant to Article IV of Protocol 1;
(g)    any communication made pursuant to Article VI of Protocol 1.

Article 68


    This Convention, drawn up in a single original in the Danish, Dutch, English, Finn ish, French, German, Greek, Icelandic, Irish, Italian, Norwegian, Portuguese, Spanish and Swedish languages, all fourteen texts being equally authentic, shall be deposited in the archives of the Swiss Federal Council. The Swiss Federal Council shall transmit a certified copy to the Government of each State represented at the Diplomatic Confer ence of Lugano and to the Government of each acceding State.

PROTOCOL 1


on certain questions of jurisdiction, procedure and enforcement



THE HIGH CONTRACTING PARTIES HAVE AGREED UPON THE FOLLOWING PROVISIONS, WHICH SHALL BE ANNEXED TO THE CONVENTION:

Article I


    Any person domiciled in Luxembourg who is sued in a court of another Contracting State pursuant to Article 5 (1) may refuse to submit to the jurisdiction of that court. If the defendant does not enter an appearance the court shall declare of its own motion that it has no jurisdiction.
    An agreement conferring jurisdiction, within the meaning of Article 17, shall be valid with respect to a person domiciled in Luxembourg only if that person has expressly and specifically so agreed.

Article Ia


     1.     Switzerland reserves the right to declare, at the time of depositing its instrument of ratification, that a judgment given in another Contracting State shall be neither recog nized nor enforced in Switzerland if the following conditions are met:
         (a)     the jurisdiction of the court which has given the judgment is based only on Art icle 5 (1) of this Convention; and
         (b)     the defendant was domiciled in Switzerland at the time of the introduction of the proceedings; for the purposes of this Article, a company or other legal person is considered to be domiciled in Switzerland if it has its registered seat and the effective centre of activities in Switzerland; and
         (c)     the defendant raises an objection to the recognition or enforcement of the judg ment in Switzerland, provided that he has not waived the benefit of the de claration foreseen under this paragraph.
     2.     This reservation shall not apply to the extent that at the time recognition or enforce ment is sought a derogation has been granted from Article 59 of the Swiss Feder al Constitution. The Swiss Government shall communicate such derogations to the signatory States and the acceding States.
     3.     This reservation shall cease to have effect on 31 December 1999. It may be with drawn at any time.

Article Ib


    Any Contracting State may, by declaration made at the time of signing or of deposit of its instrument of ratification or of accession, reserve the right, notwithstanding the provisions of Article 28, not to recognize and enforce judgments given in the other Contracting States if the jurisdiction of the court of the State of origin is based, pursu ant to Article 16 (1) (b), exclusively on the domicile of the defendant in the State of orig in, and the property is situated in the territory of the State which entered the reservation.

Article II


    Without prejudice to any more favourable provisions of national laws, persons domiciled in a Contracting State who are being prosecuted in the criminal courts of another Contracting State of which they are not nationals for an offence which was not intentionally committed may be defended by persons qualified to do so, even if they do not appear in person.
    However, the court seised of the matter may order appearance in person; in the case of failure to appear, a judgment given in the civil action without the person concerned having had the opportunity to arrange for his defence need not be recognized or enforced in the other Contracting States.

Article III


    In proceedings for the issue of an order for enforcement, no charge, duty or fee calculated by reference to the value of the matter in issue may be levied in the State in which enforcement is sought.

Article IV


    Judicial and extrajudicial documents drawn up in one Contracting State which have to be served on persons in another Contracting State shall be transmitted in accordance with the procedures laid down in the conventions and agreements concluded between the Contracting States.
    Unless the State in which service is to take place objects by declaration to the Swiss Federal Council, such documents may also be sent by the appropriate public officers of the State in which the document has been drawn up directly to the appropriate public officers of the State in which the addressee is to be found. In this case the officer of the State of origin shall send a copy of the document to the officer of the State applied to who is competent to forward it to the addressee. The document shall be forwarded in the manner specified by the law of the State applied to. The forwarding shall be recorded by a certificate sent directly to the officer of the State of origin.

Article V


    The jurisdiction specified in Articles 6 (2) and 10 in actions on a warranty or guar antee or in any other third party proceedings may not be resorted to in the Federal Repu blic of Germany, in Spain, in Austria and in Switzerland. Any person domiciled in another Contracting State may be sued in the courts:
—    of the Federal Republic of Germany, pursuant to Articles 68, 72, 73 and 74 of the code of civil procedure (Zivilprozessordnung) concerning third-party notices,
—    of Spain, pursuant to Article 1482 of the civil code,
—    of Austria, pursuant to Article 21 of the code of civil procedure (Zivilprozessordn ung) concerning third-party notices,
—    of Switzerland, pursuant to the appropriate provisions concerning third-party notices of the cantonal codes of civil procedure.
    Judgments given in the other Contracting States by virtue of Article 6 (2) or 10 shall be recognized and enforced in the Federal Republic of Germany, in Spain, in Austria and in Switzerland in accordance with Title III. Any effects which judgments given in these States may have on third parties by application of the provisions in the preceding para graph shall also be recognized in the other Contracting States.

Article Va


    In matters relating to maintenance, the expression „court“ includes the Danish, Iceland ic and Norwegian administrative authorities.
    In civil and commercial matters, the expression „court“ includes the Finnish ulosoton haltija/överexekutor.

Article Vb


    In proceedings involving a dispute between the master and a member of the crew of a sea-going ship registered in Denmark, in Greece, in Ireland, in Iceland, in Norway, in Portugal or in Sweden concerning remuneration or other conditions of service, a court in a Contracting State shall establish whether the diplomatic or consular officer responsi ble for the ship has been notified of the dispute. It shall stay the proceedings so long as he has not been notified. It shall of its own motion decline jurisdiction if the officer, hav ing been duly notified, has exercised the powers accorded to him in the matter by a consular convention, or in the absence of such a convention has, within the time all owed, raised any objection to the exercise of such jurisdiction.

Article Vc


(None)



Article Vd


    Without prejudice to the jurisdiction of the European Patent Office under the Con vention on the grant of European patents, signed at Munich on 5 October 1973, the courts of each Contracting State shall have exclusive jurisdiction, regardless of domicile, in proceedings concerned with the registration or validity of any European patent granted for that State which is not a Community patent by virtue of the provision of Article 86 of the Convention for the European patent for the common market, signed at Luxem bourg on 15 December 1975.

Article VI


    The Contracting States shall communicate to the Swiss Federal Council the text of any provisions of their laws which amend either those provisions of their laws mentioned in the Convention or the lists of courts specified in Section 2 of Title III.

PROTOCOL 2


on the uniform interpretation of the Convention



PREAMBLE THE HIGH CONTRACTING PARTIES,

HAVING REGARD to Article 65 of this Convention,

CONSIDERING the substantial link between this Convention and the Brussels Con vention,

CONSIDERING that the Court of Justice of the European Communities by virtue of the Protocol of 3 June 1971 has jurisdiction to give rulings on the interpretation of the provisions of the Brussels Convention,

BEING AWARE of the rulings delivered by the Court of Justice of the European Com munities on the interpretation of the Brussels Convention up to the time of signature of this Convention,

CONSIDERING that the negotiations which led to the conclusion of the Convention were based on the Brussels Convention in the light of these rulings,

DESIRING to prevent, in full deference to the independence of the courts, divergent interpretations and to arrive at as uniform an interpretation as possible of the provisions of the Convention, and of these provisions and those of the Brussels Convention which are substantially reproduced in this Convention,

HAVE AGREED AS FOLLOWS:

Article 1


    The courts of each Contracting State shall, when applying and interpreting the provisions of the Convention, pay due account to the principles laid down by any re levant decision delivered by courts of the other Contracting States concerning provisions of this Convention.

Article 2


     1.     The Contracting Parties agree to set up a system of exchange of information concern ing judgments delivered pursuant to this Convention as well as relevant judgments under the Brussels Convention. This system shall comprise:
         —    transmission to a central body by the competent authorities of judgments deliv ered by courts of last instance and the Court of Justice of the European Com munities as well as judgments of particular importance which have become final and have been delivered pursuant to this Convention or the Brussels Convention,
         —    classification of these judgments by the central body including, as far as necessary, the drawing-up and publication of translations and abstracts,
         —    communication by the central body of the relevant documents to the competent national authorities of all signatories and acceding States to the Convention and to the Commission of the European Communities.
     2.     The central body is the Registrar of the Court of Justice of the European Com munities.

Article 3


     1.     A Standing Committee shall be set up for the purposes of this Protocol.
     2.     The Committee shall be composed of representatives appointed by each signatory and acceding State.
     3.     The European Communities (Commission, Court of Justice and General Secretari at of the Council) and the European Free Trade Association may attend the meet ings as observers.

Article 4


     1.     At the request of a Contracting Party, the depositary of the Convention shall con vene meetings of the Committee for the purpose of exchanging views on the funct ioning of the Convention and in particular on:
         —    the development of the case-law as communicated under the first indent of Art icle 2 (1),
         —    the application of Article 57 of the Convention.
     2.     The Committee, in the light of these exchanges, may also examine the appropri ateness of starting on particular topics a revision of the Convention and make recommendations.

PROTOCOL 3


on the application of Article 57



THE HIGH CONTRACTING PARTIES HAVE AGREED AS FOLLOWS:

     1.     For the purposes of the Convention, provisions which, in relation to particular matt ers, govern jurisdiction or the recognition or enforcement of judgments and which are, or will be contained in acts of the institutions of the European Communities shall be treated in the same way as the conventions referred to in Article 57 (1).
     2.     If one Contracting State is of the opinion that a provision contained in an act of the institutions of the European Communities is incompatible with the Convention, the Contracting States shall promptly consider amending the Convention pursuant to Art icle 66, without prejudice to the procedure established by Protocol 2.


DECLARATION


by the representatives of the Governments of the States signatories


to the Lugano Convention which are members of the European


Communities on Protocol 3 on the application of


Article 57 of the Convention



Upon signature of the Convention on jurisdiction and the enforcement of judgments in civil and commercial matters done at Lugano on 16 September 1988,

THE REPRESENTATIVES OF THE GOVERNMENTS OF THE MEMBER STATES OF THE EUROPEAN COMMUNITIES,

taking into account the undertakings entered into vis-à-vis the member states of the European Free Trade Association,

anxious not to prejudice the unity of the legal system set up by the Convention,

declare that they will take all measures in their power to ensure, when Community acts referred to in paragraph 1 of Protocol 3 on the application of Article 57 are being drawn up, respect for the rules of jurisdiction and recognition and enforcement of judgments established by the Convention.


DECLARATION


by the Representatives of the Governments of the States signatories to the Lugano


Convention which are members of the European Communities



Upon signature of the Convention on jurisdiction and the enforcement of judgments in civil and commercial matters done at Lugano on 16 September 1988,

THE REPRESENTATIVES OF THE GOVERNMENTS OF THE MEMBER STATES OF
THE EUROPEAN COMMUNITIES

declare that they consider as appropriate that the Court of Justice of the European Com munities, when interpreting the Brussels Convention, pay due account to the rulings con tained in the case-law of the Lugano Convention.


DECLARATION


by the Representatives of the Governments of the States


signatories to the Lugano Convention which are members


of the European Free Trade Association



Upon signature of the Convention on jurisdiction and the enforcement of judgments in civil and commercial matters done at Lugano on 16 September 1988,

THE REPRESENTATIVES OF THE GOVERNMENTS OF THE MEMBER STATES OF THE EUROPEAN FREE TRADE ASSOCIATION

declare that they consider as appropriate that their courts, when interpreting the Lugano Convention, pay due account to the rulings contained in the case law of the Court of Justice of the European Communities and of courts of the Member States of the Europe an Communities in respect of provisions of the Brussels Convention which are substanti ally reproduced in the Lugano Convention.



Fylgiskjal IV.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um Lúganósamninginn


um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum.



    Með frumvarpinu er lagt til að Alþingi fullgildi svokallaðan Lúganósamning um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum.
    Kostnaðaráhrif samningsins eru óveruleg.
Neðanmálsgrein: 1
 Kafli þessi er þýðing á útdrætti sem birtur var í skýrslu Jenard og Möller í EB-tíðindum nr. C 189 frá 28. júlí 1990, bls. 97–110.
Neðanmálsgrein: 2
 Sjá fskj. II.