Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 290 . mál.


511. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1 .     Á eftir 1. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Á eftir orðinu „vaxtabætur“ í 7. tölul. 28. gr. laganna kemur: námsmannabætur.
     2 .     Við 2. gr. Við c-lið bætist nýr málsliður er orðist svo: Örorkulífeyrisþegar, er eiga réttindi í þeim lífeyrissjóðum sem um ræðir í 1. málsl., skulu einnig njóta sama skattahagræðis við útgreiðslu.
     3 .     Við 7. gr. Við greinina bætist nýr stafliður er orðist svo: Við bætist nýr stafliður, D-liður, með fyrirsögninni Námsmannabætur er orðast svo: Ríkissjóður skal greiða bætur til þeirra námsmanna er eiga rétt á eftirágreiddum námslánum hjá Lánasjóði íslenskra náms manna. Bæturnar skulu nema sem svarar 80% af lántökukostnaði sem þeir hafa þurft að greiða vegna lána hjá bönkum eða sparisjóðum fram að útborgunardegi námslánsins. Lán, sem myndar bótarétt samkvæmt þessari grein, getur aldrei numið hærri fjárhæð en viðkom andi námsmaður á rétt á samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna hverju sinni. Lækkun á tekjuskattsstofni framfæranda skv. 4. tölul. 1. mgr. 66. gr. skerðir ekki rétt námsmanns samkvæmt þessari grein.