Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 290 . mál.


539. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1 .     Á eftir 6. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Í stað „282.264“ í 1. mgr. A-liðar 68. gr. kemur: 301.248.
     2 .     Við 7. gr.
                   a .     C-liður orðist svo: C-liður, með fyrirsögninni Vaxtabætur, orðast svo:
                            Maður, sem skattskyldur er skv. 1. gr. og ber vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, á rétt á sérstökum bót um, vaxtabótum.
                            Vaxtabætur skal ákvarða þannig að frá vaxtagjöldum, eins og þau eru skilgreind í 3. mgr., skal draga fjárhæð er svarar til 6% af tekjuskattsstofni eins og hann er skil greindur í 62. gr. Sé um hjón eða sambýlisfólk, sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. 63. gr., að ræða skal framangreint hlutfall reiknast af samanlögðum tekjuskattsstofni þeirra beggja. Þannig ákvarðaðar vaxtabætur einstaklings skerðast hlutfallslega fari eignir hans skv. 73. gr., að frádregnum skuldum skv. 76. gr., fram úr 3.054.000 kr. uns þær falla niður við tvöfalt hærri mörk. Vaxtabætur hjóna eða sambýlisfólks skerðast með sama hætti fari samanlagðar eignir þeirra skv. 73. gr., að frádregnum skuldum skv. 76. gr., fram úr 5.062.000 kr. uns þær falla niður við tvöfalt hærri mörk. Jákvæður mismun ur telst vera vaxtabætur. Vaxtabætur geta þó aldrei orðið hærri en 123.000 kr. fyrir hvern mann, 161.000 kr. fyrir einstætt foreldri og 200.000 kr. fyrir hjón eða sambýlis fólk sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. 63. gr. Vaxtabætur greiðast út eigi síðar en 1. sept ember ár hvert að lokinni álagningu opinberra gjalda og miðast við vaxtagjöld viðkom andi tekjuárs og eignir í lok þess sama árs. Vaxtabætur, sem eru lægri en 500 kr. á mann, falla niður.
                            Vaxtabætur skv. 2. mgr. miðast við fjárhæð vaxtagjalda hjá hverjum framteljanda. Vaxtagjöld samkvæmt þessari málsgrein geta aldrei verið hærri en 438.000 kr. hjá ein staklingi, 575.000 kr. hjá einstæðu foreldri, en 712.000 kr. hjá hjónum eða sambýlis fólki. Til vaxtagjalda í þessu sambandi teljast:
                         1 .     Vaxtagjöld, afföll og gengistöp skv. 1., 2. og 4. tölul. 51. gr. að því marki sem þau eru umfram vaxtatekjur skv. 3.–5. tölul. 1. mgr. 8. gr., enda séu gjöld þessi vegna fasteignaveðlána til a.m.k. tveggja ára eða lána við lánastofnanir með sjálfskuldar ábyrgð til a.m.k. tveggja ára, enda séu lánin sannanlega notuð til öflunar á íbúðar húsnæði til eigin nota. Til vaxtagjalda sem verðbætur og gengistöp teljast í þessu sambandi aðeins gjaldfallnar verðbætur og gengistöp á afborganir og vexti. Með eigin notum er átt við að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum.
                         2 .     Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur skv. 3.–5. tölul. 1. mgr. 8. gr. vegna annarra lána en um ræðir í 1. tölul., enda er einungis heimilt að telja þau með á næstu fjórum árum, talið frá og með kaupári ef um er að ræða kaup á íbúð til eigin nota, sbr. 1. tölul. Sé um nýbyggingu að ræða er heimilt að telja þau með á næstu sjö árum, talið frá og með því ári þegar bygging hefst, eða til og með því ári sem húsnæðið er tekið til íbúðar ef það er síðar.
                  Hvorki teljast til vaxtagjalda hjá seljanda áfallnar uppsafnaðar verðbætur af lán um sem kaupandi yfirtekur við sölu íbúðar né heldur uppsafnaðar áfallnar verð bætur á lán skuldara sem hann greiðir á lánstíma umfram ákvæði viðkomandi skuldabréfs.
                            Ef annað hjóna, sem rétt eiga á vaxtabótum, fellur frá skal ákvarða eftirlif andi maka, sem situr í óskiptu búi, vaxtabætur eins og um hjón væri að ræða næstu fimm ár eftir lát maka.
                            Réttur til vaxtabóta stofnast á því ári þegar íbúðarhúsnæði til eigin nota er keypt eða bygging þess hefst.
                            Vaxtabætur skulu bundnar við eignarhald rétthafa á íbúðarhúsnæði. Selji rétt hafi það húsnæði sem veitti rétt til vaxtabóta, án þess að hefja byggingu eða festa kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota á sama ári, falla bótagreiðslur til hans niður frá og með næsta ári á eftir söluári.
                            Vaxtabótum hjóna skal skipt til helminga á milli þeirra. Hið sama gildir um sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. 63. gr. enda þótt það óski ekki eftir að vera skattlagt samkvæmt þeirri grein.
                            Vaxtabætur greiðast rétthafa að því marki sem eftirstöðvum nemur þegar frá hafa verið dregnar greiðslur opinberra gjalda í þessari forgangsröð:
                 1.    Tekjuskatts sem á er lagður vegna tekjuársins skv. 67. gr., að frádreginni stað greiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.
                   2.    Annarra þinggjalda sem á eru lögð vegna tekjuársins.
                   3.    Ógoldinna þinggjalda frá fyrri árum.
                   4.    Annarra skatta eða gjalda en hér eru tilgreind eftir nánari ákvörðun fjármála ráðherra.
                            Komi í ljós að maður hefur fengið greiddar vaxtabætur án þess að eiga rétt á þeim skal honum gert að endurgreiða þær að viðbættu álagi. Álag á of hátt ákvarðaðar bætur skal nema 25%. Fella skal niður álagið samkvæmt þessari máls grein ef maður færir rök fyrir því að honum verði eigi kennt um þá annmarka á framtali er leiddu til ákvörðunar skattstjóra.
                            Ákvæði 99. og 100. gr. gilda um kærurétt vegna vaxtabóta eftir því sem við á.
                            Nánari reglur um vaxtabætur, þar á meðal um útborgun þeirra og skuldajöfn un á móti opinberum gjöldum, skulu settar í reglugerð.
                   b.     D–h-liðir falli brott.
     3.     Á eftir ákvæði til bráðabirgða II komi nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 72. gr. skal tekjuskattur lögaðila, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna, við álagningu á árinu 1995 á tekjur ársins 1994 vera 39% af tekjuskattsstofni, skv. 2. tölul. 62. gr.
     4.     Við ákvæði til bráðabirgða III (er verði IV).
                   a.     Í stað „2.700.000“ á þremur stöðum í ákvæðinu komi: 2.400.000.
                   b.     Í stað „5.400.000“ komi: 4.800.000.
                   c.     Í stað hlutfallstölunnar „5“ komi: 8.

Greinargerð.


    Alþýðubandalagið hefur á undanförnum árum gert lífskjarajöfnun að einu helsta bar áttumáli sínu. Tekjujafnandi aðgerðir í skattamálum leika þar stórt hlutverk og hefur Al þýðubandalagið í samræmi við það mótað stefnu í skattamálum sem hefur í för með sér mikla tekjujöfnun, samhliða tekjuöflun til að styrkja undirstöður velferðarkerfisins og efla atvinnulíf.
    Síðastliðinn vetur flutti fulltrúi Alþýðubandalagsins í efnahags- og viðskiptanefnd ít arlegar breytingartillögur við skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar og vísast til þeirra og ít arlegs nefndarálits, sbr. þskj. 411, 412 og 482. Á aðalfundi miðstjórnar Alþýðubanda lagsins í Keflavík í nóvember sl. voru samþykktar tillögur um jafnrétti í skattamálum sem fela í sér 5–7 milljarða kr. tilflutning í skattkerfinu frá fjármagnseigendum, hátekjufólki og gróðafyrirtækjum til lágtekjufólks og fólks með allt að meðaltekjum, barnafjölskyldna og húsbyggjenda.
    Í samræmi við þessa stefnu flytur Alþýðubandalagið nú nokkrar breytingartillögur til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð og tekjujöfnunar um leið. Tillögurnar eru eftirfarandi:
1.    Lögð er til hækkun skattleysismarka í 60.000 kr. á mánuði þegar um komandi ára mót. Þetta er liður í stefnu Alþýðubandalagsins um að hækka skattleysismörkin í áföngum. Þessi breyting kostar að öllum líkindum um 1.200 millj. kr. í tekjutap um fram það sem fjárlög gera ráð fyrir.
2.    Breytt er ákvæðum laganna um vaxtabætur þannig að horfið er frá þeirri 400 millj. kr. skerðingu sem varð á vaxtabótum í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur og kom til framkvæmda á þessu ári. Ákvæðin eru færð til fyrra horfs og fjárhæðir uppreiknað ar. Framangreind skerðing vaxtabótanna kom á sínum tíma algerlega í bakið á fólki með húsnæðisskuldbindingar og var þvert á gefin loforð. Það er því sérstakt réttlæt ismál að þessi skerðing gangi til baka. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessara breytinga er áætlaður um 400 millj. kr.
3.    Lagt er til að tekjuskattur fyrirtækja verði 39% í stað þeirra 33% sem í gildi eru, en tekjuskattsprósenta af nettóhagnaði fyrirtækja hefur í tíð þessarar ríkisstjórnar fallið úr 45 í 33 af hundraði í tveimur áföngum. Þettur hefur gerst á sama tíma og skatt prósenta almenns launafólks hefur hækkað í tæp 42% og þrátt fyrir að aðstöðugjaldi upp á 4.000 millj. kr. hafi verið létt af fyrirtækjunum. Þá er rétt að minna á að sam kvæmt þessu frumvarpi er einnig verið að taka upp sérstakar flýtifyrningar vegna nýrra fjárfestinga fyrirtækja. Það er því enn síður en ella ástæða til að vorkenna fyrirtækj unum að borga svipaða prósentu af hagnaði og launamenn gera af sínum tekjum. Áætl að er að þessi breyting auki tekjur ríkissjóðs um 700–800 millj. kr.
4.    Lagt er til að sérstakt álag á tekjuskatt miðist áfram við sömu tekjumörk og áður, þ.e. 200.000 kr. hjá einstaklingum og 400.000 kr. hjá hjónum, en verði ekki þynnt út eins og tillögur meiri hlutans gera ráð fyrir. Þá er lagt til að álagið verði 8% í stað 5%. Þannig á lagður gæfi hátekjuskatturinn um 650 millj. kr. eða 350 millj. kr. umfram það sem tillögur meiri hlutans gera ráð fyrir.
    Þessar breytingartillögur gera því í heild sinni ráð fyrir útgjöldum eða tekjutapi rík issjóðs upp á 1.600 millj. kr., en tekjuöflun upp á 1.050–1.150 millj. kr.